Morgunblaðið - 20.07.1966, Qupperneq 1
28 síður
23. árgangur.
162. tbl. — Miðvikudagur 20. júlí 1966
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kínverskur sendiráðs-
maður rekin úr Hollandi
Nam fársjúkan mann af sjúkrahúsi
Haag, 19. iúlí - NTB-AP:
KÍNVERSKA sendiráðsfulltrúan
um í Hollandi, Li En-chiu hefur
verið fyrirskipað að fara úr
landi innan sólarhrings. Var frá
þessu skýrt opinberlega í tilkynn
tngu frá hollenska utanríkisráðu
neytinu í g'erki-öld.
Sendiráðsfulltrúinn var lýstur
„persona non grata“, eftir að
starfsmaður kinverska sendiráðs
ins í fyrri viku hafði flutt kín-
verskan sjúkling frá sjúkrahús-
inu í Haag, þar sem hann lá, án
leyfis læknis. Hinn sjúki var
verkfræðingur, sem komið hafði
til Hollands til þess að taka þátt
í alþjóðlegri tækniráðstefnu. —
Fannst hann stórslasaður á göt-
unni fyrir framan kínverska
sendiráðið sl. laugardag. Hann
ver fluttur í sjúkrahús, þar sem
í ljós kom, að bann var höfuð-
kúpúbrotinn og alvarlega meidd-
ur í baki.
Er sendiráðsfulltrúinn var
kallaður á fund utanríkisráðu-
neytisins í gær, skýrði hann frá
því, að verkfræðingurinn hefði
látizt í sendiráðinu síðari hluta
dags á sunnudaginn. Var sendi-
ráðsfulltrúanum þá þegar fyrir-
skipað að fara úr landi.
Ekki er vitað hvernig meiðsli
nnannsins bar að Á milli kín-
versku sendiráðsbyggingarinnar
og götunnar er garður, þannig
að ekki er talið að hann hafi
hlotið þau við að stökkva út um
glugga.
Talsmaður lögreglunnar í
Haag skýrði frá því á fundi
með blaðamönnum, að lögreglan
væri þeirra skoðunar að maður
inn hefði ekki látizt af völdum
slyss. Væri þessi skoðun byggð
á upplýsingum, sem læknir sá
hefði gefið, en var á vakt, þegar
komið var með hinn meidda
mann á sjúkrahúsið.
í morgun hafði lögreglan sett
öflugan vörð um kínversku
sendiráðsbygginguna til þess að
koma í veg f.yrir að lík verk
fræðingsins yrði flutt á brott
með leynd.
Þá hefur verið skýrt frá því,
að Li En-chiu sendiráðsfulltrúi
væri þegar farinn frá Hollandi.
Fór hann síðdegis í dag með
tékkneskri flugvél áleiðis til
Moskvu. Hann hafði starfað hjá
kínverska sendiráðinu í Haag frá
því á árinu 1963.
Johnson Bandaríkjaforseti og aðrir æðstu valdamenn í Washington hafa varað forseta Norðnr-
Víetnam, Ho Chi Minh (til hægri) eindregið við því að draga bandaríska flugmenn, sem teknir
hafa verið til fanga í N-Víetnam (til vinstri tveir þessara flugmanna), fyrir rétt sem striðsglæpa-
menn. Á meðan hefur Ho Chi Minh látið fara fram útboð á hluta af varaliði landsins. — Þannig
fara átökin í Víetnam stöðugt harðnandi.
Sendiherra N-Vielnam í Peking:
Bandarísku flugmennirnir dregnir
fyrir dóm sem stríðsglæpamenn
París, 19. júlí, — AP —
FRANSKA fréttastofan AP
skýrði fiú því í dag, að sendi-
herra Norður-Vietnam í Kína
hefði lýst þvi yfir að þeir banda
rískir flugmenn, sem teknir
hefðu verið og teknir yrðu til
fanga í N-Vietnam, myndu
verða dregnir fyrir dóm sem
stríðsglæpamenn. Á sendiherr-
ann að hafa skýrt frá þessu á
fundi, sem hann hélt með frétta
mönnum í Peking.
Fréttastofa skýrði ennfremur
frá því, að sendiherrann hefði
sagt, að bandarísku flugmennirn
ir hefðu aldrei af hálfu N-Viet-
nam verið taldir vera stríðs-
Kapitalismanum vex ásmeginn í Sovétríkjunum:
400 nýjar verksmiöjur byggja
á framboði og eftirspurn
Moskvu, 19. júlí AP.
NÝJU fyrirkomulagi var kom
ið á í 400 sovézkum verk-
smiðjum h. 1. júlí s.l. Byggist
það á auknu valdi forstjóra
verksmiðjanna og þar er lögð
áherzla á að ná hagnaði og að
sala framleiðsluvaranna verði
sem mest.
Málgagn sovézku stjórnar-
innar, Pravda skýrði frá þessu
í dag. Segir þar enn fremur,
að sá árangur sem náðst hefði
til þessa, sýndi, að hið nýja
fyrirkomulag væri betra, en
það sem verksmiðjurnar hefðu
áður búið við.
Gert er ráð fyrir, að sovézk
ur iðnaður breyti smám sam-
an um fyrirkomulag og taki
upp hið nýja fyrirkomulag
fyrir 1. janúar 1968. Fyrst
munu verksmiðjur, sem hefur
gengið vel, taka upp hið nýja
fyrirkomulag, en búizt er við
erfiðleikum, er verksmiðjur,
sem ver hefur vegnað fram-
kvæma breytinguna.
