Morgunblaðið - 22.06.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1966, Blaðsíða 16
MORCUNBLAÐIÐ 16 Mi^yikudagur 22. júní 1966 Rússar kaupa hveiti í Kanada ffyrir 800 millj. $ Ottawa, 21. júní — AP SOVÉTRÍKIN hafa óskað eftir að kaupa hveiti frá Kanada fyr- ir 800 milljónir doilara á næstu 3 árum. Er þetta stærsta hveiti- sala sem um getur í sögunni, og þriðja meiri háttar hveitisaíá Kanada til Sovétríkjanna síðan hinn mikli hveitiuppskerubrest- ur varð í Sovétrikjunum árið 1963. John J. Greene, iandbúnaðar- ráðherra Kanada, lýsti í Ottawa í dag yfir ánægju sinni yfir þess ari stóru pöntun, en viðurkenndi að það yrði þjóðarvandamál að flytja allt þetta magn (336 milljón sekkir. Hver sekkur veg ur 30 kg.) til hafnarborga í HARÐIR bardagar geisuðu í nótt og í morgun milli Bandaríkja- manna og skæruliða Viet Cong í frumskógarhálendinu skammt frá Phu Yen og misstu skæru- liðar að sögn 70 menn, en mann- fall í liði Bandaríkjamanna er sagt litið. Nokkrir bardagar voru einnig á hálendinu 270 km NA frá Saigon. Bandariskar sprengjuflugvélar gerðu harðar árásir á stöðvar skæruliða skammt frá Danang. — Misstu Bandarikjamenn eina flugvél í þessum aðgerðum. Tric Tri Quang, leiðtogi Búdda trúarmanna í mótmæla aðgerð- unurn gegn stjórn Kys hershöfð- ingja, var í dag fluttur með her- flugvél frá Hue til Saigon, og lagður þar inn í sjúkrahús. — Quang hefur nú verið í hungur- verkfalli í 13 daga, en hann hafði ihótað að svelta sig til bana ef Ky léti ekki af völdum. Öflugur hervörður er um sjúkrahúsið þar sem hann liggur, og er frétta- menn reyndu að ná tali af hon- um var þeim sagt að Quang gæti ekki talað við þá, þar eð hann væri aðframkominn af þreytu. Þrátt fyrir þetta var nokkrum háttsettum Búddamunkum leyft áð heimsækja hann. Bandarikjamenn opnuðu í gær á nýjan leik sendiráð sitt í Hue, en þar hefur ekkert sendiráð verið siðan Búddamunkar ger- eyðilögðu sendiráðsbygginguna snemma í þessum mánuði. Waiston lávarður, aðstoðar- utanrikisráðherra Bretlands, iauk í dag 4 daga heimsókn til Suður- Víetnam, þar sem hann ræddi m.a. við bandaríska og suður- víetnamska leiðtoga. Sagði Walston á fundi með fréttamönnum í dag, áð hann sæi fyrir endann á stríðinu í Víetnam á næstu 12 mánuðum. Hann sagði að frá hernaðarlegu sjónarmiði vegnaði bandamönn- um mjög vel í baráttunni gegn kom-múnistum, og að það væri auðséð á aðgerðum bandamanna að enginn möguleiki væri fyrir kommúnista að fara með sigur af hólmi í þessari styrjöld, og hefði stjórnin í N-Víetnam nú gert sér grein fyrir þessu. Hann sagði ennfremur, að eng- inn möguleiki væri á a’ð Bretar sendu herlið til aðstoðar banda- mönnum, og værr ein af ástæð- unum sú, að Bretar væru ásamt Sovétmönnum formenn á Genfar ráðstefnunni um Víetnam. Fréttastofan „Nýja Kína“ í Peking sagði í dag að flugvélar N-Víetnamhers hefðu skotið nið,- ur 2 bandarískar sprengjúþotur í gær, og að skæruliðar hefðu ennfremur skotið niður 5 aðrar þotur yfir N-Víetnam og náð nokkrurri bandarískum flugmönn um á sitt vald. Herstjórn Bandaríkjanna í Sai- gon skýrði frá því í dag, að Bandaríkjamenn hefðu nú misst 265 flugvélar yfir Víetnam, síð- Kanada og skipa því út á til- settum tíma, en afgreiða á % af þessu magni fyrir 1. ágúst 1967. Skipaflutningar frá