Morgunblaðið - 25.05.1966, Síða 12
12
MOHGUUBLAÐID
Miðvikudagur 25. mal 1968
FASTEIGNAVAL
Skólavörðustíg 3 A, 2. hæð. Símar 22911 og 19255.
Til sölu m.a.:
Iðnaðarhúsnæði
Tvær 240 ferm. hæðir á góðum stað í Austurborg
inni'. Sérstaklega byggt fyrir þungar vélar. —
Mjög góð aðkeyrsla. — Upplýsingar aðeins á skrif-
stofunni, ekki í síma.
Jón Arason hdL
Hafnarfjörður
3ja herb. íbúð á 2. hæð við Brekkugötu er til sölu.
íbúðinni fylgir hálfur kjallari. íbúðin getur orðið
laus fljótíega.
ÁRNI GRÉTAR FINNSSON, HDL.
Strandgötu 25, Hafnarfirði. Sími 51500.
Vélritunarstúlkur
óskast
Landsvirkjun, Suðurlandsbraut 14, óskar eftir að
ráða tvær stúlkur vanar vélritun. Umsóknir óskast
sendar skriflega með upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf.
Frá Tónlistaskólanum
í Reykjavík
Skólauppsögn verður í dag, miðvikudag 25. maí,
kl. 2 síðdegis.
SKÓLASTJÓRI.
Skrifstofustulka
óskast nú þegar til starfa á lögfræðiskrifstofu. —
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf
sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld, merkt:
„Lögfræðiskrifstofa — 9815“.
Glæsilegt úrval
af sumarhöttum barna
IMýkomið
fallegt úrval af ungbarnafatnaði
og barnateppum.
Aðalstræti 9. — Sími 18860.
Sveinn Guðmundsson, Seyðisfirði
Er tímabært að stofna
síldarsölusamlag?
EITTHVAÐ verður að gera til
að breyta því ófremdarástandi
sem ríkir í verkun og sölu síld-
ar. Bezta sönnun þess, að eitt-
hvað verði að gera er ársyfirlit
það, er, formaður Síldarútvegs-
nefndar skrifar í 2. tölubl. Æg-
is í ár. 1 því segir hann meðal
annars:
„Það er ekki ætlunin í þessu
yfirliti að rekja árangur eða
framkvæmdir þessara samninga,
aðeins vil ég segja að ekki hafi
vel til tekizt. Má e.t.v. rekja
það til síldarskorts á tímabili,
eftirgangssemi umboðsmanna
síldarkaupmanna, og undaniats-
semi einstakra síldarsaltenda og
skorti á samvinnu þeirra við
Síldarútvegsnefnd. Síldarskort-
urinn á timabilinu júlílok til
seinnihluta ágústmánaðar kann
að hafa átt sinn þátt í því, að
slaka varð á um gæði og vöru-
vöndun, og ég er ekki í neinum
vafa um það, að ýmsir umboðs-
menn sænskra síldarkaupmanna
eiga þar mesta sök. Því miður
hlusta enn margir síldarsiit-
endur um of á þeirra vafasömu
ráðleggingar og „hollráð". Því
miður virðist svo á stundum, að
það gleymist að síldarsöltun
byggist á vöruvöndun, bæði um
gott hráefni og verkun. Síldar-
gæðin voru vonum beri, stærð-
arhlutföllin betri en búizt var
við, og fitumagn í bezta lagi.
Smærri síldin, ef vel er verkuð
er Ijúffeng og góð vara til neyzlu
en hinu má ekki gleyma, að
beztu viðskiptavinir okkar, sem
kaupa sumarsíldina vilja stóra
síld, en umfram allt þó jafna
stærð í hverri tunnu“.
Síldarútvegsnefnd er skipuð
7 mönnum, sem ýmist eru kosnir
af Alþingi eða skipaðir af ráð-
herra, eftir tilnefningu Alþýðu-
sambands íslands, Landssam-
bands íslenzkra útvegsmanna,
Félags síldarsaltenda á Norð-
ur- og Austurlandi og Félags
síldarsaltenda á Suðvesturlandi.
Samkvæmt lögum á Síldar-
útvegsnefnd að sitja á Siglu-
firði á síldarvertíð norðanlands
og í Reykjavík á síldarvertíð
sunnanlands.
_ Á síðustu árum hefur söltun-
arsvæðið flutzt að mestu leyti
frá Norðurlandi til Austfjaröa.
Einnig hefur nú í tvö ár verið
söltuð síld á Austfjörðum upp
í Suðurlandssamninga. Þessi
Austfjarðasíld virðist ekki kunna
að fara áð lögum, því að ekki
virðast þau gera ráð fyrir að
hún sé söltuð.
Nú síðustu ár er mér ekki
kunnugt um að Síldarútvegs-
nefnd hafi setið neitt að ráði á
Siglufirði, enda ef til vill ekki
mikil ástæða til, þar sem lítið
hefur verið saltað þar. Þeim
mun meiri ástæða virðist það
vera fyrir einstaka nefndar-
menn og. nefndina í heild að
kynna sér ástandið á aðal sölt-
unarsvæðinu. Ég hef aldrei orð-
ið var við að Síldarútvegsnefnd
hafi ferðast um Austurland hvað
þá kynnt sér ástandið neitt að
ráði. Einsakir nefndarmenn hafa
að vísu verið hér á ferð, venju-
lega í Öðrum erindum en sem
meðlimir Síldarútvegsnefndar.
