Morgunblaðið - 12.07.1966, Page 23

Morgunblaðið - 12.07.1966, Page 23
Þriðjudagur 12. júlí 1966 23 MORGUNBLAÐIÐ Skrúðgangan í Bankastræti. Ilngtemplaraþingi hér lokið Móti Norrænna nngtemplara lauk hér í fyrrakvöld, en í gær- morgun héldu flestir erlendu þáttakendanna heimleiðis með Loftleiðavél. Á sunnudag efndu ungtemplarar til samkomu á Austurvelli, en áður var safnazt saman við IOGT-húsið við Eiríks götu og haldið fylktu liði undir þjóðfánum allra Norðurlandanna og Tyrklands að Austurvelli. Eggert G. Þorsteinsson, félags málaráðherra flutti ræðu af svöl um Alþingishússins, en auk hans Fobiola missir aftur fóstur Briissel, 11. júlí NTB. FRÁ ÞVÍ var skýrt i Brússel í dag, að Fabiola, drottning, hefði aftur misst fóstur. Hafði hún veikzt skyndilega í gær og verið flutt á sjúkrahús I gærkvöldi og gerður á henni holskurður. Fabiola drottning, sem er spænskra ætta, er nú 38 ára að aldri. Hún hefur verið gift Boudouin, konungi í rúm fimm ár og á því tímabili misst fóstur þrisvar sinnum, áður árin 1962 og 1963. Fyrir fáeinum dögum var opinber- lega tilkynnt, að hún ætti von á barni í vetur ef allí færi vel. Samkvæmt opinberri til- kynningu í dag, er líðan drottningar góð eftir atvikum ; og læknar hennar segja, að uppskurðurinn þurfi ekki að koma í veg fyrir, að hún geti átt barn seinna. Eins og nú háttar málum í Belgíu er næst ur til ríkiserfða bróðir Boudouins, Albert prins af Liege, sem kvæntur er ítölsku prinsessunni Paolu. Þau gift- ust árið 1959 og eiga nú þrjú börn. töluðu séra Árelíus Nielsson og Arvid Johnsen, formaður Nor- ræna ungtemplarasambandsins, en hann flutti opinberum aðilum þakkir fyrir velvilja og stuðning við mótið. Á sunnudagskvöld var lokahóf í samkomuhúsinu LÍDÓ. Meðal gesta var Geir Halgrímsson, borg arstjóri„ og flutti hann ávarp; þakkaði hinum erlendu þátttak- endum komuna og óskaði sam- tökum ungtemplara heilla í fram tíðarstarfi. Sune Persson, fyrr- verandi ritari Norræna sam- bandsins stjórnaði hófinu, en aðrir ræðumenn voru: Óskar Franzén, fyrsti formaður NGUF, Karl Wennberg, fraimkvæmda- stjóri Norræna góðtemplararáðs- ins, Henry Sörman, fyrverandi formaður NGUF, Mustafa Yld- irim, frá Tyrklandi, Arvid John- sen formaður Norræna sambands ins, sem flutti islenzku móts- stjórninni þakkir sambandsins fyrir störfin í þágu mótsins, og fengu stjórnarmenn blómvendi að gjöf. í>á töluðu Sveinbjörn Jónsson, forstjóri í Ofnasmiðj- unni og Sveinn Helgason, sem flutti kveðjur og árnaðaróskir frá yfirstjórn IOGT. Að lokum flutti kveðju og þakkarorð for- maður Mótsstjórnar, séra Árelius Níelsson. Hófinu lauk með ýms- um skemmtiatriðum og dansi. f mótsstjóm Norræna ung- templaramótsins áttu sæti: séra Árelíus Níelsson, formaður, Ein- ar Hannesson, varaformaður, Gunnar H. Pálsson, ritari, Sig- urður Jörgensson, gjaldkeri, Sigurður Gunnarsson, formaður dagskrárnefndar, Gunnar Þor- láksson, skrifstofustjóri mótsins, Alfreð Harðarson, formaður tækninefndar, Hilda Torfadóttir, formaður skemmtinefndar, Grét ar Þorsteinsson, formaður flutn- inganefndar, Kristinn Vilhjálms son, formaður veitinganefndar, Eiríkur Ingólfsson, Guðmundurc Þórarinsson, formaður Ferða- nefndar og Njáll Þórarinsson, formaður Hótelnefndar. ------------------------------- Heildarafli sl. viku 11 Seyðisfjörður hæsti löndunarstaðurinn MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt yfirlit um síldveiðar norðan- lands og austan vikuna 3. til 9. júlí, frá Fiskifélagi Islands. Fer hún hér á eftir: Ágætt veður var á miðunum síðustu viku, en afli lítill. Fyrri hluta vikunnar fékkst helzt afli 100—110 sjómílur A af S frá Dala tanga. Um miðja vikuna varð vart síldar 20—30 sjómílur VSV af Jan Mayen. Fjölgaði skipum þar