Morgunblaðið - 21.06.1966, Side 16

Morgunblaðið - 21.06.1966, Side 16
10 MORCUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 21. júni 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 í lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík, Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti ö. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakiff. BÆNDUR RÆÐAST VIÐ ■pins og kunnugt er fara nú fram hér í höfuðborginni miklar vic/ræður milli fulltrúa bænda úr ýmsum landshlut- um og Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Viðræður þessar miða að því að finna lausn á vanda landbúnaðarins, sem sprottin er af því, hve óhag- stætt verð fæst á erlendum mörkuðum fyrir umfram- freimleiðslu landbúnaðarvara, þannig að útflutningsuppbæt ur lögum shmkvæmt nægja nú sennilega ekki til að greiða mismun innlends og erlends verðs, þótt háar séu, en fram að þessu hafa þær nægt. Verðmiðlunargjaldið, sem Framleiðsluráð landbúnaðar- ins ákvað nú í vor, hefur mælzt misjafnlega fyrir í sveitunum, og eru nú ræddar aðrar leiðir til þess að leysa vandann. Á þessu stigi er ekki ljóst hver niðurstaðan verður, en mjög hlýtur það að vera gagnlegt að ræða mál þessi í heild, öfga- og æsinga- láust, og til þess er bænda- fulltrúum vel treystandi. Verðlagningarkerfi land- búnaðarins hefur lengi verið að mótast. Svo hefur virzt sem bændur almennt sættu sig vel við þetta kerfi, a.m.k. hafa ekki verið uppi háar raddir um gagngerðar breyt- ingar á því. Vera má að aðrar leiðir séu til heppilegri, og kemur það þá í Ijós, hvort til- lögur eru uppi um slíkar breytingar, og viðræður eins og þær, sem nú eiga sér stað eru raunar líklegastar til að skýra málin, og þá verður auðveldara að marka framtíð- arstefnuna. Hins vegar er ástæða til að undirstrika, að löggjöfin um þetta efni á síðasta þingi var sett í samráði við samtök bænda og með þeirra sam- þykki, svo að út í bláinn eru ásakanir á hendur ríkisstjórn- inni í þessu máli. Og tilfærsla verðs milli mjólkur og smjörs er í höndum 6 manna nefndar en ekki ríkisstjórnarinnar, eins og Tíminn vill vera láta. Méginvandinn er raunar sá, að offramleiðsla landbúnaðar vara er fyrst og fremst í mjólkurafurðum, en verðlag þeirra á erlendum mörkuðum er svo lágt, að gjörsamlega er útilokað að við getum þar orð ið samkeppnisfærir. Eiga raun ar margar aðrar þjóðir í erfið leikum af þessum sökum. Hins vegar er munur á fram- leiðslukostnaði sauðfjárafurða og söluverði þeirra erlendis miklu minni, og full ástæða til að ætla að á því sviði get- um við orðið samkeppnisfær- ir í framtíðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að takmarka mjólkurframleiðsluna, en leggja aukið kapp á sauðfjár- vöruframleiðslu. Þess er svo einnig að gæta, að landbúnaðarframleiðslan er of einhæf og stöðugur skort ur er á góðu nautakjöti, enda eru kvartanir neytenda um skort á þessari vöru sífellt háværari. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, beitti sér fyrir því að sett var' löggjöf 1961, sem gerði ráð fyrir ræktun holdanauta. Sú ræktun er haf in í nokkrum mæli, en fram að þessu hefur yfirdýralækn- ir staðið gegn því að flutt yrði inn sæði til kynbóta. Hér á landi eru aðstæður góðar til ræktunar holda- nauta, og þess vegna verður að vinda bráðan bug að því að gera þá ræktun mikilvæga bú grein. Má vera að ekki sé sanngjarnt að leggja ábyrgð- ina á innflutningi sæðis til kynbóta á einn mann, og þarf þá að gera ráðstafanir til að leita sérfræðilegs álits fleiri vísindamanna, innlendra og erlendra, því að í leikmanns- augum virðist sem auðvelt ætti að vera að haga slíkum kynbótum svo að ekki staf- aði hætta af. Þá hefur því verið hreyft að sauðnautarækt gæti orðið arðvænlegur atvinnuvegur hér á landi. Virðist heldur ekki úr vegi að kanna það mál nánar og ræða í bændasam- tökum og við vísindamenn. HVER Á AÐ GRÆÐA Á HÆKKUNUM ? í það hefur margsinnis ver- ið bent hér í blaðinu, að almenningur hagnaðist ekki á stöðugri