Morgunblaðið - 12.07.1966, Page 4

Morgunblaðið - 12.07.1966, Page 4
4 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 12. júlí 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 409. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM MAGNÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftirlokun simi 40381 "“3-1161 mnim Volkswagen 1965 og ’66. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Slmi 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Daggjald 350 og kr. 4 pr. km. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir i margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. B O S C H Háspennukefli Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9* — Sími 38820. 'A Fávizkufordómar um læknastéttina „Kæri Velvakandi: Viltu vera svo elskulegur að birta kveðju til eins fréttamanns Ríkisútvapsins fyrir „uppbyggi legt“ samtal við fjóra borgara þessa bæjar næstliðið sunnu- dagskvöld? Það var sannarlega furðu- legt að hlusta á fréttamann- inn ræða við hina fjóra „vísu“ menn, sem voru að for- heimska sig með því að leggja dóm á læknavísindin. Einn bar þó af. Að hans dómi þurfti enga lækna aðra en kannske skurðlækna, en þeir þyrftu um fram allt að vera handlagnir, eins og t.d. smiðir, því að annars gætu þeir auðvitað í þekkingarleysi sínu og klaufa- skap skorið hausinn af manni í staðinn fyrir löppina. Eftir áliti þessa manns að dæma er, (ef þú t.d. færð einhverja nótt- ina óþolandi kvalir í maga), ástæðan annað hvort sú, að þú hefur etið yfir þig, eða matar- eitrun hefur verið i sælgætinu. Þá biður þú lækninn að taka úr þér maganm, en ef hann getur ekki komið vitinu fyrir þig, þá uppfyllir hann ósk þina. En ef svo skyldi vilja til, að þú nokkru seinna fengir berkla í lungun, þá færðu kannske lækninn til að taka þau úr þér líkh; þú átt líf þitt sjálfur og átt að fá að ráða því. En ef þú skyldir nú um fimmtugsald- urinn fá kransæðastíflu, hún er svo algeng núna, þá er eina ráðið að taka úr þér hjartað, þá er allt gott og blessað, því að þú ert ódrepandi. Þá fer nú að sneiðast um það helzta innan í þér, en þó er talsvert eftir, sem hægt er að fjarlægja, með lagni. En svo færðu kannske allt í einu gigt í löpp- ina. Þá ætti ekki að vera nein vandræði með að taka af þér fótirm, því að eins og hinn „vísi“ sgði: „Ef auga þitt hneykslar þig, þá slít það út“. En ieyfist mér nú að spyrja: Af hverju er fólki yfirleitt svona ilia við lækna? Er það af öfund, af því að flastir þeirra hafa allgóðar tekjur? En þeir verða þó sannarlega að vinna fyrir þeim. Læknar eru ein hver umtalaðasta og rógborn- asta stéttin í landinu. Fólk trúir langt um betur því, sem Pétur og Páll segir því, en lækninum, samt er það alltaf að rápa til læknis. Eftir að sjúklingurinn er búinn að kvarta við lækninn um þetta og hitt, verður hann óánægður, ef hann fær ekki meðul og helzt fleira en eina tegund, sitt við hverjum verk- inum, eftir því, hvar hann er. En ef læknirinn segir hins veg- ar: „Það er ekkert alvarlegt að þér, góði maður, þú skalt bara hafa það rólegt um tíma, þá batnar þér“, þá verður sjúkl- ingurinn fyrst vondur fyrir al- vöru og kallar lækninn bölvað- an asna, og aðrir taka undir það með honum. En hvar í heiminum, annars staðar en hér, skyldi manni vera boðið upp á að heyra ó- tíndan almenning ræða um læknisfræðileg efni í útvarpi og kveða upp palladóma sína um heilar stéttir manna, ems og t.d. læknastéttina? Og ekki bendir aðsóknin að læknunum á, að þeir séu ónauðsynlegir, né heldur sú staðreynd, að á íslandi er einn hæsti meðaald- ur manna, nú orðið. Skyldi þetta ekki breytast eitthvað, ef það væru jafnfáir læknar hér og eru í þeim löndum, þar sem meðalaldur manna er 25 ár, eins og er í Indlandi og víðar. Nei, mættum við útvarpshlust- endur vera lausir við annan eins fáfræðiþvætting. Borgari". 