Morgunblaðið - 21.06.1966, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.06.1966, Qupperneq 17
ÞrfójuíagBT 91. }úní 1966 MORGUNBLAÐID „ÉG er hvorki stjórnmálamað- ur — né lýðskrumari. Ég er rit- höfundur, skáld. En af lanigri og biturri reynslu hef ég komizt að raun um, að iþað er hættu- leg blekking að ætla, að skáld og iistamaður geti virt að vett- ugi hina miklu hugsjónábaráttu okkar tíma. Lesendur bóka vænta þess að finna þar ljósa og skýra túlkun á skoðunum og hugmyndum rit höfundarins. Þeir vilja fá svör hans við öllum Iþeim spurning- um, sem brenna þeim á tungu: Hver er kjarni alræðis öreig- anna? Hver er hin sanna merk- ing friðsamlegrar sambúðar? Hvað er alþjóðlegur kommún- ismi? Og nú, þegar ég s'krifa skáld- sögu. tel ég mér skylt að lýsa því yfir, að bæði Stalín og Krúsjeff voru morðingjar, sem gerðu Rússland að feiknstóru fangelsi, — og að sovézkur kommúnismi er ekki annað en önnur mynd þjóðlegs fasisma, í engu frábrugðinn nazisma“. Maðurinn, sem svo mælir, er Valery Tarsis, rússneski rithöf- undurirm, sem af sovézkum yfir völdum hefur verið yfirlýstur geðsjúfclingúr og hefur nú misst borgararéttindi sín í heimaland inu. Blaðamönnum gafst í gær kostur á að hitta þennan mann að máli Og hlusta á vitnisburð hans um kommúnismann og stjórnarfarið í heimalandi hans. Ekki varð af framkomu hans ráðið, að þar væri á ferð maður 'bilaður á geðsmunum. Á hinn hóginn var ljóst, að Tarsis er skapmikill og ör, harður í horn að taka og ótrauður baráttumað ur fyrir því, er hann telur rétt. Snöggar handahreyfingar hans, skarpt augnaráð og svipbrigða- ríkt andlitið gera málflutning hans mergjaðri en ella. Tarsis er maður fremur lágur vexti, en þrekvaxinn og ber enn menjar heimsstyrjaldarinn- ar síðari, er hann saerðist á fæti Og handlegg og förlaðist heyrn. í upphafi blaðamannafundar- Ins kynnti Baldvin Tryggvason, framfcvæmdastjÓTi Almenna ibókafélagsins gestinn — sem hingað er kominn í boði AB og Stúdentafélags Reykjavíkur, og flytur fyrirlestur á vegum þeirra í Sigtúni £ kvöld kl. 9, svo sem kunnugt er. Fundinn sátu einnig Aðalsteinn Guðjóns sen, formaður Stúdentafélagsins og Lev A. Rahr, rússneskur flóttamaður, sem búsettur er í Þýzkaiandi og starfar þar við útgáfu rússneskra ritverka, sem sovézk yfirvöld hafa neitað að láta birta. Rahr er Tarsis til að- stoðar m.a. sem túlfcur, þar eð Tarsis hefur ekki fullt vald á enskri tungu. Tarsis er af griskum ættum, fæddur árið 1906 í Kiev í Ukrainu og hlaut þar fyrstu menntun sína. Háskólanám stundaði hann í Rostov — og að því loknu vann hann hjá rússnesku bókaforlagi, sem sér- fræðingur í evrópskum bók- tg er sannfærour um, að kommúnisminn er röng kenn — og trúi að kristin siðfræði og trú sé cina leiðin.... Menjar stríðsins, heyrnar- ðeyfa.... Staiin og Krúsjeff voru morðingjar .... —tíu miiljönir hafa látið lífið í fangabúðum kommunista . Andstaða listamanna og menntamanna eflist óðum. Tarsis á blaðamannafundi: Stalín og Krúsjeff voru morðingjar sem gerðu