Morgunblaðið - 22.06.1966, Page 21

Morgunblaðið - 22.06.1966, Page 21
Miðvfkudagur 22. júní 1963 21 MQJRGUNBLAÐID — De Gaulle Framh. af bls. 1 istaríkjanna I austri. Þrátt fyrir að Bandaríkin hafi mikilvægu hlutverki að gegna í Iheimsmálunum eiga Evrópubúar sjálfir að leysa vandamál Ev- rópu. Þangað til Evrópuþjóðirn- ar byrja að beita áhrifum sínum í þessa átt, er það hlutverk Frakka annars vegar og Sovét- manna hins vegar, að hefja nú þegar umleitanir til að draga úr spennu í Evrópu.'í De Gaulle lagði áherzlu á að Frakkland myndi áfram verða frjáls þjóð og vestræn þjóð, en að Frakkar gætu ekki unað' því að standa andspænis tveimur stríðandi aðilum í Evrópu. Hann sagði einnig, að hann myndi í viðræðunum við Sovét- leiðtogana ræða um Þýzkalands- vandamálið. Að loknum viðræðunum i morgun sagði talsmaður Frakka, að Rússar hefðu sagt að þær væru „áþreifanleg sönnun þess — S'ildin Framhald af bls. 27 S.L. sólarhring voru skipin einkum að veiðum 120 mílur austur af Langanesi og 110 míl- ur SAaA frá Langanesi. Á þess- um veiðisvæðum var veður fremur óhagstætt. Við Jan Mayen voru nokkur skip, en þar var ekki veiðiveður í morgun. Alls tilkynntu 21 skip afla s.l. sólarhring, samtals 1.905 tonn. Raufarhöfn Jörundur II RE 160 tonn Helga RE 150 — Sæúlfur BA 130 — Dalatangi Seley SU 130 tonn Jón Finnsson GK 100 — Þórður Jónassor. EA 150 — Sóley IS 60 — Guðbjörg GK 20 - Guðbjörg OF 50 — Sigurfari AK 25 — Keflvíkingur KE 50 — Sigurvon RE 45 — Guðbjörg IS 40 — Guðm. Þórðarsor R*' 70 — Gullberg NS 110 - Barði NK 200 - Helga Björg HU 60 — Ólafur Friðbertsson IS 160 — Þrymur BA 25 — Lómur KE 40 - Ólafur Magnússon EA 130 — að vilji er fyrir frekari viðræð- um milli þjóða vorra.“ Eftir því sem heimildir herma voru helztu viðræðuefnin örygg- ismál Evrópu og Þýzkalands- vandamálið. Gerðu Sovétleiðtog arnir fyrst grein fyrir stefnu sinni, en síðan De Gaulle. Ræddi hann gildi gagn- kvæmra viðræðna milli Sovét- ríkjanna og annarra þjóða, ekki aðeins Frakka, heldur sagði tals maðurinn að forsetinn hefði sagt að stjórnin í Bonn æfti að reyna að leysa vandamál sín í samvinnu við Sovétstjórnina. Þessi ummæli stinga í stúí við þá afstöðu NATO, að gagnkvæm ar viðræður við A-Evrópuþjóð- irnar séu óráðlegar. Því næst ræddu þeir sambúð austurs og vesturs í Evrópu og sameiningu Þýzkalands. Brezh- nev minnti á tillögu, sem Gromy ko utanríkisráðherra, bar fram fyrir nokkrum mánuðum, um ráðstefnu Evrópuþjóða um ör- yggismál. í þeirri tillögu voru Bandaríkin ákveðið útilokuð frá þátttöku, en Finnlandsför Kosy- gin á dögunum gaf hann í skyn að möguleiki á þátttöku USA í þessum viðræðum væri ekki úti lokaður. Ekki er vitað um viðbrögð De Gaulle við þessari tillögu, en bent er á, að stefna hans undan- farið hafi verið að minnka áhrif Bandaríkjamanna í Evrópu og að Evrópubúar ifinni sjálfir lausn á sínum vandamálum. í opinberri tilkynningu af hálfu Sovétríkjanna segir að við ræðurnar hafi einkennzt af hreinskilni og einlægni. Næstu viðræður þessara sömu aðila fara fram á miðvikudag. Síðdegis ávarpaði De Gaulle 3000 Moskvubúa af svölum ráð- hússins í Moskvu, þar sem hann ræddi hin gömlu