Morgunblaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 10
íe MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 10. júní 1966 Guðmundur Jósafatsson; Á Eyfirðiipleið lSLENZKIR fjallvegir hafa löng um verið þjóðinni hvorttveggja: ögrun til átaka við víðáttur öræf ^oinna, og unaðsefni undir kitl- andi ævintýraþrá. I>eir gátu líka verið ofraun, þegar glíma skyldi við miskunnarleysi öræfaveðra. Kjalvegur er glöggt dæmi um þetta. Hann má heita torfæru- lítil þegar Hvítá og Blanda eru undanskildar.'Og hvorug þeirra getur talist háskaleg. Á Hvítá er vað, skammt fyrir neðan út- fallið úr Hvítárvatni. Ef botn þess smágrýttur og traustur. En það gat orðið djúpt þegar áin var í vexti. Um alllangan aldur mun ferja hafa verið á útfallinu og þó áður en straums fór að gæta. Var því ferjustað- urinn hinn ágætasti, og sundið hestum auðvelt, með ágætri landtöku. ^ Þó Blanda hafi oft reynzt mannskæð í byggð, munu engar sögur fara af því að hún hafi átt í mannráðum í óbyggðum, þegar Jón Austmann er frátek- inn. En telja verðu víst að hún hafi skapað honum aldurtilann. Á hinum forna Kjalvegi er hún í tvennu lagi: Blanda og Stranga kvisl og minnst að munum um vatnsmagn, þó Blanda hafi nokkuð betur. Getur hvorugt tal- ist til foraðsvatna. Þó á Kjal- vegur sína sorgarsögu. En hún veður ekki rakin hér. Sá fjallvegur, sem til forna var kallaður Kjalvegur, er leiðin frá Hólum í Biskupstungum að Mæli felli í Skagafirði. En það er í raunnni fjarri lagi, að kalla þetta hinn eina Kjalveg. Tvær leiðir voru vel þekktar upp úr Skaga- firði suður á Kjöl, — frá Mæli- felli og Gilhaga. Þær komu sam- an í Svartárbugum. En litlu vestar skildust þessar leiðir aftur og lá önnur norðan Blöndu vatns að Blönduvöðum yfir Stóra-Sand að Kalmanstungu. Hin lá suður á Kjöl. Þá áttu Húnvetningar og sínar leiðir suður á Kjöl: frá Fossum og Bollastöðum austan Blöndu og frá Eiðsstöðum vestan hennar. En þessir vegir voru jafnframt alfaraleiðir þeirra í leitum og rekstrum og hétu því á máli þeirra sveita Heiðarvegir, en ekki Kjalvegir, þótt þeir væru og farnir áleiðis á hann. og farnir áleiðis á hann. Árnes- ingar áttu og aðra leið norður á Kjöl en þá sem nú er almennt nefnd Kjalvegur. Hún lá frá Tungufelli sunnan Hvítár og mun mæta þeirri leið sem nú er farin nokkru fyrir sunnan Innri- Skúta. En yfir Kjöl lá annar vegur, sem mun hafa verið allfjölfarinn, þó nú sé hans naumast getið nema í örnefnum. Það er Eyfirð- ingaleið, en svo mun þessi vegur löngum hafa heitið á máli Hún- vetninga og Skagfirðinga. Til er önnur Eyfirðingaleið, frá Hvítárvatni um Hellisskarð til Þingvalla. Hana þekki ég ekki, enda heyrði ég hennar aldrei getið í Húnvetnskum eða skagfirzkum sögnum, sem fylgdu þeirri leið er hér verður rakin. Norðan jökla mundi leiðin hin sama, þó til hinnar syðri væri gripið í skyndiferðum. Líklegt er að þessi leið hafi oftast verið farin þegar Eyfirð- íngar riðu til Alþingis. Ætla má og að hún hafi verið valin, hafi Eyfirðingar leitað til Suðurnesja til skreiðarkaupa. En hún mun grýtt og fátt um góða áningar- staði. Telja má nokkurnveginn víst að hvort sem um skreiðarferð eða þingreið var að ræða, hafi Eyfirðingar á sunnanleið farið upp Biskupstungur og hin eigin lega öræfaferð þeirra því hafizt frá Hólum. Lá hún norður Sel- haga og því í fyrstu nokkru vestar en vegurinn liggur nú. En ekki er nema skammt farið úr byggð, þegar vegurinn kemur á þær slóðir sem hann þræðir nú. Yfir Sandá