Rúss land að feiknstöru fangelsi menntum. Hefur hann þýtt fjölda bóka vestrænna höfunda og skrifað margt um Vestur- landabókmenntir m.a. mikið rit um nútima bókmenntir á Vest- urlöndum. Fyrstu ritsmíðar Tarsis, smásögur, birtust á ár- unum 1920—1930. Árið 1939 hóf 'hann skáldsagnagerð, en er fram liðu stundir reyndist hon- um ókleift að fá útgefin verk sín og fór svo að lokum, árið 1960. að hann smyglaði úr landi handriti að skáldsögunni ,,Bláa flaskan“. Útkoma þeirrar bók- ar vakti mifcla reiði sovézku valdhafanna og komust þeir að þeirri niðurstöðu, að hann ætti hvergi heima nema á geðveikra hæli. Þegar Tarsis varð laus af geð veikrahælinu m.a. fyrir milli- göngu margra vestrænna rithöf unda, skrifaði hann bókina „Ward 7“, sem fræg er orðin fyrir lýsingar hans á hælisvist- inni. Kemur sú bók út hjá Al- menna bókafélaginu í haust. Sem kunnugt er kom Tarsis hingað frá Bandaríkjunum, þar sem hann hefur dvalizt s.l. sex vikur og haldið nokkra fyrir- lestra fyrir háskólastúdenta. Lagði hann þar grundvöll að frekara fyrirlestrahaldi og fer aftur vestur um haf í septem- ber. Héðan heldur hann áfram til Zurieh í Sviss, þar sem verið er að gefa út stóra mynd- skreytta bók um Rússland, með texta eftir Tarsis. Þá eru í vændum ýmis ný verk eftir Tarsis, unnið er að útgáfum á skáldsögum, ljóðum og gaman- leik eftir hann og um þessar mundir vinnur hann að nýrri skáldsögu, sem kallast mun „Ekki Iangt frá Moskvu". Tarsis hefur enn ekki á'kveðið hvar hann sezt að — hann er hinn bjartsýnasti um að kom ast heim, áður en langt um líð- ur, — „en eins og þið vitið er ég einhleypur, konan mín er dáin — ef til vill hitti ég ein- hverja unga og elskulega stúlku, sem tekur mig að sér“ sagði skáldið og hló glaðhlakka lega. Tarsis fór hörðum orðum um sovézka ráðamenn. líkti þeim við Ku Klux klan, — og sagði, að þeir létust vera vinir fólks- ins, en það væri víðs fjarri veru leikanum, þeir væru kúgarar fólksins og fjandmenn. „í næst- um hálfa öld hafa þeir unnið að því að þurrka út frelsi og réttlæti — og traðkað á sjálf- stæði þjóðanna, sem þeir eiga yfir að ráða“, sagði Tarsis og bætti því við, að tíu milljónir manna hefðu látið lífið í fanga- búðum sovézkra kommúnista frá því þeir tóku við völdum. Dæmigerð fyrir aðfarir komm- únista væru örlög grískra manna, er búsettir hefðu verið í Sovétríkjunum — þeir hefðu verið tvö hundruð þúsund en væru nú ekki fleiri en tuttugu þúsund. Á hinn bóginn sagði Tarsis, að andstaðan gegn kommúnist- um hefði eflzt mjög á síðustu árum, hvorki fangelsanir né vist á geðveikraihæli ’hefði dreg- ið úr þeirri baráttu. Áróðurinn og tilraun stjórnarvaldanna til að ala fólkið uipp í blindum kommúnisma hefði orðið til þess eins að efla andstöðu fólks ins og dýpka hatur þess á yfir- völdunum. Einkum ætti þetta við um menntamenn og lista- menn. „Fyrir nokkrum árum var fólkið hrætt við valdhaf- ana, sagði hann — en nú er svo komið að valdhafarnir óttast fólkið“. Enda væru ráðamennirn ir í Kreml sjálfum sér