Morgunblaðið - 21.06.1966, Page 21
Þriðjuðagur 21. JÆní 1966
MORGU NBLAÐIÐ
.*
21
Svava JúEíusdóttir
Minning
F. 31.13. 1937. D. 13. 6. 1966.
GÓÐUR skólabróðir minn hringdi
í mig snemma morguns þann 14.
þ. m. og spurði mig hvort það
væri mögulegt, að hún Svava,
skólasystir okkar, væri dáin. Mig
•etti hljóðan. Jú, ég hafði vitað,
að hún lægi í sjúkrahúsi og ó-
vissa rikti um batahorfur. Það
var ekki um að villast, hún Svava
hafði kvatt hópinn okkar. Við
vorum nær sextíu, sem útskrif-
uðumst úr Verzlunarskóla ís-
lands vorið 1946, og nú hafa fjög-
ur bekkjarsystkin látizt. Þessi
hópur var annars ekki svo fjöl-
imennur eða svo fannst okkur
því samheldnin var alveg óvenju
ieg. Það er því þessvegna, sem
okkur finnst að tekið sé eitthvað
nákomið frá okkur og við fyll-
umst söknuði. Ég get ekki látið
hjá líða að gefa tilfinningum
mínum lausan tauminn og skrifa
mokkur kveðjuorð til þín, Svava
mín.
Það verður aldrei of oft brýnt
fyrir skólaæsku lands okkar, hve
dásamleg skólaárin eru. Nú til
dags er verið að troða mörgum
unglingnum nauðugum, viljugum
í gegnum skóla, en áður mátti
margur gráta sáran yfir vesæld
sinni að hafa ekki ráð á einhverri
lítilfjörlegri skólagöngu. Vi'ð vor
um sannarlega ekki öll rík af
veraldlegum auðæfum, hópurinn,
sem útskrifaðist fyrir 20 árum, en
við vorum þeim mun auðugri í
anda, ef svo mætti segja. Ég hefi
mörgum ágætis skólamanninum
kynnzt á lífsleiðinni, en engan
hefi ég fyrirhitt, sem jafn vel
lofar skólasystkin sín og þessi
fyrrnefndi hópur. Þegar maður
leitar að orsökinni fyrir þessu,
þá verður vart hægt að snið-
iglanga þann möguleika, að þarna
Utvarpsviðgerð-
arstofa í nýju
húsnæði
Akureyri, 12. júní.
STEFÁN Hallgrímsson hefir nú
flutt útvarpsviðgerðastofu sína í
*»ýtt og glæsilegt húsnæ'ði, sem
hann hefir reist við Glerárgötu
92. Er þar bæði sölubúð, þar sem
«eld eru viðtæki og hvers konar
útvarpsbúnaður, ratsjár, fiski-
leitartæki og margt fleira. Hið
nýstárlegasta, sem gestinum
mætir, þegar inn kemur, er sjón-
varpstæki, þar sem hver getur
«éð sjálfan sig á tjaldinu, því að
sjónvarpsmyndavél kúrir úti í
einu horninu og ljósmyndar allt,
•em fram fer í búðinni, og leiðir
inn í viðtækið. Hafa viðskipta-
vinir af þessu hina beztu skemmt
un. —
Innar af verzluninni eru svo
•far fullkomnar vinnustofur,
bjartar, vistlegar og vel skipu-
lagðar. Birgðageymslur eru einn-
ig mjög vel skipulagðar, og er
hin mesta vinnuhagræðing að
hvoru tveggja.
Sérstök stofa er ætluð til
kennslu lærlinga, og er þar á-
gætt tímarita- og fræðibókasafn.
Kemur þetta í mjög góðar þarfir,
því að bæði er dýrt og óhag-
kvæmt að senda nemana suður
til Reykjavíkur til náms. Þó
þurfa þeir enn að fara suður til
að taka sveinspróf. Einn af starfs
mönnum Stefáns var i vetur á
tveggja mánaða sjónvarpstækni-
námskeiði syðra, svo að fyrir-
tækið er þegar farið að gera
sínar ráðstafanir til undirbúnings
komu sjónvarpsins til Norður-
lands.
