Morgunblaðið - 22.06.1966, Blaðsíða 10
10
MORGU NBLADID
l
Miðvikudagur 22. júní 1966
Úr blaðamannaför til Sövétrikjanna:
5 Aleksander Tvardovsky rttstjóri NOVI MIR.
! Mikið er gefið út af blöð-
um og tímaritum í Sovét-
1 ríkjunium. Af upplýsingum,
i sem við fengum um blaða-
, útgáfu virðist hún fjölbreytt,
en sökum vanikunnáttu á
rússnesku máli, hofðuim við
engin tok á að kanna gæði
, hennar. Hins vegar má nokk
uð af því ráða, að flokkur-
inn stendur yfirleitt að baki
blaðaútgáfu, — oft í sam-
7, vinnu við borga-r- eða bæjar-
ij stjórnir á hverjum stað. Þá
I standa ýmis samtöik, svo sem
i sambönd rithöfunda, blaða-
manna, visindamanna o.s frv.
1 að ýmiss konar blaða og tíma
ritaútgáfu, einkum á sviði
1 vísinda og menningar. Haft
er fyrir satt, að ýmis blöð
og tímarit séu gefin út á laun
— af andstæðingum stjórnar-
valdanna, en um það hef ég
engar óyggjandi upplýsingar.
Biöð og tímarit eru gefin
út á tugum tungumála og ná
tiá allra hinna fjölmennari
þjóðarbrota. Sem dæmi má
nefna, að í Armeniu er gefið
út dagblað fyrir Kúrda, sem
þar eru búsettir um 27.000
talsins. Mun það fyrsta dag-
' blað í heiminum á máli
Kúrda.
Skipulagning blaðaútgáfu
virtist mér með svipuðu smði
í öllum þeim ríkjum, er vjð
heimsóttum, en magnið að
sjálfsögðu mismunandi éftir
fjölda íbúa á hverjum stað.
Moskvublöðin stóru, svo sem
Pravda og Izvestija, sem gef-
in eru út í milljónum ein-
taka, eru seld um gervöll
Sovétríkin svo og margs kon-
ar önnur blöð og tímarit gef
in út í Moskvu. Þá eru sér-
stök dagblöð gefin út í hverju
1 ríki, sum fyrir lýðveldin í
heild, önnur ætluð einsoök-
um héruðum og sveitum, —
síðan koma dagblöð borga og
bæja, mismunandi stór og
mörg eftir íbúafjölda. Sérstök
blöð fjalla um menningu,
leiklist, ilþróttir, og önnur
sérsvið og sérstök blöð eru
fyrir börn og unglinga. Þá
eru gefin út dagblöð í fjöl-
mörgum stórum verksmiðjum
j og á fjölmennum samyrkju-
I búum.
Ekki koma öll þessi dag-
blöð út daglega, sum þrisv-
ar í viku, einkum sérblöðin,
1 Dagblöðin eru ekki stór, al-
gengasta stærð 4-6 síður, sem
mundu jafngilda 8-12 síðum
í Morgunblaðinu. í þeim eru
hins vegar engar auglýsingar,
myndir fáar og fyrirsagnir
fremur litlar, svo að lesmál
verður býsna drjúgt. En taep-
ast verður sagt að blöðin
séu miikið augnayndi.
Það bætir mjög upp blaða-
útgáfuna, að gefin eru út
feiknin öll af tímaritum um
alls konar efni, viku og mán-
aðarritum og eru sum á við
heilar bækur. í öllum helztu
borgum eru gefin út svoköll-
uð „stór tímarit", mánaðarit
um bókmenntir og önnur
efni. Eru þau allt að 200-300
blaðsíður í allstóru broti —
rúmlega meðal bókarstærð. —
Þó eru gefin út sérstök tíma-
rit fyrir börn og unglinga,
konur, kennara, tæknifræð-
inga og aðrar stéttir að ó-
gleymdum þeim, sem fjalla
sérstaklega um hugtakafræði
flokksins.
Eitt elzta flokksblað komm
únistaflokksins sovézka er
dagblaðið CINA í Riga í Lett
landi. Hóf það göngu sína
árið 1904 en var gefið út
með leynd fram að bylting-
unni. I viðræðum, sem við
áttum við ritstjóra þessa
blaðs, var okkur sagt, að sov-
ézku dagblöðin væru slkrifuð
í anda þeirrar kenningar Len-
íns, að dagblöð eigi að vera
„collective organizer of pe-
ople and collective agitatör
and propogandist", sem laus-
lega þýðir, að dagblöð eigi
að samræma athafnir fólks-
ins, hivetja það til dáða og
koma á framfæri hugmynd-
um kommúnismans. Tekið
var sérstaklega fram við okk-
ur í þessu sambandi, að
„propaganda“ þýddi annað á
rússnesku en ensku — á
ensku væri „propaganda" af-
bökun eða rangtúlkun stað-
reynda „distortion of facts“,
en á rússnesku þýddi það að
koma á framfæri hugmynd-
um, eða eittihvað á þá leið.
