Morgunblaðið - 22.06.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 22.06.1966, Síða 14
14 MORGUNB LAÐIÐ Miðvikudagur 22. júní 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 ,1 lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðaistræti 6. Sími 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. „MENNINGARB YLT- INGAR“ KOMMÚN- ISTA Ý Rauða-Kína standa nú yfir miklar „hreinsanir“. Eru þær fólgnar í því að fjölda manna er vikið úr embætti fyrir „hættulegar“ skoðanir. Þetta kalla kínverskir komm- únistar „menningarbyltingu“. Fangelsun, brottrekstrar úr embættum, ofsóknir á hend- ur menntamönnum og lista- mönnum fyrir persónulegar skoðanir þeirra og stefnur í listum, bera að áliti kommún- ista vott áhuga þeirra á sköp- un sannrar menningar! Hinn frjálsi heimur hefur með þessu atferli kommún- ista fengið enn eina sönnun fyrir því, hvernig þeir snúa merkingu orða og hugtaka gersamlega við. Vitanlega eiga kúgunaraðgerðir komm- únista og ofsóknir gegn and- ans mönnum ekkert skylt við menningu. Þær eru þvert á móti eins glöggt dæmi og hugsazt getur um harðstjórn og afturhald. Þessa dagana gistir rúss- neski rithöfundurinn Valery Tarsis ísland. Hann er þekkt- ur og mikilhæfur rithöfund- ur, sem nýtur mikillar aðdá- unar í ættlandi sínu fyrir bók- menntaafrek sín, og ekki síð- ur fyrir kjark sinn og hrein- skilni gagnvart valdhöfunum í landi sínu. Hann hefur setið þar í fangelsi, meira að segja verið lokaður inni í geð- veikrahæli. Að lokum var hann svo sviptur sovézkum borgararétti fyrir hreinskilni sína og gagnrýni á hið komm- úníska skipulag. Hann er því nú landflótta maður. Aðfarirnar gagnvart Valery Tarsis eru glöggt dæmi um „menningarbyltingar“ komm- únista. Svartnætti ófrelsis og kúgunar ríkir í þeim löndum, sem þeir hafa brotizt til valda í með blóðugi* ofbeldi og bylt ingu lítilla minnihluta. Hinn frjálsi heimur fyrir- lítur atferli kommúnista gagnvart rithöfundum og öðr- um listamönnum, bæði-í Sov- étríkjunum og Rauða-Kína. Það er ástæða til þess að fagna heimsókn Valery Tarsis til íslands. íslendingar þurfa eins og aðrar frjálsar þjóðir að kynnast hinu sovézka skipulagi og afstöðu þess til andlegra verðmæta, ekki sízt vegna þess að hér á landi er stór hópur manna sem fagn- ar „menningarbyltingum“ kommúnista úti í heimi. Þessi hópur hefur að vísu reynt að breiða yfir sig allskonar sauð- argærur og í fylgd með hon- um hafa slegizt ýmsir „nyt- samir sakleysingjar“, sem halda að þeir séu m.a. að þjóna menningunni með því að ganga erinda böðla henn- ar. Þetta margblekkta fólk, sem virðist þrá það að láta blekkjast, hefur gott af því að hlusta á rödd hins rúss- neska útlagarithöfundar, sem nú gistir ísland. HUS JONS SJGURÐSSONAR arl Sæmundssen, stórkaup- ^ maður í Kaupmannahöfn, hefur sýnt landi sínu mikinn höfðingsskap og ræktarsemi með því að gefa Alþingi hús það, sem Jón Sigurðsson bjó í í Kaupmannahöfn. Hann kom hingað heim á þjóðhá- tíðardaginn og afhenti forset- um Alþingis þessa hofðing- legu gjöf. Við hús Jóns Sigurðssonar eru tengdar margar og merki legar minningar, sem á öllum öldum munu lifa í hugum ís- lendinga. Þar voru ráðin mörg heillaráð, sem betur hafa dug- að íslenzkri þjóð en nokkur önnur. Þangað leitaði mikill fjöldi Hafnar-íslendinga á vit hins mikilhæfa stjórnmála- leiðtoga og fræðimanns. Mestu máli skiptir nú að hús Jóns Sigurðssonar verði hagnýtt þannig, að íslenzku þjóðinni verði sem mest gagn af. Þarf að athuga vendilega, hvernig því markmiði verði náð, sem að er stefnt með stór hug og rausnarskap gefand- ans. Óhætt er að fullyrða að mögulegt eigi að vera að hafa ýmisleg not af þessu merkilega húsi, sem svo marg ar og fagrar minningar eru tengdar við. MISBEJTING VINNU- STÖÐVANA Tjað er tvímælalaust mis- *■ beiting vinnustöðvana, þegar verkamenn við Reykja- víkurhöfn leggja fyrirvara- laust niður vinnu, eins og gerðist 16. þessa mánaðar. Formaður Dagsbrúnar hefur skýrt frá því að vinnustöðv- un þessi hafi ekki verið fram- kvæmd að undirlagi Dags- brúnar, heldur hafi verka- menn með henni viljað leggja áherzlu á að samið væri við verkalýðsfélögin strax. Um verkfallsrétt