Morgunblaðið - 22.06.1966, Síða 20

Morgunblaðið - 22.06.1966, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ I Miðvikudagur 22 júní 1966 Nýr Norðfirðingur liAU G ARD AGINN 11. júni f kom hinn nýi Norðfirðingnr í fyrsta sinn til Neskaupstað- ar, en það er hin nýja Douglas vél Flugsýnar, sem áætlað er ag fljúga þangað á næstunni. Við þetta hátíðlega tækifæri ávarpaði bæjarstjóri Neskaup staðar, Bjarni Þórðarson, á- höfn hinnar nýju vélar og bauð velkomna. Myndir þær, sem hér fylgja með, eru frá þessari athöfn. Önnur sýnir bæjarstjóra með áhöfn vélarinnar, frá vinstri: Bjami Þórðarson, Egill Bene- diklsson, flugmaður; Einar Friðriksson, flugmaður, Krist ján Gunnlaugsson, flugstjóri, og Jón Magnússon, formaður stjórnar Flugsýnar. — Ljós- mynd: Ásgeir. Gistiheimili að Longumýri f SUMAR verður rekið gisti- heimili í Húsmæðraskólanum að Löngumýri, Skagafirði. Starfsemi gistiheimilisins verð ur hagað á svipaðan hátt og áður. Opið verður frá 1. júlí til ágústloka. Ferðafólki er f sjálfsvald sett, hvort það kemur með eigin ferðaútbúnað, s. s. tjöld og svefnpoka, eða tekur herbergi á leigu. Gestir fá morgunmat, eftir- miðdags- og kvöldkaffi. Hóp- ferðarfólk getur fengið . mál- tíðir ,ef pantað er fyrirfram. Fólk, sem ferðast með eigin ferðaútbúnað, fær aðstöðu til eldunar, ef óskað er. 60 ára: Pétur Pálsson LÉTTUR í lund og léttur í spori og alls ekki hægt að sjá að hann sé að verða sextugur, sem er þó staðreynd. Það eru nú 60 ár síðan Pétur Pálsson, Hraunbraut l, Kópavogi, leit fyrst dagsins ljós í Borgarfirði, 23. júní 1906. Þegar hánn stálpaðist var hann með hesta og kerru hjá Vega- gerðinni. Það fór svo, að mest alla sína ævi hefur hann starfað hjá Vegagerð ríkisins. Þær eru margar vélarnar, sem Pétur hef ur gert við um dagana. Já, þetta átti að vera afmælis- kveðja frá gömlum samstarfs- manni, sem vill við þetta tæki- færi þakka allar þær mörgu sam verustundir, sem við höfum átt saman. Pétur Pálsson er alveg sérstæð ur persónuleiki. Alla daga ársins er hann í sínu bezta skapi og það er ekki hægt að láta sér leiðast í návist. hans, enda er sama hvar maður kemur á land inu, allir þekkja Pétur Pálsson hjá Vegagerðinni, enda liggja spor hans víða um vegi og brýr á íslandi, því starfsmenn Vega- Sýningarlæki sett upp að Flúðum Geldingaíholti, 20 júni. 1 GÆRKVÖLDI voru tekin 1 notkun ný og fullkomin kvik- myndasýningartæki og hátalara kerfi í félagsheimili Hruna- manna að Flúðum. Áður en sýningin hófst tók formaður Ungmennafélags Hrunamanna, Haraldur Sveins- son á Hrafnkelsstöðum, til máls og greindi frá aðdraganda að kaupum tætkjanna og kostnaði sem nemur alls um 400 þús. krónum. Eigendur tækjanna eru Hruna mannahreppur, Ungmennafélag Hrunamanna og Kvenfélag Hrunamanna. Þé afhenti Haraldur kvik- myndatækin húsnefnd til u/m- ráða, en formaður hennar, Jó- hannes Helgason í Hvammi, veitti þeim viðtöku. Skýrði hann m. a. frá því, að ákveðið hefði verið að hafa kvikmyndasýning ar á hverju fimmtudagskvöilcli í sumar kl. 9.30. Verður næsta sýning n.k. fimimtudagskvöld. Á fyrstu kvikmyndasýninguna voru boðnir allir íbúar Hruna- mannahrepps og sóttu hana um 200 manns. — Jón. gerðarinnar eru sendir víða til að vinna sín störf og hefur Pét- ur eignazt marga góða kunn- ingja í ferðum sínum um landið, enda er hann dagskrárstjóri gamansemi og gleði hvar sem hann er. Ég ,er alveg viss um að marg- ir hugsa hlýtt til hans á þessum merkisdegi í lífi hans. Það mun hafa verið 1928 að leiðir okkar Péturs lágu saman. Síðan hefur ríkt góð vinátta milli okkar. Nú þegar við félagar þínir hittum þig sextugan og biðjum þér alls hins bezt í nútíð og fram tíð þá er það þó eitt sem ég þori ekki og það er að hæla þér. Það fengi ég borgað, þó vil ég samt segja þetta: ég óska íslandi þess að það mætti eiga marga syni sem þig. Þegar Þverá og Markarfljót voru brúuð upp úr 1930 