vináttubönd Frakklands og Sovétríkjanna. Endaði hann ávarp sitt með því að segja á rússnesku: „Lengi lifi Moskva. Lengi lifi Rússiand. Lengi lifi vináttan“. — SAS-verkfall Framh. af bls. 1 ekki samþykkt gerðardóm. Ætluðu dönsku flugmennirn- ir að hefja störf að nýju á miðnætti sl. og er gert ráð fyrir að 80% af flugi SAS JAMES BOND Ný höfn, nýr slippur, ný síldarbræðsla Miklar framkvæmdir í Neskaupstað verði komið í eðlilegt horf | innan 48 klst. Göte Lindgren fram- kvæmdastjóri sænska flug- mannasambandsins sagði í kvöld að sáttanefndin hefði kallað deiluaðila á fund vegna tillögu samgöngumála- ráðherranna, sem var á þá leið að sérstakur gerðardóm- ur fjallaði um þau atriði, sem deiluaðilar næðu ekki sam- komulagi um. Sænska flug- mannasambandið hefði hafn- að þessari málsmeðferð vegna þess að hagsmunadeilumál sem þessi væri ekki hægt að leysa nema með samningum, og þar sem ekki varð af frek- ari samningaviðræðum held- ur verkfall sænskra flug- manna áfram“ sagði Lind- gren að lokum. Þá var tilkynnt i kvöld, að við upphaf viðræðnanna í dag hefði SAS fallist á þá kröfu danska flugmannasam- bandsins um að ráða aftur tvo danska flugmenn, sem fé- lagið sagði fyrir skömmu upp, á þeim forsendum að þeir hefðu ekki svarað í símann er kalla átti þá til starfa. En flugmennirnir áttu þá að vera reiðubúnir til starfa með litlum sem engum fyrir- vara í 24 klst. Flugmannaverkfallið hefur nú staðið í 8 daga, og hefur þa kostað SAS 18 milljónir ísl. kr. á dag ,eða nú alls um 145 milljónir ísl. kr. frá byrj- un. Má búast við að afleið- ingar verkfallsins eigi enn eftir að segja til sín. MORGUNBLAOIO Neskaupstað, 18. júní. MIKLAR framkvæmdir standa nú fyrir dyrum hér í Neskaup- stað í sumar. Verður unnið að byggingu nýrrar hafnar, byggð- ur stór slippur, reist ný síldar- verksmiðja, og loks unnið að stækkun sildarverksmiðju. Fjöldi fólks er komið hingað til bæjarins til þess að vinna við síldina í sumar, en þótt vinna við hana sé ekki enn hafin að fullu, þá er næg atvinna handa fólkinu við fyrrgreindar fram- kvæmdir. Varðandi hafnargerðina, þá verður unnið að 1. áfanga henn- ar í sumar. Hún mun verða i hafnarbotninum nokkra kíló- metra frá innan við innstu íbúð arhúsin í bænum. Er þegar bú- ið að mæla fyrir höfninni. Þá verður unnið- af kappi við byggingu nýs slipps, og verður unnið stanzlaust við hann þar til honum er að fullu lokið. Von ast menn til að það verði núna í haust. Slippur þessi á að geta tekið upp allt að 500 tonna skip. Byrjað verður á byggingu nýrrar síldarverksmiðju ein- hvern næstu daga. Það er nýtt hlutafélag, Rauðbjörg h.f., sem stendur að byggingu þessarar verksmiðju og eru allflestir hlut hafar þess frá Neskaupstað. Verksmiðjan á að geta afkast- að 1500-2000 málum á sólarhring en ennfremur er gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum. Ekki er ráðgert að verksmiðjan verði til fyrr en á næstu síldarvertíð. Löks er nú imnið dag og nótt að því að stækka verksmiðju Síldarvinnslunnar, og verður hún stækkuð upp í 7 þús. mála afköst á sólarhring. Standa von- ir til að sú stækkun geti jafnvel verið komin í gang nú upp úr