Morgunblaðið - 22.06.1966, Page 15
Miðvlkudagur 22. }úni 1968
MORGUNBLAÐID
15
Matfh'ias Johannessen ritar af PEN-þinginu:
Albee og Arthur Miller
Um rithöfunda i útlegð, hlutverk smáþjóðanna i heims-
menningunni, bandariska leikritun og sýningar á Broadway,
bókmenntafræðinga og gagnrýnendur og bjóðfélagslegar
gloriur, skoðanir diplómata og annarra manna,
sjónvarp og sitthvað fleira
Washington, 17. júní.
ARTHUR Mil’ler sagði á fundi
með frétfcamönnum í New York
í gær, fimmtudag, að PEN hefði
gert það sem í þess valdi stóð
til að koma rússnesku rithöf-
undunum Sinjavskí og Daníel
til hjálpar. Miller sagði þetta
og lagði á það áherzlu, vegna
þess að rödd heyrðist um það,
að í fréttatilkynningu fyrir
fundinn hefðu aðgerðir Sovét-
stjórnarinnar ekki verið for-
dæmdar. Aftur á móti hefðu
verið fordæmdar aðgerðir
stjórnarvalda í Tyrklandi, Kína
og Úkraínu gegn rithöfundum
og fésektir sem spænsk stjórn-
arvöld hefðu lagt á rithöfunda
sem skrifuðu á katalónsku.
Fundurinn með Miller var
allsögulegur með köflum. Hann
var haldinn í húsakynnum
New York háskóla eins og þing-
ið sjálft. í upphafi fundarins
lenti Miller í orðaskaki við ein-
Ihverja viðstadda, sem héldu
því fram að bann Sovétstjórn-
arinnar við því að rússneskir
Gyðingar fengju leyfi til að
skrifa á jiddisku hefði ekki ver-
ið fordæmt. Miller benti á að
tillaga um að fordæma Sovét-
stjórnina af þessum sökum
hefði verið rædd og síðan vísað
til nefndar í athugunarskyni.
Virtist mál þetta harla mikil-
vægt í augum sumra, sem héldu
því fram að PEN hefði brugðizt
með aðgerðarleysi sínu, en mér
virtist koma úr hörðustu átt að
foregða Miller um svik við Gyð-
inga í Sovétríkjunum, því allir
vita að hann er sjálfur af Gyð-
ingaættum og hefur skrifað
foók, Fókus, þar sem Gyðinga-
hatur er fordæmt. En banda-
ríska sendinefndin mun hafa
greitt atkvæ'ði með austurblokk
inni um að fresta að taka af-
stöðu til málsins, þar til allar
staðreyndir liggi fyrir. Það hef-
ur ýmsum augsýnilega þótt
ganga guðlasti næst. Mér var
sagt eftir fundinn með Miller
að um 3 milljónir Gyðinga í
Sovétrikjunum töluðu jiddisku.
— ★ —
Harla merkilegt er að sitja
slíkt þing sem PEN-ráðstefn-
una í New York og hlusta á
umræður um hin ýmsu vanda-
mál sem ber á góma. Það er
okkur fslendingum hollt að
gera okkur ljóst, að 200 þúsund
manna þjóð norður á hjara
veraldar er ekki talin hafa
neinu stórvægilegu hlutverki
að gegna í heimsmenningunni,
enda kannski ekki a'ð furða
þegar litið er á staðreyndir eins
og þær, að Katalóníumenn eru
7 milljónir að tölu, eiga merkar
bókmenntir og tala sérstakt
tungumál, en eru undir stöð-
ugu eftirliti fasista án þess nokk
ur skipti sér af því — og Úkra-
ínumenn eru 40 milljónir og
tala sérstakt tungumál, en fá
þjóðarþrá sinni engan veginn
svalað í samfélaginu við Sovét,
að þvi er rithöfundurinn Wad-
ym Lesytch sagði mér. Og hann
fullyrðir að um 700 þúsund
úkraínskra flóttamanna séu í
Bandaríkjunum, heldur fleiri 1
Kanada auk margra í öðrum
löndum, eða að alls muni vera
hátt á þriðju milljón úkraínskra
flóttamanna erlendis. Um slíka
„smámuni" hugsum við íslend-
ingar sjaldnast, þegar við mikl-
umst. af frægð okkar og fortíð.