brátt og fóru aflabrögð held- ur batnandi út vikuna. Hafði síldin fært sig suður á bóginn og í vikulok var veiðisvæðið um 90—100 sjómílur SA af Jan Mayen. í vikunni fengu nokkur skip afla við Hjaltalandseyjar, en hve mikið er ekki vitað með vissu. Aflinn, sem barst á land í síð- ustu viku nam 11.283 lestum. Þar af fóru í bræðslu 11.168 lest ir og í söltun 805 tunnur eða 109 lestir. í frystingu fóru 6 lestir. Heildarmagn komið á land á miðnætti laugardagskvöld var 134.681 lestir og skiptist þannig: í salt 284 lestir (2.101 upps. t.) í frystingu 22 lestir í bræðslu 134.375 lestir Á sama tíma í fyrra var heild araflinn sem hér segir: í salt 28.542 L ( 3.853 1) Mesti síldarafli sumarsins 42 skip tilkynntu samtals 9.085 tonn LANGBEZTI afladagurinn á síldarvertíðini í sumar var á sunnudag og í fyrrinótt. Veður var hagstætt til veiða á miðun- um, og voru bátarnir á veiðum 90—100 mílur SA frá Jan May- en, eða ,160 milur ANA frá Rauf- arhöfn. Tilkynntu samtals 42 skip um afla samtals 9.085 tonn, og það er, eins og fyrr segir, mesti sólahringsafli sumarsins. Allur síldveiðiflotinn hefur verið þarna að veiðum að undan förnu, enda ekki vitað um veiði á öðrum slóðum. Var síldin þarna í allstórum torfum, og fengu bátarnir fullfermi á nær svipstundu. Tvö síldarflutninga- skip voru komin á staðinn, Dag- stjarnan kom á mánudagsmorg- un, og var orðin full á hádegi í gær, og Síldin kom á miðin i gæmborgun og var landað stanz- laust í hana í allan gærdag. Vitað var í gærkveldi að áfram- haldandi veiði var á miðunum, og höfðu fjölmargir bátar til- kynnt um afla og voru á leið tii Raufarhafar. Síldin, sem þarna veiðist, sleppur í milliflokk við söltun, ef hún er tiltölulega ný, en núna verða bátarnir að sigla með hana rúman sólarhring í land, svo að hún er farin að láta allmikið á sjá, og aðeins er um að ræða að salta hana. Raufarhöfn: Eldborg GK 240 Tonn: Ögri RE 165 Vigri GK 230 Gísli Árni RE 400 Pétur Sigurðsson RE 170 Sikorsky-þyrla * á Islandi Ingiber Ólafsson II GK 300 Bjarmi H EA 300 Náttfari ÞH 180 Helga RE 260 Arnarnes GK 120 Reykjanes GK 130 Þorleifur OF 140 Súlan EA 240 VonlJn KE 170 Helgi Flóventsson ÞH 230 Stígandi OF 230 Lómur KE 240 Dalatangi: Gullberg NS 180 Hoffell SU 180 Sigurvon RE 270 Höfrungur III AK 340 Hrafn Sveinbjarnarson III GK 150 Skemmtiferð til Vestmannaeyja Vík Mýrdal, 9. ágúst. SLÁTTUR hófst hér víða með júlí og er grasvöxtur með meðal lagi. Þurrkar hafa verið litlir og gengið Ula að ná saman heyj- um. Nýlega fór Búnaðarfélag Dyr hólaihrepj>s í skemmtiferð til Vestmannaeyja og var flogið af Skógasandi og stóð til að koma aftur samdægurs, en af því gat ekki orðið sökum óhagstæðs flugveðurs og kom ferðafólkið næsta dag eftir. Yfir 40 manns tóku þátt í ferðijini, fólk á öll- um aldri. Var þarna margt af mönnum, er höfðu stundað sjó og fiskvinnu árum saman í Eyj- um og höfðu ekki komið út þang að í áraraðir, og fannst þeim ekki sízt mikið til um allar þær stórstígu breytingar, sem orðið hafa á síðustu árum. Allir létu hið bezta yfir ferðinni og þeim mótökum, er þeir nutu hjá Vest- mannaeyingum. — Sigiþór. Guðrún Guðleifsdóttir IS 270 Ölafur Friðbertsson IS 230 Sigurfari AK 170 Ásþór RE 200 Akurey RE 230 Þórður Jd.iasson EA 320 Hugrún IS 2J0 Loftur Baldvinsson EA 210 Höfrungur II AK 240 Jón Garðar GK 280 Guðbjartur Kristján IS 200 Ólafur bekkur OF 170 Skírnir AK 170 Ólafur Magnússon EA 150- Héðinn ÞH ' 340 Haraldur AK 200 Gullfaxi NK 50 Fagriklettur GK 170 Sigurpáll GK 210 Margrét SI 200 Dregið í Happ- drætti Háskóla * Islands Reykjavík, 11. júlí 1966. 1 gær, mánudaginn 11. júll var dregið í 7. flokki Happdrætt- is Háskóla íshiids. Dregnir voru 2,200 vinningar að fjárhæð 6.200.