Morgunblaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1966, Blaðsíða 16
MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. júní 196® jllonrgtitiWbifeffe Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 I lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 8. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið’. UNESCO Ékk.'W&k W UTAN ÚR HEIMI Forsetakosningar í irlandi: Aldinn píslarvottur endurkjör- inn Fianna Fail kennt um fylgistap De Valera ¥ gær var frá því skýrt, að * skipað hefði verið í íslenzku UNESCO-nefndina, en ís- lendingar gengu í UNESCO, menningar- og vísindastofn- un Sameinuðu þjóðanna í nóvember 1964. UNESCO hef- ur stuðlað að menningar- og vísindasamskiputm aðildar- ríkjanna, beitt sér fyrir skipulegri fræðslu meðal þeirra þjóða sem hennar þarfnast, bæði á verklegum og menningarlegum sviðum, en aðildarríki stofnunarinn- ar eru nú 120, og meðal 110 þeirra starfa sérstakar nefnd- ir, sem fjalla um málefni við- komandi lands og stofnunar- innar. Enginn vafi leikur á því, að íslendingum er það mikils- vert að eiga náin samskipti við aðrar þjóðir á sviði menn- ingarmála og vísinda. Þótt fjarlægðir hafi stytzt milli landa og heimsálfa vegna betri samgangna, er stað- reyndin þó sú, að við megum hafa okkur alla við til þess að fylgjast með menningar- legum og stjórnmálalegum straumum í öðrum löndum, jafnvel nágrannalöndum okk ar í Evrópu. Nægir þar að benda á hversu lítið við höf- um orðið varir við þær miklu umræður, sem fram hafa far- ið um langt skeið í Evrópu um framtíðarmál Evrópu, stjórn- málaleg, efnahagsleg og menningarleg, og hljóta þau mál þó að skipta okkur veru- legu máli. Þess vegna er mikilsvert, að við höfum nú tekið upp náið samstarf í menningarmálum og á sviði vísinda innan UNESCO, og það samstarf er þegar farið að bera verulegan ávöxt fyrir okkur, eins og fram hefur komið í því, að stofnunin hefur nú veitt ís- lendingum styrk til handrita- rannsókna og búast má við, að við 'getum vænzt stuðnings UNESCO til ýmissa rann- sókna og annarrar starfsemi á sviði mennta og vísinda. Þjóðfélag nútímans bygg- ist í vaxandi mæli á menntun og sérþekkingu og vísindaleg- um rannsóknum, og það er ekki sízt mikilsvert fyrir svo fámenna þjóð sem við erum, að okkur takist að virkja menntun og vísindalegar rann sóknir að því marki að tryggja þjóð okkar lífskjör sem sambærileg eru við þau lífskjör, sem stærri þjóðir munu á komandi árum og ára tugum geta veitt þegnum sín- um, einmitt í krafti vaxandi þekkingar og tækni. í þessu sambandi er ástæða til þess að vekja athygli á því, sem menntamálaráð- herra upplýsti á blaðamanna- fundi í fyrradag, að ráðgert er að ráðast í allsherjarupp- byggingu Háskóla íslands á næstu tveimur áratugum. — Skipuð hefur verið nefnd til þess að f jalla um það mál, og á hún að gera tillögur um stækkun og eflingu háskól- ans. Rétt er að menn geri sér grein fyrir því, að Háskóli ís- lands hefur af ýmsum ástæð- um verið þess vanmegnugur á undanförnum árum að gegna því hlutverki sem hon- um er ætlað. Hann á að verða miðstöð mennta og vísinda- legra ránnsókna í landinu, stofnun sem stuðlar að því að íslendingar haldi þjóðlegri menningu og sérkennum í heimi sífellt nánari samskipta og samvinnu þjóðanna, stofn- un, sem veiti inn í eðlilegan farveg menningar- og mennta- straumum frá öðrum þjóðum. Til þess að svo megi verða þarf Háskóli íslands að hafa betri starfsaðstöðu en nú er, og til hans þurfa að ráðast í ríkari mæli hæfustu menn sem völ er á hér á landi til kennslu og rannsóknarstarfa. Er þess að vænta, að sú efl- ing háskólans sem nú er í undirbúningi beri tilætlaðan árangur. ORÐ í TÍMA TÖLUÐ ¥ Morgunblaðinu í gær birt- ist grein eftir Guðjón Jós- epsson, bónda að Ásbjarnar- stöðum í Vatnsnesi, þar sem hann ræðir málefni landbún- aðarins og segir hann m.a.: „Það er viðurkennt að bændur leggja yfirleitt hart að sér og