Morgunblaðið - 12.07.1966, Side 17

Morgunblaðið - 12.07.1966, Side 17
Þriðjudagur 12 júlí 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 Rússlandsgrein Framhald af bls. 13 upp þá venju að hafa „opið hús“ 1 vinnustofunni þriðja dag hvers mánaðar, — og nú var einmitt 3. maí. Einn við- staddra sagði að framan af hefðu fáir valdir vinir og kunningjar komið þar saman og rætt um allt milli himins og jarðar, bókmenntir og list- ir, bæði sovézkar og erlendar, eftir því sem tök væru á að fylgjast með. Síðan hefði gest- um fjölgað smám saman og hann kvaðst hræddur um, að héldi svo áfram, yrðu þessi kvöld ekki eins skemmtileg og áður, — umræður yrðu þá ekki eins frjálslegar og opin- skáar. Frú Erika bar fram alls konar gimilegar vei'tingar, brauð og kex með kavíar og öðru lostæti og var þessu rennt niður með góðum veig- um, vodka, léttu vini og lettnesku tei, sem engu lí'kt- ist meira en íslenzku grasatei. Þarf ekki að orðlengja, að við áttum þarna einstaklega skemmtilegt kvöld, gátum tal- að við fólk af ýmsum stéttum, að verulegu leyti án túlka og þegar á leið var skipzt á ís- lenzkum vöggu- og rímnalög- um og lettneskum, trega- blöndnum söngvum um sjó- mennsku og ást. Við fundum þetta kvöld, að lettnesikt þjóðerni er Sovétinu yfirsterkara, hvað, sem hver segir, — enda þótt Lettar séu ekki nema 60% íbúa landsins og margt hafi verið gert til þess að berja niður í þeim þjóðernistilfinninguna. Eitt- hvað virðist þó vera að létta hömlunum, — til dæmis var mér sagt að nú fengju Lettar aftur að halda hátíðlega Jóns- messuna, eins og fyrir hemám Sovétstjórnarinnar. ,Af hVerju var það ekki leyft spurði ég í kjánaskap mínum — og hlaut að svari góðlátlegt glott: „af því það var þjóðarsiður og gat ýtt undir þjóðernistilfinn- ingu og þjóðernishreyfingu“. — Er þá allt slíkt horfið? — Já, svo er sagt, var svar- ið. Einhver fór að tala um ferðalög — spurði hvort ís- lendingar ferðuðust mikið. Kom þá fram, að nú virtust vera að vænkast möguleikar SoVétmanna til að ferðast — „það hefur ekki verið leyft, sérstaklega ekki þeim. sem átt hafa ættingja erlendis — en nú munu þess dæmi, að menn fái leyfið". Auðveldara er fyrir Letta, sem erlendis búa, að fá að koma til Lett- lands enda komu fjölmargir í heimsökn á sl. ári, er minnzt var 25 ára afmælis Sovét- stjórnar í Lettlandi. Einnig varð ljóst af umnæðunum, að Lettar hafa ekki gleymt því, að Búsar fluttu landsmenn þeirra burt nauðungarflutn- ingum í þúsunda tali. „Ibúar Lettlands voru um tvær milljónir í byrjun stríðs- ins þar af 77% Lettar, — um 800.000 manns féllu í stríð- inu eða fóru burt — og þeir flúðu ekki allir, því mið- ur — og nú eru Sbúar landsins aftur orðnir tvær milljónir". Lettar hafa ekki heldur gleymt nazistum og þeirra framkomu — en engu að síður eru þýzk menn- ingaráhrif of rík í þeim til þess „að þau verði að fullu kæfð. heir vilja vestur — þrá að ferðast til annarra Evrópu- landa, til Þýzkalands, til Frakklands og Englands og fylgjast með því sem er að gerast þar eftir megni. Einn piltanna sagði mér, að þýzkt skemmtiferðaskip kæmi oft til Biga og sýndi mér mynd af þessu sama skipi, þar sem það lá úti á Reykjavíkurhöfn. Þetta fól'k vissi ótrúlega margt um Island. Annar piltur hafði lesið öll s'káldrit Gunn- ars Gunnarssonar, sem þýdd höfðu verið á þýzku fyrir •tríð. Hann hafði