Stefán Hallgrímsson vinnur
geysimikið að viðgerðum og við-
haldi fiskileitartækja, ratsjáa og
hvers konar siglinga- og fjar-
skiptatækja í fiskiskipaflotanum,
og m.a. sér hann um uppsetn-
ingu allra slíkra tækja í hið nýja
etálskip, sem verið er að ljúka
emíði á hér í Slippstöðinni, Sig-
urbjörgu ÓF 1.
— Sv. P. '
hafi verið margur mannvænleg-
ur unglingurinn á ferð, og í
þeirra hópi var þig að finna,
Svava mín. Síðan við skildum við
skólann og leiðir okkar lágu
saman, varst þú alltaf sami trygg
lyndi félaginn og umhyggja þín
fyrir skólasystkinunum var þér
ofarlega í huga. Lífið sjálft, þar
sem skiptust á skin og skúrir,
hófst skjótt fyrir þig að lokinni
skólagöngu. Ævi þín hér hjá
okkur var stutt, en þó liggur eft-
ir þig gott dagsverk. Ég veit að
söknuður drengjanna þinna og
mannsins þíns er mikill og ég bið
góðan guð að gefa styrk til að
standast raunirnar og veita þeim
blessun sína svo að framtíð
þeirra megi verða hamingjurík
og hugsunin um góða móður og
konu muni ætíð lifa með þeim.
Jón Skúlason ú
Gillastöðum
Af heilum hug ber ég fram hjart-
ans kveðjur og þakkir okkar
skólasystkina þinna, Svava mín,
og bið að þú megir sjá þínar
glæstu vonir og þrár rætast.
Bekkjarbróðir.
Ólafur Kjartansson
Minning
Fæddur 1. marz 1944.
Dáinn 5. júní 1966.
ÞEGAR sú sbrgarfregn barst
okkur, að vinur minn og frændi,
Ólafur Kjartansson, væri látinn,
með svo sviplegum hætti, setti
okkur hljóð.
Veruleikinn er stundum tor-
skilinn. — Gat það verið, að
hann Óli, eins og við kölluðum
hann, væri dáinn, þessi góði og
gáfaði drengur, sem við væntum
svo mikils af, en fengum svo allt-
of stutt að njóta samvista við.
Hann var svo óvenjulega sér-
stæður persónuleiki, að mig lang-
ar til, að þess sjáist getið.
Líf hans og starf, snerist mest
um það, að liðsinna öðrum.
Hann hafði lag á að vera alltaf
eins og laus og óbundinn, ef
hann vissi vini sína þurfa íið-
veislu við. Hann hafði líka lag á
því að koma greiðvikni sinni
svo fyrir sem hreinni tilviljun.
Aldrei mátti minnast á það síð-
ar, að hann hefði gert nokkuð
þakkarvert. v
Við ólumst upp saman og alla
tíð var hann sérstakt uppáhald
okkar allra, skyldra sem vanda-
lausra. Hann var dulur að eðlis-
fari, aðeins nánustu vinir hans
vissu, hve djúpt hann hugsaði.
Þyngsta áfall ævi hans var að
missa móður sína. Þá leyndi hann
harmi sínum, svo sem hann
mátti til þess að geta orðið föð-
ur sínum og bræðrum meiri
styrkur.
Ólafur var hár og fríður, hlé-
drægur en skoðanafastur. Vi'ð-
mótið hlýtt og með glaðværð
sinni, gáska og greind laðaði
hann fólk að sér. Kom það bezt
fram í umgengni hans við börn,
þau dáðu hann og virtu.
