Morgunblaðið - 12.07.1966, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐID
Þriðjudagur 12. júlí 1966
ef ur búið í 40 úr
Komið við hfá Ingileifi
í bæjardyrunum á Svínavatni. Ingileifur og Ingibjörg með
sonarsoninn. Jón sonur þeirra í dyrunum.
ÞEGAR fréttamenn Mbl. óku
austur Grímsnesið góðviðris-
dag einn fyrir skömmu, var
staldrað við þar sem vegir
upp að Laugarvatni og austur
að Skál'holti skilja. Frá þeim
vegamótum er einkar fagurt
að líta niður yfir sveitir.
Næst okkur er bær í stóru
túni, sem byrjað er að slá, og
hallar að lygnu stöðuvatni,
þar sem tveir hvítir svanir
synda. Myndin er falleg eins
og rómantískt póstkort.
Á landabréfinu okkar
stendur Sveinavatn. Það er
þó ekki rétt. í fornum sögum
er frá því skýrt, að\Grímur,
sem bjó á Öndverðarnesi,
hafi numið land til Svina-
vatns, sem þá hefur væntan-
lega verið i landi Ketils. á
Mosfelli. Nafnaruglingurinn
mun vera kominn frá vafa-
sömum munnmælum um að
þarna hafi verið drepnir
sveinar Jóns Gerrekssonar.
30 talsins, sem flúðu eftir að
Jóni var drekkt í Brúará.
Áttu þeir að hafa verið eltir
og drepnir í bænum og úti á
vatninu, og hvbrt tveggja
fengið nafn af sveinum þess-
um.
Við göngum heim að Svína-
vatni. Það kemur í Ijós að
full ástæða er til að sækja
heim Ingileif bónda Jónsson,
því hanii á 40 ára starfs-
afmæli, hafði í siðustu far-
dögum búið 40 ár á Svína-
vatni. Árið 1926 tók hann við
búi þar af föður sínum, sem
búinn var að búa þarna í 30
ár. Og nú er Jón, einkasonur
Ingileifs, farinn að búa með
honum. En Jón er kvæntur
Þóru Magnúsdóttur úr Holta-
hreppi og búinn að eignast
tvo erfingja, svo ættin getur
þessvegna lengi enn haldið
áfram búskap á Svínavatni.
Lítil heimasæta sefur vært í
fangi afa sins, meðan hann
spjallar við okkur. Og kona
hans, Ingibjörg Guðmunds-
dóttir Ottesen frá Miðfeili,
ber fram kaffi.
Ingfleifur kveðst hafa kom-
ið að Svínavatni, þegar hann
var á þriðja án. Þá fluttust
foreldrar hans þangað frá
Svartagili í Þingvallasveit.
Hann rámar aðeins í þá flutn-
inga. Sjálfur var hann bund-
inn á klifbera, og kom þann-
ig á hesti yfir Lyngdalsheiði.
Það man hann eitt úr þessari
fyrstu ferð sinni, að hann var
óskaplega þyrstur þegar
hann kom á bæ eftir heiðina.
— Á búskaparárum föður
míns var hér á Svínavatni
150 hesta tún. Við höfðum 3
kýr og rúmar 100 kindur. Þá
dugði þessi bústofn, segir
Ingileifur. Og er hann er
inntur eftir stærð túnsins nú
og bústofninum, svarar hanrw
— Við feðgarnir erum með
40 nautgripi og á fimmta
hundrað fjár. Túnið, sem var
4 hektarar meðan faðir minn
bjó, er nú 40 hektarar. Hey-
fengur hefur semsagt tífald-
ast og meira en það, því nú er
meira borið á. Túnið var
kargaþýft, þegar pabbi kom
hingað. Svo fórum við að
skera ofan af, pæla með
skóflu og leggja torfuna yfir
aftur. En þetta var þó allt
óslétt og var rifið upp aftur
þegar vélarnar komú. I raun-
inni hefur fyrst komið skrið-
ur á ræktun og byggingar
síðustu 20 árin.
Hvað húsakost snertir, hef-
ur verið mikið byggt í bú-
skapartíð Ingileifs. Fyrst eftir
að hann tók við búi, byggði
hann allt upp, bæinn og úti-
húsin. — En svo var þetta
orðið gamalt og nú eru öll
útihús aftur ný, segir Ingi-
leifur. Og sonurinn er að
hugsa um að byggja nýtt
ibúðarhús, byrja jafnvel í
vor.
Uppi á túninu standa 8 ára
gömul fjárhús fyrir á fimmta
hundrað fjár. Og heim undir
bænum er nýtt og myndar-
legt fjós fyrir 40 gripi, og
heygeymslur fyrir 2000 hesta
af heyi. Kýrnar eru komnar
í fjósið, sem er rimlafjós, þar
sem þær ganga lausar. Jón
kvaðst vera ánægður með
það, en Ingileifur segist aftur
á móti hafa verið á móti þessu
fyrirkomulagi, en nú vera bú-
inn að sætta sig við það. Við
f. ’.ið er sérstakt mjólkurhús
jg mjaltaskáli, útbúin ný-
tíaku sjálfvirkum mjaltavél-
um, einu rörmjaltavélunum í
sveitinni. Mjólkin rennur
beint úr kúnum í brúsana
eftir rörum, sem gott er að
hreinsa.
— Ég hef alltaf haft yndi af
skepnum, og því tók ég við
búi af föður mínum. Þeir ein-
ir, sem hafa gaman af um-
gengninni við skepnurnar
eiga að búa, segir Ingileifur.
