Morgunblaðið - 25.05.1966, Side 26

Morgunblaðið - 25.05.1966, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur ?5. rnai 1966 Allgóður árangur á Vormóti Í.R. f GÆR fór fram á Melavellin- um fyrsta frjálsíþróttamót sum- arsins, Vormót ÍR. Þátttaka var góS, keppni skemmtileg í mörg- um greinum og árangur góöur í einstökum greinum og lofar í heild góðu fyrir sumarið. Virð- ast frjálsíþróttamenn nú í all- góðri æfingu og áhugi vera vax- andi. Valbjörn Þorláksson var sá er bar hæst á mótinu. Hann sigraði í spjótkasti með 61,21 metra, í 100 metra hlaupi á 11,2 og í lang stökki, stökk 6,52. f 800 metra hlaupi var keppni mjög skemmti leg milli þeirra félaga Þórarins Ragnarssonar og Halldórs Guð- björnssonar úr KR. Reyndist Þórarinn sterkari á endasprett- inum og sigraði á 2:00,7, en Hall dór fylgdi fast á eftir. í sleggju- kasti var keppni einnig skemmti leg, en þar sigraði Þórður B. Sigurðsson, Jón H. Magnússon ÍR með 49,75 metr., gegn 47,15 metr. Jón er mikið efni og er ekki ólíklegt að hann eigi eftir að bæta sig mikið í sumar og jafnvel krækja í íslandsmet Þórðar. Úrslit mótsins urðu annars þessi: 100 m. hlaup: 1. Valbjörn Þorláksson KiR 11,2 2. Kristján Mikaelsson, Á 11,5 3. Þórarinn Ragnarsson KR 11,6 800 m. hlaup: 1. Þórarinn Ragnar&son KR 2:00,7 2. Halldór Guöbjörnss. KR 2:01,8 3. Þórður Guðm.son UMSK 2:04,2 4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit Á 46,1 sek. 2. SveitKR 46,5 — M0LAR Tel Aviv — Það þótti tíð- 1 indum sæta að ísraelska liðið l Maccabi vann á mánudaginn l ensku bikarmeistarana, Ever- / I ton, í knattspyrnukappleik er ; I fram fór í Tel Aviv. Úrslitin) voru 1-0. Byrjað er að ræða um næsta móther ja Cassiusar Clay. Er talað um bandaríska negrann Doug Jones, sem lík- legastan eða að öðrum kosti þýzka meistarann Karl Mild- enberger. Clay hefur sagt, að hann vilji fá næsta leik inn- an tveggja mánaða. Þýzki hlauparinn Harald Norpoth, sem vann silfur í 5 km. á Rómarleikunum, náði mjög góðum árangri í fyrstu keppni sinni í ár. Hann hljóp míluna á 3:58.8 og er fyrsti Þjóðverjinn sem hleypur skemmri tíma en 4 min. 1 Hástökk: 1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR _ 1,95 2. Sigurður Lárusson, Á 1,70 3. Ingimundur Ingimundars. 1,70 Langstökk: 1. Val'björn Þorláksson, KR 6,52 2. Úlfar Teitfeson, KR 6,50 3. Páll Eiríksson, KR 6,24 Spjótkast: 1. Valbjöm Þorláksson, KR 61,21 2. Björgvin Hólm, £R 57,04 3. Páll Eiríksson, KR 55,71 Kúluvarp 1. Guðm. Hermannss. KR, 15,51 2. Erlendur Valdimarss. ÍR 13.54 3. Valbjörn Þorlákss., KR, 12.77 Kringlukast 1. Þorst. Alfreðss. UMSK 44.75 2. Þorsteinn Löve, ÍR, . . 44.71 3. Erlendur Valdimarss., ÍR, 43.65 Sleggjukast 1. Þórður B. Sigurðss., KR, 49.75 2. Jón H. Magnússon, ÍR, 49.15 3. Friðrik Guðmundss., KR, 44.50 „Hin göfuga list til sjálfsvarnar" „HIN göfuga list til sjálfs- varnar" hefur hnefaleika- íþróttin stundum verið nefnd. Og vera má að stundum geti einhverjir séð eitthvað göf- ugt við hana. En þessar mynd ir bera ekki vott um göfgi iþróttarinnar. Þær eru teknar í leik þeirra Clay og Coopers um heimsmeistaratitilinn. Sú stærri sýnir Clay þjarma að hinum brezka meistara, eftir að skurðurinn hafði opnast á vinstri augabrún hans hafði opnast. Clay sagði eftir leikinn, að hann hefði hætt er blóðið tók að renna; hann hefði ekki get að fengið af sér að sækja að hinum særða. En þessi mynd er tekin í þann mund er hann hefur gefið Cooper högg með vinstri hendi í opinn skurð- inn — en skurðinn opnaði Clay með hægri handar höggi. Vel má greina að Cooper á óhægt um vik og sér í þessari stöðu sennilega ekkert til Clays. Á minni myndinni sézt hvernig Cooper leit út er hann gekk til sætis síns eftir að dómarinn