Morgunblaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. júní 1966 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Skæruliðaforinffinn. (Göngehövingen) Dönsk mynd. Handrit og sviðsetning: Anne- lise Hovmand. Eftir sögu Carit Etlars. Framleiðandi: Johan Jacobsen Aðalhlutverk: Jens Österholm Dirch Passer Birgitte Federspiel Ghita Nörby o. fl. Ófriðurinn milli Svía og Dana 1657-1660 er sá viðburður sem mynd þessi hefur að leiðarljósi. Svíar höfðu lagt undir sig Jót- land, og 1658 gerir eindæma frosthörkur, svo að þeir geta labbað sig yfir á dönsku eyjarn- ar, Sjáland og Fjón, og ógnað Kaupmannahöfn, sem frægt er orðið í sögum. Danir sáu sitt óvænna og beiddust friðar, þótt sá friður yrði skammvinnur. Áður en það yrði, höfðu þó danskir skæruliðar gert Svíum ýmsar skráveifur, þeir leynd- ' ust í skóginum og notuðu öll möguleg tækifæri til að gera skyndiárásir á sænska herflokka . og trufla samgöngur þeirra. „Gönger“ voru þeir kallaðir, og foringi þeirra er ungur hraust- ur hermaður, nefndur Svend Gönge. 1 kirkju í Vordingborg hefur Friðrik þriðji Danakonungur fólgið fjársjóð mikinn, 50 þús- und ríkisdali í gulli. Nording- borg er á yfirráðasvæði Svía, og leikur hætta á, að þeir nái fjársjóði þessum á sitt vald. Því er það, að Friðrik konungur sendir Svend út af örkinni með hinum hrausta fylgdarmanni sín um, til að færa sér fjársjóð þennan til Kaupmannahafnar. — Fjallar svo mestur hluti mynd- arinnar um þær svaðilfarir, sem þeir félagar lenda í, ásamt að- stoðarmönnum sínum í ferð þessari. Hættur eru við hvert fótmál, og þarf ekki einungis á hreysti að halda og hug- dirfsku, heldur og slægð og ó- kvalræði, ef nokkur von á að vera að sleppa lifandi í gegn- um víglínur óvinanna......... Gamansemi einkennir mynd þessa eins og var von og visa þeirra Dana. Svo sem vænta mátti, eru Svíar gerðir frámuna lega hlægilegir, bæði sérlega einfaldir og ótrúlega seinheppn- ir við ýmsar hernaðaraðgerðir. Ekki ólíkir nasistum í sumum áróðursmyndum bandamanna. Má því líta á mynd þessa sem sagnfræðilega gamanmynd, ef menn vilja draga hana í ein- hvern sérstakan flokk með ákveðnum einkunnarorðum. Auk kímninnar eru það hraði og viss spenna, sem eru höfuð- .ikostir myndarinnar. Danir ráða yfir góðri kvikmyndatækni og eiga góða leikara, þótt ekki reyni mjög mikið á „skapgerðarleik“ í þessari mynd. — Nú hafa íslenzkir kvikmynda- gerðarmenn stofnað með sér hagsmunasamtök. Tekið er fram í frétt um þá stofnun og á það lögð áherzla, að markmið félags ins sé „eingöpgu hagsmunalegs eðlis“. En þar geta margs konar hagsmunir komið til greina. ís- lenzku þjóðerni og íslenzku lista lífi væri það vafalaust hagsmuna mál, er unnt reyndist að gera góða íslenzka kvikmynd um dramatízka þætti úr sögu þjóðar innar, t.d. baráttu Jóns Arason- ar við danska konungsvaldið, Kópavogsfund 1662, Þjóðfundinn 1851 o.s.frv. Við eigum úr nógu efni að moða af því tagi. Og sjónvarpið okkar, tilvonandi, bókstaflega þarfnast slíks efnis, svo og skólarnir. Hitt tel ég minni þörf að tí- unda í þaula samfarasenur ís- lenzkar, á borð við það sem gert er í „79 af stöðinni“ enda er það mál manna, að íslend- ingar séu klaufskir við að svið- setja slík atriði fyrir opnum tjöldum a.m.k. Vönduð íslenzk kvikmynda- list er vissulega það, sem koma skal, enda eykst henni ásmeg- in við tilkomu íslenzka sjón- varpsins. Bráðlega kann að renna upp sú stund, að Kópa- vogsbíó þurfi ekki að leita til Danmerkur eftir myndum um þjóðernislega hetjubaráttu, held ur geti litið sér nær. Það hæfir vel þeim sögufræga stað. Heimskunnur reynsluflugmað- ur ferst í ISA Edwards-flugstöðinni California, 8. júní AP. • HINN heimskunni banda- riski reynsluflugmaður, Josep A. Walker, beið bana í flugslysi í