Morgunblaðið - 22.06.1966, Side 3
MiSvfluiðagur 22. Júní 1966
MORGUNB LAÐIÐ
3
Lögrcglukórarnir koma eftir Lækjargötu. Eins og rjá má hafði mikili mannfjöldi safnast
þarna saman til þess að hlýða á söng kóranna.
ÞAB er ekki á hverju kvöldi,
sem við Reykvíkingar verð-
um þess heiðurs aðnjótandi,
að lögreglan syngi fyrir okk-
ur. En þetta gerðist hér í
gærkvöldi. Þá hlýddu 3—4
þúsund Reykvíkingar á söng
um 140 lögregluþjóna frá
höfuðborgum Norðurlandanna
fimm, óma út yfir Lækjgrgöt
una, frá andtíyri Menntaskól-
ans.
Ástæðan fyrir því, að Reyk
víkingar urðu þessa heiðurs
aðnjótandi, er að hér stendur
yfir um þessar mundir mót
norrænna lögreglukóra sem
kunnugt er.
í tilefni þessa móts fóru
al'lir kórarnir undir þjóðfana
sínum í skrúðgöngu í gær-
Myndin sýnir er allir kórarnir fimm liafa raðað ser upp fyrir franaan Menntaskolann.
Hinir syngjandi lögregiuþjónar
skemmtu miklum mannfjölda
kvöidi kl. 20. Var gengið íra _ um, en í fararbroddi gekk sér allir upp fyrir framan
Snorrabraut, niður Lauga- lúðrahljómsveit og lék lett Menntaskólann, og síðan
veginn og að Menntaskólan- göngulög. Kórarnir röðuðu hófst söngurinn.
Lögreglukór Reykjavikur
söng fyrst „Á samhljóma-
vængjum" eftir Pál Isólfsson,
sem tileinkaði kórnum og
söngstjóra þess lagið, við
texta Steingrims Thorsteins-
sonar. Síðan sungu kórarnir
hver fyrir sig 2—3 lög frá
heimalandi sínu, en sungu síð
an sameiginlega eitt lag frá
hverju landi. Skiptust fimm
söngstjórar kóranna lögunum
á milli sín. Hlýddi mikill
fjöldi á söng lögreglukóranna
og klappaði þeim óspart lof
í lófa.
Þó skyggði eitt á þessa úti-
tónleika framan af, en það
var að tvær kennsluflugvéiar
flugu hvað eftir annað yfir
þarna skammt frá með háv-
aða, og trufluðu sönginn.
Hljómar til Ameríku
UMBARUMBAMBA, fyrsta kvikmynd þeirra
VIÐ þekktum þá um leið og
þeir birtust í dyrunum. Þeir
voru komnir til að segja okk-
ur frá fyrstu kvikmynd sinni
og framtíðaráætlunum. Þeir
voru ósköp rólegir, hárið var
á sínum stað og það var raun-
gerast. En samt vissu þeir að
þetta var byrjunin á einhverju
nýstárlegu og spennandi fyrir
þá. Fyrir framan okkur á
borðinu lágu tvær plötur og
smekklega gerð kápa utan um
þær. Auk voru þar myndir af
Við höfðum orð á því að
þetta væru góðar myndir. Þá
brostu þeir og sögðu að þetta
væru a'ð sumu leyti frægar
myndir. Einu sinni hefði þeim
verið „rænt“ úr útstillingar-
glugga hjá Kaldal Ijósmynd-
ara. En myndunum var fljót-
lega skilað aftur, og auðvitað
varð allt fyrirgefið á svip-
stundu, því i ljós kom að
þetta var veikara kvnið sem
Gunnar
þarna var að verki.
Á plötunum eru . sex lög
sem Hljómar leika í kvik-
fiest þeirra væru ný. Þeir
mýndinni UMBARUMBAMBA
og heita þau „1 don’t care“,
„Country dance“, „Love
enough“, „Better days“, „My
life“ og „If you knew“. Lögin
eru eftir Gunnar Þórðarson,
textarnir eftir Pétur Östlund,
en eins og kunnugt er skipa
þeir hljómsveit „Hljóma“, á-
samt Erlingi Björnssyni og
Rúnari Júlíussyni.