Ég leyfi mér til dæmis að efast
um að formaður Síldarútvegs-
nefndar hafi nokkurn tíma kom
ið á austfirzka söltunarstöð. Aðr
ir nefndarmenn hafa að vísu
ekki troðið okkur síldarsaltend-
um mikið um tær, en þeir hafa
látið það vera að senda okkur
tóninn. Yfirleitt held ég að salt-
endur þekki ekki meðlimi Síld-
arútvegsnefndar og Síldarútvegs
nefnd þekki ekki síldina sem
þeir láta salta. Því furðulegra
er að formaður Síldarútvegs-
nefndar skuli leyfa sér annan
eins skæting og dylgjur í garð
síldarsaltenda og hann viðhefur
í Ægisgreininni. Formaður tal-
ar um skort á samvinnu síldar-
saltenda við Síldarútvegsnefnd.
Getur nokkur annar en hann
láð okkur þó að við séum ekki
að elta þessa herra uppi, fyrst
að þeir eru ofgóðir til að kynna
sér það sem þeir eiga að gera,
þá mundu þeir víst lítið læra
þó að við færum að eltast við
þá.
Þetta vandræða ástand hefur
skapazt vegna þess, að Síldar-
útvegsnefnd hefur enn ekki við-
urkennt þá staðreynd að síldin
hefur breytt göngum sínum.
Síldin er söltuð á Austfjörðum,
skrifstofur Síldarútvegsnefndar
eru á Siglufirði og nefndarmenn
irnir eru út um allt, aðallega
þó í Reykjavík. Umboðsmenn
kaupenda fluttu sína síldarverk-
un eftir síldinni en Síldarútvegs
nefnd flutti sig frá Siglufirði
til Reykjavíkur og gafst upp
við síldarsöltun og lætur for-
manninn skrifa eina skætings-
grein á ári. Það er alveg furða
hvað starfsmönnum Síldarútvegs
nefndar á Siglufirði hefur tek-
ist að hafa samvinnu við salt-
endur á öðru landshorni, þrátt
fyrir lélegt símasamband og lít-
il persónuleg kynni. En sam-
bandið við Síldarútvegsnefnd
sjálfa hefur algjörlega brugð-
izt. Þróunin virðist hafa verið
sú að undanförnu að í Síldar-
útvegsnefnd hafa aðallega valist
atvinnupólitíkusar með takmark
aðan áhuga á verkefninu.
Sölusamninga, sjá Síldarsalt-
endur aldrei hvað þá skýringar
við þá, aðeins bréf og nokkur
skeyti. Engin aðili fylgist með
yfirtöku síldarinnar fyrir hönd
Síldarútvegsnefndar. Umboðs og
yfirtökumenn virðast vera
nokkurs konar hæstiréttur í
þessum málum: „Því miður
hlusta enn margir sildarsaltend-
ur um of á þeirra vafasömu
ráðleggingar og „hollráð“. Á
þessu er formaður Síldarútvegs’
nefndar hissa. Ég er meira hissa
að hann kuli þora að minnast
á þetta. Það er Síldarútvegs-
nefnd, sem gefið hefur þessum
mönnum það vald sem þeir hafa.
Það er staðreynd að rússnesk-
ir yfirtökumenn hafa hvað eft-
ir annað neitað síld sem að Síld
armat ríkisins hefur áður yfir-
Framhald á bls. 18
Til sölu
Nýleg 2ja herb. íbúð við Kleppsveg.
Góð 3ja herb. íbúð við Álfheima, sem er laus
nú þegar.
FASTEIGNASALAN
Skólavörðustíg 30. - Símar 23987, 20625.
Yfirlýsing
Að gefnu tilefni viljum við taka fram að ferð sú
til Miðjarðarhafsins, sem efnt er til á vegum Karla
kórs Reykjavíkur og Ferðaskrifstofunnar Lands-
sýn er okkur að öllu leyti óviðkomandi.
Félag íslenzkra ferðasfofa
Ferðaskrifstofan Saga
Ferðaskrifstofan Útsýn
Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir
Ferðaskrifstofa Akureyrar
Ferðaskrifstofa Zoega
Ferðaskrifstofan Sunna
Efncafræðingur
Óskum eftir að ráða til okkar efnaverkfræðing eða
mann með svipaða menntun( til umsjónar með dag
legum rekstri verksmiðjunnar. Góð vinnuskilyrði
fyrir hendi. Æskilegt að minnsti ráðningartími
væri 2 ár. — Þarna er í boði vel launað framtíðar-
starf fyrir ungan og duglegan mann.
Allar nánari upplýsingar gefur Björn Dagbjarts-
son, símar 2100 og 2101, Vestmannaeyjum.
Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum.