Morgunblaðið - 22.06.1966, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.06.1966, Qupperneq 11
ðTiðvikudagur 22. Jfe)! 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 Karlakórinn Vísir Apa- spil og Musica Nova gerði ég l>að (í trássi við lög og rétt) að taka það upp á segul- band úr útvarpinu. Síðan hafa þau ekki fengizt í rúmið nokk- urt kvöld, fyrr en þau hafa fengið slna „óperu“! Þetta sýn- ist mér taka af öll tvímæli um, að hér hafi verið sleginn réttur tónn. Ég vona, að „Apaspil" verði tekið til sýningar að nýju í haust. KARLAKÓRINN YÍSIR SIOLUFJÖRÐUR er ekki vel í sveit settur, nema til þess að taka á móti síld, þegar henni þóknast að láta veiða sig fyrir norðan land. Ekki væri að undra, þótt sú einangrun, sem staðurinn hefir búið við, nema um háanna- tima sumarsins, hefði skilið eftir eig nokkur merki á menningar- lífi hans, og það orðið fábreytt og einhæft. Svo hefir þó ekki reynzt, og marga góða listamenn Ihafa Siglfirðingar lagt þjóðinni til. Enginn þeirra hefir þó lyft elíku grettistaki sem séra Bjarni í»orsteinsson. Ævistarf hans á eviði tónlistarinnar er meðai hinna mestu afreka sem íslenzk tónlistarsaga kann að greina frá, bæði sönglagasmíð hans sjálfs og einkum þó hið mikla þjóðlaga safn hans. >að er verk, sem aldrei verður fullþakkað, og ^engur kraftaverki næst að það ckyldi vera unnið við þær að- etæður, sem Siglufjarðarprestur um síðustu aldamót átti við að búa. Séra Bjarni Þorsteinsson var óvenjulegur og óvenju mikil- hæfur maður. Hann setti óafmá- enlegt míark sitt á byggð Sigtu- fjarðar með skipulagi því, sem hann gerði kaupstaðnum, þegar hann var að byrja að byggjast. Og mér er nær að halda, að hann hafi einnig með nokxrum hætti sett mark sitt á andlegt líf bæjarins, og Siglfirðingar búa eð því að nokkru enn í dag. Sönglíf hefir lengi staðið með miklum blóma á Siglufirði og naut um áratuga skeið ötullar forystu Þormóðs Eyjólfssonar, þótt fleiri hafi þar að vísu lagt mikið af mörkum. Þormóður byggði upp karlakórinn Vísi og igerði hann að einum meðal öfl wgustu kóra landsins. Þegar Þormóðs naut ekki lengur við, ■var Vísir um skeið á hrakhól- «m með stjórnanda, en nú hefir tekið við stjórninni ungur mað «r þýzkfæddur, sem orðinn er íslenzkur ríkisborgari og setztur eð á Siglufirði, Gerhard Schmidt Undir stjórn hans hefir Vísi vax ið ásmegin að nýju, svo sem heyra mátti er kórinn hélt sam- söngva hér í Gamla Bíói fyrir stuttu, þá nýkominn úr vel- heppnaðri söngför til Danmerk- ur. Það var löng og fjölbreytt efnisskrá, sem sungin var á þess- um tónleikum, og ekki verður því neitað að nokkuð var mis- feitt á stykkinu, bæði um verk- efnaval og meðferð. En það var hressilegur blær á þessum söng, og að baki hans býr sönggieðin, sem hlýtur að eiga drjúgan þátt í að stytta skammdegiskvöldin þar norður undir Ishafinu. Starfsemi sem þessi er ómetan- leg lyftistöng andlegu lífi á slík- um stað sem Siglufjörður er, og þeir sem hafa forystu um hana eru miklir velgerðamenn síns byggðarlags. Þetta hefir mér virzt Siglfirðingar kunna að meta, og er það vel. Karlakórinn Yísir er nú skip- aður hartnær 40 söngmönnum, og á þeim tónleikum, sem hér um ræðir, komu fram þrír einsöngv- arar, sóló-kvartett skipaður tveim konum og tveim körlum, og fjórir hljóðfæraleikarar, auk stjórnandans, sem lék einteik