sundur- þykkir, þar berðust um völdin tveir hópar manna, annars veg- ar Stalinistar undir forystu Shelepins — hins vegar svokall aðir pragmatistar, með Kosygin forsætisráðherra að forystu- manni. Þessir menn og fylgis- menn þeirra hötuðu hver ann- an.' Tarsis sagði, að mótmæla- aðgerðir gegn stjórnarvöldun- um væru tíðar orðnar í Sovét- ríkjunum og fólkið væri ófeim- ið við að gagnrýna yfirvöldin, er það ræddist við á götum úti. Ennfremur væri dreift and- kommúnískum ritverkum og tímaritum sem gefin væru út með leynd. Hann ræddi sérstak lega um samtök ungra skálda og listamanna — SMOG — sem hefðu innan sinna vébanda fjölda fólks ,sem ekki gæti sætt sig við hina andlegu kúgun og samræmingu og bryti gegn kommúnískum lögum. Samtök þessi væru byggð á smærri leynihreyfingum svo sem „Fönix“, „Syntax" og .Boomer ang“, sem myndazt hefðu eftir fráfall Stalíns. Tarsis sagði að rússneskar bókmenntir væru nú að rísa úr rústum og kvaðst vilja leggja á það áherzlu, að þrátt fyrir nær fimmtíu ára kommún íska uppfræðslu ættu hinar nýju rússnesku bókmenntir ræt ur sínar í hinni sönnu og sí- gildu bókmenntahefð Rússlands en ekki í líflausum kommún- iskum bókmenntum. „Það eru Dostoyevsky, Blok, Pasternak, Akhmatova og Tsvetaeva, sem hvetja hina ungu rússnesku rit höfunda til dáða“, sagði Tarsis. Til þessara nýju bókmennta kvað Tarsis teljast a.m.k. tvö hundruð ung skáld og nefndi nöfnin Aleinikov, Leonid Gub- anov, Vladimir Bukovsky, Yuri Galanskov og Yury Stepanov. Þessir menn væru lítt þekktir, þar eð þeir gætu ekki fengið ritverk sín birt opinberlega — hið eina, sem almenningur fengi að vita um þau, væri af skammarskrifum sovézkra blaða og tímarita. Menntamenn þekktu verk þeirra iþó mætavel og frá þeim breiddist vitneskjan smám saman út. Fólkið væri sólgið í góð skáldverk og vildi xnikið til vinna að fá þau í hendur. Nefndi Tarsis sem dæmi um áhuga og einskonar „svartamarkaðssölu“ á bókum, að meðan verk Pasternaks feng ust ekki gefin út, hefðu margir greitt tíu rúblur fyrir það eitt að fá að lesa vélrituð ljóð hans, er gengu manna á milli. Er Tarsis sagði, að í Sovét- ríkjunum væri ekki hægt að gefa út heiðarlegt ritverk, var hann að því spurður, hvort hann teldi bókina „Dagur í lífi Ivans Denisovich" eftir Solzbenitsyn ekfci heiðarlegt verk. Því svaraði Tarsis svo, að bók þessi væri hrein imd- antekning, enda hefðu sovézk yfirvöld lýst því yfir, að það hecfðu verið mestu mistök að gefa hana út. Þá var hann spurður álits á skáldskap Tvard ovskys, ritstjóra tímaritsins NOVI MIR, — en bæði rit- stjórinn og tímaritið, sem tiefur þótt í frjálslyndasta lagi, hafa verið mjög svo umdeild í Sov- étríkjunum. Tarsis sagði, að sér fyndist Tvardovsky heldur furðulegt skáld og bætti við eftir nokkra umhugsun að hann væri ekki heiðarlegt skáld, kvaðst hafa séð síðasta ljóð hans „Vassily Tjorkin í öðruim heimi“ í uppskrift fyrir tíu eða tólf árum og þá hefði Framhald á bls. 30 mg. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.