Kanada eru nú á eftir áætlun sökum hafnarverkfalla sem þar ríktu, og skorts á flutningabílum, og nú vofir yfir jarnbrautarverk- fall um gervallt lan<jið. Ekki var gefið upp verðið, sem Rússar greiða fyrir hveiti- lestina, en markaðsverð á fyrsta flokks hveiti hefur hækkað upp í rúma 2 dali pr. sekk. Hefur kanadíska hveitisambandið stöð- ugt hækkað verðið á undanförn um mánuðum, þrátt fyrir and- stöðu Bandaríkjamanna. an loftárásir hófust aftur í febrú- ar sl. — T arsis Framhald af bls. 28. þann hátt, er hún gerðl, — en hægt væri að velta fyrir sér hver væri iíklegust ástæða. Rahr sagði, að Tarsis hefði ver- ið kominn í óvenjulega aðstöðu i Moskvu. Af hálfu opinberra yfirvaida hafði hann verið yfir- lýstur geðveikur og nú hélt hann uppi opinskárri gagnrýni á stjórnarvöldin. Ungir listamenn og rithöfund- ar, um það bil tvö hundruð tals- ins, heimsóttu hann tíðum, er- lendir fréttamenn í Moskvu heimsóttu hann og hlustuðu á frásagnir hans af hæiisvistinni og reynslu af sovézkum yfirvöld- um. Menn þessir skrifuðu til biaða sinna, sumir tóku afstöðu með Tarsis, aðrir á móti — en allir voru á einu máli um, að hann væri ekki geðsjúklingur. Svo hlaut að fara, að Sovétstjórn- inni þætti nóg komi'ð af svo góðu og var þá um ýmsa mögu- leika að ræða. Hinn fyrsti var að setja hann í fangelsi. En það var ekki svo gott, því að sam- kvæmt sovézkum lögum er ekk- ert hægt að gera við geðsjúkiing, jafnvel þótt hann fremji morð, nema úrskurða hann til árs læknismeðferðar. Annar mögu- leikinn var að senda hann aftur á geðveikrahæli. Það var heldur ekki svo gott, þar sem fyrir lá vitnisburður fréttamanna og fjöldi vestrænna rithöfunda og kunnra manna hafði skrifa'ð und- ir áskorun til yfirvaldanna um að leyfa Tarsis að fara úr landi. Meðal þessara manna voru Bert- rand Russel lávarður og banda- ríski rithöfundurinn Arthur Mill er, sem Sovétstjórnin leit á sem vini Sovétríkjanna, er oftar gagn rýndu einræðisstjórnir á Spáni og Portúgal en Sovétstjórnina. Þriðji möguleikinn var því að losna við hann úr landi, í þeirri von, að hann gleymdist fljótlega, enda þótt hann yrði hávær í gagnrýni sinni til að byrja með. Þegar kom að máli Sinyav- sky og Daniel sagði Ra.hr, að sennilega hafi þolinmæði Sovét- stjórnarinnar verið þrotin og því hafi þeir verið fangelsaðir — Sovétstjórnin hafi bugsað sem svo, að í lagi væri að vera harð- hent með annarri hendinni úr því hún sýndist mjúkhent með hinni. „Þetta þarf ekki að vera rétt skýring, sagði Rahr að lokum“, en gæti verið það.‘ Aðeins Sov- étstjórnin veit svarið. Meðal spuminga, sem lagðar voru fyrir Tarsis var þessi: Með hverjum hætti voruð þér yfirlýstur geðveikur, var það gert af dómara eða opinber- um aðila? Tarsis hló við þess- ari spurningu og kvað engan dómara hafa komið þar næi n: „Eftir því sem ég bezt veit var Krúsjeff í Berlín, er hann las söguna mína „Biáa flaskan". Þegar hann hafði lokið henni sagði hann æfareiður við tengda son sinn Adsjubei. „Þessi biilv- aður Tarsis skal á geðveikra hæli og það strax“. Ég vissi ekkert hvað til stóð þega.r lög- regluþjónn hringdi hjá mér einn daginn og sagði, að lögreglu- stjórinn vildi hitta mig að máii. Var ég beðinn um að ganga út í lögregluibifreið — og klukku- stundu síðar var ég kominn á