Morgunblaðið - 12.07.1966, Page 13
Þriðjudagur 12. júlí 1966
MORGU N BLAÐIÐ
13
tJr blaðamannaför um Sovétríkin:
Hjá Murnieks málara
Mynd frá 1963.
svo um, að hann taki þátt í
félagsstarfseminni.
Listamenn hafa engin föst
laun. Hinsvegar hefur mennta
málaráðuneyti hvers rí'kis á-
kveðna fjárupphæð til lista-
verkakaupa á ári hverju. í
Lettlandi var upphæðin
250.000 rúblur s.l. ár. Ráðu-
neytið hefur í sinni þjónustu
sérfræðinga, sem senda pant-
anir á listaverkum (stundum
að undangenginni samkeppni)
til listamanna með milligöngu
Félags listamanna. í>egar lista
verk er pantað, fær listamað-
urinn 30% af greiðslunni og
afganginn við afhendingu. Þá
rekur Félag listamanna happ-
drætti ,sem gefur góðar tekj-
ur. Er þeim skipt að nökkru
milli félagsmanna. Einnig hef-
ur félagið yfir að ráða sjóði,
er í renna tekjur af sölu
minjagripa og ýmissa smá
muna, sem framleiddir eru í
sérstökum verksmiðjuim. Á
vegum sjóðs þessa er rekinn
verða ráðuneytin að hafa þar
milligöngu.
Meðan þeir Murnieks og
Klebahs voru að gefa okkur
þessar upplýsingar bættust
smám saman fleiri gestir í
hópinn, — flest ungt fólk;
m. a. verkfræðingur, sem
kvaðst hafa listir og lífið að
áhugaefni, leikara'r, ísknatt-
leikshetja borgarinnar, ung
kona, sem reyndist vera mál-
fræðingur, önnur kona, lækn-
ir að menntun, sérkennileg í
útliti og mátti fljótt sjá, að
hún hafði verið Murnieks
fyrirmynd að mörgum mynda
hans. Fleira fólk var þarna,
sumt enskumælandi og nokkr-
ir kunnu smávegis í þýzku.
Var þetta greinilega frjálslegt
og kátt fólk, kunningjar mál-
arans og konu hans, Eriku,
sem er einnig læknir að
mennt. Kom og brátt í ljós,
að þau hjónin höfðu tekið
Framhald á bls. 17.
margir ungir listmálarar í
Sovétríkjunum hafa á síðustu
árum reynt að brjóta af sér
bönd hinnar viðurkenndu
„sósial-realísku“ listastefnu og
við höfðum í Moskvu látið í
ljós þá ósk að hitta einhvern
ungan listmálara. En það virt-
ist þá ýmsum erfiðleikum
bundið, enda tíminn naumur
og margt að sjá og heyra. Nú
átti sem sagt að uppfylla
þessa ósk okkar í Riga.
Þó verður varla sagt, að
Murnieks sé kornungur, ef-
laust finnast margir góðir mál
arar yngri og róttækari. Hann
er fæddur árið 1922, stundaði
listnám eingöngu í Riga og tók
þátt í fyrstu samsýningunni í
Moskvu veturinn 1956—57.
Fyrstu sjálfstæðu sýninguna
í Moskvu hélt hann árið 1960
og aðra 1964. Og Murnieks
hefur ekki brotið meira í bága
Wið vilja stjórnarvaldanna en
svo, að hann hefur fengið að
sýna erlendis síðustu tvö ár-
in. Hafa myndir hans verið
sýndar og seldar í París, Lond
on, Chile og Bandaríkjunum.
f>ví miður brestur mig þekk
ingu til að skýra nánar frá
eiginleikum þessara málverka,
— en vona að meðfylgjandi
myndir prentist nægilega
skýrt til þess að gefa um þau
einhverja hugmynd. Þegar við
höfðum orð á því við
Murnieks, að sumar konu-
mynda hans minntu helzt á
Modigliani, hló hann dátt og
sagði: Það er ekki alls kostar
rétt, hins vegar má segja að
bæði Modgliani og Murnieks
hafi orðið fyrir áhrifum af
rússneskum íkonum — helgi-
myndum.