neita sér um margt. Á það ekki einasta við hér- lendis, heldur víða um lönd. Lengi var baráttan vonlaus fyrir marga eða vonlítil. Sá tími er liðinn. Við eygjum vissulega aðra framtíð með léttari störf, nokkrar tóm- stundir og batnandi lífskjör. Þessir tímar eru að nokkru gengnir í’garð, og þeir færast yfir í ríkara mæli sé samtaka að því unnið, en sízt með víli og voli. Úrtölumennirnir, sem oft má heyra til, vinna sveit- unum hið mesta ógagn hver sem meining þeirra kann að vera. Þeirra leið liggur ekki til velfarnaðar, hún leiðir ekki úr vandanum, heldur lendir þar í blindgötu böl- sýnis og úrræðaleysis. Lífið og starfið í sveitum landsins fellúr ekki steinrunnið eftir einhverjum afmörkuðum far- vegi fremur en aðrir þættir þjóðlífsins. Færi svo kæmi kyrrstaða, sem leiddi til hnign unar, þá er komið í ófæruleið úrtölumannanna“. EAMON de Valera var ný- verið endurkjörinn forseti ír- lands öðru sinni, en með svo naumum meirihluta að furðu sætir og þykir sumum jaðra við persónulega móðgun gegn hinum aldna leiðtoga. Eru margir þeirrar skoðunar að þessi naumi meirihluti, 10.568 atkvæði, sé því einu um að kenna að de Valera bauð sig fram fyrir flokk sinn, Fianna Fail, en ekki einn og óháður, og benda m.a. á að er de Val- era var fyrst kjörinn til for- seta fyrir sjö árum, fékk hann 120.000 atkvæða meirihluta. í ár minnast írar þess að hálf öld er liðin síðan upp- reisnin var ger'ó gegn Bretum 1916 og þeir eru menn of trúir og tilfinningasamir til þess að snúa baki við eina leiðtoga uppreisnarinnar, sem enn er ofan moldar. Forsetaembætti í frlandi er öðru fremur heið- ursembætti og þykir írum ekki nema rétt og skylt að hinn aldni de Valera, sem nú er 83 ára, njóti þessa heiðurs, að hann fái að vera æðsti maður lands síns, sem hann átti sjálfur svo drjúgan þátt í að skapa. En hinn naumi meirihluti de Valera nú gefur ljóslega til kynna að Sean Lemass, for- sætisráðherra, sem er nú for- maður Fianna Fail, flokks þess er de Valera stofnaði forð um daga, verði að gera gang- skör áð því að laga írland að nútímanum, ef flokkurinn á að halda völdum sínum í þing- inu. Thomas F. O’Higgins, keppi naut.ur de Valera um forseta- embættið, tæplega fimmtugur lögfræðingur, barðist fyrir auknum og hraðari umbótum á sviði þjóðfélags- og efna- hagsmála og sagði tíma til kominn að leggja minni á- herzlu á gelísku og önnur þjóðareinkenni, frum væri meira í mun að dragast ekki aftur úr þróuninni og þeir yrðu að tengjast Evrópu fast- ari böndum. Og fjöldi íra er á sama máli, þeir vilja aukna iðnvæðingu lands síns og bætt lífskjör — en eins og úrslit kosninganna benda til, vilja þeir samt ekki missa „Dev“ sinn, de Valera. Segja sumir að atkvæðamagn O’Higgins sé efalítið mjög því að þakka að .menn hafi verið svo vissir um Þessi orð hins ágæta bónda, sem mikið hefur unnið að fé- lagsmálum fyrir sína stétt og gegnt trúnaðarstörfum í þágu hennar, eru vissulega þess verð að ekki einasta bændur, heldur og margir aðrir veiti þeim athygli. Hér er enn allt- of mikið af úrtölumönnum, sem sjá ekkert nema erfið- leika í landbúnaðarmálum okkar og neita að viðurkenna þær staðreyndir, að mikið hef ur áunnizt til þess að bæta búskaparhætti og skapa bænd um landsins betri lífskjör en áður var. talið óhætt að láta í ljósi and- úð sína á Fianna Fail með því að greiða O’Higgins, frambjóð anda Fina Gail, atkvæði sitt. Eamon de Valera er maður flestum athyglisverðari og einn merkasti stjórnmálamað- ur í Evrópu á þessari öld. — Hann kjöri sér lítið leiksvið til umsvifa, en um þriggja áratuga skeið hefur hann ráð- i’ð mestu um allar mikilvægar stjórnmálaákvarðanir í landi sínu. „Franco og Stalin eru smámenni í samanburði við hann“, segir Patrick O’Dono- van í „Observer", og heldur Eamon de Valera. áfram: „Hann er maður mjög hár vexti, jafnoki de Gaulle og hefur svipaðar Messíasar- hugmyndir um sjálfan sig og hann. Hann er maður