Morgunblaðið - 12.07.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.07.1966, Qupperneq 3
Þriðjudagur 12. júlí 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 ☆ Keflavík, 11. júlí. A LAUGARDAG lenti á Kefla víkurfiugvelli lítil hvit og rennileg flugvél, með einum hreyfli og einum flug- manni. Flugstjórinn, vélamað- urinn og siglingafræðingurinn var Marion R. Hart, 74 ára gömul kona, sem gerir svona smáreisur að gamni sinu, til þess að sjá svolítið meira af heiminum og til að rifja upp gamlar minningar. Marion R. Hart hefur kom- ið tvisvar áður til íslands, fyrst 1954 og dvaldi þá hér einn dag ©g svo síðar 1964 á leið sinni til Noregs og hafði þá flugmann með sér til að- stoðar. 1 það skipti gat hún skoðgð landið lítilsháttar, komst austur í Hveragerði og til Guilfoss og Geysis. Taldi hún slíkar ferðir vera öðru- Eiríkssonar að gamni sínu, bara til að sjá meira af þessu fjarlæga landi. Aðspurð, segir hún landið sérkennilega fagurt, mótsetn- ingarnar mjúkar og fallegar og alltaf opnist ný og ný svið og þessvegna verði seint full- skoðað. — En ég geri engar áætlanir langt fram í timann, rigningin ykkar getur koll- varpað því öilu saman — þess vegna er bezt að biða og sjá hvað setur. Hótelið hérna í Keflavík er betur rekið núna, en þegar ég kom síðast, þá hafði herinn það en nú hafa ykkar Loftleiðir það og það er mikið betra. — Ég er ekki að leika neinn Lindberg þó ég skreppi yfir hafið, mér fannst gaman að fljúga þessa leið sem Leifur Eiríksson landnámsmaður Am eríku fór á sjónum og það er miklu auðveldara nú en þá að komast á milli. Heyrðu, svo viija Spánverjarnir endilega láta sinn Kolumbus hafa fund ið Ameríku, en mér finnst sennilegra að frá íslandi hafi fyrsti landneminn komið. — Þið eruð ennþá hraust og dug- andi þjóð. — Nú ætlar Marion að vita hvort léttir ekki til og fljúga þá norður og austur og siðan til Prestvikur og skoða Evrópulöndin nokkuð nánar. hsj. Marion og flugvél hennar. — Ljósm. Heimir Stígsson. „Ég er ekki oð leika neinn Lindberg" — segir hin 74 úra frækna flugkona vísi skemmtilegar en að sjá landið úr lofti. Nú áformar frúin að fara norður og austur um land og ef til vill að ienda þar ein- hversstaðar og sköða sig um. Hún var ekki trúuð á að lagt verði upp í fjórðu íslands- ferðina. Þessi unglega gamla kona mun halda upp á 20 ára flug- afmæli sitt hér á landi, þvi hún fékk flugskírteini sitt hinn 13. júlí 1946 og hefur síðan flogið um heim allan til Afríku og Asíu og Austur- Evrópulöndin, aðeins til að sjá hvernig heimurinn er. — Það var mikið kraftaverk þegar Lindberg ofursti flaug einn yfir hafið til Parisar, en nú verður varla vart við það þó 74 ára gömul kona fljúgi um slóðir Leifs Eirikssonar, ein saman í sinni litlu flug- vél. Frú Marían R. Hart lagði upp frá Presqve Isle í Maine ríki og hafði þá 2000 mílna flug framundan, sem tók hana 11 stundir að fljúga, unz lent var heilu og höldnu á Kefla- víkurflugvelli. Þetta þótti af- rek hjá Lindberg, en nú er varla á það minnzt, þó að 74 ára kona fljúgi leiðir Leifs Fréttaritari Mbl. Hsj. í samtali við flugkonuna. — K'nverjar Framh. af bls. 1 rikjunum. „Leiðtogar Sovétríkj- anna eru með-samsærismenn Bandaríkjanna", segir blaðið, „og þeir grafa undan byltingum þjóðanna. Hin svonefnda „að- stoð“ þeirra er „súkkulaðihúðað eitur“, og tiigangurinn með að- stoðinni er að