Morgunblaðið - 21.06.1966, Síða 31
ÞriðjuÆagur íl. ?An! 196ð
MORGU NBLAÐCD
31
Frá hinum harða árekstri á mótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar um hádegisbiliS í gær.
Myndina tók Helgi Sigurðsson.
<$—------------------------------------------—1------------------
Eimreiðin — Nýtt heifi
- 7arsis
Framhald af bls. 17
>að verið allt öðu vísi en nú.
Auk þess drykki hann fullmik-
ið Vodka og skrifaði fremur
lítið.
Tarsis kvaðst sjálfur hafa
verið kommúnisti á yngri árum.
Hann hefði verið byltingarmað-
ur eins og faðir hans — en faðir
minn lét engu að síður lífið í
fangabúðum kommúnista",
sagði hann.
Aðspurður hvenær hann
hefði endanlega horfið frá
kommúnisma og gengið á hönd
kristinni siðfræði og trú, svar-
aði hann, að það hefði verið í
heimsstyrjöldinni síðari.“ Það
var með mig eins og Tolstoy á
sínum tíma, að ég varð fyrst
alvarlega hugsandi maður eftir
þritugt. Ég var glaður og rót-
tækur, hafði gaman af að
skemmta mér, yndi af falleg-
um stúlkum og öðrum lysti-
semdum lífsins. 1 styrjöldinni
varð ég fréttaritari og þar
komst ég að raun um, að ég gat
ekki sagt sannleikann um það,
sem gerðist á vígvöllunum.
Vinur minn, aldraður, sem
verið hafði fréttamaður, sagði
við mig: „ef þú segir sannleik-
ann verðurðu skotinn". Sann-
leikurinn var sá, að mikill
hluti rússneskra hermanna
kærði sig ekkert um að berjast
fyrir málstað Staiins. Á hinn
bóginn hefði enginn rússneskur
hermaður viljað stuðla að því
að erlendur einræðisherra einc
og Hitler hertæki RÚ6sland.
Rússar eru stolt þjóð og munu
aldrei sætta sig við erlent of-
ríki“.
Tarsis var að því spurður,
hvort satt væri, að hann hefði
lagt lagt blessun sína yfir bylt-
ingarnar í Ghana og Indónesíu.
Hann kvað svo vera — í Ghana
hefði hálfbrjálaður kommún-
ískur einræðisherra reist sér
höll fyrir tugmilljónir dollara
meðan þjóð hans svalt og hann
hefði verið að því kominn að
gera land sitt að kommúnísku
leppríki. í Indónesíu hefðu
kommúnistar leitt þjóð sína út
í alls konar ógæfu. Um herferð
ina gegn kommúnistum þar
sagði Tarsis, að hann væri
vissulega ekki talsmaður of-
beldis — „ég álit það glæp að
drepa einn mann, hvað þá
hundrað þúsund. En við verð-
um að horfast í augu við mann-
kynnið og þær hættur, sem að
því steðja. Sannleikurinn er sá,
að mennirnir iifa eins og villi-
dýr — ekki eins og menn — Og
hvað á til bragðs að taka gegn
glæpamönnum, sem ekki hika
við að drepa fólk í milljónat'ali
og berja niður frelsi og rétt-
læti, hvar sem þeir koma því
við. Ef við ’ ekki spyrnum við
fótum færast yfirráð þeirra um
llan heim“. Og Tarsis bætti því
við, að Vesturveldin hefðu
brugðist skyldu sinni i Ung-
verjalandsuppreisninni 1956 —
„Hefðu þau veitt frelsissinnum
lið þá, er ég viss um að komm-
únismi væri hvergi rikjandi í
Austur-Evrópu".
„Ég er sannfærður um, að
kommúnismi er röng kenning
og trúi því, að kristin siðfræði
og trú sé hið eina, sem getur
bjargað mannkyninu“ sagði
Valery Tarsis.