líka lesið Kiljan — allir þekktu Kiljan — en hann hélt meira af ur í þessu húsi. Gunnari. Samt var margt spurt um Island — hvort enn væri til fólk eins og Sal'ka Vaika eðg Bjartur í Sumarhúsum, hvernig Islendingum gengi að halda sjálflstæði með banda- ríska flotastöð í landinu, — hvernig Bandaríkjamenn kæmu fram, — hvort íslend- ingar kynnu að meta frelsi og þjóðerni og hvort yngri kyn- slóðir sem ekki vissu hvað það væri að vera undir ann- arra oki, gerðu sér ljóst hvers virði það væri að vera frjáls þjóð? „.. við höfum næstum gleymt því hér í Lettlandi .. margir —, enda stóð sjálf- stæðið svo stutt“. Við ræddum nokkru nánar um sögu Lettlands og þann tkna, sem landið var sjálf- stætt. Eins og kunnugt er við- urkenndu stórveldin, þar á meðal kommúnistastjórnin í Rússlandi, sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna haustið 1918. Til þe9s tíma höfðu Lettar nær sleitulaust lotið erlendum yf- irráðum; — Þjóðverja frá 1158 —1562, Pólverja til 1629, Svía til 1721 og rússneska keisara- dæminu þaðan í frá til 1918. Allan þennan tíma voru þó þýzkættaðir menn yfirstétt landsins og þýzk menning allsráðandi. Lettneskir bænd- ur losnuðu ékki úr ánauð fyrr en á öðrum tug nítjándu ald- ar. Á seinni hluta aldarinnar efldist hinsvegar mjög menn- ing þeirra og menntun og lettneska bændastéttin ruddi sér braut langt fram úr rússn- eskum bændum, sem þá voru ujþ.'b. 10% íbúanna. I landinu reis upp öflug samvinnuhreyf- ing og upp úr bændauppreisn- inni 1905 spratt sjálfstæðis- 'hreyfingin. Tækifærið til sjálf stæðis kom loks í stríðslokin 1918, eftir mikla ólgutíma í innanríkismálum og blóðuga heimstyrjöld, þar sem Rússar og Þjóðverjar s'kildu við land- ið í flakandi sárum og efna- hagslegri rúst. Ég spurði hvernig stjórn, landsins hefði verið fyrir heimstyrjöldina síðari og fékk það svar, að framan af sjálf- stæðistímabilinu hefði allt gengið vel en eftir 1934 hefði ríkt nánast fasistastjórn — „en þó aldrei mjög slæm og framfarir urðu þá verulegar og menningarlíf blómgaðist. En svo kom stríðið og þar með búið“. Sennilega er óþarft að rifja upp það sem síðan gerðist. Griðasáttmáli Stalins og Hitl- ers og leynisamningur þeirra og hrossakaup um Eystra- saltslöndin voru með slíkum endemum. En eins og einhver sagði: „Hverju skiptir sjálfstæði lít- illar þjóðar, þegar hagsmunir stórvelda eiga í hlut .... Síð- an yppti hann öxlum, brosti og sagði: ,,En kannski fer allt að lagast úr þessu“. Mbj. ■ Utan ur heimi Framhald af bls. 12 leizt ýmsum ástandið ófélegt og vildu helzt láta Buganda lönd og leið. Af því varð þó ekki og var landið lýst verndarsvæði Breta 1894 og var þá og fram til aldamóta í umsjá utan- ríkisráðimeytisins brezka og hafa Bugandamenn oftlega vitnað til þess á sfðari árum og neitað að viðurkenna yfir- stjórn Nýlendumálaráðuneyt- isins, sem sett var yfir landið aldamótaárið. Þá hafa þeir og verið því mótfallnir að stofnað yrði sambandsríki allra A- Afríkuríkja og lögðust gegn því þegar í upþhafi er málið var reifað 1931. Helzt vildu þeir hverfa aftur til fyrri veldis- og velmektardaga og vera sjálfstætt ríki en um það náðist ekki samkomulag og var þá málum skipað á þann veg að Buganda skyldi verða sérstakt fylki í Uganda og hafa töluver’ða sjálfstjórn, meiri en önnur furstadæmi, sem til ríkisins voru lögð. (Þess má geta hér