Morgunblaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 30
ov/ fr« v •% w w «««««■ « robiuuagur iu. juni u#oo Akurnesingar móti atvinnu- liðinu Norwich í kvöld Eini leikur Englendinganna í R-vík í KVÖLD klukkan 8.30 hefst önnur knattspyrnuheimsókn sumars- ins með leik milli enska atvinnumannaiiðsins Norwich og gestgjafa þeirra hér, Akurnesinga. Eftir því sem bezt er vitað, verður þetta eini ieikur hinna ensku atvinnumanna í Reykjavík. Þetta verður í annað sinn sem Akurnesingar sjást í Reykjavík í ár, en i fyrra skiptið léku þeir á Melavellinum. Mun án efa marga fýsa að sjá þá í leik gegn þessu enska liði, því Akurnesingar hafa átt marga skemmtilega ieiki gegn góðum erlendum liðum. í góðri æfingu Akurnesingar eru nú sagðir í góðri þjálfun og forráðamenn þar efra eru ánægðir með lið sitt. Liðið fór vel af stað í ís- landsmótinu, sigraði Keflavík, •og verður í kvöld eins sterklega skipað og kostur er á. Enska liðið er í 2. deildinni ensku, en hefur keypt leikmenn af ótal félögum og nokkrir leik- manna leika eða hafa leikið í landsliði á Bretlandseyjum m. a. miðframherjinn Ron Davies, sem keyptur var fyrir 35 þúsund pund. Hann hefur leikið i lands- liði Wales og úrvali leikmanna undir 23 ára aldri. Akurnesingar eru í hálf- gerðum vandræðum með þessa erlendu gesti sína. Þeir fá aðeins einn leik í Reykja- vík og vegna skipulags ís- landsmótsins fá þeir varla leikmenn annara félaga til að leika við gesti sína. Væntan- lega munu Reykyíkingar því sækja þennan leik og á þann hátt sýna hug sinn til ÍA, sem fær þetta enska lið hing- að i tilefni 20 ára afmælis síns. ÍA hefur fengið eftirfarandi upplýsingar um leikmenn enska liðsins. Terry Allock, framherji eða framvörður. Lék með Bolton Wanderes. Kom til Norwich 1958 og hafði í lok siðasta keppnis * tímabils leikið 288 leiki í deild- ar- og bikarkeppni. í þeim leikj- um hafði hann skorað 124 mörk, þar af á keppnistímabilinu 1962 — 1963, 37 mörk. Terry Anderson, hægri út- herji. Lék með Arsenal 1961 — 1965, en var þá keyptur til Nor- wich. Áður í unglingalandsliði. Geoff Barnard, markvörður. Lék áður sem áhugamaður með Southend. Kom til Norwich 1963 og lék sinn fyrsta leik í deildar- keppninni, gegn Coventry 1965. Gordon Bolland, innherji. Lék áður með Chelsea og Leyton Orient. Var keyptur til Norwicn 1964. Skoraði á síðasta keppnis- tímabili 20 mörk. Annar dýr- asti leikmaður sem Norwich hefur keypt. Tommy Bryceland, innherji. Lék áður með St. Mirren. Var keyptur til Norwich 1962, þá fyrir £20,000. Ron Davies, miðframherji eða innherji. Lék áður með Luton og Chester. Var keyptur til Nor- wich 1963 fyrir £35,000. Hefur leikið í landsliði Wales og úrvali leikmanna undir 23 ára aldri. Mjög góður lejkmaður. Don Heath, framherji. Lék áður með Middlesbrough. Kom til Norwich 1964 og hefur leikið 34 deildar- og bikarleiki. Skor- aði 7 mörk síðasta keppnistíma- bil. Kevin Keelan, markvörður. Lék áður með Aston Villa og Stockport. Var keyptur til Nor- wich 1963. Aðalmarkvörðu- liðs ins seinni hluta síðasta ktppnis- tímabil. Phil Kelly, hægri bakvörður. Lék áður með Wolves. Var keyptur til Norwich 1962. Fædd- ur i Irlandi og hefur leikið með írska landsliðinu fimm sinnum. Malcolm Lucas, hægri fram- vörður. Lék áður með Leyton