RÓM — Sextán manna nefnd,
skipuð kardinálum og biskup
um hinnar rómversk-ka-
þólsku kirkju, kemur saman
í Róm í dag til viðræðna um
afstöðu kirkjunnar til tak-
markana á barneignum.
Nefndin mun að öllum líkind
um þinga alla þessa viku.
ANKARA — Dómstóll i Ank-
ara hefur dæmt tvo Tyrki til
12árs fangelsisvistar hvorn
fyrir njósnir í þágu kommún
istalanda. Hafði annar stund-
að njósnir fyrir Búlgaríu og
hinn fyrir Sovétríkiru
I Féll af vélhjóli
og fótbrotnaði
UM 10 leytiff á sunnudags-
kvöld fótbrotnaffi piltur, Jón
Þórffarson, Skólavörffustíg 16, er
hann féll af vélhjóli á mótum
Hringbrautar og Birkimels.
Jón var fluttur í Slysavarð-
stofuna og síðar í Landspítalann.
— Bændafundur
Framhald af bls. 32.
leggía framleiðslu sína á sem
hagkvæmastan hátt.
Ákveður fundurinn að kjósa
6 manna nefnd til þess að ieita
samninga við ríkisstjómina um
lausn málsins ásamt stjórn Stétt
arsambandsins og Framleiðslu-
ráðs.
Fáist ekki viðhlýtandi niður-
staða þessara mála við stjórn-
völdin, skorar fundurinn á stjórn
Stéttarsambandsins að boða til
sérstaks fulltrúafundar samtak-
anna til þess að taka ákvörðun
um sölustöðvun landbúnaðar-
vara eða aðrar aðgerðir.“
I framhaldi þessarar tillögu
var kjörin 6 manna nefnd í sam-
ræmi við efni hennar, en hún
var samþykkt samhljóða, og
hlutu þessir kosningu:
Af Suðurlandi: Ölver Karls-
son, Þjórsártúni, Sigmundur
Sigurðsson Syðra-Langholti.
Varamenn: Siggeir Björnsson.
Holti Guðmundur Guðmunds-
son, Eifri-Brú.
Af Norðurlandi Eystra: Stef-
án Valgeirsson, Auðbrekku.
Til vara: Hermóður Guðmunds
son, Árnesi.
Af Norðurlandi vestra: Pálmi
Jónsson, Akri.
Til vara: Jón Benediktsson,
Höfnum, Skaga.
Af Vesturlandi: Guðmundur
Ingi Kristjánsson, Kirkjubóii.
Til vara: Gísli Þórðarson Mýr
dal, Hnappadal.
Af Austurlandi: Friðrik Sig-
urjónsson, Ytri Hlíð, Vopna-
firði.
Til vara: Hermann Guðriunds-
son, Eyjólfsstöðum, Berufirði.
Á fundinum með Framleiðslu-
ráði í gær höfðu þeir Lárus Ágúst
Gíslason í Miðhúsum og Stefán
Valgeirsson í Auðbrekku fram-
sögu með fyrrgreindri tillögu. —
Síðan ur'ðu talsverðar umræður
með hinum 47 fulltrúum, en að
sögn blaðamannanefndarinnar
voru þær einhuga og komu ekki
fram ádeilur, nema ef vera
skyldi gegn því að Stéttarsam-
bandið kallaði ekki saman fund,
áður en hún tilkynnti innvigtim-
argjaldið. Ekki mætti kalla þetta
reiðiöldu bænda og að fundur
þessi væri einungis stéttarlegur
og ópólitískur og til stuðnings
Stéttarsambandinu og Fram-
leiðsluráði.
Þráspurðir um það, hví bænd-
ur hefðu ekki fremur krafizt
aukafundar Stéttarsambandsins,
sögðu þrímenningarnir áð til-
kynning Framleiðsluráðs hefði
vakið svo snögg viðbrögð
bænda að þau krefðust
funda þegar í stað, en
vantað hefði skýringar Fram-
leiðsluráðs með tilkynningunni.