geðveikrahæil Þetta var nú alit og sumt. Tarsis var einnig að því spurð- ur, hvernig á því stæði, að 90% kjósenda í Sovétríkjunum greiddu stjórninni þar atkvæði í kosningum, úr því andstaðan gegn henni væri svo almenn, sem hann vildi vera láta. Þá hló Tarsis enn 'hærra Og sagði. „Þið vitið þó, að kosning- arnar í Sovétríkjunum, eru bara grín, barnagaman — krakkarnir taka atkvæðaseðlana og fleygja þeim í kjörkassana. Þess eru dæmi, að fram’bjóðendur fái ekki nema 5% atkvæða, en síðan er sagf að þeir hafi fengið 96—97%. Eitt sinn var ég í kjörstjórn. Þegar atkvæðagreiðslunni lauk settumst við að áti og drykkju — þömbuðum vodka, síðan sögð- um við sem svo: „Ja, hvað eig- um við að láta Það heita, til dæmis 97,37% — svo drukkum við meira vodka. Þár með búið. Tarsis var að því spurður, hvort fyrir hendi væri í Sovét- rikjunum eitthvað afi, sem væri hægt að beita gegn stjórnarvöld- unum með von um sigur. Því svaraði hann, að ekkert skipu- lagt afl væri fyrir hendi utan andúð fólksins og sívaxandi hat- ur. Fyrr eða síðar kæmi að því, að óánægjan yrði svo megn og víðtæk, að fólkið tæki til sinna ráða. Aðspurður kvaðst Tarsis sann færður um, að herinn mundi taka afstöðu með fólkinu ef til bylt- ingar kæmi. Hann sagði, að í Ungverjalandsbyltingunni hefði mikill hluti hersins verið hlið- hollur uppreisnarmönnum og iengi neitað að berjast gegn iþeim. Tarsis var spurður, hvort almenningur í Sovétríkjunum hefði góða hugmynd um lífið á Vesturlöndum og teldi það tii eftirbreytni. Því svaraði hann játandi, fólkið vissi að á Vestur löndum ríkti frelsi og lífskjör ■þar væru betri. Það fylgdist af áihuga með öllum fregnum að vestan og drykki í sig vestrænar bókmenntir, bæði þær, sem væru gefnar út opinberlega og Jeynilega. Lífskjör í Sovétríkjunum sagði Tarsis hafa versnað frá því fyrir þrjátiu árum. Hann var spurður hvort kommúnisminn hefði ein- hverntíma verið til hagsbóta og jhvenær hefði snúizt til hins verra — og svaraði, að vissulega hefðu Rússar gert sér miklar von ir uih kommúnismann í upphafi. 85% rússnesku þjóðarinnar hefðu verið jarðeignalausir bændur, lifskjör þeirra hefðu verið bág og þeir hefðu treyst því, að Lenín mundi skipta upp jörðunum milli þeirra. Þess í stað hefði þeim verið hrúgað saman í samyrkju- bú — þó þannig, að þeir hefðu dálítinn landskika fyrir sig. En nú væri svo komið, að samyrkju búin væru aðeins 5% af sovézk- um búum, ríkisbúin hefðu tekið við og landskikarnir væru að engu orðnir. Loks var Tarsis að því spurð- ur, hvort Rússar hefðu fengið sannar fregnir af uppreisninni í Berlín 1953 og Ungverjalandi 1956 og var fljótur að svara því, að þeir hefðu verið mataðir á eintómum lygum um þá atburði. Þegar spurningum hafði verið svarað ávarpaði Aðalsteinn Guð- jónssen, formaður Stúdentafé- lags Reykjavíkur, fyrirlesarann, þakkaði honum og óskaði hon- um heilia í baráttunni gegn einræðisöflum, hverju nafni sem þau nefndust og hvar sem þau væru. Bað hann vistadda að taka undir þá ósk með því að standa á fætur og með lófa- taki. Var tekið undir það kröft- uglega — utan einstöku menn, sem sýnilega voru ekki sammála m. a. Einar Bragi rithöfundur og Jón Baldvin Hannibalsson, hagfræðingur. — Synódus Framhald af bls. 2 klausturs, Hofi í Vopnafirði, Bíldudal, Laufási