á trompet með miklum tilþrifum. Það mun óhætt að segja, að mesta athygli af einsöngvurun- um hafi vakið formaður kórs- ins, Sigurjón Sæmundsson. Hann tekur nú nokkuð að reskjast og hefir í full þrjátíu ár verði með- al fremstu söngmanna norðan- lands. En það er síður en svo, að nokkur ellimörk sé á honum að sjá eða heyra. Heimsókn Vísis var ánægju- legur viðburður fyrir þá, sem hlýddu samsöngvum kórsins hér, og hefir vonandi ekki síður orðið til ánægju kórmönnum sjálfum og fylgdarliði þeirra. arnar í stað árlegra vortónlaika skólans. Söngleikur þessi nefnist „Apaspil", og er í rauninni hcrna ópera í þrem stuttum atriðum. Með hlutverk fóru tvö börn úr Barnamúsíkskólanum, Júiíana E. Kjartansdóttir og Árni Árna- son, og auk þess Sigríður Pálma- dóttir og Kristinn Hallsson. Kór barna úr Barnamúsíkskólanum fór með veigamikið hlutverk Sjö hljóðfæraleikarar aðstoðuðu. Stjórnandi var höfundurinn, Þorkell Sigurbjörnsson, leik stjóri Baldvin Halldórsson, og skólastjóri Barnamúsíkskólans, Stefán Edelstein, flutti inm gangsorð. Þetta er skemmtileg nýjung og að minni hyggju mjög vel heppnuð. Söguþráðurinn er eiu faldur og tekur barnshugann við fyrstu heyrn, og músíkin sameinar gamalt og nýtt á þann hátt, að ýtt er við ímyndunar- aflinu, án þess að skilningnum sé ofboðið. Þegar ég skrifa þetta, styðst ég ekki eingöngu við eigin dóm- greind, heldur einnig óbeint við álit barna minna tveggja, sem eru þriggja og fjögurra ára göm- ul. Þau fengu að sjá „Apaspil“ í Tjarnarbæ, og þegar verkinu var útvarpað skömmu síðar, ☆ MUSICA NOVA Musica nova hélt tvenna tón- leika í Austurbæjarbíói 14. og 15. þ.m. Á fyrri tónleikunum voru flutt eingöngu verk eftir Igor Stravinsky, þar á meðal Saga hermannsins", og munu þetta vera fyrstu Stravinsky- tónleikar, sem hér eru haldnir. Á síðari tónleikunum voru verk eftir 8 höfunda alls, þar á meðal tvo íslenzka, Jón Nordal og Þorkel Sigurbjörnsson. Stravinsky hefir um hálfrar aldar skeið verið eitt fremsta og mest áberandi tónskáld sinnar samtíðar. Hann hefir verið mik- ill leitandi og aldrei staðnæmzt til lengdar við neina eina stefnu né stíl. Verk hans eru lika mjög mismunandi, ekki aðeins að yfir bragði heldur líka að áhrifa- mætti. Elegía (1944) fyrir ein- leiksfiðlu þykir mér ekki svip- mikið verk, og Duo Concertante (1932) fyrir fiðlu og píanó sýn ist í dag furðulega úrelt músik, Ef hin svonefnda nýklassíska stefna er dæmd eftir slíkum verkum, er naumast von að dóm urinn verði lofsamlegur. Mikiu ferskari svip bera Þrjú auð- veld (?) píanóstykki (1015), og sérstaklega þó „Saga hermanns- ins“, sem ein sér dugði til að gera þessa tónleika ánægjulega og eftirminnilega. Þar áttu mikilsverðan hlut að máli leik- ararnir Þorsteinn Ö. Stephensen (sögumaður); Gísli Alfreðsson (hermaðurinn) og Hóbert Arn- finnsson (kölski) og dansmærin Unnur Guðjónsdóttir (prinsess- an). Níu hljóðfæraleikarar komu fram á þessum fyrri tónleikum, og hvíldi þar mest á ameríska fiðluleikaranum Paul Zuxofsky; hann er frábær túlkandi nútíma- tónlistar á hljóðfæri sitt. Páll P. Pálsson stjórnaði flutningi á „Sögu hermannsins". Aðsókn að þessum tónieikurn var hörmulega lítil, og mega margir harma það, að hafa misst af óvenjulegri lístreynslu, þar sem „Saga hermannsins" var. Er mér lítt skiljanlegt, hverju þetta sætir, nema ef