Mér varð á að spyrja, hvort
þetta tvennt gæti ekki stund-
um farið saman, en því var
neitað mjög eindregið, og lögð
á það áherzla, að lesendum
væru sagðar blákaldar og
sannar staðreyndir, ekkert
annað.
Meðal þess, sem á góma
bar í umræðum okkar var
fréttaval og þær kröfúr, sem
lesendur eiga á því, að blöð
flytji sem víðtækastar frétt-
ir. Sagði ritstjóri CINA, að
í sovézkum blöðum væri
fyrst og fremst birtar já-
kvæðar fréttir, þ.e.a.s. fréttir
sem miðuðu að því að gera
þjóðfélagið betra. Ekki svo
að skilja að aldrei væri birt
gagnrýni, síður en svo, en
hún yrði að vera jákvæð,
annars væri ekkert mark á
henni takandi. Við ræddum
um þá venju sovézkra blaða
að birta sjaldan eða ekki frétt
ir af slysum. Sagði ritsfjór-
inn, að slys t.d. bifreiðaslys,
brunar og þess háttar væru
smámunir, sem engu máli
skiptu, jafnvel þótt um bana-
slys væri að ræða. Þau kæimu
almenningi ekkert við. „Mynd
uð þið segja frá því ef fjórir
menn biðu bana í árekstri
hér fyrir utan skrifstofurnar?
spurðum við — og ritstjórinn
svaraði „nei, ekki nema bíl-
stjórinn væri drulkkinn, þá
gæti það orðið öðru fólki til
aðvörunar.
I Moskvu heimsóttum við
íslendingarnir ritstjórnarskrif
stofur tímaritanna NOVI MIR
og LITERATURNAYA GA-
ZETA. Fyrra blaðið höfðum
við óskað að heimsækja —
hið síðara ákváðu gestgjaf-
ar okkar að við skyldum
heimsækja. NOVI MIR hefur
fengið orð fyrir að vera frjáls
lyndasta bókmenntarit Sov-
étríkjanna og hafa birzt þar
margar hinna nýjustu og um
deildustu ritsmíða sem fram
hafa kömið í Sovétríkjunum
á síðustu árum. Ritstjónnn
Alexander Tvardovsky er
einnig umdeildur maður, telst
frjálslyndur mjög á sovézkan
mælikvarða, þótt ýmsum finn-
ist hann of þægur stjórnar-
völdunum.
Tvardovsky átti sæti í mið
stjórn sovézka kommúnista-
flokksins en á síðasta flokks-
þingi varð hann fyrir tölu-
verðri gagnrýni. Var því
haldið fram, að NOVI MIR
hefði varasöm áhrif á sov-
ézkt æskufólk, ýtti undir
gagnrýni þess og yki bölsýni á
framtíð kommúnísks þjóð-
skipulags. Þegar kosið var í
miðstjórnina á ný náði Tvard
ovsky ekki kosningu. Einn
fylgdarmanna okkar sagði
mér, að sterkur orðrómur
hefði verið um það í Moskvu,
að Tvardovsky yrði neyddiur
til að segja af sér, en honum
hefði augljóslega tekizt að
snúa sig úr klípunni, án þess
þó að breyta stefnu blaðs-
ins. Ekki virðist hann þó
fulkomlega öruggur í sessi,
því að fyrir nokkrum dög-
um birtust fréttiir frá Moskvu
þess efmis að kvæði hans
„Vassily Tjorkin í öðrum
heimi“ (sem kom til um-
ræðu á blaðamannafundinum
með Tarsis og hann sagði
óheiðarlegt kvæði) — sem
fært var upp í einskonar leik
búningi, hefði orðið tilefni
harðra árása á einn kunnasta
leikstjóra Moskvúborgar, Val-
entin Plutjek, leikstjóra Tag-
anke leikhússins, þ.e. Theat-
er ofComedy and Satire*. Leik
hús þetta telst eitt helzta
„tilraunaleikhús“ Moskvu-
borgar og hefur verið mjög
umdeilt. Við sáum sýningu
þessa leikhúss á hinni um-
deildu „dramatiseringu" á
sögunni „Tíu dagar, sem
skóku heiminn", eftir banda-
ríska blaðamanninn og kocmm
únistann John Reed. Sýning
þessi var afar skemmtileg og
harla torskilið hvað í henni
gat talizt andstætt viður-
kenndri stefnu.
