Morgunblaðið - 12.07.1966, Side 1
24 síður
Myiid Jiessi var tekin í Hanoi, höíuðborg Norður \ietnam, fyrir helgina. Sýnir hún bandaríska
flugmenn á leið til yfirheyrslu. Fjöldi borgarbúa safnaðst saman umhverfis flugmennina til að láta
í ljós hatur sitt á þessum „sjóræningjum lofts. 4 s“, eins og flugmennirnir eru nefndir í Hanoi.
Vaxandi vinsældir
Johnsons forseta
Bandarikiamenn fylgjandi
loftárásunum á N-Vietnam
Washington, 11. júlí
(NTB): —
Samkvæmt nýjustu
skoðanakönnun í Banda-
ríkjunum hafa vinsældir
Johnsons forseta aukizt
verulega eftir að loftárás-
ir hófust á eldsneytis-
geyma í Norður Vietnam.
Samkvafemt könnun Harris
Survey félagsins, sem úrslit
birtust úr í Washington Post
í dag, telja 62% Bandaríkja
manna rétt hjá forsetanum
að fyrirskipa loftárásirnar, 11
% þeirra eru andvígir þess-
Málgagn kinversku stjórnarinnar segir:
Vietnambúar verða að treysta á eigin
mátt í baráttunni við Bandaríkin
um aðgerðum, en 27% töldu
sig ekki hafa (neina skoðun í
málinu.
Skörnmu áður en loftárás-
irnar 'hófust, fór fram skoð-
anakönnun um vinsseldir for
setans. Voru þá aðeins 42%
Bandaríkjarrianna, sem
fylgdu ho* íum að málum 1
nýju könnuninni eru það 54
% sem styðja forsetann.
Flestir þeirra, sem lýsa sig
fylgjandi loftárásunum, segj-
ast aðhyllast þær vegna þess
að þær muni flýta fyrir því
að friður komist á í Vietnam.
George Ball, aðstoðar ut-
arnríkisráðherra Bandaríkj-
anna, kom í dag fram í sjón-
varpsþætti í Bandaríkjunum,
og vitnaði þá í þessa síðustu
skoðanakönnun í sambandi
við styrjöldina í Vietnam.
Sagði h.ífin að svo virtist
sem hernaður Norður Viet-
nam byggðist á þeirri trú að
bandaríska þjóðin stæði ekki
sameinuð um styrjöldina í
Vietnam. Sannfæra þyrfti
leiðtoga Norður Vietnam um
hið gagnstæða, og að Banda-
ríkin mrlii halda áfram
sömu stefnu í Vietnam, því
að öðrum kosti yrði styrj-
öldin mjög langvinn.
Lmmælin benda til að dráttur verði á virkri
aðstoð Kínverja við kommúnista i Vietnam
Hongkong, 11. júlí (NTB).
„DAGBLAÐ alþýðunnar“, —
málgagn kínversku kommún-
istastjórnárinnar, sagði í dag
í ritstjórnargrein, að Vietnam
húar yrðu að treysta á eigin
mátt í baráttunni gegn her-
sveitum Bandaríkjanna í Viet
nam, og vera reiðubúnir að
berjast einir, ef komið er í
veg fyrir að þeim berist að-
stoð erlendis frá. Er litið á
þessa yfirlýsingu kínversku
stjórnarinnar sem merki þess
að Kínverjar hafi ekki í
hyggju að senda hermenn til
Vietnam, að minnsta kosti
ekki eins og er.
— Þegar byltingar eru
gerðar, verða viðkomandi
þjóðir að treysta á eigin mátt,
segir blaðið. — Engin utan-
aðkomandi aðstoð getur kom-
ið í stað eigin baráttu þjóðar-
innar, hversu mikil sem sú
aðstoð kann að vera. Þá var-
ar blaðið íbúa Vietnam við
því að framundan séu marg-
víslegir erfiðleikar, en jafn-
framt er það sannfært um
að sigur muni vinnast.
— Með áframhaldandi, óbil-
andi trausti á eigin mátt, munu
íbúar Vietnam — með aðstoð
annarra þjóða — geta gjörsigr-
að bandaríska árásarliðið og hrak
ið sérhvern bandarískan árásar-
mann úr landi, segir í ritstjórn-
argreininni.