dag, er flugvél hans, af gerð- inni F 104 rakst á sprengjuflug- vél af gerðinni XB 70 A. Walker, sem kunnastur er fyr- ir reynsluflug sitt í flugvélinni X-15, var að fylgjast með reynsluflugi sprengjuflugvélar- innar. Er talið, að vél hans hafi þá rekizt í stél XB 70 A vélar- innar með þeim afleiðingum að báðar hröpuðu til jarðar. Aðstoð arflugmaður XB 70 A vélarinn- ar beið bana en flugstjórinn, A1 White, varpaði sér út og liggur nú þungt haldinn í sjúkrahúsi. Áffræður: M. Simson, Isafirði í GÆR átti M. Simson, ljós- myndari, skógræktarmaður og þúsundþjalasmiður á ísafirði áttræðisafmæli. Þessi heiðurs- maður er fæddur í Norður-Jót- landi 9. júní árið 1®86, þar sem hann ólst upp á fátækum sveita- bæ til sautján ára aldurs. Þá fór hann að heiman og réðist í sirkus. Starfaði hann sem sirk- ustrúður í tólf ár og sýndi þar meðal annars töfrabrögð, hug- lestur og aflraunir, en aðalnúm- er hans var það sem kallað er „Slangemanneske". Til fslands kemur Simson með fjölleikaflokki árið 1915. Verður hann þá svo hrifinn af landi og þjóð, að hann ákveður að setjast hér að. Hann lærir ljósmynda- iðn á ísafirði og gerir þá iðn- grein síðan að lífsstarfi sínu, sem hann stundar til ársins 1963. En hann á ótal áhugamál önn- ur. Hann málar og teiknar, gerir höggmyndir, sem m.a. prýða sundhöllina á ísafirði og hinn fagra trjágarð hans í Tungudal. Hann hefur verið brautryðjandi í skógræktarmálum Isfirðinga, og hefur með styrk frá ísafjarð- arkaupstað og Skógrækt ríkisins plantað hvorki meira en minna en tæplega 117 þúsund barr- plöntum í Tungudal. Barnaskóla Akranes siiiið Akranesi. 31. maí. ’ BARNASKÓLANUM hér var sagt upp í kirkjunni kl. 2. föstu- daginn 27. maí. Þorgils Stefáns- son, settur skólastjóri, sleit skól- anum með ræðu. í skólanum voru 640 börn í 26 bekkjardeild- um og luku 86 barnaprófi og er það síðasti árangurinn, sem tel- ur innan við 100 börn. Væntan- leg til innritunar í haust eru 112 börn. 1. sept í haust eiga öll 7—10 ára börn að hefja skóla- göngu og er það undanfari þess að senn hefja allir aldursflokkar nám á þeim tíma. Kennarar voru 23 auk íþrótta- kennara, sem einni| kenna við Gagnfræðaskólann. A barnapróf- inu hlutu 19 börn ágætiseinkunn, 47 1. einkunn og 20 2. einkunn. Eins og áður hlutu 11 börn, er fengu ágætiseinkunn bókaverð- laun frá frú Ingunni Sveinsdótt- ur, Bókaverzlun Andrésar Níels- sonar gefur verðlaun pilti og stúlku fyrir hæstu einkunnir í handavinnu, Rótaryklúbburinn hér fyrir mestu framfarir í börnum í 12 ára bekk og farand- bikar hlýtur sá nemandi, er fær hæstu einkunn í íslenzku. Hæstu einkunnir fengu þessir: Jóhanna Gestsdóttir 9,50 stig, Halldór Garðarsdóttir 9,47, Iða Bentsdótt ir 9,40, Salvör Aradóttir 9,38, Elingur Hjálmarsson 9,38 og Sig rún Elíasdóttir 9,37 stig. Nýja viðbygging skólans var öll tekin í notkun í upphafi skólaárs og eru þá almennar kennslustofur 15 og voru þær allar tvisetnar nema fjórar og verður því skólinn fullsetinn tví- settur innan fárra ára. En þenn- an skóla á ekki að stækka meira. í sumar verður byrjað á bygg- ingu íþróttahallar á leikvelli barnaskólans og minkar þá leik svæðið um þriðjung, en hinn stóri leikvöllur var til mikilla þæginda. Verður því lögð áherzla á að gera þann hlutann, sem eftir verður sem bezt úr garði. Við skólaslit afhenti fulltrúi for eldra eins 12 ára bekkjarins bekkjarkennaranum, Guðjóni Hallgrímssyni, ávísun á viku- dvöl í Kaupmannahöfn og flug- far fram og til baka í þakklætis- skyni fyrir óvenjumiklar fram- farir í námi og hegðun, er börn- in í bekknum tóku undir hand- leiðslu hans s.l. vetur. Guðjón hefir starfað lengst allra kenn- aranna við skólann. Þá þakkaði skólastjóri framlag Menningarsjóðs Akraness kr. 100 þúsund er verja skal til