vera skyldi, að áróðursbumbur hafi verið slælegar barðar. En þá er að bæta úr því og endurtaka síðan flutninginn við fyrsta hentugt tækifæri. Á síðari tónleikunum kenndi margra grasa í efnisvali. Sóna- tína Jóns Nordals fyrir fiðiu og píanó (1952) er áður kunn. Verx Þorkels Sigurbjörnssonar, Víxl (1965), hefi ég hinsvegar eksi heyrt áður og hlýt að játa, að ég er litlu nær eftir þessi íyrstu kynni af því. Önnur viðfangsefni voru eftir ýmsa höfunda, allt frá Erik Satie (1066—1925) til J. K. Randalls (f. 1930). Einnig hér bar Paul Zukofsky hita og þunga dagsins, en aðrir hljóð- færaleikarar voru Gunnar Egils- son (klarinett), Pétur Þorvalds- son (celló) og Þorkell Sigur- björnsson (píanó). Jón Þórarinsson. ☆ APASPIL Barnamúsíkskóli Reykjavíkur brá á Þá nýlundu nú í vor að sýna barnasöngleik eftir Þorkel Sigurbjörnsson, og komu sýning- Frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar GAGNFRÆÐASKÓLA Austur- Ibæjar var slitið laugardaginn 28. maí* en landsprófsdeildum 14. júní. Sveinbjörn Sigurjóns- eon skólastjóri skýrði í skóla- eiitaræðu frá störfum skólans á liðnu starfsári og lýsti úrslitum prófa. Innritaðir nemendur á síðasta hausti voru 416, og var þeim ekipt i 15 bekkjardeildir. Fastir kennarar auk skólastjóra voru 23, en stundakennarar 4. Enginn fyrsti bekkur starfaði 1 skólanum, og voru nemendur 2. bekkjar því allir nýnemar, tflestir úr gagnfræðadeild Barna- ekóla Austurbæjar. Undir gagnfræðapróf gengu 78 nemendur. 76 luku prófi og brautskráðust, 50 úr almennri bóknámsdeild 4. bekkjar og 25 úr verzlunardeild. Hæstu aðal- einkunn í almennri bóknáms- deild hlutu Einar Símonarson, ágætiseinkunn 9,11, og Gunnar Jndriðason, 8.14, en í verzlunar- deild Ástríður _ B. Steingríms- dóttir, 8,37 og Ásta Hrólfsdóttir, 6,32. í 3. bekk almennri bóknáms- deild og verzlunardeild tóku 115 nemendur próf, 90 luku prófi og stóðust. Hæstu einkunn I almennri deild hlaut Guðmundur Þorgils- son, 7,77, en í verzlunardeild Lilja Kristinsdóttir, 8,12. Landspróf miðskóla þreyttu 50 nemendur. 57 stóðust mið- skólapróf þar af 39 með fram- haldseikunn 6 og þar yfir í lands prófsgreinum. Fjórir nemendur hlutu ágætiseinkunn í lands- prófsgreinum: Einar Valur Ingi- mundarson, 9,34, Sigurjón Páll ísaksson 9,30, Ragnheiður Guð- mundsdóttir 9,24 og Jakob Berg- þórsson Smári 9,11. Unglingapróf þreytlu 150 nem endur. 134 luku prófi og stóðust. Tveir nemendur hlutu ágætis- einkunn á unglingaprófi, þær Ragna Briem 9,23 og Anna Hreinsdóttir 9,00. Nokkrir nemendur fengu verð launabækur frá skólanum fyrir ágætan námsárangur og góða ástundun. Tvær stúlkur í verzl- unardeild 4. bekkja, Auður Sig- urðardóttir og Ástríður B. Stein- Framhald á bls. 17 . VANDIÐ VALIÐ -VELJID VOLVO VOLVO Amazon Gflæsilegri, þægilegri og vandaðri innrétting og stólar en áður hafa sézt Þér getið valið um: 'A AMAZON 2ja dyra. — AMAZON 4ra dyra. 'A' AMAZON með sjálfskiptingu. — 'A AMAZON station. 'A AMAZON býður yður þægindi stórra og dýrra bifreiða — en sparneytni og lágan reksturskostnað lítilla bifreiða. >' AMAZON FAVORIT kostar aðeins kr. 227.000.00. — Komið, sjáið og akið VOLVO AMAZON — — Söluumboð á Akureyri: Magnús Jónsson c/o Þórshamri. GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16. — Sími 35-200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.