lá leiðin mjög nálægt því sem nú er, — aðeins örlítið neðar þá. Við hana er gott að láta hesta grípa niður þó gróðurflesjurnar norðan við hana heiti Sultarkriki. Sunnan Sandár eru og góðir hagar. Heita þeir Rifadælus, Frá Sandánni lá a. m. k. lestamgmnaleiðin austan Bláfells, enda er ágætur hagi í Fremstaveri, sem er austan undir fellinu. BláfelLsháls var löngum illræmdur fyrir gróður- leysi og stórgrýti, og því gjarnan sneitt hjá honum af þeim sökum, þó trúlegt sé að hann hafi verði mun grónari fyrr á öldum. Yfir- leitt munu hestamenn hafa lagt allt kapp á að ná í Hvítárnes til gistingar enda hefur það löngum verið frægt fyrir gróðursæld. Það, sem af er þessari leið, er einn og sami vegurinn, sem far- inn var af þeim, sem leið áttu norður á milli jökla, hvort sem farinn var Kjalvegur eða Eyfirð- ingaleið sú, sem hér verður freistað að rekja. Enn var vegur- inn einn þegar lagt var upp úr Hvítárnesi og mun hann hafa haldist svo norður á móti Innri- Skúta. Sú leið er gróðurlítil. Áningarstaður allgóður er í Gránunesi sem er undan norður- enda Innri-Skúta en nokkru falla um flata sanda og er á þeim nokkur gróður. Mest er það stór- vaxinn mosi. Eru þemburoar við- sjálar yfirferðar. Norðan kvísl- anna gengur ás vestur frá jijkl- inum, sem heitir Tjarnaralda. Syðri-kvíslarnar sameinast litlu austar en undan miðri öldunni. Árin beygir til norðurs fyrir ás- sporðinn og eru þar þrautavöð á henni, því hún breiðir sig þar um flata sanda fyrst eftir að hún sleppir öldusporðinum. Ekki mun hún þó þar með ö"/i trygg fyrir sandbleytu. Norðan undir öldunni vestan til, er dálítil tjörn, sem aldan dregur nafn af. Heitir hún Blöndutjörn. Eru þar góðir hag- ar og því ágætur áningarstaður í gróindum. En gróðurbletturinn er lítill, — þúfnakragi sunnan og austan við tjörnina. Þar var náttból undanreiðarmanna á Ey- vindarstaðaheiði um langt skeið. Hélzt það fram á 9da tug 19. aldar. Þar þóttu austanveður oft harðtæk á leitarmönnum. Norðan Tjarnaröldu falla nokkrar kvíslar undan jöklinum, allar vatnslitlar og því lítill far- artálmi. Að vísu kennir þar nokkurrar sandbleytu, en ekki mun hún hættuleg vönum vatna- mönnum. Austust þessara kvísla er Eyfirðingakvísl. Þornar hún nær alveg í þurrkum og kulda. Drjúgan spöl fyrir neðan jökul- inn rennur hún um marflatt svæði, — tjarnarstæði nokkurt, Frá Hveravöllum. hvar þeir fóru, enda þeim kennd í sögnum. Eru engir grasteyg- ingar á þeirri leið fyrr en áður- nefndar mosaþembur við Álfta- brekkuhornið, Leiðin liggur aust- ur með Álftabrekkunum. Þær eru norður og vesturhlíð hæða- klasa, sem gengur norður frá há- lendisbungu þeirri, er Hofsjökull hvílir á. Nokkru austar gengur fellsrani norður úr þessum hæð- um. Heitir vesturhlíðin Þver- Á Eyfirðingaleið norðan Hofsjökuls. (Ljósm.: Þorst. Jósepsson) vestar. Jónas Illugason, sem löngum er kenndur við Bratta- hlið taldi að þar hefði leiðirnar skilið. Svo taldi og Sigurður Pálsson í Haukadal. Kjal- vegur lá norður með Kjalfelli að austan, sveigði svo vest- ur með fellinu snertu spöl, en beygði svo norður yfir Kjal- hraunið nokkurnveginn bein- leiðis á suðvesturhorn Rjúpna- fells. Eyfirðingaleið beygir mjög til norðaustan úr Gránunesi, drjúg- an spöl austan við austustu tungur Kjalhrauns, yfir Svart- árbotna austan til og að Blöndu þar, sem hún beygir fyrir Tjarn- aröldusporðinn. Blöndukvíslar eru tvennar. Eru hinar syðri mun vatnsmeiri. — Koma þær fram undan skriðjökli, sem fellur