Eða mundi okkur ekki þykja
úkraínskir flóttamenn allálitleg
þjóð, ef saman væru komnir á
einum stað? Hví skyldi fólk þá
vera að hugsa um einar 200
þúsund hræður, „sambland af
eskimóum og skandínövum“,
eins og lærður þingfulltrúi á
PEN sagði um okkur fslend-
inga, þegar hann ætlaði að flíka
lærdómi sínum í samtali við
mig. Enda er það svo að full-
trúar með þennan titil á nafn-
spjaldi sínu: „Writer in exile“
(rithöfundar í útlegð) eru mun
fleiri en fulltrúar smærri þjóða
eins og Norðurlanda. Og þessir
útlegðar-höfundar eru margir
hverjir fulltrúar fyrir ekki ó-
merkari menningararf en "ið
Norðurlandabúar.
— ★ —
Á rá'ðstefnu þessari sem ber
titilinn „The writer as Inde-
pendent Spirit" kennir margra
grasa, enda eru fulltrúar rétt
um 600 talsins, að því er sagt
er. Aðalfulltrúi íslands er Krist
ján Karlsson, bókmenntafræð-
ingur, en ég flaut með frekar
upp á eigin spýtur en sem opin-
ber fulltrúi. Ekki skal ég þreyta
neinn á því að fara að skýra frá
umræðum, enda eru þær eins
og þingskvaldur alls staðar ann
ars staðár: skemmtilegastar fyr-
ir þá sem taka til máls. En þó
skal því ekki neitað að sumt er
athyglisvert og einstaka ræða
hefur vakið athygli. Vil ég þar
fyrst og síðast nefna inngangs-
ræður Arthurs Millers og banda
ríska sagnaskáldsins Saul Bell-
ows, en hann er í hópi fremstu
skáldsagnahöfunda samtímans,
þekktasta verk hans er eins
konar sjálfsævisaga og heitir
Arthur Miller.
„The Adventures of Augie
Marsh“; hún gerist í Chicago
þar sem hann ólst upp. Bellow
réðst á atvinnugagnrýnendur
og þá bókmenntafræðinga sem
nota ritstörf til að koma sér
upp, ef svo mætti segja, þjóð-
félagslegri gloríu. Og hann tók
til bæna þessa akademísku
gagnrýnendur sem umskrifa
bókmenntirnar og klæða þær í
nýjan hugmyndabúning, hver
eftir sínum smekk og hver með
sinni aðferð. Vissulega hefur
þessi ádeila við nokkur rök að
styðjast. Þó gagnrýnendur hafi
alltaf látið til sín taka, hefur
varla verið hægt að segja fyrr
en nú a’ð þeir væru búnir að
mynda sérstaka s.tétt. Og þessi
„nýja stétt“ er að skapa nýja
menntagrein sem þrífst á bók-
menntum eins og bókmenntirn-
ar á lífinu. Þessi „nýja stétt“ er
að verða aðsópsmikil og voldug.
Og hún hefur ekki heldur neitt
á móti því að láta að sér kveða
heima á íslandi, til góðs eða
ills. Auðvitað á gagnrýni rétt á
sér, þé ekki sé nema til að vekja
umræður um bókmenntir og at-
hygli á þeim. En enginn skyldi
trúa henni eins og nýju neti,
því síður að láta hana koma í
stað bókmenntanna sjálfra.
Arthur Miller sagði um gagn-
rýnendur, að við fengjum að
vita allt um hvað þeir hugsa,
en ekkert um tilfinningar
þeirra. Honum þótti flest skrif
gagnrýnenda upp á síðkastið
vera heldur lítilvægt framlag
— jú, við fengjum að vita,
hvort leikritagagnrýnandi hefði
sofið á sýningu — eða ekki.
