Morgunblaðið - 20.07.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 20.07.1966, Síða 3
MiSvflkudagur 20 júlí 196C MORQUNBLAOIO o ☆ FÉLAGAR úr Lionsklúlbbnum Baldri, konur þeirra og börn, alls 70 manna hópur, fóru um Jgf síðustu helgi upp að Hvitár- j§| vatni í uppgræðsluferð. Lagt var af stað föstudag- inn 15. júlí og ekið í tveimur langferða'bílum og nokkrum jeppum upp að Hvítárvatni. I>ar voru reistar myndarlegar § tjaldbúðir á gróðurtorfu sunn anvert við Svartá milli vatns ins og vegarins. Hópurinn ornar sér við varðeldinn. Baráttumál BaSdusfélaga Dreifðu ábur&i og sáðu við Hvítavafn Brá sér úr pilsinu í samkvæmisföt — og fékk greiðan aðgang að Klúbbnum SKÝRT var frá því í einu dag blaðanna í gær, að einum Skota þeirra, sem nú dvelja hérlend- is vegna landskeppni í frjálsum íþróttum milli Islands og Skot- lands hefði verið meinaður að- gangur að veitingahúsinu Klúhbnum sl. laugardagskvöld á þeim forsendum, að hann væri pilskiæddur, en pils eru sem kunnugt er þjóðbúningur Skota. Mbl. hafði í gær samband við Björgvin Frederiksen forstjóra Klúbbsins og innti hann eftir hvað hæ't væri i þessari frétt Sagði Björgvin, að fréttin væri á misskilningi byggð. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem hann hafði fengið hefði verði hér um að ræða hóp Skota, sem allir voru klæddir dökkum samkvæm isfötum utan þessi eini maður. Var honum tjáð að það væri af ýmsum ástæðum heppilegra að hann væri klæddur eins og félagar hans. Bróst maðurinn vel við ábendingunni, fór til hótels síns og skipti um föt og fékk greiðan aðgang að veit- ingahúsinu, þegar hann kom til bake Þeir sem kunnUgir eru af- réttarlöndum Biskupstungna, og farið hafa um Kjalveg eða til Hvítárvatns og Kerlingar- fjalla, hafa eflaust tekið eftir því, að þar liggur gróður víða undir stórskemmdum af völd um uppblásturs. Tjarnheiðin austan við Hvítárvatn hefur verið þakin þykkum jarðvegi og klædd grasi og víðigróðri. Þetta land er nú víða örfoka og blásið niður í urð, en á nokkrum stöðum eru enn eftir gróður- torfur. Þar og í sjálfu Hvítár- nesi eru hagar góðir og eitt hið fegursta landsvæði á hé- lendi íslands. Félagar í Lionsklúbbnum Baldri tóku það upp á stefnu skrá sína í fyrra að stuðla að uppgræðslu landsins. Fóru þeir þá með áiburð og fræ og sáðu í svæði við Hvítárvatn með það fyrir augum að hefta frekari uppblástur svæðisins og reyna að varðveita þessar gróðurleifar. 1 ferðinni, sem farin var um síðustu helgi voru borin á hálft þriðja tonn af áfourði með áburðardreifara, sem fenginn hafði verið að láni, og sáð túnvingulsfræi í þrjá til fjóra hektara lands á sömu slóðum og í fyrra. Páll Sveinsson, landgræðslu stjóri, sem var gestur klúfolbs- ins í ferðinni, hafði séð svo um að áburðardreifingarflug- vél landgræðslunnar kæmi á laugardagskvöldið, til að sá fræi og bera á þrjú tonn af áburði á vegum félagsins. Af þessu gat þó ekki orðið að sinni, þar sem veður var þá tekið að spillast. Félagar og fjölskyldur þeirra unnu að uppgræðslu- störfum í sérstakri veðurblíðu laugardaginn 16. júlí. Síðan voru farriar kynnisferðir um nágrennið, kveiktur varðeld- ur, haldin kvöldvaka og unað við leiki og söng. Þótti ferðin ánægjuleg og gagnleg og uppfræðandi land- kynning fyrir unglingana. STAKSTEINAR Sigurey frá Grímsey nýtízku síldveiðiskip — áður Þorsteinn Þorskabítur Gamli áburðardreifarinn frá Holtakoti í BLskupstungum lyft af palli bílsins við Ilitarvatn. Dalvík, 19. júlí. SÍÐDEGIS í dag renndi hér í höfnina stórt og glæsilegt fiski- skip, Sigurey EA 8, sem áður hét Þorsteinn Þarskabítur. Skipið er nú eign útgerðarféiagsins Gríms h.f. og skráð í Grímsey. Hingað kemur skipið frá Noregi, þar sem það var umbyggt og gert að nýtízku síidveiðiskipi. Sigurey EA 8 var uppruna- lega byggð í Englandi 1949 og er 491 smálest að stærð. Grímur h.f. keypti skipið fyrir ári og lét fara fr/im á því gagngerar breytingar hjá Ulsteinvik Mek. Verksted í Noregi. Settar voru á það hliðarskrúfur aftan og framan, 150 hestafla vökva- knúnar. Þá var sett í skipið skiptiskrúfa af sænskri Seffle- gerð. Nam kostnaður við breyt- ingarnar 5 millj. kr. Þótt Sigurey sé skráð í Grims- ey verður hún gerð út frá Dal- vík. Fer hún héðan á síldveiðar eins fljótt og kostur er. Skipið er smíðað fyrir síldveiðar, eins og fyrr segir, og er í því m.a. síldardæla af Fairbanks-gerð. Skipstjóri á Sigurey verður Matthías Jakobsson og 1. og 2. stýrimaður eru bræður hans Helgi og Ottó Jakobssynir. 