gefa leiðtogun- um frjálsar hendur til að vinna gegn byltingarbaráttu þjóðanna og SVíkja málstað byltingarinn- ar“. Ummæli „Dagblaðs alþýðunn- ar“ hafa vakið mikla athygli, og talin ben'da til þess að dráttur verði á því að Kínverjar veiti Norður-Vietnam og skæruliðum Viet Cong virka aðstoð í Suður- Vietnam. Sérstaklega er það at- hygiisvert að blaðið skuli við- hafa þessi ummæli daginn eftir að Chen Yi marskálkur, utan- ríkisráðherra Kína, flutti ræðu á útifundi í Peking, sem talin var benda til þess að Kínverjar hefðu á prjónunum áform um virka aðstoð við kommúnista í Vietnam. Útifundurinn í Peking var haldinn í þeim tilgangi að mót- mæla aðgerðum Bandaríkja- manna í Vietnam, og er talið að um 10 þúsund manns hafi verið viðstaddir. Að sögn fréttastof- unnar „Nýja Kína“ varaði Chen Yi Bandaríkjamenn við því að þeir skyldu ekki búast við a'ð þjóðir, sem andvígar væru árás- arstefnu, væru knúnar til að tak marka gagnráðstafanir sínar. Bandaríkjamenn hefðu sjálfir sprengt allar takmarkanir á árásarstriði þeirra í Vietnam með loftárásum á úthverfi Hanoi og Haiphong Um eitt voru Chen Yi og „Dag- blað alþýðunnar" sammála, en það var fordæming á leiðtogum Sovétríkjanna. Sagði Chen Yi að áður en árásirnar hófust hafi leiðtogar Sovétríkjanna verið búnir að lýsa velþóknun sinni á þeim. Einnig sagði ráðherrann áð Sovétríkin væru að fækka í her sínum í Evrópu í þeim til- gangi að auðvelda Bandaríkja- mönnum að gera það sama svo unnt verði að senda fleiri her- menn til Vietnam. Genfarsáttmálinn úreltur. Á sunnudag flutti Chou En-lai forsætisráðherra, ræðu þar sem hann vísaði á bug öllum tilraun um til að koma á nýjum við- ræðum í Genf um frið í Viet- nam. Sagði hann að áður en unnt yrði að boða til viðræðna um Vietnam bæri Bandaríkja- mönnum að flytja allt herlið sitt á brott úr landinu. Frétta- stofan Nýja Kína vitnar í dag í þessa ræðu Chou En-lais og segir að Genfarsáttmálinn frá 1954 — sem eigi að vera grund- völlur að friðsamlegri lausn í Vietnam — sé úreltur. — Genfar sáttmálinn hefur um langt skeið ekki verið annað en pappírs- sneplar, segir fréttastofan, skjöl sem árásaraðgerðir Johnsons- stjórnarinnar hafa fyrir löngu rifið niður í þúsund snepla. Það var með Genfarsáttmálan- um frá 1954, sem bundinn var endi á sjö ára styrjöld Frakka í Indókína, sem nú er Vietnam, Laos og Kambodia. Fréttastofan segir að nýtt Miinchen-samsæri sé í uppsigl- ingu í sambandi við Vietnam- vandamálið, og gangi leiðtogar Sovétríkjanna feti framar en allir aðrir, sem þar eigi aðild að. Sé hlutverk sovézku leiðtog- anna í svikunum við Vietnam- búa hið auðvirðiiegasta. — Meðan Bandaríkin halda á- fram sprengjuárásum sínum, fá leiðtogarnir í Washington enn einu sinni fylgismenn sína til að koma á framfæri tillögu um frið samlega lausn. Heimsvaldasinn- ar, endurskoðunarsinnaðir leið- togar Sovétríkjanna og aftur- haldssamir Indverjar hafa nána samvinnu um framkvæmd sam- særis Bandaríkjamanna. Mið- stöð þessarar starfsemi er Moskva, og helzta áróðursbragð ið er tillaga um friðsamlega lausn á grundvelii Genfarsátt- málans frá 1954, segir Nýja Kína. — Hreinsaður Framhald af bls. 1. Eftir að dr. Török fór fram á rannsókn vþýzku ríkisstjórnar- innar á máli þess, fór stjórnih þess á leit að fá afrit af þessum skjölum, en ungverska stjórnin hafnaði þeirri beiðni. Er nú haft eftir áreiðanlegum heimildum í Bonn, að rannsókn á ferli dr. Töröks hafi leitt í ljós, að hann hafi aldrei verið meðlimur í fé- lagsskap þessum og hafi alger- lega vísað á bug stefnu nazista, þegar hann á árunum 1944 og 1945 starfaði við ungverska sendi ráðið í Berlín. — Félag S.