innan sviga að nafnið Uganda er til kom- ið fyrir þá sök að túlkar Breta í Buganda forðum daga töluðu swahilisku og slepptu B-inu framan af nafn inu og kölluðu landið Uganda, en það nafn festist síðan við land það allt er Bretar lögðu undir sig á þessum slóðum). Ekki gekk þó allt snuðru- laust framan af og árið 1953 var Kabaka Buganda, furst- inn Mutesa, sem áður sagði frá, útlægur gerr af Bretum fyrir ósamvinnuþýðni er hann neitaði að tilnefna þingmenn fyrir Buganda á Ugandaþing og bar því við, að á því þingi myndi hagsmuna furstadæmis ins ekki gætt sem skyldi. Héldu þá margir að ekki myndi saga Kabakans lengri, en það fór á annan veg því þegnar hans linntu ekki lát- um fyrr en hann fékkst heim aftur og var þá settur til ríkis samkvæmt nýrri stjórnarskrá er kvað á um skipulag, er nálg aðist þingræðisbundið konung dæmi, en í raun réttri var það svo, að með völd í Buganda fóru ættarhöfðingjar til þess skipaðir af furstanum Mutesa og voru ekki allir sáttir við þessa skipan. Er Afríkuríkið Uganda var formlega stofnað var ákveðið að skipa Kabaka Buganda, sem var mestur virðingarmað ur furstanna í Uganda, forseta landsins alls en lítil völd voru honum ætluð. Ekki leið því á löngu áður en sundurþykki varð með Mutsea fursta og forsætisráðherra Uganda Dr. Milton Obote, sem vildi ráða lögum og lofum í landinu og þá líka í furstadæminu Bu- ganda og þótti illt að þetta auðugasta og fjölmennasta fylki Uganda skyldi ekki lúta sér sem önnur fylki í landinu og hafði við orð áð eflaust sæti furstinn á svikráðum við sig. Tæplega fæst úr því skorið hvort Kabaka Buganda hafi í raun og veru haft uppi ein- hver áform um að steypa Dr. Obote af stóli, því eins og áður sagði tók forsætisráð- herrann sjálfum sér virðingar stöðu Kabakans, embætti for- seta Uganda snemma þessa árs, og sendi síðan í maí s.l. her manns að gera aðför að höllu furstans og taka hann höndum ef þess væri kostur. En furstinn komst undan eins og sagt hefur verið frá og sit- ur nú í Englandi og leggur á ráðin um hversu skuli haga heimkomunni síðar. „Ég er enginn glæpama’ður", segir Mutesa II, „það var ekki ég sem braut lög og rétt á lands- mönnum heldur Dr. Obote sem hafði að engu stjórnar- skrá rikis míns“. u9 auglýslng í útbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt. Jttar&wtbfafób JAMES BOND Xr~ ~Xr~ Eítiz IAN FLEMING James Bond BY IAN FLEMING BRAWINS BY JOttN McLUSKY ANIA looksd TAKTLED AS I I s- ENTERED_OUR. I Tania varð undrandi á svipinn, þegar ég kom aftur inn í klefann og greip eina töskuna. Er þetta dulmálsvélin? Auðvitað. Ég sagði, að ég mundi koma með hana. Hversvegna treystir þú mér ekki? Vegna þess að þrír rússneskir eltu þig hingað. Hún leynir mig einhverju. njosnarar JÚMBO •*— •-K- Teiknari: J. M O R A Skyndilega hrópar Spori, sem nú er kominn talsverðan spöl á undan þeim: — Við erum komnir. Sjáið þessar stein- runnu ófreskjur hér. Alveg eins og Nony sagði. Leiðangursmenn bera nú saman bækur sínar — ef lýsing Nony er rétt þá liggur gjótan við rætur klettanna. Framundan er næturdvalarstaður þeirra, og Spora líður nú miklu betur. En Júmbó verður að draga svolítið úr fögnuði hans: — Það er réttast að við nálgumst þessar gjótur með gætni — það gæti átt sér stað að glæpamennirnir hefðu leitað þarna skjóls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.