verðbólguþróun, og meira að segja stjórnarand- stæðingar eru nú teknir að viðurkenna þessa staðreynd og benda á, að ýmis konar brask og óheiðarlegir við- skiptahættir þróist í skjóli verðbólgu, sem hinsvegar skerði bæði hag heilbrigðra atvinnufyrirtækja og laun- þega. En þegar þessi staðreynd er viðurkennd ætti líka að vera auðvelt að draga af henni réttar ályktanir. — í stuttu máli ættu þær að vera á þann veg, að ekki væri unnt né heldur hagstætt fyrir laun þega að knýja fram verulegar kauphækkanir, nema þegar svo hagar til, að um er að ræða stórfellda framleiðslu- aukningu og bætt viðskipta- kjör út á við, eins og raunar FRETTIR FRA S.Þ. ILO undirbýr alþjóðlegar reglur um. samstarf innan fyrirtækja. Aukin og bætt samskipti milli stjórnenda' og starfs- manna fyrirtækja — gagn- kvæm skipti á upplýsmgum, skoðunum og hugmyndum ásamt rannsókn á kvörtun- um — verða æ meir aðkrli- andi til að komast hjá óánægju á vinnustað, segir í skýrslu, sem nú er til um- ræðu á fimmtugustu alþjóð- legu vinnumálaráðstefnunni í Genf. Þetta er í fyrsta sinn sem Alþjóðavinnumálastofn- unin (ILO) tekur þessi vanda mál til meðferðar í því skyni að fá samþykktar einhverjar alþjóðlegar reglur um þau. Jafnvel þar sem andinn er hvað beztur milli atvinnuveit anda og launþega koma alltaf öðru hverju upp misklíðar- efni eða misskilningur, segir í skýrslunni. Því stærri sem fyrirtækin verða, þeim mun meiri kröfur eru gerðar til þess að sambandið milli stjórnenda og starfsmanna sé snurðulaust. Geri stjórnend- urnir raunhæfar ráðstafanir til að koma í veg fyrir eða kveða niður ósamkomulag í fyrirtækinu, skapast betra andrúmsloft fyrir samninga- umleitanir og sameiginlegar ákvarðanir, og í mörgum til- vikum er hægt að koma í veg fyrir alvarlega misklíð sem leiði til verkfalla. Vinnuþeginn verður að eiga þess kost að láta í ijós óánægju sína, annars hefur óánægjan áhrif á vinnusið- gæði og afköst. Hann á að fá vitneskju um breytingar og nýjar ákvarðanir. Auk þess verður hann að finna, að til- lit sé tekið til hans sjónar- miða. Sambandið milli vinnu- veitenda og vinnuþega verð- ur að aukast samhliða stækkun og sérhæfingu fyrir- tækisins. Annað mikilsvert efni * á ráðstefnunni í Genf er hlut- verk Alþjóðavinnumáiastofn- unarinnar í eflingu iðnþróun- ar vanþróuðum löndum. For- stjórinn, David A. Morse, lagði í ársskýrslu sinni ríka áherzlu á nauðsyn þess, að Alþjóðavinnumálastofnun- in aðstoðaði þessi lönd við að vinna bug á ýmsum tálmum, sem tefja iðnþróunina. Hann sagði m.a. að þau ættu að íá aðstoð við að skilgreina og framkvæma atvinnumála- stefnu, sem gerði þeim fært að hagnýta og þróa til hins ýtrasta eigið vinnuaíl. í skýrslunni er vikið að ýms- um félagslegum og atvinnu- legum vandamálum, sem hafa áhrif á gang iðnþróunarinn- ar, svo sem skort á faglærð- um mannafla og vandamál atvinnuleysis. Hvers vegna vinna giftar kon- ur í Noregi ekki úti? Hlutdeild giftra kvenna í atvinnulífinu er áberandi iít- ið í Noregi samanborið við önnur Norðurlönd og satt að segja ein hin lægsta í allri Evrópu, segir í tíma- riti Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar (ILO), Labour Review. Undir fyrirsögninni „Vinnu kjör kvenna á Norðurlönd- um“ fjallar Harriet Holter, forstöðukona félagsmálarann- sóknastofnunarinnar í Osió, um orsakirnar til þessa fyrir- bæris. Hlutfallstala giftra kvenna, sem vinna úti er 9.5 í Noregi, en 22.7 í Danmörk, 23.3 í Svíþjóð og 25.9 í Finnlandi. Fjöldi kvenna við nám í æðri menntastofnunum er einnig hlutfallslega lægri í Noregi en á Norðurlöndum yfirleitt. Margar kenningar hafa komið fram um þetta, segir Harriet Holter, en bendir á að engin þeirra gefi fullnaðarskýringu á orsökunum til þessa ástands. Halda verður áfram að kanna orsakirnar á strang- vísindalegan hátt. Samanborið við Danmörk og Svíþjóð er Noregur ekki sérlega iðnþróað land og hef- ur miklu dreifðari byggð. Hins vegar er Finnland hvorki iðnþróaðra né þétt- býlla en Noregur, og þó eru þar í landi mjög margar gift- ar feonur sem vinna úti. Skortur á barnaleik völlum og leikskólum er áberandi í Noregi. Þar voru árið 1963 einungis 8.180 börn í slíkurn stofnunum, en 34.000 í Sví- þjóð og 40,000 í Danrr.