Framhald á bls. 16.
Erlingur
verulega ekkert merkilegt að „Hljómum".
Pétur Rúnar
STAKSTIIIUAR
Að skilja og
breyta rétt
í GREIN í Tímanum í gær, sem
untíirrituð er Ó. J. segir m.a.: ■-
„Viðbrögð bæntía við kjara-
skerðingunni eru þess eðlis, að
þau áttu að vera forráðamönn-
um Morgunblaðsins þörf aðvör-
un, sem þeir mega og eiga að
draga skýra lærdóma af.
Þeir vita að íslenzkt efna-
hagslíf er að nálgast hreina
ófæru. Því þá ekki að vera menn
og snúast með manndómi gegn
háskanum? Við hann ræðst ekki
nema allir beztu menn þjóðar-
innar taki höndum saman til
viðnáms. Þetta ber stjórnar-
mönnum landsins að skilja og
viðurkenna hreinlega og haga sér
samkvæmt því, ella á þjóðin
ekki annars úrkostar en að
hrinda þeim af stóli. Það er aug-%
ljóst mál.
Það skynja nú flestir fslend-
ingar, sem betur fer“.
Morgunblaðið fagnar því
vissulega, að þessum greinar-
höfundi, eins og raunar flestum
öðrum, skuli nú vera það ljóst,
að nauðsynlegt sé að veita við-
nám og stemma stigu við frek-
ari verðbólguþróun. Hins vegar
kom blaðinu það á óvart, að
fulltrúar bænda skyldu á fundi
sínum m.a. leggja til að unnið
yrði að því að fá útflutnings-
uppbætur hækkaðar. Vissulega
er sú leið ekki til þess fallin að
veita viðnám gegn hækkunum,
fremur en almennar kaúphækk-
anir, enda telur Morgunblaðið
það raunar fullvíst að hvað
sem öðrum kröfum líði, þá
muni bændur ekki halda fast
við þessa.
Tarsis og íslenzku
>
kommúnistarnir
Rússneski rithöfundurinn Val-
ery Tarsis, sem hér hefur dval-
izt síðustu daga, hefur gefið
umbúðalausar lýsingar á hinu
kommúníska stjórnarfari og
glæpum ráðamanna í kommún-
istaríkjunum. Hefur koma hans
vakið marga til umhugsunar
um þær ógnir, sjm fólkið býr
við í einræðisríkjunum.
Engu að síður er til flokkur
manna hér - landi, sem leynt og
ljóst styður ofbeldisstefnuna og
ver sérhverjar athafnir kúgar-
anna. Ráðamenn þessa flokks,
sem fyrst hét réttilega kommún-
istaflokkur, en síðan Sósíalista-
fiokkur og nú Alþýðubandalag,
eru dyggir þjór-ar hins erlenda
kúgunarvalds. Innan raða þessa
flokks eru þó menn, sem í raun-
inni ekki eru kommúnistar, en
atferli þeirra er ekki miklu
betra en hinna, því að þeir styðja
vísvitandi til valda og áhrifa þá
menn, sem við sérhvert tækifæri
verja ofbeldisstefnuna.
Lítilla sanda
Vissulega eru það geðillir
menn, sem taka upp samstarf t
við hið kommúníska afturhald
hér á laudi 0g lúta forsjá þess,
þótt þeir sjálfir telji sig ekki^
kommúnista — og séu í rauninni
ekki. AHsstaðar annars staðar
liafa andkommúniskir vinstri-
sinnar sagt skilið við kommún-
ista og einangrað þá, en hér er
maður eins og Lúðvík Jósepsson,
sem opinberlega hefur lýst því
yfir, að hann sé kommúnisti og
hafi alla tíð verið, valinn sem
helzti talsmaður og sameiningar-
tákn hins nýbakaða Alþýðu-
bandalags, nýjustu úigáfunnar
af kommúnistaflokknum.
t