fór Pét- ur Pálsson í sína beztu ferð, því þangað var hann sendur til starfa. í Garðsauka voru ungar heimasætur í þá daga og þar fann Pétur hamingju sína, ein hinna ungu meyja, Steinunn Sæ mundsdóttir fylgdi Pétri frá brú arsmíðinni og stendur við hlið hans enn sem ástrík eiginkona. Hún hefur skapað honum yndis legt heimili og fætt honum þrjú mannvænleg börn, sem öll eru nú uppkomin, en dvelja þó enn heima hjá foreldrum sínum. Að endingu þetta: Mér er kunnugt um það að fátt myndi gleðja Pétur og fjölskyldu hans meira en að sjá góða vini að loknu dagsverki í dag. Lifðu heill Pétur Pálsson. S. H. Fjölskylda í Glasgow óskar eftir stúlku — au pair — framúrskarandi aðbúnaður. S. Shivas, 39, Holmhead Road, Glasgow, S. 4. — Scotland. Konur hnrðdrægor í sjóstongoviði EINS og áður hefur verið frá í fréttum, fór 7. ailþjóða-sjó- stangaveiðimót fram í Eyjafirði dagana 11. og 12. júní, og sá Sjóstangveiðifélag Akureyrar um undirbúning og framkvæmd þess. Veður var gott báða mótsdag- ana og veiði allgóð, ;þar sem á land voru dregin um 10 tonn af fiski. 64 keppendur tóku þátt í mót- inu, og voru þeir frá eftirtöldum stöðum: Reykjavík. Keflavík, Keflavíkurflugvelli, Akranesi, Akureyri og Hrísey. Róið var frá Dalvík á 15 bát- um, en þeir voru frá Hrísey, Dal- vík, Litla-Árskógssandi, Hauga- sundi og Grenivík. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: Hæsta sveitin á mótinu var sveit Jóhannesar Kristjánssonar Akureyri, sem veiddi 789,650 kg. en sveitina skipa auk Jóhannes- ar þeir Óli D. Friðbjarnarson, Rafn Magnússon og Eiríkur Stef ánsson, og hlutu þeir glæsileg- an farandbikar að launum, sem gefinn var af flotaforingja í varn arliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þyngstan afla á mótinu hafði Jónas Jóhannsson Akureyri, 295,310 kg. og hann veiddi einnig flesta fiska, eða alls 203 stk. og hlaut hann verðlaunagripi fyrir hvorttveggja. Tvær kvennasveitir tóku þátt í mótinu frá Akureyri og Suður landi. Sveit Akureyringana varð hlutskarpari, og veiddi samtals 718,720 kg. en sveitina skipuðu þær Ólafía Jóhannesdóttir, Hólm fríður Þorláksdóttir. Guðbjörg Árnadóttir og Fanney Jónsdóttir og hlutu þær að launum verð- launagripi sem gefnir voru af Verzl. Sport, Reykjavík. Einnig má geta þess að þessi sveit var 3. bezta sveitin í mótinu. Samanlagðan mestan afla kvenna báða dagana hafði Guð björg Árnadóttir, 207,660 kg. og hlutu að launum Sportskyrtuna sem gefin er af Verzl. Sport í Reykjavík. Síðari daginn var keppt um gull- og silfurverðlaun, sem Ev- rópusamband Sjóstangveiði- manna gef þeim einstaklingum er hefðu þyngstan afla og hlutu þau hjónin Eiríkur Stefánsson, Akureyri, sem veiddi 185,700 kg. og Hólmfríður Þorláksdóttir sem veiddi 148,500 kg. Stærstu fiskana veiddu eftir- taldir menn: Þorsk 17 kg. Konráð Ámason, Akureyri. Ýsu 2.910 kg. Hólmfríður Þor láksdóttir, Akureyri. Steinbít 5.00, Ómar Konráðs- son, Reykjavík. Lúðu, 2,33 kg., Magnús Odds- son, Akureyri. Ufsa 2,10 kg. Guðmundur Gísla son, Reykjavík. Karfa 0,98 kg. Magnús Valde- marsson, Reykjavík. Keilu 10,40 kg. Lárus Árnason Reykjavík. Með hæstan meðalafla á mann voru eftirtaldir bátar: 1) Eyrún Hrísey, skipstj. Jó- hann Jónasson. — 2) Auðunn, Hrísey, skipstj. Kristinn Jakobs- son. — 3) Björg, Hrísey, skipstj. Tryggvi Ingimarsson; og hlutu þeir allir fagra verðlaunagripi til eignar. Þá veitti Magnús E. Guðjóns- son, bæjarstjóri hæsta einstakl- ingi úr hverju byggðarlagi minja grip, sem var áritaður fáni úr silfri með skjaldarmerki Akur- eyrarbæjar. Húsnæði til leigu Til leigu eru 3 herb. (með forstofu og snyrtiherb.) ca. 50 ferm. á 1. hæð í nýju húsi á mjög góðum stað við miðborgina. Húsnæðið leigist fyrir snyrtistofur, hárgreiðslustofur, skrifstofur, tannlæknastofur eða svipaða starfsemi. — Upplýsingar í síma 2-3436.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.