Morgunblaðið - 21.06.1966, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.06.1966, Qupperneq 30
30 MORGUNBLADID Þriðjudagur 21. júní 1966 (►* • ' * 1 Frá leik Vals og Akureyringa: Einar markvörður Akureyringa hefur misst af knettinum, en varnarmanni tekst að forða marki á síðustu stundu. (Sjá frétt neðar á síðunni) KR — AKRANES JAFNTEFLI 1:1 1 NORÐAN roki börðust hinir fornu erfðafjendur í I. deild ís- iandsmótsins á Melavellinum í gærkveldi. Segja má að liðin hafi skipt hálfleikjunum nokk- uð bróðurlega á milli sín, KK- ingar áttu hættulegri tækifæri og voru sterkari aðilinn í fyrri bálfleik. en í þeim síðari sóttu Akurnesingar meira enda þott þeim tækist aðeins að ná einu hættulegu tækifæri. Og það nægði — leiknum lauk með jafntefli 1:1. Leikurinn var ekki nema mín- útu gamall, er varnarmanni Akraness urðu mikil mistök á, og Baldvin miðframherji KR náði knettinum og brunaði upp að markinu, en Einari mark- verði Akraness tókst að afstýra hættunni. KR-ingar áttu á næstu mínútum nokkur hættu- leg tækifæri, enda þótt þeir léku á móti vindinum, en ekk- ert þeirra bar árangur. En á 15. mínútu tók Hörður Mark- an hornspyrnu frá hægri. Ellert náði að skalla fyrir markið, þar sem Baldvin tók við knettinum og spyrnti honum í markið, án þess að vörn Akraness fengi við nokkuð ráðið. Minútu síðar sóttu Akurnesingar, og Þórður Jónsson átti gott skot á mark- ið, sem Heimir varði vei. Var J>etta eina hættuiega upphlaup Akurnesinga í þessum hálfleik. KR-ingar léku eftir þetta oft aiigóða knattspyrnu, og áttu hættuleg tækifæri, sem þeim tókst ekki að 'nýta. í siðari háifleik byrjuðu Ak- urnesingar á því að halda uppi nokkuð stöðugri sókn á KR- mark, en tókst þó aldrei fram- an af að skapa sér nein hæitu- leg tækifæri. KR-ingar léku oft nær hreinan varnarleik, og það mátti sjá það á leikmönnunum. að þeir voru orðnir nokkuð vís- ir með sigurinn, þegar Akurnes ingar á 79. minútu ná upp eina verulega hættulega upphlauo- inu, sem átti eftir að kosta KR inga sigurinn. Akurnesingar sóttu hratt upp vinstri vallar helming, og Björn Lárusson gaf knöttinn yfir til Matthíasar, sem þvældist einhvern veginn með hann í vítateiginn. Honum tókst að skjóta, en Heimir varði vel. en knötturinn hrökk til Þórðar Jónssonar, sem potaði honum í markið. Það sem etfir var sóttu KR-ingar meira, en tókst ekki að skora sigurmarkið. KR-liðið var allan leikinn tví mælalaiist sterkári aðilinn á vell inum. Leikmenn þess ráða yfir meiri knatttækni en Akarnesing arnir, en hafa á hinn bcginn ekki þann baráttuvilja, sem ein kennir leik hinna síðarneíndu. Þeim tókst oft í fyrri háifleik að ná upp allgóðum samleik, en í þeim síðari einkenndist leikur þeirra af sigurvissu, og það var lika hún, sem að síðustu hafði það í för með sér, að be>r urðu að sjá af sigrinum. Beztu menn liðsins voru Heimir í markinu, Ársæll og Þórður Jónsson. Tvísýn keppni ■ B:idg«- stone — Camel keppninni LEIKNAR hafa verið þrjár um- terðir i Bridgestone/Camel keppn inni, eða 54 holur af 72, sem leiknar verða. Þátttaka í keppninni hefur ver ið mjög góð, en 25 kylfingar hófu keppni, þar af 3 frá Golfklúbb Reykjavikur og 1 frá Golfk. Ness. Keppt er um Bridgestonebik- arinn án forgjafar og Camelbik- arinn með forgjöf. Keppnin er mjög tvísýn og má búast við að úrslit veröi ekki ráðin fyrr en á síðustu holu, en lokaumferöin fer fram nk. mið- vikudagskvöld 22. þ. m. Mror íþrélto- íréttir ern a b!s. 23 Árangur 6 beztu manjia í hvorri keppni: Bridgestone — án forgjafar 1.—2. Pétur Björnsson, G. Ness, 38 35 43 41 41 40 = 238. 1.—2. Ólafur Bjarki, G. R., 41 41 42 38 39 37 = 238. 3. Jón Þorsteinsson, G. S., 35 40 39 41 42 42 = 239. 4. Þorbjörn Kjærbo, G. S., 37 37 43 41 43 40 = 241. 