Þá hefði það komið fram á Sel-
fossfundinum að formaður sam-
takanna, Gunnar Guðbjartsson,
hefði mælt gegn slíkum fundi.
Hefði því ekki þótt ráðlegt að
fara þá leið.
Enn, spurðir um hvort þetta
væri ekki vantraust á Stéttarsam
band bænda, mótmæltu þeir og
sögðu þetta stuðning við samtök-
in og í þeim anda væri hinni ný-
kjörnw nefnd 6 manna ætlað að
vinna.
— 6. vika
Framh. af bls. 1
þingmanns i Bandaríkjunum, og
reyna að nota sömu kommúnista-
grýluna og hann. Taldi Gollan að
það værj ekki fyrir aðgerðir
kommúnista, sem samningar
hefðu dregizt á langinn, heldur
vegna þess óheillasambands er
ríkir milli forsætisráðherrans,
ríkisstjórnarinnar .útgerðar-
manna og blaðanna.
Fór á hliðina
HARÐUR árekstur varff um
hádegisbiliff í gær á gatnamót-
um Háaleitisbrautar og Miklu-
brautar.
Jeppa var ekið norður Háaleit
isbraut og inn á Miklubraut og
lenti á hlið fólksbifreiðar, sem
ekið var austur Miklubraut.
Lenti hún á umferðareyju við
höggið og fór þar á hliðina.
Lítilsháttar eldur kom upp í
bifreiðinni, en slökkviliðið réði
niðurlögum hans.
Aðeins ökumennirnir voru í
bílunum og meiddust þeir lít-
ið sem ekkert.
Jeppinn og fólksbifreiðin
skemmdust mikið, sérstaklega
fólksbifreiðin.
— Ovæntar
Framhald af bls. 1
„Við erum vinir“ sagði Maurer.
sem þarna var á tali við frétta-
menn á flugvellinum í Craiova,
þár sem hann beið komu Chou
En-lais, forsætisráðherra Kína,
og bætti við: „Þið blaðamenn-
irhir eruð alltaf að búa til æsi-
fregnir og við stjómmálamenn-
irnir gerum allt sem við getum
til þess að forðast þær“.
Chou En-lai ,sem nú er í opin-
berri heimsókn í Rúmeníu, kom
til Craiova í dag eftir óvæntar
viðræður við Nicolae Ceausescu,
formann kommúnistaflokksins,
og fleiri leiðtoga á sunnudag í
Eforie við Svartahaf. Aðspurð-
ur um viðræðurnar gaf Maurer
loðin svör en sagði er spurt var
hvort hann væri ánægður með
árangur þann sem náðst hefði:
„Ég er alltaf ánægður, ég er mað
ur bjaitsýnn að eðlisfari".
Maurer staðfesti að Albaniu,
bandamönnum Kína í deilunni
við Sovétríkin, yrði boðið á fund
leiðtoga kommúnistaflokka í
Búkarest 5. júlí n.k. og bætti því
við, að hann vonaði að boðið
yrði þegið, en sagði ekki hvort
öðrum löndum yrði boðið að
senda áheyrnarfulltrúa.
Vel var tekið á móti Chou
En-lai og fylgdarliði hans í Crai-
ova og sóttu þeir m.a. heim véla
verksmiðju. Þar flutti ræðu einn
úr sendinefnd Chous Ciao-i-min,
fyrstu opinberu ræðuna, sem
flutt hefur verið í förinni og
hrósáði Rúmeníu fyrir sjálfstæði
í skoðunum og oháða afstöðu
gagnvart Sovétríkjunum og gaf
í skyn að fleiri mættu fylgja
því fordæmi, en kom ekki með
neinar beinar árásir á Sovét-
ríkin.