mánaðamótunum. — Fréttaritari. í stuttu máli AMSTERDAM — 850 manni eða rúmlega það undirrituðu mótmælaskjal sem birt var í sunnudagsblöðunum, þar sem víttar eru aðfarir lögreglu- manna við óeirðirnar sem urðu í Amsterdam fyrr í vik- unni. Eru tilfærð ýmis dæmi um óþarfa hörku lögrsglu- manna í átökunum. ADEN — Brezka oliuskipið „01na“ bjargaði á sunnudag 26 manna áhöfn skipsin3 „Zaneta“ sem isigldi undir fána Líberíu, þar sem skipið var að því komið að sökkva á Arabiska hafinu. NEW YORK — Haft var eftir Robert Kennedy að hann væri því andvígur að Banda- ríkin tækju upp viðskipta- bann á S-Afríku, því það myndi koma harðast niður a þeim sem helzt væru hjálpar þurfi. Auk þess myndi við- skiptabann hafa slæm áhrif á hina hagstæðu þróua efna- hagsmála í landinu, sem Kennedy telur bezta ráðið til að brjóta apartheid á bak aftur. —X— ->f -X— Eftii IAN FLEMING — Sýknað Framhald af bls. 19 gæslu starfsmanna ísl. aðal- verktaka eða lélegum aðbúnaði á vinnustað yrði kennt um slys- ið. Segir að lokum í forsendum að dómi héraðsdóms: „Samkvæmt framangreindu verður slysið hvorki rakið til vanbúaðar á vinnustað né til mistaka af hálfu manna þeirra, sem stefndi ber ábyrgð á, enda verður í því sambandi að líta á að stefnandi fór ógætilega með því að fara fremst fram á þiljur skipsins, þar sem þær eru mjóstar, en aðeins lág brún á milli þeirra og opinnar lestar- innar, og án þess að hafa annan stuðning en af framangreindum vír. Verður heldur eigi séð, að stefnanda hafi borið nauðsyn til að vera á stað þessum til að fylgjast með lestun skipsins, og hefur honum verið í lófa lagið að verá þar sem hætta var minni, t. d. aftar á þiljum skips- ins. Þar sem slysið verður heldur eigi rakið til annarrar áhættu, sem stefndi lögum sam- kvæmt ber ábyrgð á, ber að sýkna hann af kröfum stefn- anda, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli nið- ur.“ Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómurinn og segir svo í dómi Hæstaréttar: „Meí skírskotun til forsenda hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann.“ James Bond IV IAH REIMK DMWWS 81 JOHN iclBS Eg heyrði kallað úr myrkrinu. „Nú skulum við fá okkur glas af Raki. En hvað er nú þetta?“ „Vavra fer sínar eigin leiðir við að finna út hvað grimumennirnir ætla sér“. Vavra hafði þegar fundið það út. „Þetta er undarlegt atferli, James. Vavra segir að grímumennirnir hafi verið sendir til að ná í mig, hann og menn hans, vegna þesa að þeir vinna fyrir mig. En það virðist sem það hafi ekki átt að særa þig“. Chieng þykir gaman að gera góð við- skipti og hann er strax reiðubúinn til að ganga að tilboði Júmbós. Hann sýnir Júmbó mikið af fjallgöngu- klæðnaði og segir að það hafi einmitt verið þesskonar klæðnaður sem sjómenn- irnir keyptu, þegar þeir ætluðu að klifa Isalo-fjallið til þess að komast að „gjótu Portúgalanna“. Það verða 60 dollarar, þökk fyrir. Teiknarr J. MORA Júmbó tekur strax fram peningana. — Gjörðu svo vel, segir hann — hérna hef- urðu 60 dollara og þá 10 sem ég hét þér í kaupbætir. Við komum bráðum að sækja dótið . . . Þökk fyrir upplýsingarnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.