Við höfðum einnig orð á
því, að myndir hans væru
harla frábrugðnar því, sem
við hefðum séð af sovézkri
nútíma myndiist á opinber-
um stöðum og spurðum, hvort
þetta bryti ekki í bága við
viðurkennda listastefnu. Því
svaraði Murnieks neitandi,
kíminn á svip, og allir við-
staddir tóku undir. Enn einu
sinni hófust því umræður um
þessa stefnu, hver væru hin
eiginlegu grundvallareinkenni
hennar — og eftir miklar
vangaveltur og skemmtilegar
kom svarið: „Sósial-realismi
tekur yfir alla góða list og
þess vegna eru myndir
Murnieks og margra annarra
ungra listamanna sósíal-real-
iskar“.
Þessi staðhæfing leiddi að
sjálfsögðu til .ýtarlegri um-
ræðná um það, hvað væri góð
list og slæm og hverjir væru
dómbærastir þar um. Ekki er
hér rúm til að rekja frekar
þessar rökræður, enda fékkst
engin afgerandi niðurstaða.
Hins vegar áttum við oft eftir
að verða þess vör á ferð okk-
ar, að þeir listamenn, sem
smám saman eru að reyna
að brjóta af sér hin hefð-
bundnu form kommúnismans,
„sósíal-realismann“, eins og
við höfðum kynnzt honum
(og eins hann kemur fram á
opinberum vettvangi til dæm-
is á yfirstandandi Biennale í
Feneyjum) eru staðráðnir í
að viðurkenna ekki opinber-
lega, að þeir séu að gera neitt
nýtt. Málarar, rithöfundar,
skáld, leikarar, leikstjórar,
balletthöfundar, — hvar sem
litið var sáust þess merki, að
menn væru að reyna að víkka
sinn ramma ofurlítið, án þess
að viðurkenna það nokkru
sinni — allt var þetta sam-
kvæmt sovézkri hefð. Og þeg-
ar við spurðum þá Murnieks
í Riga
ÞAÐ var vorþeyr i lofti dag-
inn sem við komum til Riga
í Lettlandi — mun hlýrra en
í Moskvu, þar sem kólnað
hafði skyndilega fyrir hátíða-
höldin 1. maí.
Satt að segja var ég ósköp
fegin að finna fast land undir
fótum því að taugarnar voru
heldur illa farnar eftir hávað
ann og titringinn í flugvél-
inni, sem við höfðum komið
með. Á s.l. sumri hafði ég
jafnan flogið milli borga með
rússneskum þotum, sem_voru
ljómandi þægilegar, en sama
verður á engan hátt sagt um
skrúfuþotur þær af gerðun-
um Iljushin 18 og Antonov,
sem við flugum með í þess-
ari ferð. »
Meðan við biðum eftir því
að komast út úr vélinni sneri
sér að mér ljóshærð og lag-
leg kona, sem setið hafði
skammt fyrir aftan okkur.
Hún rétti mér vænan vönd af
stórum, rauðum túlipönum og
sagði: „Please take sftme
flowers . . . “ Ég stamaði ein-
hver þakklætisorð og við tók-
um tal saman andartak. Hún
kvaðst heita Olga og vera frá
Rostov — komin til Riga til
að vinna um hríð. „Borgin
okkar, Rostov, er mjög falleg
og fólkið gott“ sagði hún, —
„þú ættir að koma þangað".
Á flugvellinum tóku á móti
okkur tveir myndarlegir Lett
lendingar, alls ólfkir Rússum.
Þeir voru kynntir okkur sem
Sigfried, ritari blaðamannafé-
lags Lettlands og Harry, Ijóm
andi maðúr sem var með okk
ur þá daga, sem við dvöld-
umst í Riga.
Fyrsta kvöldið var farið
með okkur í heimsókn til list
málara, Laimdots Murnieks
að nafni. Slóst þá í förina ann
ar málari Henry Klebahs, til
þess að gefa okkur upplýsing-
ar um starfsemi Sambands
listamanna í Lettlandi.