Þa'ð getur verið gaman fyrir þá
sem hafa áhuga á akademískri
afstöðu að vita þetta, en fólk er
yfirleitt litlu nær, sagði Miller.
Þannig hefur gömlu togstreit
unni milli skálda, eða skapandi
rithöfunda ef svo mætti segja,
og gagnrýnenda skotið enn einu
sinni upp á þessu þingi. Og
bandaríska leikritaskáldið Al-
bee hafði einnig ýmislegt að
segja um gagnrýnendur á
klukkutíma samtalsfundi, sem
við áttum með honum nokkrir
blaðamenn. Ég kem að því síð-
ar.
— ★ —
Það var gaman að hitta
Arthur Miller aftur. Hann hef-
ur ekki elzt eins mikið og ég
hélt, viðmót hans er svipað og
þegar ég talaði vi'ð hann í
Brooklyn fyrir tólf árum, en
samt er hann nú ekki alveg
laus við gloríu prímadonnunn-
ar, þennan fylgifisk frægðar-
innar. En mér er nær að hatda
að fólkið í kringum hann eigi
meiri þátt í að varðveita þessa
frægðaráru en hann sjálfur.
Það verða fáir heimsfrægir af
að skrifa leikrit — en hver
mundi ekki verða heimsfrægur
af að kvænast Marilyn Mon-
roe?
Miller sagði að eitthvað það
eftirminnilegasta á PEN-þing-
inu hefði verfð að hlusta á rit-
höfunda frá S-Ameríku skýra
frá reynslu sinni. I mörgum
löndum eru þeir eins og hverjir
aðrir útlagar í heimalandi sínu
og sjá þann kost vænstan að
snúa sér að einhverju öðru
verkefni en ritstörfum, fara til
dæmis í diplómasíuna. Ég veit
ekki hvers vegna hann nefndi
hana frekar en annað, kannski
er stjórnarerindrékum hvað
nauðsynlegast að hafa enga
skoðun. Alveg þótti mér Pétur
Thorsteinsson halda fram sín-
um skoðunum, þegar ég hitti
hann í Washington um daginn
mér til óblandinnar ánægju,
enda er Pétur allra manna
skemmtilegastur, höfðingi heim
að sækja og á í pokahorninu
reynslu sem fáir íslendingar
geta státað af. Þó það sé útúr-
dúr get ég ekki stillt mig um að
segja hér frá því, að í miðri
Berlínar-deilunni, þegar hann
var sendiherra okkar í Moskvu,
var hann skyndilega kallaður á
fund Krúsjeffs, og þegar þeir
hittust, skýröi sovézki forsætis-
ráðherrann afstöðu sína fyrir
þessum fulltrúa smáríkisins,
vegna þess að Pétur var á för-
um til Vestur-Þýzkalands. Vildi
Krúsjeff endilega að hann itrek
aði sjónarmið sín þegar hann
kæmi til Bonn. Sagði Pétur mér
að sér hefði þótt eftirminnilegt
að hitta Krúsjeff við þessar að-
stæður.
Nú. Aðspurður sagði Miller
að hann vissi ekki hvers vegna
rússnesku fulltrúunum hefði á
síðustu stundu veri'ð meinað að
fara á PEN-þingið. Hann væri
ekki betur að sér um þá hluti
en hver annar. Svona tala
inenn, þegar þeir eru komnir í
áfoyrgðarstöður.
Og nú vatt hann sér að leik-
ritagerðinni. Einhver spurði,
hvers vegna svo fá góð leikrit
væru nú sýnd á Broadway.
Hann gat ekki varist brosi,
svo fór hann að skýra málið.
Hann sagði að það kostaði ekki
undir 150 þúsund dollurum að
setja upp góða leiksýningu á
Broadway og þeir væru orðnir
fáir þar, sem hefðu bolmágn
eða vilja til að taka áhættuna.