Samkvæmt fyrrgreindum
fregnum frá Moskvu hafði
málgagn sovézka mennta-
málaráðuneytisins „Sovetskja
Kultura“ krafizt þess, að
Piutjek yrði vikið frá sem
leikstjóra, þar eð hann hefði
tekið til sýningar ýmis verk
án „undangenginna nægi-
legra umræðna“ og var eink-
um tilgreind uppfærslan á
ljóði Tvardovsikys. Þá sagði
Sovetskaja Kultura, að nefnd
frá samtökum listamanna og
leikara hefði komizt að raun
um, að meðal leikaranna við
Takanka leikhúsið væri ríkj-
andi „alvarlegur skortxu- á
jákvæðri hugsjónalegri af-
stöðu“ — og að nokkrir leiik-
aranna, sem hefðu „jáikvæða
hugsjónaafstöðu“ hefðu sagt,
að Plutjek væri „grófur“ í
vinnubrögðum og hlustaði
ekki á gagnrýni. Loks hefði
nefndin komizt að raun um,
að leikstjórinn hefði leitt
leikhúsið út í fjárhagsvand-
ræði — fullyrðing sem að
sögn fréttamanna kom mjög
á óvart í Moskvu, þar eð
ékikert leikhús þar er eins
vinsælt og hvergi eins erfitt
að fá aðgöngumiða.
Því miður gafst okkur
ekki tækifæri til að hitta
Tvardovsky að máli fyrr en
rétt áður en heimsókn okk-
ar hjá NOVI MIR lauk. Það
var því fnamkvæmdastjóri
eða „ritari" tímaritsins, Zax
að nafni, sem gaf okkur allar
upplýsingar um starfsemi
ritsins og stjórnaði umræð-
um. Viðstaddir voru nokkrir
aðrir úr ritstjórninni og túlk
ur. Ekki treysti ég mér til
að rekja svo nokkru nemi
viðræður þessar, bæði sakir
vankunnáttu minnar á bók-
menntum og menningu —
þarna áttu fyrst og fremst
hlut að máli félagar mínir
Sigurður A. Magnússon og
Gunnar Bergmann, sem báð-
ir fjalla um menningarmál
í sínu starfi, — ennfremur
sök'um þess, að við kynnt-
umst þarna heldur betur þeim
margrómaða eiginleika Rússa
að fara undan í flæmingi.
Svör voru oft og tíðum aiar
loðin — þeir notuðu mörg
orð en það var býsna erfitt
að henda reiður á meimng-
unni. Stundum virtust mér
heilu setningarnar gersam-
lega merkingarlausar, — en
svo er reyndar oft um fáfrótt
fólk, að það skilur hvorki
upp né niður í því sem sér-
fræðingar í listum og menn-
ingu segja. Fjallað var um
rússneskar bókmenntir og
listir vítt og breitt, stöðu
þeirra í sovézku þjóðfélagi
og helztu breytingar, sem
bókmenntir hefðu tekið með
batnandi lifnaðarháttum og
aukinni menntun þjóðarinn-
ar.
Zax sagði, að innihaid rit-
verka skipti öllu máli, vist
væri allt gott um ný form
og formtilraunir að segja,
svo fremi þau sýndu hið raun
verulega innihald listaverks-
iins í skýrara ljósi. Hann
sagði, að skilningur manna
á merkingu realismans hefði
aukizt og dýpkað og ungir
rithöfundar sem sprottnir
væru úr öllum sviðum þjóð-
félagsins tækju til meðferð-
ar hliðar á mannlegu iifi,
sem ekki hefði verið fjallað
um áður. Þar kæmu fram
nýjar manngerðir og ný og
flókin sálfræðileg vandamál.
Zax sagði, að NOVI MIR
væri gefið út í 150.000 ein-
tökum. Það væri venjulegt
tímarit, upp á gamla mát-
ann, 250-300 blaðsíður, þsr
af helmingur ný skáldverk
og hinn helmingurinn grein-
ar um ýmis efni.
Tímaritið er gefið út af
sovézka rithöfundasamband-
inu, er eitt hinna svonefndu
„stóru tímarita". Þar starfa
um 30 manns, þar af 15 við
ritstjórn, en margir rithóf-
undar leggja blaðinu til efni.
Áður fyrr voru birtar í rit-
inu þýðingar á verkum er-
lendra rithöfunda og skálda,
en ekki lengur, þar sem kom-
ið hefur verið á laggirnar
sérstöku tímariti er fjallar
um erlendar bókmenntir ein
göngu.
Zax vildi lítið gera úr gagn
rýninni á NOVI- MIR, sagði
að menn legðu eðlilega mis-
munandi mælikvarða á bók-
menntir og hugsjónafræði
og mismunandi skoðanir
væru uppi um stefnu blaðs-
ins. Satt væri, að NOVI
MIR hefði verið gagnrýnt
fyrir að birta ýmis verk,
m.a. fyrir birtingu skáldrita
eftir Solzhenitsyn. Á hinn
bóginn sagði Zax, að ekkert
samband væri milili gagnrýn-
innar á NOVI MIR á flokks-
þinginu og þess, að Tvard-
ovsky, ritstjóri, missti sæti
sitt í mið&tjórni'imi. Það væri
aðeins fyrir tilviljun og eðli-
leg tilfærsla á mönnum.
Ekki fór hjá því, að mál
þeirra Sinyavskys og Daniels
bæri á góma, báðir höfðu
skrifað fyrir NOVI MIR, eink
Framhald á bls. 19
Ritstjórar LITERNATURNAYA GAZETA — talið frá vinstri,
Oleg Brudkov, Nikita Rasgovorov og Beata Betskaya.
I
í
1
!