Morgunblaðið - 22.06.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.06.1966, Qupperneq 2
MOPCUNBLAÐIÐ MiSvikudagur 22. júní 1968 ' Synodus hófst i gær: íærri en stærri prestaköfl og pröfastsdæmi — Álit stjórnskipaðrar nefndar lagt fram FRESTASTEFNA íslands hófst imeð guðsþjónustu í Dómkirkj- unni í gærmorgun. Séra Þor- íiergur Kristjánsson í Bolungar- •vík prdikaði, en fyrir altari Jijónuðu séra Birgir Snæbjörns- son frá Akureyri og Magnús Guð jónsson frá Eyrarbakka. Eftir guðsþjónustuna gengu hempu- Jclæddir prestar í kirkjugarð- Snn og lögðu blómsveig á leiði <dr. Jóns Helgason biskups, en aldarafmælis hans var minnzt í gær. Ki. 2 I gær flutti svo biskup jslands herra Sigurbjörn Einars- son yfirlitskýrslu sina um hag ®g störf þjóðkirkjunnar á syno- dusárinu. Minntist biskup þeirra presta er látizt höfðu á árinu, þeirra Jakobs Kristinssonar fyrrv. fræðslumálastjóra, dr. theol Bjarna Jónssonar vígslu- biskups og séra Sveinbjörns Högnasonar prófasts. Biskup gat þess að lausn frá embætti hefðu fengið séra Sig- nrður Stefánsson vígslubiskup, séra Erlendur Sigmundsson prófastur, séra Sigurður Óskar Lárusson, séra Páll Pálsson og séra Oddur Thorarensen. Á ár- inu hefðu tekið prestvígslu þeir séra Sigfús Jón Árnason í Miklabæ, séra Bragi Benedikts- son á Eskifirði, og séra Heimir Steinsson á Seyðisfirði, en hann hafði verið sá eini er lauk kandi datsprófi í guðfræði á árinu. Þá gat biskup þess, að á árinu hefði fyrsta safnaðarsystirin verið vígð til starfa, Unnur Halldórsdóttir, er starfaði nú að hálfu hjá Hall- grímssöfnuði, og að. hálfu hjá Æskulýðsstarfi kirkjunnar. Kvaðst biskup fagna mjög þess- ari nýbreytni í lífi kirkjunnar. Biskup gat síðan um þær breytingar er á höfðu orðið um skipun presta og sagði þær vera, að séra Bjarni Cuðjónsson hefði nú verið skipaður sóknarprestur í Valþjófsstaðeprestakalli, en hefði verið settur þar áður; Séra Óskar H. Fir.ubogason hefði verið skipaður prestur í Staf- holtsprestakalli i Mýraprófasts- dæmi, en hefði áður verið skip- aður prestur í Staðarhólspresta- kalli. Séra Bernharður Guð- mundsson, áður settur prestur í Ögurþingum. hefði verið skip- aður í Stóranúpsprestakalli; Séra Ingimar Ingimarsson, áður prestur að Sauðanesi, hefði ver- ið skipaður sóknarprestur í Vík- urprestakalli; Séra Jón Kr. ís- feld hefði verið skipaður sókn- arprestur í Æsustaðaprestakalli, en hefði áður verið settur prest- ur þar; Séra Hjalti Guðmunds- son, áður Æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar, hefði verið skipaður sóknarprestur í Stykkishólms- prestakalli; Séra Bragi Friðriks- son, áður prestur íslendinga á Keflavíkurflugvelli hefði verið skipaður prestur í Garðapresta- kalli; Séra Marinó Kristinsson hefði verið settur prestur í Sauða Myndin er tekin, er Dátar lé ku fyrir dansi 17. júní í Aðal- stræti. Fremst á myndinni er trommuleikarinn Stefán Jó- hannsson, þá kemur Jón Fétu r og Hilmar Kristjánsson. Rún- ar Gunnarsson sést ekki á m yndinni. Sigurbjörn Einarsson, biskup. nesprestakalli, en hefði áður verið sóknarprestur í Vallanesi og séra Jón Bjarman, áður prestur í Laufási, hefði nú verið ráðinn æskulýðsfulltrúi. Biskup gat þess, að farið hefðu fram prestkosningar í 5 presta- köllum, Hofi, Möðruvallá- Framhald á bls. 16. Virtust vera fyrir innan 9linu4 Látrum, 21. júní. SAUÐB'DRÐI er nú lokið hér og hefúr gengið vel. Klaki er enn í jörðu og því gróðurlaust til f jalla, en einhver gróður er kom- inn í byggð. 