fábrot- inna lifnaðarhátta, guðrækinn, hreinlyndur, heldur andvígur klerkastéttinni, finnur þungt til þeirrar sögulegu ábyrgðar sem á honum hvílir og um hann hefur aldrei heyrzt neitt misjafnt. Hann er ekki mikill ræðu- maður, en er hann stóð í hríð- inni við langfrestaða jarðarför Casements eða frammi fyrir Þjóðabandalaginu skömmu áð ur en óhugsandi stríðið skall á eða er hann svaraði þjóð sinni hæðnisorðum Churchills, voru orð hans svo sönn og hrein og bein að tók langt fram allri ræðusnilld. De Valera er lifandi píslar- vottur, sem bjargað varð frá brezkri skotsveit fyrir óvænt- an lagakrók. Hann minntist fyrir skömmu með löndum sín um uppreisnarinnar árið 1916 og leiðtoga hennar, sem nú Paris, 8. júní — NTB — ÁKVEÐIÐ var í áfrýjunarrétt inura í París í dag, að höfða mál gegn þrettán mönnum, sem taldir eru viðriðnir rán Marokko mannsins Bens Barka, sem miklum úlfaþyt olli í Frakk- landi á sinum tima. Um mál sjö hinna ákærðu verður fjallað um að þeim fjarstöddum, þar á með al innanrikisráðherra Marokko Mohammeds Oufkir, sem stjórn Marokko hefur neitað að fram- selja í hendur frönsku lögregl- unui. Ekki var ákveðið endan- eru allir látnir nema hann. Hann var sá sem rauf síðustu tengsl íra við England og hélt írlandi hlutlausu í síðasta striði. Nú er de Valera nærri orð- inn blindur en dylur blindu sína með fálæti og dregur sig æ meir inn í skel sína. En hugdirfska hans er söm og á'ður — og þrátt fyrir alla þá virðingu sem hann hefur haft I og hefur enn af löndum sín- J um er hann nú sem fyrr um- deildur maður, og enn eru í Irlandi aldnir menn, menn á aldur við sjálfan hann, sem kreppa hnefana hvenær sem nafn hans er nefnt. 1 Það hefur ekki farið hátt utan írlands, hverra manna keppinautur de Valera um for setaembættið er, en það skipti töluverðu máli fyrir marga. Tom O’Higgins er náfrændi Kevins O’Higgins, þess er skotinn var til bana einn sunnudag árið 1927 úti fyrir kirkjudyrum á leið til messu. Flestir þeir sem komnir eru til vits og ára í Dublin virð- ast vita hver þar var að verki. Kevin O’Higgins var dóms- málaráðherra þá, maður harð- ur í horn að taka, sem var að reyna að koma á lögum og reglu í landinu eftir óhugnan- lega borgarastyrjöldina og upp reisnina innan hersins og hann hafði láti'ð taka menn af lífi. De Valera, sem enga aðild átti að morðinu á O’Higgins, var engu að síður arrdstæðing- ur hans í stjórnmálum, hafði hafnað öllum samningum við Breta, sett fram sitt skýra og afdráttarlausa „NEI“, sem hef ur allt fram á þennan dag verið eitt grundvallaratriði írskrar stjórnmálabaráttu. En þessi neitun heldur ekki gildi sínu lengur, og meðal yngri kynslóðarinnar er fjöldi manna, sem finnst de Valera vera löngu úrelt goðsögn, sem rétt sé að hafa í heiðri en heldur ekki meir. De Valera lýsti einhverju sinni írlandi drauma sinna og hugsjóna fögrum orðum og lagði þar mikla áherzlu á nægjusemi og andlegt líf, vildi að þjóð hans lifði í landi sínu eins og Guð vildi að menn lifðu yfirleitt, væru nægjusamir og iðjusam- ir, gleddust yfir litlu og auðg- uðu anda sinn í öllum frí- stundum". Þessari hugsjón de Valera hafa landar hans nú vísað á bug eða því sem næst, þeirra draumaland er annað en hans og nýi tíminn með tæknifram- farir sínar ræður þar meiru um en Drottinn almáttugur. Við því er ekkert að gera, jafnvel þótt de Valera sé ann- ars vegar. lega, hvenær málflutningur hefst. Með þessari ákvörðun réttar- ins er raunverulega lokið rann- sókn málsins; Fimm manns sitja í fangelsi í Frakklandi vegna máls þessa. Eru það Ant- oine Lopez, starfsmaður AIR France" á Orly flugvelli, Lopis Souchon og Roger Voitot, báð- ir franskir lögreglumenn, Phil- iþpe Bernier, franskur blaða- maður og El Dallhi E1 Mahi, stú- dent frá Marokko og ættingi Oufkirs, ráðherra. sigur de Valera að þeic hafi Málshöfdanir vegna máls Bens Barika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.