Þ. Framhald af bls. 24 mesta fjölda einstaklinga. Njóta SÞ-félögin virðingar meðal al- mennings. ívar sagði að lokum að hann vonaðist til þess að hér yrði vel tekið væntanlegri mála- leitan félagsins um aukinn stuðn ing við starfsemi þess og ég vona að félagið efiist að mun og að það megi verða lyftistöng undir enn frekari kynningu á tilgangi og starfsemi hinna Sameinuðu þjóða í þágu þjóða heims.— ívar hélt heimleiðis í morgun til Kaupmannahafnar. STAKSTflMAR Samgöngumál Samgöngumál hafa alltaf ver- ið mikið vandamál á okkar strjál byggða landi, og kostnaður við að haida uppi samgöngum til allra byggða landsins á landi, lofti eða legi hefur verið mikill. En á sviði samgöngumála, eins og i öðru, verða jafnan miklar framfarir, og sjálfsagt er fyrir- okkur Islendinga að fylgjast vel með þeim framförum, sem verða í þeim efnum erlendis, og hagnýta okkur það, sem hentar okkar aðstæðum. Þyrlur til vöru- og farþegaílutninga Notkun á þyrlum hefur farið ört vaxandi hin síðari ár, bæði tii farþegaflutninga og vöru- flutninga. Ekki er óiíkiegt, að þetta samgöngutæki mundi geta komið að góðum notum til þess að halda uppi samgöngum um hinar dreifðu byggðir tslands, eins og t.d. á Vestfjörðum, þar sem enn eru nokkur byggðarlög sem ekki eru komin í vegasam- band, og verða að byggja allt á samgöngum við sjó. Þar sem slikar aðstæður eru, er enginn vafi á þvi, að þyrlur mundu verða mikil og vel þegin sam- göngubót. Þá er einnig á það að lita, að mikill fjöldi fólks fer á milli staða hér á þéttbýlissvæð- inu við Faxaflóa, til dæmis milli Akraness og Reykjavíkur og Reykjavíkur og Keflavíkur. Þyrla til farþegaflutninga á þess um stöðum mundi vafalaust hafa nægileg verkefni. Dýrcu í rekstri Enn sem komið er munu stór- ar þyrlur, hvort sem er til far- þegaflutninga eða vörufiutninga, dýrar í innkaupi og dýrar i rekstri, og skal þvi ekkert um það sagt að svo stöddu hvort hér mundi vera um fjárhagslega hagkvæmt fyrirtæki að ræða, en sjálfsagt er að það verði athug að gaumgæfilega, því að við verðum jafnan að hafa vakandi auga fyrir öllum nýjungum í samgöngumálum, sem leitt geta til samgöngubóta innanlands, ekki sizt í I kim strjálbýlari svæðum landsins. Islenzki íiskurinn og EBE Vísir segir í forystugrein í gær: „Fimmtnngur allra viðskipta okkar á fiskimálasviðinu er við lönd Efnahagsbandaiags Evrópu. Þess vegna er eðlilegt að við ís- lendingar lítum til þess með nokkrum ugg að fyrir dyrum stendur mótun fiskimálastefnu bandalagsins. Sérstök nefnd, sem framkvæmt hefur könnun máls- ins, skilaði fyrii skeinmstu áliti um það hvaða váðstafanir banda laginu væn rétt að gera til þess að vernda eigiti fiskveiðihags- muni. Fer varla hjá þvi að þær ráðslafanir munu hafa í för með sér óhagræði fyrii okkur og aðra fiskinnflytjendur til bandalags- svæðisins, eins og rnálin horfa. Sérstaklega mun hinn ytri tollur bandalagsins á fiskafurðum hafa óhagstæð áhrif. en hann mun verða mun hætri í gömlum við skiptalöndum okkar, svo sem Vestur-Þýzkalandi, en áður hef- ur tíðkazf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.