Fráfall hans er mikill harmur
og missir, fyrir alla hans ástvini,
því að hann var öllum styrkur,
þegar á reyndi, með ráðum eða
dáð. Færi ég honum þakkir, fyrir
alla hans margháttuðu liðveizlu,
og gæði hans við börn mín og
systur minnar, sem elskuðu hann
eins og bróður.
Föður hans, bræðrum, ungri
dóttur og öðrum ástvinum, votta
ég mína dýpstu samúð.
■ Guð blessi minninguna um góð
an dreng.
Páll Sigurbergsson.
Minning
MÁNUDAGINN 23. maí »1. var
útför Jóns Skúlasonar, bónda á
Gillastöðum í Laxárdal, gerð að
Hjarðarholtskirkju í Dölum, en
hann andaðist að heimili sinu
hinn 13. sama mánaðar.
Jón Skúlason var fæddur 21.
okt. 1912. Foreldrar hans voru
Skúli Eyjólfsson á Gillastöðum
og kona hans; Kristín Jónsdóttir.
Jón ólst upp á Gillastöðum og
þar bjó hann eigin búi frá 1937
til dauðadags, ásamt bróður sín-
um, Skúla Eyjólfi. Ekkja Jóns
heitins er Jóhanna Sigurlaug
Kristvinsdóttir frá Enniskoti í
Víðidal. Börn þeirra eru 5: Skúli
Heiðdal, Ingi Heiðdal, Sigurlaug
Gerður, Jóhannes og Kristín. Þau
eru öll heima á Gillastöðum, hið
yngsta innan fermingar.
Á Gillastöðum undi Jón vel
hag sínum. Þar bjó hann stórbúi
á fjölmennu og samhentu heim-
ili. Þar uxu börn hans úr grasi
og komust á legg. Hag þeirra og
velfei’ð bar hann mjög fyrir
brjósti. Hann naut þess að sjá bú
sitt stækka, ærnar skipta mörg
um hundruðum, ræktun aukast,
girðingar umlykja tún, engi og
úthaga, nýjar byggingar rísa upp
af moldu og afkastamiklar vinnu
Björn Ólafsson, Varmalandi:
Garðyrkjuvandamálin
NÚ UM kosningahelgina fékk ég
smásendingu frá kunningja min-
um, og var þar í eintak af Vik-
unni 19. tbl. frá 12 maí sl. og
Nýjum vikutiðindum 19. tbl. frá
13. s. m., en jafnframt stutt bréf,
þar sem ég er minntur á, að ég
hafi látið ósvarað fyrirspurnum
er til mín var stefnt í grein er
birtist í Morgunblaðinu þann 11.
marz í vor.
Rétt er það hjá þessum kunn-
ingja mínum, að svar mitt við
nefndum fyrirspurnum til mín,
hafa ekki komizt til skila, en
ekki er það að öllu leyti mín
sök. Ég hafði fyrir því að svara,
og sendi svar mitt til ritstjórnar
Morgunblaðsins í pósti. Þar dag-
aði svo grein mín uppi og lét
ég það gott heita, enda taldi ég
fullsýnt, að til lítils væri fyrir
okkur garðyrkjumenn, að vera
að mögla yfir okkar hlut í til-
verunni, þar sem okkar um-
kvörtun er lítill eða enginn
gaumur gefinn af þeim forustu-
mönnurn þjóðarinnar, sem tróna
yfir velferðarmálum okkar, að
minnsta kosti ekki meðan hægt
er að benda erlendum ferðalöng
um á glerhallir okkar og gufu-
stróka frá hverasvæðunum, eða
leiða þá inn í blómadýrðina,
hjá þeim Edenlundar-skála-
mönnum er byggt hafa við þjóð-
brautina, sem liggur að Gullfossi
og Geysi.
Þó sé ég það nú, eftir að hafa
lesið Vikuna og Vikutíðindi, að
til eru þó menn, sem ekki hafa
með öllu gefizt upp við að hug-
leiða vandamál íslenzkrar garð-
yrkju.