kennslutækjakaupa. Heilsufar var mjög gott í skólanum og gætti inflúensunn- ar lítið. Öll börnin hlutu lýsis- gjafir, 280 börn ljósbaða og öll 12 ára börnin ókeypis tannlækn- inga. í upphafi skólas,litanna flutti Þorgils, settur skólastjóri, kveðju frá Njáli Guðmundssyni skólastjóra, sem stundað hefir nám í vetur við Statens Spcial Læreskole í Osló. — Oddur. Simson stundaði lengi smíði útvarpstækja og kenndi m.a. radíótækni um skeið við gagn- fræðaskólann á ísafirði. Hann hefur tvisvar fengið verðlaun úr styrktarsjóði Friðriks átt- unda og tvisvar sinnum fengið heiðursskjal frá bæjarstjórn ísa- fjarðar. Einnig hefur hann hlot- ið silfurbikar frá Skógrækt ríkisins. Þess má geta að Simson hefur arfleitt ísafjarðarbæ að skógræktarstöð sinni, ásamt sumarbústað sínum, Kornustöð- um í Tungudal eftir sinn dag. Simson er hið mesta ljúfmenni í allri framkomu. Hann er sibr:ót andi heilann um eitthvað nýtt og forvitnilegt. Simson er kvæntur Gerdu Simson og hafa þau átt þrjú börn. Eru tvö þeirra á lífi. Sim- son nýtur almennra vinsælda á ísafirði. Hann dvelst nú á heim- ili dóttur sinnar í Vester Altaa 45 í Hobro í Danmörku. Vinir og kunningjar Simsons og konu hans senda honum hug- heilar árnaðaróskir á þessum merku tímamótum í lífi hans, um leið og þeir þakka^ honum merkilegt starf í þágu ísafjarð- arkaupstaðar og borgara hans á liðnum tíma. S. Bj. Aðalfundur full- trúaráðs Æ.S.Í. Aðalfundur fulltrúaráðs Æsku lýðssambands íslands var hald- inn þann 30. maí sl. Fundinn sátu fulltrúar frá öllum aðild- arsamböndum sém eru 11 tals- ins. í upphafi skýrði fráfarandi formaður, Hannes Þ. Sigurðs- son, frá starfi liðins starfsárs, en síðan gerðu fulltrúar starfs- nefnda grein fyrir starfi nefnd- anna. í starfinu sl. ár, ber tvímælalaust hæst fjársöfnun- ina til herferðar gegn hungri, sem tókst með afbrigðum vel, i en alls safnaðist á tíundu millj- ! ón króna. Aðrir þættir starfs- , ins, sem ástæða er til að nefna, er ráðstefna um æskulýðsmál, sem haldin var sl. sumar að Jaðri, starfsemi mannréttinda- I nefndar og starfið í WAY, en Húsgagnamarkaðurinn Auðbrekku 53, Kópavogi SVEFNSÓFAR, SVEFNBEKKIR, KASSAB EKKIR, SÓFASETT, HJÓNARÚM, SKRIFBORÐ, HVÍLDARSTÓLAR MEÐ SKAMMELI. MUNlö 20% AFSLÁTTINN GEGN STAÐGREIÐSLU. íslensk húsgögn hf. SÍMI 41690. Ingi B. Ársælsson átti sl. ár sæti í framkvæmdastjórn WAY. Þá voru lög samtakanna endur- skoðuð sl. ár. Á aðalfundinum var að síð- ustu kjörin stjórn fyrir næsta starfsár, en meðstjórnendur hafa nýlega skipt með sér verkum. Er stjórnin nú þannig skipuð: Formaður Örlygur Geirsson frá Sambandi ungra jafnaðar- manna. Varaformaður Svavar Gests- son frá Æskulýðsfylkingunni, sambandi ungra sósíalista. Ritari Ingi B. Ársælsson frá Sambandi ungra Framsóknar- manna. Gjaldkeri Sveinbjörn Óskars- son frá Sambandi bindindisfé- laga í skólum. Til að annast erlendar bréfa- skriftir Ragnar Kjartansson frá Sambandi ungra Sjálfstæðis- manna. Á fundinum var samþykkt svofelld ályktun um framlög þess opinbera til félagsstarfs æskunnar: Aðalfundur fultrúaráðs Æsku lýðssambands íslands bendir á, að þrátt fyrir aukin framlög til almennrar félags- og upp- eldisstarfsemi í landinu, gengur hvað rýrastur hluti framlaganna til hinnar frjálsu félagsstarf- semi æskunnar. Heimili og skól- ar hljóta að vísu að teljast hornsteinar uppeldisstarfsins, en í síkviku þjóðlífi eykst stöðugt nauðsyn þess að æskunni sé bú- ið gott og heilbrigt félagsstarf. En til að æskulýðsfélögin geti sómasamlega rækt þennan þýð- ingarmikla þátt uppeldisstarfs- ins þurfa þau á auknu fjár- magni að halda. Þess vegna skor ar aðalfundurihn á ríki og sveit- arfélög að stórauka framlög sín til félagsstarfsemi æskunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.