Chou En-Iai fer aftur til Búka
rest á þriðjudag til nýrra við-
ræðna við Ceausescu og aðra
ráðamenn. Viðræður þeirra við
Svartahaf á sunnudag voru al-
gerlega utan dagskrár og hefur
engin skýring verið gefin á þeim.
Frá Rúmeníu fer kínverski for-
sætisráðherrann 24. júní n.k. og
þá til Albaníu að því er talið er.
— /jb róttir
Framhald af bls. 30
biðjast hælis í Svíþjóð sem
jjólitískir flóttamenn. „Polonia
Bytom“ er bezta knattspyrnulið
Póllands og er í hópi beztu liða
í Evrópu.
FYRIR nokkru er komið út
nýtt hefti að tímaritinu Eim-
reiðinni, 1. hefti 72. árgangs.
Efni heftisins er fjölbreytt.
Eimreiðin hefst áð þessu sinni
á kvæðinu Eufori eftir sænska
skáldið Gunnar Ekelöf, sem fékk
bókmenntaverðlaun Norðurlanda
ráðs í janúar síðastliðnum, í ís-
lenzkri þýðingu Jóhannesar úr
Kötlum.
Þá er athyglisverð og ýtarleg
grein eftir ungan, danskan
menntamann, Jþrgen Wiehe,
„Handritadeilan séð frá dönskum
sjónarhóli“, ljóð eftir Helgu Þ.
Smára, „Golan og blómin", rit-
gerðin „Eksistentíalisminn eða
tilvistarstefnan“ eftir séra Pál
Þorleifsson á Skinnastað og
kvæðið Á Jónsmessunótt eftir
Þórarin frá Steintúni.
Hrákaskirn nefnist saga eftir
Sigurjón Jónsson. Þá er birt
þingræða eftir Gils Guðmunds-
son, Listamannalaun og listasjóð-
ur, og Minningar um Guðmund
dúllara eftir séra Jón Skagan.
Greinin „Smávegis um rím og
sanngirni" eftir Þorstein Stefáns-
son, rithöfund, er þýdd úr danska
blaðinu BT. Kvæðið Vitrun eftir
Bertel Gripenberg er í þýðingu
Sigurðar Kristins Draumlands.
„Frá Lýðháskólanum í Askov“
nefnist skemmtileg endurminn-
ingagrein og hugleiðingar eftir
Selmu Lagerlöf, sem Einar Guð-
mundsson hefur þýtt.
Tóö Ijóð eru eftir Ingólf Krist-
jánsson, rithöfund, „Björt var sú
stund . . . “ og „Árdegi og kvöld“.
Guðríðar þáttur Þorbjarnar-
dóttur er eftir Jochum M. Egg-
ertsson (Skugga), og mun hann
vera eitt hið síðasta, sem hann
skrifaði. Kvæðið Eiríksjökull er
eftir Pétur Ásmundsson, og grein
um skáldskap, í mesta meinleysi,
eftir Sigurð Jónsson frá Brún.
Lerkhúspistill er eftir Loft
Guðmundsson, og minnzt er 150
ára afmælis Hins íslenzka bók-
menntafélags. Að lokum er Rit-
— Vietnam
Framh. af bls. 1
hernum tóku í dag sjúkrahúsið
í Hue þar sem Tri Quang liggur.
Segja talsmenn ríkisstjórnar-
innar að með þessu vilji þeir
rjúfa tengsli leiðtogans við upp-
reisnaröflin i borginni. Fylgir
það fréttinni að Quang hafi létzt
um 11 kíló frá því hann hóf föst-
una fyrir 12 dögum. Hann hefur
ekki neitt matar allan þennan
tíma, en síðustu dagana fengið
te öðru hvoru.