Mitt skemmtilegasta starf
hefur verið umgangur við
skepnur og gróður. En ég hefi
líka haft gaman af störfum
utan heimilis með góðum
mönnum.
Mikið hefur mætt á Ingi-
leifi af slíkum störfum um
á Svínavatni
æfina. Hann var í rúm 30 ár
í hreppsnefnd, leitarstjóri í 35
ár, annaðist fjárkaup í fjár-
skiptunum 1950, hafði með
tryggingar að gera í sveitinni
í áratugi, og var stefnuvottur
á fjórða áratug. — Það þótti
mér leiðinlegast aö þurfa að
stefna fólki, segir hann. En
það fór allt vel. Ég hefi alltaf
getað umgengizt fólk.
— Já, nú er ég hættur þessu
öllu, sagði hann. Hætti í
hreppsnefndinni fyrir 4 árum
og leitars tórastörfunum 1951.
Siðan hefi ég ekki farið á
fjall. Vil ekki vera undir aðra
gefinn. Og hann sýnir okkur
fallegan útskorinn tóbaks-
bauk, sem honum var færður,
þegar hann hafði verið leitar-
stjóri i 35 ár. Baukurinn er
útskorinn af Ríkarði Jónssyni
og á hann er grafið: Frá
Vesturleitinni 1950. Þessi
gamli leitarstjóri segir okk-
ur að aldrei hafi neitt sér-
stakt borið til tiðinda í leit-
um meðan hann var við
stjórn. Allt lánast vel. Þarna
er farið í fjögurra daga göng-
ur, gengið kringum Skjald-
breið, Hrafnabjörg, Tinda-
skaga, Hraunin, Lyngdals-
heiði o.fl. Aldrei týndu þeir
manni öll þessi ár og lentu
aldrei í verulegu óveðri, að-
eins þoku. — Jú, erfitt var
það stundum, segir Ingileif-
ur. Ungdómurinn núna rekur
upp stór augu þegar hann
heyrir hvernig gengið var
heilu dagana í srhalamennsku
áður fyrr. Nú þarf helzt að
fara i bíl upp á túnið.
— Það hefur verið sárt fyr-
ir fjármann eins og þig að sjá
á eftir kindunum þínum á
mæðiveikisárunum?
— Já, maður var aldrei
óhultur. Féð hrundi niður.
Árið 1937 átti ég 300 fjár, þá
átti ég t.d. 100 framgengna
sauði. Um sumarið fóru 12
þeirra úr mæðiveikinni. Svo
liðu 14 ár og alltaf fækkaði
fénu með hverju ári. En við
fengum ágætis fé í fjárskipt-
unum og því fjölgaði ört. Það
voru allir fegnir þegar nýja
féð kom. Það kom norðan úr
Þingeyjarsýslum, en var vest-
firzkt. Ágætis fé.
— Meðan fjárlaust var, þótti
mér leiðinlegt að fara um
landið og sjá enga skepnu,
skýtur Ingibjörg húsfreyja
inn í. — Við erum uppalin í
sveit. Oft er erfitt í sveitinni,
en maður á margar stundir
góðar. Það gerir landið og
skepnurnar.
Ingibjörg er frá Miðfelli í
Þingvallasveit. Hún hafði
komið sem kaupakona í
Grímsnesið, systir hennar
bjó á næsta bæ, og síðan ekki
farið þaðan. — Við giftum
okkur seint. Betra er seirit en
aldrei, segja þau hjónin. En
ekki farið þið að skrifa það.
Nei, nei, það gerum við auð-
vitað ekki.
Meðan við drekkum kaffið,
spjöllum við við húsfreyju
um hin 30 áfa gömlu tré
í garðinum hennar, sem
vetrarbyljirnir hafa öðru
hverju unnið á og um
fallegu álftirnar á vatn-
inu, sem oft er mikið af.
Áður verptu þarna alltaf 1-2
pör, svo eitthvert æti hljóta
þær að hafa. En í vatninu er
engin veiði. Það er svo
grunnt og enginn lækur renn-
ur í það. Það hefur aðeins af-
rennsli í Apavatn.
Tíminn líður. Kýrnar bíða
eftir þvi að vera mjólkaðar.
Þær hafa verið reknar heim í
fýrra lagi i dag, því feðgarnir
og unga húsfreyjan ætla á
héraðsmót að Borg. En Ingi-
björg húsfreyja gætir barn-
anna heima. Við kveðjum
því.
Ingileifur fylgir okkur
áleiðis að bílnum. Á leiðinni
berst í tal, að hann hefur í
vetur gegnt sjálfur, gaf á
fjórða hundrað kindum. Jón
sonur hans hefur vörubíl og
fer því oft burt af heimilinu.
Hann er vissulega ekki af
baki dottinn, gamli maðurinn,
eftir 40 búskaparár.
— E. Pá.
Kúasmalinn og hundarnir fyrir framan nýja fjósið og hlöðuna á Svínavatni.
Vé!ritunarskó!i
SIGRÍÐAR ÞÓR1>._ .DÓTTUR
Ný námskeið hefjast næstu daga. Sími 33292.
Hópferðab'ilar
allar stærðir
»
Símar 37400 og 3407.
Auglýsingagafl
i miðbænum
til leigu. — Tilboð scndist afgr. Mbl.
merkt: „Miðbær — 4011“ fyrir 15. þ. m.