Orient og Bradley Rangers. Keyptur til Norwich 1964 fyrir mjög hátt verð. Leikur í lands- liðið Welsh. Bill Punton, vinstri útherji. Lék áður með Newcastle United og Southend. Var keyptur til Norwich 1959. Hefur leikið yfir 200 leiki í deildar- og bikar- keppni. Freddie Sharpe, varnarmaður mjög góður. Lék áður með Tottenham níu keppnistímabil og var fastur leikmaður. Keyptur til Norwich 1963, sem framvörð- ur, en hefur einnig leikið mið- framvörð og bakvörð. Framhald á bls. 31 . . , ... Ríkharður í návígi. Hvað tekst honum í kvöld? Verzl. ÞinghoEt sigraði í firmakeppni í golfi Tésnas Árnason með beztan HIN árlega Firmakeppni G.R. hófst á velli félagsins við Graf- arholt, laugardaginn 4. júní og lauk eigi fyrr en síðdegis næsta dag. 181 firma tók þátt í keppn- inni. Á laugardag var keppnin mjög tvísýn og fór svo að eftir- talin 5 firmu voru jöfn í fyrsta sæti að loknum 18 holum. 1.—5. Blóm og Ávextir (kylfing- ur Hans ísebarn). Kristján Ó. Skagfjörð arangur (kylfingur Tómas Árna- son). Verzlunin Þingholt (kylf- ingur Jón I>ór Ólafsson). Bifreiðastöð Steindórs (kylfingur Þorvarður Árnason). Gufubaðstofan Kvisthaga 29 (kylfingur Sveinn Snorrason). Þessi 5 firmu léku síðan til úrsiita sunnudaginn 5. júní. Andar köldu til Akurnesinga ? Akurnesingar eru skyndi- lega í nokkrum vanda stadd- ir með framkvæmd á kapp- leikjum hinna ensku gesta þeirra, Norwich. Er ekki vit- að hvernig jír rætist, en svo virtist í gærkvöldi sem lands- liðsnefnd KSÍ yrði erfiðastur ljár í þúfu, eftir því sem Mbl. bezt vissi. Málin standa svo að upp- haflega var gert ráð fyrir, að leikir heimsóknarinnar yrðu þrír, gegn Akurnesingum, gegn úrvalsliði landsliðs- ncfndar og einhverjum þriðja aðilanum, en hlypi undir bagga með Skagamönnum í þessum efnum og höfðu Akurnesingar helzt augastað á vinum sínum handan Faxa- flóa, Keflvíkingum. Var gert ráð fyrir, þar sem loforð fékkst ekki nema fyrir einum leik í Reykjavík að úr- valslið landsliðsnefndar léki þar. Eftir hrakfarir síðasta úrvalsliðs gegn Dundee mun hafa komið fram tillaga um það, að Akurnesingar léku við Norwich í Reykjavík. Var sú tillaga samþykkt og breyt- ingin tilkynnt. En eftir á kom á daginn að menn höfðu ekki athugað að leikur KR og Þróttar í 1. deild var ákveð- inn sama dag og úrvalsliðið skyldi leika. Á þeim forsend- um neitaði landsliðsnefnd að velja úrvalslið. Og nú voru góð ráð dýr fyrir Akurnes- inga. í gærkvöld bönkuðu þeir á dyr mótanefndar KSÍ og báðu um að Ieik KR og Þrótt- ar yrði frestað. Mótanefndin varð við þeirri beiðni til að gera sitt til að gera ekki heim sókn Norwich að dúndrandi tapheimsókn fyrir Akurnes- inga, minnugir þess að Akra- nesliðið hefur leikið marga leiki fyrir Reykjavíkurfélög- in og margfyllt vellina í heimsóknum Reykjavíkur- liða. Mcð þessa ágætu fyrir- greiðslu fóru Akurnesingar til landsliðsnefndar en fengu aftur nei hjá henni. Nú var forsendan að Keflvíkingar treystu sér ekki til að senda sína úrvalsmenn er landsliðs- nefnd kynni að velja, þar er þeir eiga leik á þriðjudags- kvöldið. Og þannig stóðu málin í gærkvöldi. Ekki er annað hægt að segja en að heldur andi köldu til Akurnesinga í þcssu máli á 20 ára afmæli ÍA. Að sönnu eru þeir seinir með ákvarðan ir en erfiðleikarnir eru lika