Það mun vera Kosygin for-
sætisráðherra, sem gengst
fyrir þessum breytingum, en
hann hafði áður lagt til, að
róttækar endurbætur færu
fram í efnahagsmálum, Sovét
ríkjanna: og að tekið yrði til-
lit til nýrra sjónarmiða, svo
sem eftirspurnar, þar sem
verksmiðjurnar eru.
Samkv. eldra fyrirkomu-
laginu tóku heildaráætlunar-
stjórar allar ákvaranir varð-
andi framleiðslu einstakra
verksmiðja. Síðan var rekst-
ur verksmiðjanna metinn eft-
ir því, hversu mikið þær fram
leiddu án tillits til þess, hvort
framleiðsluvörur þeirra seld-
ust eða ekki Með þessum
hættti söfnuðust feiknarlegar
birgðir óseljanlegra vara
Áður tíðkuðust bónusgreiðsl
ur, sem stóðu í hlutfalli við
framleiðslumagn verksmiðj-
anna, en munu samkv. hinu
nýja fyrirkomulagi fara eftir
sölu og hagnaði.
Þá skýrði Pravda frá því,
að þegar í janúar hefðu 43
verksmiðjur tekið upp hið
nýja kerfi og 200 verksmiðjur
í apríl. ,Fyrstu tölur“, sagði
Pravda í dag, „sanna áþreif-
anlega, að hið nýja fyrirkomu
lag skapar heppilegar aðstæð-
ur til aukningar framleiðslu
og framleiðslugetu".
Pravda skýrði frá þvi, að
allar þær verksmiðjur, sem
tækju upp nýja fyrirkomu-
lagið, hefðu verið látnar hafa
nýjar áætlanir, þar sem gert
hefði verið ráð fyrir auknum
afköstum, og hefði gengið vel
að framkvæma þær.
Forstjórum verksmiðjanna
væri heimilt að ákveða fjölda
starfsmanna verksmiðja
sinna. Þeir mættu fækka
starfsliði, ef þeim svo byði, í
því skyni að lækka fram-
leiðslukostnað og auka
þannig á hagnað.
fangar og þess vegna tæki Gen-
farsamþykktin um meðferð
stríðsfanga ekki til þeirra, en
þar er bannað að draga stríðs-
fanga fyrir dóm.
Sendiherrnn gat ekkert um,
hvenær réttarhöldin yfir flug-
mönnunum mydu hefjast, en
bætti því við, að örlög flug-
mannanna yrðu fengin í hendur
þjóðini í Vietam.
Sediherrann las síðan upp til-
kynningu, þar sem sagði m.a.
að sprengjuárásirnar á Hanoi
Haipong svæðið hefðu sýnt bet-
ur en nokkru sinni fyrr, að
Bandaríkin væru árásaraðili.
Eina leiðin til þess að binda enda
á Vietnamstríðið væri að ganga
að þeim skilmálum, sem Norður-
Vietnam og Vietcong hefðu
sett, en þar er m.a. gert ráð
fyrir flutningi alls bandarísks
herliðs frá Vietnam.
í tilkynningunni voru þeir Har
old Wilson, forsætisráðh. Bret-
lands, Eisaku Sato, forsætis-
ráðh. Japan og Tito frseti Jú-
góslavíu einnig sakaðir um sam-
vinnu við bandaríska heims-
valdastefnu.
Talið er, að átök muni nú fara
mjög harðnandi í Vietnam, en
í ræðu, sem H Chi Minh, for-
seti N-Vietnam hélt á sunnudag,
tilkynnti hann takmarkað útboð
varaliðs í landinu.
Johnson Bandaríkjaforseti
hefur áður varað stjórn N-Viet-
nam við því, að verði þeir
bandariskir flugmenn sem hún
hefur á valdi sínu, meðhöndlað
ir sem stríðsglæpamenn, verði
hert til mikilla muna á loftárás-
um á N-Vietnam.
í dag geysuðu harðir bardag-
ar í Vietnam, en þar komu her-
menn frá N-Vietnam bandarísk-
um herflokki í opna skjöldu—
og felldu marga þeirra. Banda-
rískar sprengjuflugvélar héldu
og áfram loftárásum á olíubirgða
stöðvar í N-Vietnam.
Frakkar halda áfram
kjarnorkutilraunum
Vörpuðu fyrstu kjarnorkusprengju
sinni úr lofti í gær
París, 19. júlí — AP:
FRAKKAR héldu áfram kjarn-
orkusprengjutilraunum sínum í
andrúmsloftinu í dag. Sprengdu
þeir þá aðra kjarnorkusprengj-
una á sautján dögum og var það
gert með því að varpa sprengj-
unni úr flugvél á sunnanverðu
Kyrrahafi,
Franska hermálaráðuneytið
skýrði frá því í dag. að sprengjan
hefði sprungið í lítilli hæð yfir
Mururoa kóralrifunum í Frönsku
Polynesiu. Er þetta fyrsta kjarn
or kuspreng j an, sem Frakkar
sprengja með því að varpa henni
úr flugvél. Þetta er önnur kjarn
orkusprengj utilr aunin í röð til-
rauna, sem Frakkar hófu 2. júlí
sl. Átti tilraunin að fara fram
10. júlí en var frestað vegna ó-
hagstæðs veðurs.
Sprengjan nú var plútonium-
Framhald á bis. 12