örk. Frá Finnlandi liggja ekki fyr- ir hliðstæðar upplýsingar, en könnun frá árinu 1962 bendir til að aðeins 2 af hundraði þeirra mæðra, sem unnu úti, hafi komið börnum sínum fyrir á ieikskólum og barna- leikvöllum. Beinan saman- burð verður þó að gera með mikilli varúð, segir höfundur, þar sem eðli slíkra stofnana er með ólíku móti frá einu landi til annars. Önnur afstaða? Hafa norskar konur aðra afstöðu til fjölskyldu og heim ilis? Harriet Holter segir að ekki liggi fyrir nægilegt magn af úrvinnsluefni til að svara þeirri spurningu. Rann- sókn sem fram fór á árinu 1964 (Suicide in Scandin- avia) sýni, að af litlum hópi mæðra, sem kannaður var, voru norskar og danskar mæð ur „meira fyrir börn“ en þær sænsku. Þar eru norskar - mæður því ekki í sérflokki. Eru norskar konur háðari eiginmönnum sínum og meira mótaðar af feðraveldi en konur annars staðar á Norðurlöndum? Um þetta efni liggja ekki fyrir neinar raunhæfar upplýsingar, en höfundur getur þess, að finnskir félagsfræðingar séu að ganga úr skugga um það, hvort hugsanlegt sé, að leifar af hefð mæðraveldisins hafi áhrif á viðhorf Finna til kynjanna og veiti finnskum konum sjálfstæðari stöðu en öðrum norrænum konum. Það er almenn skoðun víða á Norðurlöndum, að Norð- menn hafi frjálslegri afscöðu til vinnu sinnar og meti frí- tíma sinn meir en aðrir Norð urlandabúar. Harriet Holter girðir ekki fyrir þann mögu- lega, að norskar konur verði fyrir áhrifum af þessari „óþvinguðu afstöðu til vinn- unnar“ og kjósi því heldur að vera húsmæður heima hjá sér. Landbúnaðurinn heldur ekki i við mannf jölgunina. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun landbúnaðar- framleiðslan ekki ná beirri árlegu aukningu um tvo af hundraði, sem er nauðsynieg til að halda í við fólksfjölgun ina í heiminum á tímabilinu 1965—66, segir í skýrslu fra Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Matvælaframleiðslan á hvern jarðarbúa hefur ekki aukizt á fyrra helmingi þessa áratugs (1969—60). Alþjóð- leg verzlun með landbúnaðar afurðir jókst verulega á ár- inu 1965 og sömuleiðis jókst eftirspurnin. 1 skýrslu FAO kemur fram, að meginorskök þess, að ekki varð meiri allsherjar- aukning á landbúnaðarfram- leiðslu á árinu 1965 var hin rýra kornuppsekra í Sovét- ríkjunum og öðrum iöndum Austur-Evrópu af völdum þurrka. Vegna slæmra veður- skilyrða tókst Kínverjum ekki að auka uppskeru stna í landinu norðanverðu, þannig að útkoman varð svipuð og Framhald á bls. 22 hefur verið allra síðustu árin, en hinsvegar því miður engin von til að geti orðið nú í ár. Vísitölugreiðslur á laun hafa verið teknar upp að nýju. Af því leiðir að launþegar fá sjálfkrafa bætur fyrir þær verðhækkanir, sem orðið hafa. Grunnkaupshækkun þýðir aftur á móti, að nýrri skriðu verðhækkana er hleypt af stað, nema hækkunuiaa sé mjög t hóf stíllt og samningar gerðir til langs tíma, sem auðveldar að halda verðhækk unum í skefjum. Það er þannig alveg ljóst, að launþegar geta ekki hagn- azt á því að knýja fram veru- íegar kauphækkanir nú. Á því mundu aðrir hagnazt, og þess vegna fyllsta ástæða til þess að forusta launþegasam- takanna stilli mjög í hóf kröf- um sínum. Þá er þess og að gæta, að enginn fær hagsbætur af því, er allar stéttir fá sömu hækk- un. Þá verða krónurnar að- eins fleiri, sem greiddar eru í laun, en þær eru samt ávísan- ir á sömu verðmæti og áður. Það eitt hefur tekizt að auka á verðbólguna. En ef heildarsamtök laun- þega treysta sér til þess nú, sem þau hafa ekki gert áður, að takmarka launahækkanir við þá, sem lægst hafa launin, og berjast gegn því, að allir aðrir fylgi í kjölfarið, væri auðvitað skapaður nýr og betri grundvöllur til þess að bæta kjör verkamanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.