1 dag er veður með fegursta móti, sólskin en norðan- bræla. í gær brá ég mér að Bjargi til að gæta að kindum og sá ég ekki betur en iþar suður af fjall- inu væru tveir bátar að veiðum í landhelgi. Var annar þeirra islenzkur smábátur en hinn skut- togari. Hrognkelsaveiðar standa enn yfir að Gjögrum, en þar er að veiðum tveggja manna bátur, Gullskór og hefur hann fiskað mjög vel, alls 30 tunnur. — Þórður. Dátar í hringferð um landið HLJÓMSVEITIN Dátar frá Reykjavík, sem nýtur nú mik- illa vinsælda hérlendis, sérstak- lega eftir að þeir hittu vinsælda- Iistann með fjögurra laga plötu bér á dögunum, eru nú að leggja < upp í hljómleikaför hringinn í kringum landið. Verður fyrsti dansleikur pilt- anna haldinn á Akureyri í kvöld, en síðan halda þeir á Austfirði ,og skemmta þar í fjögur kvöld. Þeir munu síðan verða um vikut.iina á Norður- landi, og hljómleikaförinni lýk- ur með nokkrum dansleikjum á Vesturlandi. Munu þeir því verða um 3 vikur í þessari íerð, og leika á hveriu einasta kvöldi að tveimur undanteknum. Er þess að vænta að hljómleika- ferð þessarar umtöluðu hljóm- sveitar geti orðið hin ágætasta upplyfting fyrir folkið í dreif- býlinu. Það vill þannig til að hljóm- sveitin á um þessar mundir árs- afmæli, og eins og áður segir hafa þeir náð miklum vinsæld- um í Reykjavík, sérstaklega meðal unga fólksins, enda laga- val hljómsveitarinnar mest snið- ið fyrir það. Samt leitast þeir við að leika lög við allra hæfi. Eitt lag þeirra af fjögurra laga plöt- unni, sem áður uxn getur. Leyndarmál var t. d. í efsta sæti vinsældarlistans í óskalagaþátt- um hér í nokkrar vikur, og það sem fremur sjaldgæft er um lög af þessu tagi — lagið náði lika talsverðum vinsældum meðal eldra fólksins. Mun plata þessi nú algjörlega á þrotum. Myndirnar hér voru teknar, er Dátar léku í Aðalstræti núna á 17. júní sl., og var þar margt um manninn. Og við það tækx- færi gerðust aðdáendur hljóm- sveitarinnar talsvert ágengir við þá félaga í Dátum, og þurftx heila sex fíleflda lögregiuþjóna til þess að halda unglingunum í hæfilegri fjariægð. Landbúnaðarþættir Sultarpólitík gerð útlæg UM þessar mundír eru landbúnaðarmál mjög of- arlega á baugi, og ber þar til fundi bænda víða um land út af svonefndu inn- vigtunargjaldi, sem Fram- leiðsluráð hefur sett á mjólk. Eðlilegast hefði ver- ið að bændur hefðu rætt þetta mál á aukafundi Stéttarsambands síns, en önnur leið hefur verið val- in. Morgunblaðinu þykir hlýða að ræða landbúnaðar mál almennt í þessu sam- bandi. íslenzkur landbúnaður hef- ur lengi búið við misjafna að- stöðu. Tekjur bænda hafa oft verið miklu lægri en annarra stétta. Framsóknarmenn hafa lengst allra farið með landbúnaðar- mál frá því farið var að fjalla um þau stjórnarfarslega. Sem betur fer hefur stjórn þeirra þó ekki