'k Súpudiskur á 72 krónur Kona ein hefur komið að máli við Velvakanda og skýrt honum frá því, að hún hafi komið í veitingastað, sem rek- inn er í sambandi við gistihús hér í borg, og fengið sér súpu. Henni brá, þegar hún sá reikn- inginn. Súpudfiskurinn kostaði 72 krónur, — segi og skrifa sjötíu og tvær krónur. Er að furða, þótt útlendu ferðafólki finnist það vera fé- flett á íslandi, þegar það þarf að greiða sem samsvarar tólf enskum skildingum fyrir einn disk af heitri súpu? ^ Óaldarlýður í strætisvagni Önnur kona skýrir Velvak- anda frá því, að hún hafi verið á ferð í strætisvagni um dag- inn. Á einum viðkomustaðnum ruddist strákahópur með há- vaða og frekjulátum inn í vagn inn, og þótti konunni það ein- kennilegt, að enginn drengj- ana greiddi neitt fargjald, heldur ruddust þeir fram hjá bílstjóranum og dalakúti hans, án þess að inna neitt gjald af hendi. Vagninn ók af stað, og voru strákarnir með slík ó- læti og ærsl, að alveg gekk fram af konunni. Hún brá sér því fram í til bílstjórans, og spurði, hverju það sætti, að strákarnir voru ekki reknir út, og af hverju þeir borguðu ekki fyrir sig. Vagnstjórinn svaraði því til, að hann þekkti þennan skríl, og vissi, að ekki þýddi að koma aga yfir hann. Ef hann reyndi að hemja þá, mundi það kosta hörkuáflog, því að lýður þessi væri afar ófyrirleitinn, og ef honum tækist að koma þeim út, mundu þeir hefna sín með því að rista sætin með hnífum sínum og mölva allar rúður í vagninum. Það borgaði sig þyí ekki að hrófla við strákunum. Óhugnanleg er þessi saga, og væri fróðlegt að heyra frá strætisvagnastjórum, hvort svona lagað sé algengt. 'A Frá Heródesi til Pílatusar Jónas Þorsteinsson skrifar: „Þann 12. maí vann ég verk á bifreiðinni R-12749, sam- kvæmt verkbeiðni nr. 763 frá Borgarsjóði Reykjavíkur, und- irrituð: F. Lárusson. Eftirlits- maður af hálfu verkfoeiðanda: G. Jónsson. Bílstjóri: Reynir Jónsson. Verkið kostaði 250 kr. Til þess að fá reikninginn greiddan, fór ég í skrifstofu borgarinnar yfir Reykjavíkur- apóteki. Neitað var að greiða reikninginn, nema fleiri undir- skriftir og stimplar væru á honum. Það vantaði undirskrif frá Rafveitu Reykjavíkur (við Tryggvagötu), sem bifreiðin var merkt. Þar skrifaði Páll Guðmundsson „rétt“ á reikn- inginn. En þetta nægði hvergi. Næst var mér vísað á skrif- stofu Atla hjá Véladeild Reykja víkurborgar í Áhaldahúsi borg- arinnar, Skúlatúni 1. Hann stimplaði reikninginn. Þaðan var ég sendur á II. hæð húss- ins við Skúlatún 2. Þar skrif- aði B. Árnason á reikninginn, og ekki nóg með það, hann vísaði mér upp á þriðju hæð i Skúlatúni 2. Þar stimplaði hr. Beck reikninginn. Eftir þessa snúninga, sem tóku tvo og hálf- an klukkutíma, fór ég í fyrst- nefndu skrifstofuna. Þar var reikingurinn bókaður, síðan settur til gjaldkera, sem greiddi hann þremur dögum seinna. Virðingarfylst, Jónas Þorsteinsson, Kleppsvegi 42“. •jg Framburður íslenzks máls í Ríkisútvarpinu „Margir óttast um örlög tun« unnar, og það geri ég að vissa leyti líka. Þar er þó ekki því til að dreifa, að notað sé mik- ið af erlendum orðum í dag- legu tali. Það er áreiðanleg* miklu minna en gert var á Ak- ureyri, Sauðárkróki og i Reykjavík um síðustu aldamót og alt fram að fyrra stríði. En hér er önnur hætta á ferð um og raunar miklu alvar- legri. Framtourður íslenzkunn- ar í Ríkisútvarpinu er neðan við allar hellur, þegar um er að ræða lesara þess. Áherzl- urnar eru frámunalega vitlaus- ar. Áherzlur eru lagðar á síð- ari atkvæði orða, sem er al- rangt eftir íslenzkri talvenju, og væri fróðlegt að • vita, hvac og hvernig í ósköpunum þui- irnir hafa tileinkað sér þennan. vitleysiskæk. Útvarpsstjóri sjálf urber ágætlega fram; sama ger- ir Þorsteinn ö Stephensen og reyndar margir fleiri karl- menn. — Skyldi það vera svo, að konur séu yfirleitt lélegir lesarar? Þegar ég var unging- ur fyrir 50 árum, var oft lesið á kvöldvökum á heimili minu, Lesarar voru undantekningar- lítið karlmenn, hvernig sem á því hefir staðið, því að konur voru þá almennt læsar, engu síður en karlar“. — Velvakandi heldur það vera staðreynd, að raddir karl- manna hljómi undantekningar- laust betur í útvarpi en raddir kvenna. í sambandi við rangar áherzlur má minna á tilgerðar- legan og útlenzkulegan fram- burð eins karlþularins, sem segir alltaf Indónesía, Fíladelf- ía o^.frv., þ.e. með langri og hálfsyngjandi áherzlu á ne og de. Afgreiðslumenn Okkur vantar vanan mann til útkeyrslu og ýmissa annarra afgreiðslustarfa. Grensáskjör Grensásvegi 46. r ALIILIÐA LYITUÞJÓNUSTA' UPPSETNINGAR - EFTIRUT OHSIAri LIl sf. _____Grjófagötu 7 sínii 2-4250^ Cosmetically yours Snyrtivörur í úrvali hvítir, sanseraðir varalitir nýkomnir Lækjargötu 4 — Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.