hafði stöðvað leikinn. Hann er alblóðugur, blóð var um allan hringinr, á Clay og á fréttariturunum er næst sátu hringnum. Cooper hafði staðið sig mjög vel fram að því að skurðurinn opnaðist, sótt mjög, unnið 3 lotur á stigum (tapað einni). Clay hafði farið hægt. lokkað hinn til sóknar unz í 6. lotu að hann breytti um aðefrð, tók að sækja og til tíðindanna dró. Valsmenn gegn ,pressuliði' í Laugardal á morgun Fyrsfti leikurinn í Laugardalnum ANNAÐ kvöld er fyrsti knatt spyrnukappleikur sumarsins á grasvellinum í Laugardal. Má með nokkrum rétti segja að með þeim leik hefjist í raun og veru knattspyrna sumarsins. Þessi fyrsti leikur í Laugardaln um er afmælisleikur Vals og leika Valsmenn við lið er íþrótta fréttamenn hafa valið. Valur varð 55 ára á dögunum Einar Geirsson Baldvin Fram Guðjón Guðmundsson Akranesi Jón Leósson Akranesi og að gömlum reykvískum sið heyja félögin afmælisleiki og Valsmenn sem nú eygja mögu- leika til Reykjavikurmeistara- titils færast ekki minna í fang en að mæta úrvalsliði allra ann- arra félaga. Iþróttafréttamenn hafa valið lið það er þeir ætla að geti velgt Valsmönnum undir ugg- um og er það þannig: Baldvinsson Axel Axelsson KR Þrótti Eyleifur Hafsteinsson KR Magnús Torfason Keflavík Jóhannes Atlason Fram Varamenn eru valdir Hallkell Þorkelsson Fram, Kristinn Jóns son KR, Jón Björgvinsson, Þrótti, Ólafur, Ólafsson Fram, Einar ísfeld KR og Hörður Mark an KR. Valsmenn munu án efa tefla fram sínu sterkasta liði og í ljós hefur komið að Valsliðið getur verið sterkt lið ef það nær samstillingunni. Að sjálf- sögðu verður Hermann Gunn- arsson með í liðinu, en hann hefur sett sinn sterka svip á báða leiki er hann hefur leikið með Val í vor — m.a. vann hann Ihreinlega KR í leik liðanna í fyrrakvöld og skoraði öll þrjú mörk Vals. Spurningin er hvað Hermanni tekst að gera með félögum sin- um móti úrvalsliðinu er liðin leika fyrsta „grasleikinn" í Reykjavík á árinu 1966? Anton Bjarnason Fram Bjarni Felixson KR Guðmundur Pétursson KR Skíðamót í Siglu- ijarðarskarði 28. maí SKARÐSMÓTIÐ 1966 verður að venju haldið í Siglufjarðar- skarði um hvítasunnuna. Laug- ardaginn 28. maí hefst svigmót í karla- kvenna- og unglinga- flokki 12—15 ára kl, 4 e.h. Á hvítasunnudag 29. maí hefst stór svigsmót kl. 3.30 e.h., og verður þá einnig keppt í karla- kvenna- og unglingaflokki 12i—15 ára. Eftir stórsvigskeppnina á hvíta- sunnudag hefst keppni í knatt- spyrnu milli Siglfirðinga og utanbæjarmanna, sem tekið hafa þátt í mótinu. Kl. 8.30 um kvöldið verður kaffisamsæti og verðlaunaafhending á Hótel Höfn. Þar sem mikill snjór er nú í Siglufjarðarskarði eru litl- ar líkur til að Skarðið verði fært fyrir hvítasunnu og kepp- endur og aðrir sem hafa í hyggju að fara á Skarðsmótið verða því að gera ráðstafanir til að komast sjóleiðis til Siglu- fjarðar. Á Skarðsmót mæta kepp endur frá Akureyri, Ólafsfirði, ísafirði, Reykjavík og að sjálf- sögðu frá Siglufirði. Skarðsmót- ið 1966 er 10. Skarðsmóið í röð, og aðeins tveir keppendur hafa mætt á öll mótin, eru það Jó- hann Vilbergsson frá Siglufirði og Ásgeir Úlfarsson, KR. Skarðs mót er árlega mjög stór við- burður í starfsemi skíðaíþróttar- innar. Mótsstjóri verður Helgi Sveins son íþróttakennari á Siglufirði og veitir hann allar nánari upp- lýsingar um mótið. Kennsla í golfi hjó G.R. GOLFKLÚBBUR Reykjávíkur er nú að hefja kennslu í golfi. Hefst kennslan í dag, 25. maí, á golfvelli klúbbsins við Grafar holt. Kennari hefur verið ráð- inn Magnús Guðmundsson, ís- landsmeistari í golfi. — Upplýs- ingar varðandi kennsiuna er að fá í síma 10375 alla daga nema laugardaga og sunnudaga kl. 9—12 fyrir hádegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.