gilda á- kveðnar reglur í lögum. Hann hefur verið talinn mikils ☆ HINN glæsilegi sigur, repú- blíkanans og kvikmyndaleik- ans fyrrverandi, Ronald Reagans, um frambjóðanda- sæti rúpublikana í ríkisstjóra kosningunum í Kaliforníu, sem fram eiga að fara í nóv- embermánuði n.k. er jafn- framt mesti sigur fyrir hægri arm repúblíkanaflokksins, síðan Goldwater var útnefnd- ur forsetaefni flokksins í kosningunum 1964. Þessi kosningaúrslit hafa einnig haft nokkur áhrif á gang mála í samibandi við út- nefninguna fyrir kosningarn- ar 1968. Ronald Reagan. Stuðningsmenn Goldwaters fá byr undir báða vængi Þar til fyrir stuttu síðan var það álit manna, að ar.d- stæðingur Johnsons 1988 3rrði annaðhvort George Romney ríkisstjóri í Michigan eða Richard Nixon fyrrv. vara- forseti. Nú, eftir hinn mikla sigur Reagans, sem var ákafur stuðningsmaður Goldwaters á sínum tíma, hefur þetta við- horf breytzt. Hann verður þó vitaskuld að ’sigra demókrat- ann Pat Brown ríkisstjóra í Kaliforníu í nóvemberkosn- ingunum áður en hann kemur raunverulega til greina, sem forsetaframbjóðandi 1968. Áðurnefndur sigur hans, hef- ur þó nægt til að græða öll sár stuðningsmanna Gold waters, og blásið í þá nýju baráttuhugrekki. Liklegt virðist, að Nixon verði fyrsta fórnarlamb þess- arar nýju sóknaröldu hægri- manna. Hann hefur undan- farna mánuði haldið margar ræður, þar sem hann hefur ákaft haldið á lofti sömu atr- iðum, sem tryggðu Gold- water útnefninguna 1964. Nixon hefur ennfremur títt komið fram opinberlega í Suðurríkjunum, þar sem hann hefur í ræðum sínum gefið í skyn samúð með suðurríkja- mönnum og jafnframt ráðizt harðlega á þá sem hann kali- ar friðarsinnana innan demókrataflokksins. Þrátt fyr ir að hinir gömlu stuðnings- menn Goldwaters hafi sýnt Nixon stuðningsvott, er búizt við að þeir hiki ekki við að varpa honum fyrir borð, fyrir einhvern harðskeyttari og hliðhollari frambjóðanda. Ef Ronald Reagan sigrar í kosningunum í nóvember, og tekst þar með að vinna ríkis- stjóraembættið í stærsta ríki U.S.A. frá demókrötum, þá hefur honum tekizt það sem Nixon mistókst árið 1962, og þar með væri Nixon úr sög- unrii sem líklegur frambjóð- andi repúblíkana í forseta- kosningunum Í968. Það er eitt að útiloka Nix- on, en annað að útiloka Ge- orge Romney. Frjálslyndir og hægfarasinnar innan Repú- blíkanaflokksins hafa sýnt sem þeim kunna að mæta. Bæði Romney og Javits eru það gamlir í hettunní, að ekk- ert nýjungabrum leikur um nöfn þeirra. Þetta myndi ekki hafa komið að sök gagnvart Nixon, því þar er hann á ná- kvæmlega sama báti, en gagn vart Reagan, sem er nýr á nálinni, og þar að auki skær stjarna, getur þetta haft tals- vert að segja. Sterkustu rök frjálslyndra eru úrslitin í kosningunum 1964. Þeir geta auðveldlega sagt sem svo: „Viljið þið styðja Reagan, og þannig stuðla að sams konar ósigri og Goldwater kallaði yfir okkur í síðustu forsetakosn- ingum. Jafnvel þessi rök kynnu ekki að reynast fullnægjandi. Repúblíkanaflokkurinn hefur ætíð neitað að láta sér slæma reynslu að kenningu verða. Þó að furðulegt megi teljasr, gæti hægri armur flokksins orðið jafn fullur af baráttu- þreki 1968 og hann var 1964. (Observer. — Öll réttindi áskilin). þess ótvíræð merki, að þeir séu staðráðnir í að láta ekki hlut sinn, eins og þeir gerðu 1964. Þegar eru uppi raddir um að á flokksþingi Repúblíkana 1968 verði sameinazt um eitt framboð, sem talið er líklegt að verði þeir George Romney og Jacob Javits öldunga- deildarþingmaður frá New York. Frjálslyndir gera þó ekki lítið úr þeim erfiðleikum, Barry Goldwater. virði fyrir félögin, og er þess vegna lögverndaður. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður milli fulltrúa verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda. Hefðu að sjálfsögðu bæði verkamenn og vinnuveitendur kosið að þeir samningar gengju greið- legar en raun ber vitni. En það réttlætir engan veginn að gripið sé til fyrirvara- lausra vinnustöðvana eða verkbanna. Slíkar aðfarir auð velda aldrei samninga. Þær skapa aðeins glundroða, ó- þarfa sóun verðmæta og marg víslegt óhagræði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.