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500.000 krónur, kom á hálfmiða núm- er 13755, er seldir voru í um- boðunum á Siglufirði, Fáskrúðs- firði og í Vestmarliaeyjum. 100.000 krónur komu á heil- miða númer 40285 er var seld- ur í umboði Helga Sivertsen í Vesturveri. 10.000 krónur komiu á núimer: 959 1.827 3.711 6.735 9.431 10.910 11.618 12.725 14.025 14.398 14.462 17.199 20.929 21.649 24.635 26.732 27.269 30.367 31.399 33.480 33.751 37.491 41.273 41.603 43.135 43.432 44.679 44.921 45.863 47.266 49.775 51.696 54.590 55.121 55.512 56.397 59.426 (Birt án ábyrgðar) HINGAÐ til lands kom síðdegis á sunnudag 26 manna þyrla af Sikorsky-gerð, sem er á leið- inni til Noregs, en hún er í eigu Þyrluþjónustunnar í Osló. Þetta er í annað sinn, sem þyrla af þessari stærð, og gerð kemur til íslands. Mbl. hafði samband við flug- mann þyrlunnar, Ross Lennox. Kvað hann þyrluna koma frá Connecticut-fylki í Bandaríkj- unum, ,en þar eru Sikorsky- verksmiðjurnar staðsettar. Sagði Lennox flugmaður, að hann væri reynsluflugmaður verk- smiðjanna en með henni til Noregs er fjögurra manna áhöfn. Lennox sagði, að ferðalag þyrl- unnar. frá Bandaríkjunum tæki 2-3 vikur, en þyrlan hefur við- komu á fjölmörgum stöðum á leiðinni. Sagði Lennox, að þetta væri í annað sinni, sem þyrla flygi yfir. Atlantshafið án sam- fylgdar annarra þyrla eða flug- véla. .283 lestir í frystingu 2.380 t. ( 257 1) í bræðslu 672.248 m (90.753 1) Samanlagt gerir þetta 94.863 lestir. — Aflinn skiptist á löndunarstaði: þannig lestir. Reykjavík 14.524 Bolungavík 2.233 Siglufjörður 586 Ólafsfjörður 1.863 Hjalteyri 411 Krossanes 5.136 Húsavík 1.328 Raufarhöfn 14.753 Vopnafjörður 8.385 Borgarfjörður eystri 591 Seyðisfjörður 32.758 Neskaupstaður 24.044 Eskifjörður 12.067 Reyðarfjör’ður 6.877 Fáskrúðsfj örður 6.565 Breiðdalsvík 798 Djúpivogur 1.762 Þekkt tónlistar- fólk á Húsavík Húsavík, 11. júli. ÞAÐ er að verða fastur liður í starfsemi Tónlistarskólans á Húsavík að fá hingað árlega listafólk úr höfuðstaðnum. 1 gærkvöldi héldu tónleika hér í kirkjunni Guðrún Tómasdóttir söngkona og Ingvar Jónasson fiðluleikari. Aðstoðarmaður þeirra var Reynir Jónasson, orgelleikari Húsavíkurkirkju. Kirkjan var þéttsetin og áheyrendur mjög hrifnir af flutn ingi listafólksins á ýmsum tón- verkum, en efnisskráin var mjög fjölbreytt. Vernharður Bjarna- son ávarpaði listafólkið að lokn- um flutningi og þakkaði því kom una, og góða og eftirminnilega skemmtun. Sömuleiðis þakkaði hann forstöðumönnum tónlistar- skólans fyrir þeirra framtak og vonaði að framhald yrði á því. — Fréttaritari. - Kosningar Framh. af bls. 1 Sósíaldemókratar (SPD) 99 sæti (90), eða 49,63% (43,3%) Kristil. demókr. (CDU) 86 sæti (96) eða 42,91% (46,4%) Frjálsir demókr. (FDP) 15 sæti (14) eða 7,44% (6,9%) Nokkrir simáflokkar buðu einnig fram, en fengu enga menn kjörna. Heinz Kuhn, formaður SPD flokksins , í Nordrhrein Westfalen, lýsti því yfir að kosningum loknum að hann væri reiðubúinn til viðræðna við fulltrúa CDU og FDP um myndun nýrrar samsteypu- stjórnar fyrir héraðið. Meðal frambjóðenda, sem ekki náðu kjöri að þessu sinni, var dr. Max Adenauer, sonur Adenauers fyrrum kanzlara (og formaður ís- lendingafélagsins í Köln. Aths. Mbl.). Hlaut hann að- eins 40.2% atkvæða í heima- borg sinni, Köln, en fram- bjóðandi SPD' 52,9%. TEITUR EYJÓLFSSON frá Eyvindartungu lézt á Sjúkrahúsinu á Selfossi mánudaginn 11. júlí sL Vandamenn. Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, GUNNARS BÖÐVARSSONAR Birkimel 6B, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. júlí kl. 13.30. María Ásgeirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hildur H. Gunnarsdótitr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.