Vitna'ð er í orð Mao Tse Tungs
um að byltingaröfl verði að
treysta algjörlega á eigin mátt
og vera reiðubúin til að berj-
ast óstudd. En jafnframt segir
blaðið, að kínverska þjóðin hafi
lagt sig alla fram við að veita
kúguðum þjóðum virka aðstoð í
baráttu þeirra.
„Súkkulaðihúðað eitur“
í þessari sömu grein er enn
á ný ráðizt harðlega að leiðtog-
um Sovétríkjanna, sem sakaðir
eru um samstöðu með Banda-
Framhald á bls. 3
Hreinsaður af
ákærum um
razisma
Bonn, 11. júlí NTB.
SENDIHERRA V-Þýzkalands
í ferael, Dr. Alexander Török,
hefur verið hreinsaður af öllum
ásökunum um starfsemi í þágu
nazista á valdatíma Hitlers. Ósk
aði hann sjálfur rannsóknar á
máli sínu.
Ásakanir þessar í garð dr.
Töröks komu upphaflega frá
Ungverjalandi. Var þar sagt í
blöðum, að dr. Török, sem fædd-
ur er í Ungverjalandi og starf-
aði þar fram undir stríðslok,
hefði verið félagi í samtökum
nazista „KReuzpfeil" í Ungverja
landi. v-þýzkt vikublað tók mál-
ið síðan upp og sagði, að í Búda-
pest hefðu fundizt ýmis skjöl, er
sýndu fram. á nazistíska starf-
semi dr. Töröks og þar á meðal
umsókn hans um inngöngu í
„KReuzpfeil".
Framhald á bls. 3
Opiirber aftaka
í Damaskus
Damaskus, 11. júlí NTB.
í DAG voru teknir af lífi í
Damaskus þrír menn, sem fyrir
fjórum árum voru dæmdir til
dauða fyrir njósnir í þágu ísra-
els. Einn mannanna, flóttamaður
frá Palestinu var hengdur opin-
berlega á torgi í miðborginni, —
hinir tveir, sýrlenzkir borgarar
báðir, voru skotnir einhvers
staðar fyrir utan borgina, að því
er skýrt var frá opinberlega í
dag.
Stjórnarandstaðan
vinnur á við kosningar
/ V-Þýzkalandi
Dusseldorf, 11. júlí
(AP-NTB): —
KOSIÐ var á surliudag til
héraðsþings Nordrhein-West-
falen héraðs í Vestur Þýzka-
landi. Unnu sósíaldemókratar
mikið á og hlutu 99 þingsæti
af 200. Kristilegir demákrat-
ar töpuðu 10 sætum, en frjáls
ir demókratar unnu eitt sæti.
Er þetta alvarlegt áfall fyrir
ríkisstjórnina, sem skipuð er
fulltrúum kristilegra demá-
krata (CDU) og frjálsra
demókrata (FDP). Er talið
erfitt fyrir ríkisstjc ) ar-
flokkana að skipa heraðs-
stjórn í Nordrhein-Westfal-
en með aðeins eins atkvæðis
meirihluta á héraðsþinginu,
eða Landtag, eins og það
nefnist.
Samkvæm bráðabirgðatöl-
um sem eitthvað geta breytzt
skiptast atkvæði og þingsæti
þw.inig milli flokanna eftir
þessar kosningar. Tölurnar í
svigum eru niðurstöður síð-
ustu héraðsþingkosninga:
Framhald á bls. 23.
Fiú Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, kemur í dag,
þriðjudag, til Moskvu. Mun hún þar ræða við sovézka leiðtoga um
ástandið i Vietnam, og reyna að fá þá til að vinna að friðarviðræð-
um Kemur frúin frá Júgóslavíu, þar sem hún ræddi við Tito for-
seta um sama mál e;n fyrir helgina ræddi hún við Nasser, for-
seta Egyptalands, íKaíró. Var meðfylgjandi mynd tekin af frú
Gandhi og Nasser s.l. föstudag.