Ríkisstjóm Kys hershöfðingja
hefur tilkynnt að efnt verði til
kosninga í Suður-Vietnam hinn
11. september n.k. Verða þá
kjörnir 108 þingmenn, og verk-
efni þeirra verður að undirbúa
nýja stjórnarskrá. Af því verk-
efni loknu verður þingið leyst
frá störfum og efnt til nýrra
kosninga samkvæmt stjórnar-
skránni einhverntíma á næsta
ári. Á meðan er til þess ætlazt
að herforingjastjómin fari með
völd i landinu.
sjá, bókmenntagagnrýni eftir
ýmsa.
Þetta hefti er sex lesmálsarkir,
prentað á vandaðan pappír og
prýtt fjölda mynda.
Ritstjóri Eimreiðarinnar er
Ingólfur Kristjánsson, rithöfund-
ur. —
— De Gaulle
Framh. af bls. 1
mála í heiminum frá því de
Gaulle heimsótti Sovétríkin sið-
ast, en það var árið 1944. Og með
tiiliti til þessara breytinga yrði
sífellt ljósara hve mjög skoíðanir
Sovétríkjanna og Frakklands
hefðu samrýmst.
De Gaulle svaraði og sagði að
heimsókn sín gæfi mjög gott
tækifæri til að skiptast á skoð-
unum. Kvaðst hann vona að
Sovétríkin og Frakkland gætu
orðið ásátt um aðgerðir til að
stuðla að einingu og öryggi Evr-
ópu, og að jafnvægi, framförum
og friði í heiminum .Það vakti.
mikla ánægju á flugvellinum
þegar de Gaulle lauk máli sínu
með því áð tala rússnesku. Sagði
forsetinn á mjög góðri rússnesku:
Sem tákn frönsku þjóðarinnar
hylli ég hina merku þjóð Sovét-
ríkjanna. Lengi lifi Rússland.
Um 15 kílómetra leið er frá
flugvellinum inn til höfuðborg-
arinnar, og var hún öll fánum
skreytt. Talsverður mannfjöldi
hafði safnazt þar saman til að
fagna komu franska forsetans,
sem er fyrstur þjóðhöfðingja
vestrænu stórveldanna þriggja
til að heimsækja Sovétríkin sið-
an byltingin var gerð þar 1917.
Eftir komuna til Moskvu
ræddi de Gaulle stuttlega við
sovézku leiðtogana. En aðalvRS-
ræðurnar hefjast ekki fyrr en á
morgun; þriðjudag. Ekki er vitað
hvað ber helzt á góma í þeim við
ræðum, en talið sennilegast að
það verði Þýzkalandsmálin og ör-
yggi Evrópu. De Gaulle heldur
heimleiðis hinn 1. júlí.
í kvöldverðarveizlu, sem hald-
in var í Kreml í kvöld, fluttu
þeir Podgorny og de Gaulle báð-
ir ávörp. Sagði Podgorny að ekki
væri fráleitt að álíta að leiðtog-
arnir gætu komizt að samkomu-
lagi áð því er varðaði Víetnam
og öryggi Evrópu. Utanríkisstefna
Frakka og Rússa ætti það margt
sameiginlegt að þar ætti að vera
unnt að finna grundvöll til samn-
inga. Sérstaklega á þetta við,
sagði Podgorny, um ástandið í
Evrópu, sem heimsfriðurinn bygg
ist að verulegu leyti á. En einnig
um þau landsvæði þar sem
styrjaldareldar brenna í dag.
De Gaulle sagðist vera reiðu-
búinn til að hefja nýjar aðgerðir
til að draga úr spennu í heimin-
um, og til að bæta skilning og
samvinnu við kommúnistaríkin í
Austur-Evrópu. Sagði hann að
Evrópuríkin gætu gegnt mikil-
vægu hlutverki varðandi friðinn
í heiminum, en frumsktlyrði
væri að skapa einingu í Evrópu
í stað þeirrar sundrungar, sem
nú ríkir. En þar til það tækist
leit hann svo á að Sovétríkin og
Frakkland yrðu að vinna saman
að þessum málum.