Murnieks málari hafði vinnu
stofu á 6. hæð í stóru, nýlegu
sambýlishúsi 1 nýju og þokka
legu hverfi. Sáum við víða á
ferðum okkar, að efstu hæðir
sambýlishúsa voru útbúnar
sem vinnustofur handa lista-
mönnum, málurum og mynd-
höggvurum, sem höfðu þá
íbúðir sínar í sömu húsum.
Voru stundum tugir slíkra
vinnustofa í sama hverfi og
þessi tilhögun mjög rómuð.
Við höfðum séð talsvert af
sovézkri „nútíma" myndlist,
m.a. í Tretjakov-listasafninu
í Moskvu, á sérsýningu í
Murnieks málari
í vinnustofu sinni.
Hermitage í Leningrad og ég
hafði s.l. sumar séð slíkar
myndir á safni í Kiev. Við
bjuggumst því varla við að
hitta þarna fyrir listmálara,
sem ekki kafnaði undir nafni.
Myndirnar, sem við blöstu á
veggjum vinnustofu Murni-
eks, málara, voru að vísu all-
ar fíguratívar, en þær áttu
ekkert skylt við þau skelfi-
legu verk, sem á liðnum árum
hafa verið boðberar hins svo-
kallaða „sósíal-realisma“.
Við vissum reyndar, að
Stúlkumynd frá 1964.
og Klebahs hversvegna mál-
verk eins og þau, er við nú
sæjum, væru ekki til sýnis í
söfnum, svöruðu þeir, að það
væri fyrst og fremst vegna
húsnæðisskorts. Til dæmis
væru þúsundir málverka eftir
yngri sem eldri listmálara í
geymslu í kjallara Tretjakov-
safnsins, og væru nú uppi
fyrirætlanir um að reisa nýtt
stórhýsi yfir safnið. Þeir
sögðu að sovézka mennta-
málaráðuneytið hefði keypt
mikið af málverkum á síðustu
árum, en það væri hvergi rúm
fyrir þau í söfnum.
Málararnir skýrðu okkur
nokkuð frá starfsemi Sam-
bands listamanna. Þeir sögðu,
að af 10.000 listamönnum og
listiðnaðarmönnum í Lett-
landi, væru aðeins 400 í Fé-
lagi listamanna og þeir kæmu
saman annað hvort ár til þess
að kjósa stjórn. Til þess að
geta sótt um inngöngu í Félag
listamanna í Lettlandi þarf
listamaður að hafa tekið þátt
í annaðhvort tveimur lýðveld
issýningum (republican) eða
tveimur alríkissýningum (eða
„national" eins og Sovétmenn
kalla allt það, sem tekur til
Sovétríkjanna allra) — og
auk þess að hafa haldið eina
sérsýningu. Eftir að sótt hef-
ur verið um inngöngu líða tvö
ár, einskbnar reynsluár, áður
en ákveðið er, hvort listamað-
urinn er þess verður að fá
inngöngu. Þá fylgjast félags-
menn með starfi hans og sjá
Stúlkumynd frá 1962.
sýningarskáli, þar sem mynd-
ir listamanna eru til sölu fyrir
einstaklinga og stofnanir, án
milligöngu fyrrgreindra aðila.
Sögðu málararnir, að almenn-
ingur keypti fyrst og fremst
vatnslitamyndir, ef nokkuð,
því að málverk væru flestum
of dýr.
Sýningar á verkum lista-
manna sögðu þeir að væru
yfirleitt skipulagðar af félagi
þeirra — en Samband sov-
ézkra listamanna og mennta-
málaráð Sovétríkjanna ákveða
og skipuleggja allar sýningar
erlendis. Hinsvegar hafa lista
menn sjálfir úrslitaákvörðun
um verðlagningu verka sinna.
Sagði Murnieks, að verð vœri
afar mismunandi eftir því
hver keypti. Hann mundi e.t.
v. selja einstaklingi málverk
fyrir 100 rúblur, sem hann
seldi ráðuneytinu fyrir 300
rúblur. Vilji erlendir aðilar,
hvort sem er einstaklingar eða
stofnanir kaupa listaverk,