Þess vegna yrðu aðallega fyrir
valinu söngleikir og verk sem
búast mætti við að fólk sækti.
Edward Albee.
Sá tími mundi vafalaust koma
að þetta breyttist til batnaðar,
en þangað til mundu lítil leik-
hús hingað og þangað gegna því
hlutverki að kynna umtalsverð
leikrit. Stjórnarvöldin styrktu
slíka leikstarfsemi, og meðan
ekki væri eftirsóknarvert að
setja upp alvarleg verk á Broad
vay mundu þessi leikhús gegna
því hlutverkj sem leikhús þar
hefðu haft með höndum.
Miller hafði ritað grein í Satur
day Review i tilefni af PEN-
þinginu. Hann sagðist meðal
annars hafa viljað með grein-
inni benda á hve margir ungir
höfundar nú á timum hefðu
tæknina algerlega á valdi sínu,
kynnu sem sagt til verka í
Saul Bellow.
skáldsagna- og leikritagerð —
en hefðu bara ekkert að segja.
Allt þeirra stref væri glíma við
form. Hann lagði áherzlu á að
rithöfundurinn kynni skil á
raunveruleikanum í kringum
sig — og harma'ði, að því er mér
virtist, ef nútímaleg raunsæis-
stefna í bókmenntum gæti ekki
þróazt án þess að höfundarnir
fengju bágt fyrir verk sín. Þá
minntist hann á leikritun og
sjónvarpið og sagðist ekki sjá
neitt á móti því að sjónvarps-
leikritun gæti verið eins ákjós-
anlegt listform og hvað annað.
En sjónvarpið hefði ekki áhuga
á neinu sem ekki væri verzlun-
arvara, það hefði sem sagt ekki
áhuga á öðru en því sem hægt
væri að selja — og þess vegna
ættu verðmæt verk í vök að
verjast, en sá tími væri að
koma að sjónvarpsmenn gerðu
sér ljóst að góðir hlutir gætu
einnig verið söluvara. „Ef þeir
fara að halda að það séu pen-
ingar í góðum leikritum, þá
eiga þau framtíð fyrir sér í sjón
varpinu", sagði hann.
— ★ —
Og þá er loks komi'ð að Al-
foee sem margir íslendingar
þekkja af leikritum hans „Hver
er hræddur við Virginíu
Woolf?" og „Saga úr dýragarði"
eins og þau voru kölluð, ef ég
man rétt. Þessi verk bæði hlutu
frábærar viðtökur heima, enda
voru þau vel þýdd, óvenjuvel
sviðsett og leikurinn afbragð.
Ég talaði stuttlega við Albee og
sagði honum, hve vel verkum
hans hefði verið tekið heima.
Hann brosti af gleði og þótti
mér einsýnt að honum væri ekki
sama um viðtökur verka hans
— líklega er hann talsvert við-
kvæmur í aðra röndina. Hann
vissi að ísland er norrænt land
me'ð norrænan menningararf,
það yljar manni alltaf um
hjartaræturnar að hitta fólk
sem kann nokkur skil á landinu
og þjóðinni. Var einkar þægi-
legt að tala við hann, enda virð-
ist hann gersamlega óspilltur á
sálinni. Hann hefur geðugt út-
lit og gæti ég trúað að kven-
fólki þætti hann „sætur“!
Hann hefur ákveðnar meining-
ar, er hlýr í tali, en getur verið
hvassyrtur. Hann hefur gaman
af að tala um verk sín og svar-
aði öllum spurningum óhikað.
Ég sagði honum frá leikritum
Laxness og afstöðu íslenzka
Nóbelsskáldsins til bandarískr-
ar leikritagerðar. Honum þótti
afstaða hans ekki óskiljanleg,
tók henni a.m.k. kurteislega, en
benti á að bandarísk leikrita-
gerð væri í deiglunni, raunar
hefðu fyrstu frambærilegu leik-
ritin ekki verið samin fyrr en
O’Neill kom til sögunnar upp úr
1920. Það væri því ekki óeðli-
Framhald á bls. 19