Gísli Sigurbjörnsson, skrifar
um „Skáldið og jarðhitann“ í
Vikuna og skopast að ástandi
garðyrkjunnar í þjóðarbúskapn-
um — » . . . . Nú eru Islending-
ar farnir að skilja hvers virði
jarðhiti er fyrir gróðurhúsarækt
og ræktun yfirleitt — og þeir
hagnýta sér hann betur en
nokkru sinni fyrr“. — Og Gísli
Sigurbjörnsson heldur skopinu
áfram — „Má að vísu segja að
þetta hefur tekið langan tíma og
sinnuleysið, deyfðin og frænd-
semin hafa of lengi ráðið öllu í
þessu máli.
Árum saman höfðu garðyrkju-
menn, sem skildu og sáu hvert
fór, skorað á ráðherra þann, sem
með málin fór, að gera hér um-
bætur á. En ekkert gekk lengi
vel. Þó kom að því, að skóla-
nefnd var loks skipuð og í hana
valdist m.a. atorku og dugnaðar-
fólk, sem hefur lyft Grettistaki
síðan.
Nefndin sá sem var, að þannig
mátti ekki lengur ganga og með
dugnaði og samvinnulipurð
leystust mörg vandamál, sem
áður höfðu verið óleysanleg".
Hér hef ég aðeins leyft mér,
að taka örlítið sýnishorn úr
grein Gísla Sigurbjörnssonar
Það fer áreiðanlega ekki fram-
hjá neinum garðyrkjumanni
hvert hann er að fara með kald-
hæðni sinni í okkar garð og
menntaseturs okkar, sem ríkið
heldur uppi af slíkum myndar-
skap að jafnvel Ný vikutíðindi
gera skólanum þann heiður 13
maí, að helga honum feitasta
letur á forsiðu og segja: Van
hirtur ríkisskóli — með undir
fyrirsögn: „— Kippa þarf rekstri
Garðyrkjuskóla ríkisins í lið-
inn“. Ritstjórinn Geir Gunnars
son birtir eftirfarandi lýsingu á
ástandi skólans: — „tæpast mun
önnur eins vanhirða vera á
nokkurri stofnun hérlendis og
iþessu þjóðþrifafyrirtæki.
Griðarstór gróðurhús að falli
komin ber þar hæst, og ef
gægst er inn um óhreinar rúð-
umar, er það, sem ræktað er í
húsunum, nær eingöngu ill-
gresi“.
Ég vil vekja athygli á því
að margir garðyrkjumenn hafa
á undanförnum árum krafizt
þess af fullri einurð að menn-
ingarástand Garðyrkjuskólans
komist til jafns við aðrar ís-
lenzkar menntastofnanir. En á
slíkar kröfur hefur of oft ver-
ið litið, sem persónulegar
árásir á skólastjóra skólans.
Þó gerðust þau fáheyrðu tíðindi
að skipuð var skólanefnd við
skólann og starfaði hún um eins
árs skeið, en var þá leyst upp eft
ir að hafa skýrt frá viðleitni
sinni til umbóta á högum skól-
ans í langri og hreinskilinni
skýrslu, sem er bæði fróðleg og
táknræn heimild um ástand þess
arar ríkisstofnunar. Þarf víst
ekki að taka það fram, að skóla-
nefndin fékk engu umþokað til
hagsbóta á Garðyrkjuskólanum,
og situr þar enn við það sama
og áður — en þær vonir sem
garðyrkjumenn höfðu alið í
vélar létta erfiði af stritandi
höndum. Alls þessa naut hann í
ríkum mæli, því að hann var
bæði bóndi og hugsjónamaður
og fylgdist vel með því, sem var
að gerast hverju sinni. Hin miklu
umsvif Jóns í búskapnum kröfð-
ust að sjálfsögðu mikils fjár.