5. Einar Guðnason, G. R., 41 37 41 43 44 36 = 242. 6. Þorgeir Þorsteinsson, G. S., 46 37 42 44 44 41 = 254. Camel — með forgjöf 1. Haukur Guðmundss., G. R., 263 72 .= 191. 2. Ólafur Bjarki, G. R., 238 42 = 196. 3. Jón Þorsteinsson, G. S., 239 42 = 203. 4.—5. Pétur Björnsson, G. R., 238 33 = 205. 4.—5. Þorbjörn Kjærbo, G. S., 241 41 = 205. Sex kylfingar hættu keppni, en 19 luku að leika 54 holur. Eins og áður segir mega Alcur nesingar þakka baráttuvilja liðs ins fyrir jafnteflið. Liðið náði aldrei upp samleik svo heitið gæti, og tókst ekki að skapa sér nema eitt eða tvö hættuleg tækifæri. Beztu menn liðsins voru Einar markvörður. Jón Le- ósson og Björn Lárusson, sem barðist vel í fromlínunm. Dómari var Magnús Pétursscn og dæmdi af ákveðni. Staðan í 1. deild eftir leikinn í gærkveldi, er þá þannig: L U J T M S Akranes 3 1 2 0 4:3 4 KR 2 1 1 0 2:1 3 Valur 3 1 1 1 4:2 3 Þróttur 2 2 0 2 2:2 2 Keflavík 2 0 1 1 2:3 1 Akureyri 2 0 1 1 1:4 1 I Erlend knattspyrna: Keimsmeistaraliðin æfa af kappi MIKIÐ hefnr verið um að vera í knaítspyrnuheimimim erlendis að undanförnu vegna heimsmeistaramótsius i knattspyrna sem fram fer í Englandi núna í júlimánuði n.k. Þau landslið sem tryggt hafa sér þáttíöku í úrslita- keppninni ferðast nú til hvers landsins á fætur öðru og leika þar svonefnda „upp- hitunarleiki* 1' fyrir heims- meistarakeppnina. Rússneska landsliðið fór t. d. af þessu tilefni til Dan- merkur fyrir réttri viku og lék þar á móti dönsku til- raunalandsliði. Sigruðu þeir fyrrnefndu með 2'1 eftir að hafa haft 1:0 í hálfleik. Þeir skoruðu annað mark sitt á 80. mínútu, en Danir skoruðu eina mark sitt aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Má af úrslitum þessum draga þá ályktun að Danir séu í mjög góðri æfingu í ár. ítalia lék Búlgaríu mjög grátt, er þessi lið mættust sl. föstudag. Sigraði Ítalía með 6:1, en í hálfleik var staðan 2:0. Leikurinn fór fram i Bologna, og vakti mikla hrifn ingu meðal hinna 25 þús. áhorfenda. Er álitið að Ítalía muni koma mjög sterkt til heimsmeistarakeppninnar. Uruguay átti í talsverðum erfiðleikum með ísraelska landsliðið, pegar þessi lið mættust í Tel Aviv í sl. viku. Var staðan í hálfleik 0:0, en í síðari hálfleik tókst Uruguay mönnum að skora tvö mörk, en ísraelsmenn skoruðu 1 mark skömmu fyrir leikslok. Uruguay mun leika í riðli með Englandi, Frakklandi og Mexico í heimsmeistara- keppninni. Mexico og Sviss mættust í Lausanne í Sviss sl. laugar- dag, og lauk leiknum með jafntefli 1:1. í hálfleik var staðan 1:1, en Sviss skoraði eina mark sitt, eftir aðeins 45 sekúundur, og Mexico jafn aði á 5. mínútu. Uruguay tapaði fyrir Rúm- eníu 1:0 í Búkarest í fyrra- dag. Eina mark leiksins kom á 33. mínúlu, og varð það miðframherjinn Iancu, sem þar var að verki. Uruguay sótti allan leikinn, en tókst ekki að skora, framhjá rúmenska markverðinum, Ionescu, sem sýndi frábæran leik. Á laugardag sl. léku saman í Glasgow portúgalska lands- liðið og hið skozka. Sigruðu Portúgalarnir með 1:0, og kom markið á 74. mínútu. Það var miðframherjinn Jose Torres sem skoraði markið með skalla. 40 þúsund manns fylgdust með leiknum. Þá sigraði spænska lands- liðið 1. deildarliðið belgíska Royal Beerschot með 4:1 á sunnudag, en í hálfleik var staðan 2:1. Vaður sigraði Akureyringa 3:0 Öll mörkin skoruð í síðari hálfleik ÞAÐ er ekki oft sem veðurguð- irnir eru hliðhollir íslenzku knattspyrnunni, en það voru þeir þó sannarlega sl. sunnudag, þegar Valur sigraði Akureyringa með nokkrum yfirburðum á Melavellinum, eða 3:0. Ekki bauð þó leikurinn, þrátt fyrir lyngt veður og steikjandi sól, upp á mikil tilþrif frekar en gerist og gengur í knattspyrn- unni