og Miklabæj- ar, en veitingu í embætti væri ekki lokið enn. Óveitt væru nú eftirtalin prestaköll: Staðar- hraun, Breiðabólstaður á Skóg- arströnd, Flatey, Brjánslækur, Sauðlauksdalur, Hrafnseyri, Núp ur í Dýrafirði, Ögurþing, Árnes, Breiðabólstaður í Vesturhópi, Hofsós, Grímsey, Kirkjubær í Hróarstungu, Vallanes og Hof í Öræfum. Fjórir sóknarprestar voru skipaðir prófastar á árinu. Voru það séra Benjamín Kristinsson í Eyjafjarðarprófastsdæmi, séra Sigurður Pálssc.n í Árnesprófasts dæmi, séra Stefán Eggertsson í V-ísafjarðarprófasdæmi og séra Sigmar Thorfason í N-Múla prófastsdæmi. Ræðu sinni lauk biskup með bæninni „Gef að blómgist Guð þín kirkju, Guð oss alla leið og styð.“ Kl. 4 í gær hófst svo fundur í hátíðasal Hóskólans og var þar tekið fyrir aðalmál presta- stefnunnar, frumvarp nefndar, sem skipuð var til að gera til- lögur um endurskoðun á presta- köllum og skipulagningu þeirra. Fluttu framsöguerindi þeir Ing- óifur Ástmarsson bikupsritari og séra Sigurður Haukdal sóknar- jirestur að Bergþórshvoli. Nefnd þessi var skipuð 23. april 1965 af kirkjumálaráö- herra og áttu sæti í henni þeir Ásgeir Pétursson sýslumaður, sem jafnframt var skipaður for- maður hennar, séra Sigurður Einarsson prestur í Holti, PáU V. G. Kolka læknir, séra Ingólf- ur Ástmarsson biskupsritari og Ólafur Björnsson fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Lauk nefndin störfum sínum í marz s.l. og skilaði þá áliti og frum- varpi til laga til dóms- og kirkjumálaróðuneytisins. f frumvarpi nefndarinnar og tillögum kemur fram, að stefnt skuli að því að presturinn skuli hafa fullt starf, eftir því sem að- stæður leyfa. Leggur nefndin til að mörg prestaköll verði stækk- uð til muna, en telur jafnframt að sum hinna fyrirhuguðu presta kalla séu svo eifið, að vonlaust megi teljast að í þau fáist prest- ar, nema staðaruppbót komi til leggur nefndin til að í því efni verði farin leið, sem þegar á sér hliðstæðu í setningu laga um læknaskipan. Nefndin var sammála um það að leggja til, að bætt verði úr þörfinni á sérmenntuðum prest- um í ýmsum greinum kirkju- legs starfs og félagsmála. Telur hún að einkum þurfi úr að bæta á sviðum æskulýðsstarfs, þjón- ustu við sjómenn, og sjúkrahús- starfs, og leggur m. a. til að lög- fest verði staða sjúkrahúsprests í Reykjavík. í frumvarpinu er lagt til að prófastsdæmum veri fækkað í 13, en þau eru nú 21. Telur nefndin það eðlilega breytingu miðað við breyttar samgöngur og mikla fólksflutninga úr sveit- um í þéttbýli. Gerir nefndin það að tillögu sinni að prófastsdæm- in verði þessi: Múlaprófasts- dæmi, Austf jarðaprófasdæmi, Suðurlandsprófastsdæmi, Skál- holtsprófastsdæmi, Kjalarness- prófastsdæmi, Breiðafjarðar- prófastsdæmi, Vestfjarðapróf- astsdæmi, Húnavatnsprófasts- dæmi, Hólapróíastsdæmi, Eyja- fjarðarprófasdæmi og Þingeyjar- prófastsdæmi. Varðandi tölu prestakalla, sem nú eru 120, þar af 6 með tveirn prestum, leggur nefndin til að embætti sóknarpresta verði 105, en tala prestakalla 98. Þess ber þó að geta, að nefndin leggur einnig til í frumvarpi sínu, að lögfest verði 5 ný prestsembætti, sem ekki eru bundin við sóknir eða prestaköll, t- e- 2 aðstoðar- prestar við æskulýðsstörf, einn farprestur til viðbótar þeim, sem fyrir