vestur af Hofsjökli norðan við upptök Jökulkvíslar- innar, sem fellur til Hvítár. Heitir þessi jökulskriða Blöndu- jökull. Engin þessara Blöndu- kvísla er vatnsmikil. Er snertu- spölur milli jaðarkvíslanna. Þær sem hún hefur fyllt. Eru þar teygingar nokkrir og 'því ekki ótrúlegt að þeir er þar fóru um hafi lagt þangað leið sína stund- um, einkum ef haga þraut við Blöndutjörn. Skarphéðinn Einars son, sem um skeið bjó í Ytra- Tungukoti í Blöndudal (nú Ár- túnum) hafði heyrt Eyfirðinga- fit nefnda en vissi ógjörla hvar hún var. Um tvennt gæti verið að ræða: gróðurteyginga þessa við Eyfirðingakvísl, eða mosa- þembur nokkrar neðan við Álfta- brekkur vestanhalt, — við lækj- arsitrur sem falla í Svörtukvísl. Eru lækjarbakkarnir með snapa- gróðri. Trúlegast virðist að þar sé Eyfirðingafitin. Frá Blöndutjörn liggur Eyfirð- ingaleið norðaustur sandana. Sér þar a.m.k. fyrir tveim vörðubrot- um, sem þykja benda til þess, brekka og öxlin að norðan Þver- brekkuhorn. Lá leiðin frá mosa- þembunum skammt fyrir neðan austasta Álftabrekkuhornið, norðan undir Þverbrekkuhorninu austur að Ströngukvísl neðan við Sátu. Vörðubrot kennt Ey- firðingum, nær gjörfallið, er á ásnum norðan undir Þverbrekku- horninu. Talið var að annað slíkt væri norðan til á ásnum milli Tjarnardragsins og Ströngukvísl- ar. Ég rakst aldrei á það svo víst væri. Sáta er stakt fell, skammt frá jöklinum, all hátt. Kvíslin kemur undan jöklinum í tvennu lagi og falla hlutarnir sinn hvoru megin Sátu. Munar litlu á þeim um vatnsmagnið. Norðan undir henni er mýrartunga lítil. Hefur áin brotið af báðum hliðum henn ar, svo þar er aðeins eftir horn eitt. Það mun vera hið eina sem (Ljósm.: Þorst. Jósepsson) eftir er af Sátumýrum — hin- um forna áningarstað Eyfirð- inga. Strangakvísl rennur á söndum niður frá Sátu og þó skammt áð- ur en hún fellur í gljúfur. Á henni eru þar sæmilega trygg vöð. Frá þeim liggur leiðin um flata sanda, gróðurvana, austur að Eyfirðingahólum. Þeir eru jökulakstur, sem gengur norður frá jöklinum og bera glögg merkí uppruna síns. Er hólakösin tungu laga. Undir norðasta hólnum vott ar fyrir snöpum og má vera að hólarnir hafi dregið nafn af því að þar hafi verið staldrað við, ef dytta þurfti að lest. Líklegra mun þó að heitið stafi af því að þeir eru ferðamönnum ágætt leiðarmerki. Skammt austan hólanna fellur vestasta kvisl Vestari-Jökulsár í Skagafirði. Kemur hún undan jöklinum í nokkrum kvíslum, sem þó skiptast um fell eitt, ekki hátt, sem heitir Krókahæð. Heita svæðin sem kvíslarnar falla um Austari- og Vestari-Jökulkrókar. Skammt fyrir neðan hæðina er áin auðfarin og mun leiðin hafa legið þar. Frá Vestari Jökulsá liggur leið- in austur Hofsafrétt skammt fyr- ir norðan Ásbjarnarfell, með- fram Ásbjarnarvötnum að norð- an, við norðurjaðar Svörturústa að Pollakvísl skammt fyrir neð- an Vestari Polla. Þar eru góðir hagar. Svo mun og vera í Svörtu- rústum. Munu þar hafa verið beztu hagarnir á leiðinni yfir Hofsafrétt, enda voru Vestari- Pollar þekktur gististaður á þessari leið. Úr Pollum að Ey- firðingavaði á Jökulsá eystri er ekki langur vegur. Það er litlu neðar en Pollalækur fellur í Jökulsá. Frá henni í Eystri-Polla er skammt. En þar mun Eyfirð- ingaleið hafa mætt Vatnahjalla- vegi. Hin raunverulega Eyfirð- ingaleið er því vegurinn úr Gránunesi í Eystri Polla, þ.e, leiðin af Kjalvegi á Vatnahjalla- veg. Á slóðum Ferðcafélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.