1. vélstjóri verður Sigurður Þor- steinsson. — Einar. Fjölskylda myrt í Danmörku? Kaupmannahöfn, 19. júlí FJÓGURRA manna fjölskylda fannst látin á heimili sinu í þorpinu Örsbjerg í Dan- mörku í dag. Lögreglan hef- ur skýrt frá því, að margt bendi til þess, að annar tveggja sonanna í fjölskyld- unni hafi skotið foreldra sína og eldri bróður og sið- an framið sjálfsmorð, er hann hefði verið búinn að kveikja í húsi fjölskyldunnar. Ekki var tekið eftir því, að neitt væri að, fyrr en eid- ur blossaði upp í húsinu. Áð- ur en brunaliðið gat komizit á vettvang, stóðu mörg hús umhverfis í björtu báli og var ekki unnt að bjarga þeim. Orsakir verð- bólgimnar Gylfi Þ. Gíslason, viðsklpta- málaráðherra, ritar grein í Al- þýðublaðið sl. sunnudag, þar sem hann ræðir um orsakir verð bólgunnar, og segir þar m.a.: „Það heýrist oft sagt og sézt oft skrifað, að ríkisvaldið beri höfuðábyrgð á því. að ekki skuli hafa tekizt undanfarinn aldar- fjórðung að stemma stigu við verðbólguþróun bér á landi. Tal að er og skrifað eins og ekkert annað skorti á til að vinna sig- ur á verðbólgunni en að ríkis- stjórnin hafi einbeitta forustu þar að lútandi. En hér er ekki aðeins flókið mál gert alltof ein- falt, heldur er hér einnig um al- varlegan grundvallarmisskiln- ing að ræða . . . Getur það verið að skýringin sé svo einföld, að allar íslenzkar ríkisstjórnir und anfarinn aldarfjórðung hafi að- eins skort forustuhæfileika í þessum efnum?“ Sex atiiði Gylfi Þ. Gíslason ræðir um or sakir verðbólgu og bendi í því sambandi á 6 atriði: — „Verið getur, að kaupgjald hafi hækkað umfram það, sero framleiðni at vinnulífsins hefur aukizt, þann- ig að verðlagið hljóti að hækka, þótt hagnaður atvinnurekenda haldist óbreyttur. Verið getur, að atvinnurekenduui og opinberum fyrirtækjum takizt að hækka verðlag vöru sinnar eða þjón- ustu og auka tekjur sínar, þótt almennt kaupgjald sé óbreytt. Verið getur, að bankakerfið auki útlán sín umfram framleiðslu- aukninguna, þannig að aukið pen ingamagn þrýsti verðlaginu upp á við. Verið getur, að ríkisbú- skapurinn sé rekinn með halla, og setji þannig í umferð óraun- hæfa kaupgetu. sem hækki verð Iagið. Verið getur, að viðleitni sé til meiri fiárfestingar en svari til vinnuafls og raunverulegs sparnaðar og það þrýsti verðlagi upp á við, og verið getur, að verðbólga erlendis hafi verð- bólguáhrif hér“. Hlutverk ríkis- valdsins Síðan ræðir dr. Gylfi Þ. Gísla- son hlutverk rikisvaldsins til þess að hefta verðbólgu og segir: „Ríkisstjórn á að geta haft stjórn á bankakerfinu Ef hún lætui það liðast. að bankarnir auki úi lán sín umfram það sem svarai til framleiðsluaukningarinnar í þjóðfélaginu, þá má líka segja með sanni. að hún beri ábyrgfl á verðb >iguþróuninni. En í frjálsu lýðræðisþjóðfélagi, þai sem launþegar og atvinnurek- endur semja um kaup og kjör i frjálsum samninguni er auðvit- að fjarstæða að balda því fram að ríkisvaldið beri ábyrgð á því cf almennt kanpgjald í landinu hækkar umfram framleiðniaukx inguna, o? verðlag hækkar síð- an af þeim sókum. Ríkisstjórr hefur takmörkuð skilyrði til þess að koma í veg fyrir, að at- vinnurekendur og fyrirtæki sveitarfélaga hækki verð á vöru sinni eða þiónustu og auki þanr ig tekjur sinar að óbreyttu kaU| gialdi, ef markaðsaðstæður eru til þess, en slíkí mundi einkum eiga sér stað ef um umframeftir- spurn i þjóðfélaginu er að ræða vegna halla hjá rikissjóði eða óeðlilegrar aukningar bankaút- lána. Sömuleiðis hefur ríkis- stjórnin takmörkuð skilyrði ttl þess að hafa áhrif á viðleitni einstaklinga og bæjar- og sveit- arfélaga til fjárfestingar“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.