verið óslitin, heldur hafa Sjálfstæ'ðismenn öðru hverju farið með þau mál í ríkisstjórnum. Eftir 8 ára stjórn Fram- sóknarmanna á landbúnaðar- málum 1934—1942 var hagur bænda miklu verri en ann- arra þegna þjóðfélagsins. Þá varð það bændum til happs að Ólafur Thors varð land- búnaðarráðherra sumarið 1942. Hann skipaði Ingólf Jónsson, núverandi ráðherra, til að vera formann kjötverð- lagsnefndar. Til þess að bjarga bændastéttinni hækkaði nefnd in kjötið um 100% haustið 1942. Vegna þessarar hækk- unar á kjötinu vafð mjólkur- verðlagsnefnd nokkru seinna að hækka verð á mjólk til samræmis við kjötverðið. Við þetta varð hagur bænda sæmi legur og nutu þeir þess næstu árin og varð ekki kreppu- ástand eins og stofnað hafði verið til. Skal nú farið fljótt yfir sögu eða þar til árið 1956 að vinstri stjórnin var stofnuð, en þar fóru Framsóknar- menn með landbúnaðarmál, en áhrifa Sjálfstæ'ðismanna gætti ekki. Kom það hart nið- ur á bændastéttinni. Á árinu 1957 urðu miklar kauphækkanir og verðlags- hækkanir á rekstrarvörum landbúnaðarins. Samt sem áð- ur varð afurðaverð aðeins hækkað um 1,88% haustið 1957. Þá skekktist verðlags- grundvöllur landbúnaðarins, bændum í óhag, um allt að 15%. En bændur áttu að taka meira á sig vegna ráðleysis vinstri stjórnarinnar, en bagg- ann frá haustinu 1957. Á verð- lagsárinu 1. sept. 1957—58 urðu enn meiri hækkanir en ári'ð áður. Þá var verð búvöru aðeins ákveðið einu sinni á ári, þ. e. 1. sept. Bændur fengu því engar hækkanir, þótt á árinu hækkaði kaupgjald og rekstr- arvörur meira en dæmi voru áður til. Hækkunin á búvör- unum haustið 1958 varð miklu minni heldur en vera átti, ef fullt tillit hefði verið tekið til rekstrarhækkana. Þá voru sama og engar útilutningsupp bætur greiddar. Bændur fluttu út osta, þá eins og nú fyrir lítið verð, en urðu sjálf- ir að taka á sig hallann. Var reiknað út að vöntun á mjólkurverð á því ári hefði numi’ð allt að 12%, þegar tek- ið var tillit til þess hvað vant- aði á verðlagninguna um haustið og að bændur urðu að bíða heilt ár eftir hækkun. En þá var ekki kallað til bændafundar um þessi mál, enda þýðingarlaust fyrir þá að tala við stjórnarvöldin á þeim tíma. Þarna var stefna Framsókn- arflokksins skýrt mörkuð í landbúnaðarmálum. Afleiðing in lét heldur ekki á sér standa. Nokkru seinna varð að flytja inn 100 tonn af dönsku smjöri, þar sem íslenzkir bændur sáu sér ekki hag í að framlei'ða mjólk. Það er því satt, sem sagt var í Tímanum fyrir skömmu, að ef fylgt hefði verið stefnu Framsóknarflokksins í land- búnaðarmálum síðustu árin, væri í dag ekki um neitt vandamál að ræða vegna of- framleiðslu. Sultarpólitíkin hefði setið að völdum. í GÆR var hlýtt á Norður- löndum og víðast bjart og stillt veður. Hægviðri var og á Bretlandseyjum, Þýzka- landi og Frakklandi, en held ur svalara og skúraveður. Hér á landi var vindur austlægari, en undanfarna daga. Þokuloft var á A-landi og fyrir öllu N-landi, en yfir- leitt þurrt veður vestanlands og í innsveitum nyrðra. Helzt eru horfur á að næstu daga verði vindátt hérlendis milti A og NA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.