hérlendis, var lengst af fremur þófkenndur. Valur var þó tvímælalaust sterkari aðilinn i leiknum, og ekki er óliklegt að liðið muni taka þátt í lokabarátt unni um íslandsmeistaratitilinn í haust. Akureyringarnir voru heldur óákveðnir í þessum leik, — þeim tókst að skapa sér nokkr um sinnum hin ágætustu mark- tækifæri, sem runnu öll út í sandinn fyrir hreinan klaufa- skap. Fyrri hálfleikur var fremur þófkenndur framan af, Dæði Iið in náðu þó snöggum upphlaup- um, og áttu ágæt marktækifæn, sem hvorugu liðinu tókst að nýta. Lauk fyrri hálfleik því 0 0. Valsmenn voru mun ákveðn- ari strax í síðari hálfleik og á 7. mín skoraði Hermann ágætt mark með skalla eftir að hafa fengið ágæta sendingu íyrir markið úr hornspyrnu. Einar, markvörður Akureyringanna, var illa staðsettur, og fékk því ekki ráðið við knöttinn. Annað mark Valsmanna kom svo aðeins tveimur mínútum síðar og var það Hans sem þar var að verki. Hann lék með knöttinn upp að vítateig Akur- eyringa, og skaut fremur lausu skoti, sem hafnaði ofarlega í hægra markhorni Akureyring- anna. Einar stóð einum of fram- arlega og náði því ekki til knatt arins. Nú var þrek og baráttuvilji þeirra Norðanmanna algerlega þrotið, og Valsmenn náðu stöð- ugt meiri tökum á leiknum. Skömmu eftir miðjan síðari hálfleik kom þriðja og síðasta mark Vals, og var það falleg- asta mark leiksins. Bergsteinn Magnússon sendi knöttinn af vinstri vallarhelmingi fallega fyrir markið, þar sem Berg- sveinn Alfonsson stóð rétt innan vítateigsins, spyrnti knettinum gersamlega óverjandi fyrir Ein- ar markvörð. Fleira stórvægi- legt bar svo ekki til tíðinda. Eft ir þetta skiptust liðin nokkuð jafnt á upphlaupum, og leikur- inn varð um leið þófkenndur á ný. Valur átti þarna allgóðan leik og komst vel frá honum í heild. Þó hefur maður það ætíð á til- finningunni, að liðið geti meira en það hefur sýnt að undan- förnu. í liðinu eru margir góðir einstaklingar, en það er eins og berslumuninn vanti til þess að þeir nái fyllilega saman. Aft- asta vörn liðsins er mjög sterk, með þá Björgvin Hermannsson í markinu og Þorstein Friðþjófs son, sem beztu menn. Hans barðist vel, og var beztur fram varðanna, en í framlínunni áttu beztan leik Bergsveinn og Her- mann. Bergsveinn má þó vanda sendingar sínar betur. Akureyringarnir voru lakir í þessum leik, liðið virðist tais- vert veikara en verið hefur und anfarin ár, þar sem baráttuvilj- inn, er verið hefur þeirra sterk- asta vopn, er nú að mestu horf- inn. Aftasta vörnin er ákaflega slök, og framlínan náði illa sam an, enda þótt þar séu mjög lið- tækir knattspyrnumenn. Beztu menn liðsins voru þeir Magnús Jónatansson og Valsteinn Jóns- son. 2 pslskir knatt- spyrnukappar týndir í Svíðþjóð Nörrköping, 19. júni. — AP. GRUNUR leikur á að tveir beztu knattspyrnukappar Pólverja muni leita hælis í Svíþjóð sem pólitískir flóttamenn. Knattspyrnuliðið „Polonia Byt om“ kom til Norrköping til keppni s.l. fijstudag og sama kvöld hurfu tveir úr liðinu, Konrad Bajger og Heinz Banas, úr herbergi sínu á gistihúsinu o.g hefur ekkert til þeirra spurzt síðan. - v Þeir Bajger og Banas voru við þriðja mann í herberginu en sá sofhaði sætt og varð einskis var utan þess er hann vaknaði um morguninn að félagar hans voru á bak og burt og höfðu tekið allt sitt hafurtask, en skilið eftir knattspyrnuskóna. Fyrirliðar „Polonia Bytom“ gerðu lögreglunni þegar viðvart en talsmaður hennar sagði að ekki yrði gerð leit að mönnun- um, þar sem þeir hefðu ekkert af sér gert er varðaði við lög. Er það hald manna að þeir félag ar hafizt nú við einhvers staðar með löndum sinum starfandi í Nörrköping og hafi í hyggju að Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.