miklir. Meðan heimsókn Fram stóð var hlé á íslands- mótinu — að sjálfsögðu. En hví að leyfa Akurnesingum heimsókn erl. liðs ef ekki er hægt að hliðra svo til með leiki á 6 daga timabili að ein- hverjir af okkar úrvals knattspyrnumönnum geti leik ið við þá? Og ef landsliðsnefnd vill ekki velja, hví þá ekki að gefa þjálfara landsliðsins tæki færi til að velja það lið er hann hefur mesta trú á? Þjálfari landsliðsins, Karl Guðmundsson, hefur ekki at kvæði í landsliðsnefnd. En hvaða lið myndi hann vilja reyna? Það væri og forvitni- legt að sjá hvernig einum manni tækist val og Karl Guðmundsson með sína löngu reynslu er manna hæfastur til að taka slíkt val að sér. Það hefur ekki árað svo vel hjá ísl. knattspyrnu að hreyf- ingin hafi efni á að vera að karpa um fáfengileg atriði. Staðreynd er að enska liðið Norwich er komið til íslands — og þá verður að reyna að gera það bezta úr dvöl þeirra sem unt er, og Akurnesingar eiga sæmilega fyrirgreiðslu sannarlega skilið. Koma ætti á þessum leik úrvalsliðs KSÍ gegn Norwich og sá leikur ætti að fara fram í Laugardal eða á Melavelli. — A.St. Keppni | v/ð Island aflýst S LANDSKEPPNI fslendinga I og V-Norðmanna í frjálsum 1 íþróttum sem ákveðin hafði | J verið 3. og 4. ágúst nk. í I 2 Noregi hefur nú verið aflýst, t 1 segir í fregn frá NTB og höfð £ í er eftir Indre Breim for- 1 manni frjálsíþróttasambands I /V-Noregs í samtali við Sunn-1 j mörposten. I 2 Ástæðan fyrir aflýsingunni » S er sú að fyrirtæki eitt hafði 1 i lofað 10 þús. n. kr. stuðningi i 1 við framkvæmd keppninnar, ( / en hefur nú tilkynnt að það I geti ekki staðið við loforðið. 1 S Formaðurinn segir í viðtal í | inu að það séu Norðmönnum / / mikil vonbrigði að aflýsa 1 t keppninni, því norsku kepp- \ I endurnir hefðu undirbúið sig t t fyrir mótið og allt hefði ver- /j l ið klappað og klárt. J Leiknar voru 18 holur (högg- leikur). Eftir harða og skemmti- lega' keppni fengust úrslit í Firmakeppni G.R., 1966. Úrslit urðu sem hér segir: Sigurvegari varð Verzlun- in Þingholt (kylfingur Jón Þór Ólafsson) á 89—29=60 högg. 2. Kristján Ó Skagfjörð (kylf ingur Tómas Árnason) á 81—19=62 högg. 3.—4. Blóm og Ávextir (kylfing ur Hans ísebarn) á 88—22 = 66 högg. 3.—4. Gufubaðstofan Kvisthaga 29 (kylfingur Sveinn Snorras.) 88—22 = 66 högg. 5. Bifreiðastöð Steindórs (kylfingur Þorvarður Árna son) á 88—21=67 högg. Golfklúbbur Reykjavíkur er ört vaxandi íþróttafélag og met- ur mikils þann góða stuðning, sem féiaginu var veittur með svo góðri þátttöku í Firmakeppni félagsins að þessu sinni. Breiðablik—ísa fjörður í kvöld í KVÖLD fer fram í Kópavogi einn leikur í keppni 2. deildar. Eigast þá við Breiðablik og lið ísfirðinga. Leikurinn hefst kl. 20.30 og dómari verður Hinrik Lárusson. Eraumarlnn fó’rk snöggann enda Finnski atvinnumaðurinn í knattspyrnu Juhani Peltonen hefur sagt upp samningi sínum við þýzka liðið Hamburger Sportverein. Orsökin er deila um launakjör. Stjórn félagsins sem ekki er ánægð með frammistöðu Pelt? bnens tilkynnti honum að laun hans yrðu lækkuð um 1000 mörk. Það lét Finninn sér ekki lynda. íSðasti leikur hans með þýzka liðinu var gegn finnska liðinu Haka en í því liði lék Peltonen áður en hann gerðist atvinnu- maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.