er, sjómannaprestur. sjúkrahúsaprestur og prestur, Ler starfi meðal íslendinga í Kaup mannahöfn. Þá leggur nefndin einnig til að tveir prestar skuli vera í Skál- holti og að annar þeirra skuli skipaður án undangenginnar kosningar. Rökstyður nefndin þessa tillögu sína á þennan hátt: Eins og kunnugt ei var Skál- holtsstaður afhentur þjóðkirkju íslands til eignar og umsjár við vígslu hinnar nýju kirkju í Skál holti árið 1963. Með þeirri ráð- stöfun var kirkjunnj falið það verkefni að hafa forustu um áframhaldandi uppbyggingu staðarins og að móta framtíðar- hlutverk þessa sögufræga helgi» staðar, sem kirkjulegs menning- arseturs, er gegni mikilvægu verkefni í andiegu lífi þjóðai- innar. Til þess er þv: ætlazt, að Skál- holt verði annað og meira en venjulegt prestssetur. Staðurinn á að geta orðið miðstöð kirkju- lífs og kristni alþjoðar. Þar á að byggja upp margháttað starf á vegum kirkjunnar og í skjóli hennar. Full þörf er á því að búa sem bezt að staðnum, og innan ramma þessa frumvarps verður einnig að taka tillit til þess. Er því vel til fallið að í Skálholti starfi auk sóknar- prests prestur í umboði kirkju- stjórnarinnar, skipaður af henni, er sinni sérstaklega þeim verk- efnum er miða að því að efla Skálholtsstað til þess hlutverks, sem honum er ætlað að gegna í þjóðlífinu. Prestastefnunni verður fram haldið í dag og á mörgun. í dag hefst hún með morgunbæn í kapellu Háskólans, sem séra Skarphéðinn Pétursson prófast- ur í Bjarnanesi flytur. Síðan verða umræður í umræðuhóp- um um prestakallaskipunina og kl. 4 flytur séra Ingþór Indriða- son farprestur erindi er nefnist: Hugleiðing um prestsstarfið. Kl. 18,15 verður svo flutt er- indi um æskulýðsstarf og flytur það séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri og í kvöld flytur séra Sváfnir Sveinbjarnarson á Breiðabólstað útvarpserindi er hann nefnir: Sterkasti þáttur- inn. Á fimmtudag munu siðan um- ræðuhópar leggja fram álit og lýkur synodus með bænagjörð í kaupellu Háskólans. — Hljómar Framh. af bls. 3. Kvikmyndin, sem þeir fé- lagar léku í ber nafnið UMBA RUMBAMBA, og mun það vera tilkomið frá Reyni Odds- syni, er tók myndina. Sýning- artími er áætlaður 20 mínút- ur, og verður kvikmyndin fyrst sýnd úti á landi og síðan í Reykjavík. Nú er Reynir Oddsson staddur erlendis og er að semja um dreifingar- rétt fyrir myndina í Bretlandi og Ameriku. Platan með lögunum úr myndinni kemur á marka’ðinn í dag, auk þess sem hún kem- ur út í Bretlandi og Ameríku. Aðspurðir kváðust Hljómar hafa lagt töluverða vinnu i að æfa lögin í myndinni, því kváðust vera búnir að sjá „UMBARUMBAMBA", en vildu lítið segja um álit sitt á þeirri mynd. Við verðum að hryggja að- dáendur Hljóma með því, að líklega fá þeir lítið að sjá af þeim á næstunni. í byrjun ágústmánaðar nk. fara þeir til Ameríku. Eru þeir komnir þar á 5 ára samning hjá fyrir- tækinu Kitazumi & Sands pg hyggjast þeir freista gæfunn- ar úti í hinum stóra heimi. En áður en það verður munu þeir fara í hljómleikaför um land allt, og ef til vill efna til hljómleika í Reykjavík að henni lokinni. Þá sögðust Hljómar hafa gert sjónvarpsmynd fyrir ís- lenzka sjónvarpið. Hana tók Gísli Gestsson. Hafa misst 265 þotur Saigon, 21. júni. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.