Þurfti því mikla árvekni og út-
sjón til að afla þess, þar sem
efni voru af skornum skammti
fyrir. Hygg ég, að þeir, sem til
þekktu, verði samdóma um það,
að Jón hafi sýnt frábæran dugn-
að og elju við að sjá búi sínu
borgið og standa hvarvetna x
skilum.
Jón heitinn var mikill félags-
hyggjumaður og kunni vel að
meta gildi góðrar samvinnu.
Hann var ákveðinn og einlægur
í skoðunum og falslaus í við-
móti.
Fyrir nokkrum árum kenndi
Jón sjúkdóms fyrir hjarta. Gekk
hann því ekki heill til skógar og
gat ekki lagt á sig mikið erfiði.
Þó leið honum allvel, gat unað
heima, glaður við sitt. Ég hitti
hann síðast á heimleið að Vega-
mótum að áli'ðnum vetri. Var
hann þá enn sem fyrr bjartsýnn
og horfði fram á veg bættra sam-
gangna og búskaparhátta í Laxár
dal.
En íslenzk voryrkja krefst
ævinlega átaka, sem geta reynzt
um megn veikbyggðu hjarta. Nú
er Jón á Gillastöðum hniginn í
valinn aðeins 54 ára að aldri.
Blessuð sé minning hans og bless
un fylgi jafnan frændgarði hans
í Laxárdal.
F. Þ.
brjósti við tilkomu skólanefnd-
arinnar orðnar að engu.
Til eru þó þeir menn, sem
una málunum vel eins og þau
eru komin. Eihn þessara manna
er uppgjafa garðyrkjubóndi héð
an úr Borgarfirði heitir sá
Svavar Kjærnested. Hann sendi
mér fyrirspunir þær er hér ?ar
fyrr að vikið. Tilefnið var það,
að ég hafði í febrúar skrifað
grein í Morguniblaðið, þar sem
ég ræddi m.a. þýðingu Garðyrkju
skóians fyrir íslenzkan garð-
yrkjubúskap. Fyrirspurnir Svav
ars voru þó í engu samhengi
við grein mína og þar af leið-
andi lítil ástæða fyrir mig að
taka það í minn hlut að svara.
Þó var margt í spurningum þess
um á þann veg, að gætti ómak-
legrar rætni og tilefnilausrar í
minn garð og okkar Borgfirð-
inga. Fann hann megna „forar-
lykt' af skrifum mínum og
taldi það nokkurri furðu gegna,
að samtök okkar garðyrkju-
bænda skuli vera með — ........
tilburði til afskipta af skólamál-
um garðyrkjunnar.“ Þykir mér
og sjálfsagt fleirum í garðyrkju-
stéttinni, að Svavari farist það
óhönduglega, ef hann ætlar að
telja heilbrigðum mönnum trú
um, að það standi ekki í verka-
hring garðyrkjusamtakanna, að
hlutast til um máilefni Garð-
yrkjuskólans. Og engum stendur
það nær, en gömlum nemendum
skólans að gera tilraunir til bess
að benda á þá vanrækslu sem á
sér stað í skólarekstrinum, og þá
að sjálfsögðu í þeirri góðu trú,
að fremur sé á þá hlustað, en
aðra, þegar þeir eru að leita
skóla sínum liðsinnis.
Sé ég svo ekki ástæðu til að
hafa þessar línur fleiri, enda var
fyrst og fremst tilgangur minn
með þeim, að koma boðum til
þeirra manna, er hafa beðið
þess án árangurs, að ég léti til
mín heyra vegna þeirra skrifa
sem sá ágæti rósariddari, er forð
um flýði garðyrkjubaslið hér í
Borgarfirði (og stundar nú forar
ræktina með fleiri góðum mönn-
um í henni Reykjavík), og biðji
þá að virða mér það á betri veg,
að ég nenni ekki að svara fyrir-
spurnum hans frekar, en orðið
er með þessu greinarkorni.
'' Björn Ólafsson.