Morgunblaðið - 20.07.1966, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.07.1966, Qupperneq 4
4 MORGU N BLAÐIÐ Miðvfkudagur 20. júlí 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Dagrgjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM Volkswagen 1965 og '66. f—BÍLALEIGAN Falur p 9*1C~X RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 LITLA bíluleigan Ingólfsstræti 11. ^ Svar frá Mjólkursam- sölunni Velvakanda hafa borizt mörg bréf, þar sem kvartað er undan mjólkurhyrnunum, og hafa sum þeirra verið birt hér í dálkunum nýverið. Nú hefur forstjóri Mjólkursamsölunnar, Stefán Björnsson, sent Velvak- anda bréf, þar sem hann svarar fyrirspum um það, hver hafi umboð fyrir hymurnar. Bréf ið er svohljóðandi: „Velvakandi. Vegna fyrirspurnar yðar ný- lega, skal það enn á ný tekið fram, að enginn, hvorki ég eða nokkur annar, hefur umboð fyr ir mjólkurhyrnur þær, sem Mjólkursamsalan notar, eða hagnast á nokkurn hátt á inn- flutningi þeirra. Mjólkursamsalan flytur þær sjálf inn algjörlega milliliða- laust, og fær þær með því móti á lægsta innkaupsverði. Þannig hefur það verið frá upphafi og er enn. f>á skal það einnig tekið fram, að fullyrðingar um, að engar upplýsingar hafi fengizt um þetta efni, eru rangar. Að gefnu tilefni birti ég ýtarlega yfirlýsingu um þetta í blöðun- um í Reykjavík þann 1. águst 1962. Svipuð yfirlýsing var aft- ur birt í blaði hér í borginni þann 16. september 1965, og loks voru á blaðamannafundi, sem Mjólkursamsalan hélt þ. 13. okt. 1965, öllum viðstöddum afhentar ljósmyndir af þremur bréfum frá fyrirtækinu TETRA PAK, sem selur Mjólkursam- sölunni hyrnumar. Á þessum fundi voru mættir blaðamenn frá öllum dagblöðunum í Reykjavík, og að sjálfsögðu Morgunblaðinu líka, auk frétta manns frá Ríkisútvarpinu. Efni allra bréfanna er yfirlýsing um, að engum þriðja aðila séu greidd nein umboðslaun af hyrn um, og að Mjólkursamsalan kaupi þær milliliðalaust, án nokkurrar dulinnar álagningar. Eitt þessara bréfa er undirskrif að af forstjóra TETRA PAK, H. Rausing, annað af sölustjór anum E. Sandberg 6g hið þriðja af L. Carlsson, ritara. Þegar bréf þessi voru afhent, var þess vænzt að blöðin þyrftu einskis frekar að spyrja um þetta efni. Að lokum vil ég leyfa mér að birta hér eitt þessara bréfa, enda þótt það sé ritað á ensku, en afrit af öllum bréfunum afhendi ég Velvakanda með lín um þessum. „To whom it may concern, In view of the fact that eviden- tly certain false information is circulating, creating a comp- letely misleading impression we wish to state that no comm- ission whatsoever, in any way for a' third party has been included in our sales prices to Mjólkursamsalan but we want to make it quite clear that our sales prices are valid strictly net without any hidden com- mission“. Undirskrift: Lund, August 13. 1962. AB TETRA PAK H. Rausing. (sign) Reykjavík, 18. júlí 1966, Stefán Björnsson“. Hrifin af heilsu- hælinu og mjólkur- hyrnunum Svava Valdimarsdóttir skrifar: „Hveragerði, 13. júlí 1966. Herra Velvakandi! Mig langar til að senda þér línu frá þessum dýrlega stað NLPÍ (Náttúrulækningafélags fslands). Hér er fyrsta flokks heilsuhæli — margbreytileg jurtafæða — heit laug og venju leg — leirböð — gigtartæki á- samt nuddi og æfingum. Allt á sama stað. Hvergi á landinu er eins góð aðstaða til gigtarlækn inga. Heimilislæknar vita, hvað þeir eru að gera, þegar þeir vísa fólki hingað, — og greiða sjúkrasamlög hluta af kostnað inum. (Bara of lítinn í júlí og ágúst). Ég ætla nú að skrifa þér vegna þess, að ég er sú eina, sem ég hef heyrt um, að hrósi mjólkurhyrnunum. Þær rúmast vel í isskáp — svo fæst grind (stativ) undir þær hjá Jes Zimsen — svo þægilegt er að hella úr þeim — og einnig fást þar innkaupapokar á hjólum til að aka mjólk heim. Vertu sæll, Svala Valdimarsdóttir". I>að er gaman að fá loksins að heyra eina frá'brugðna rödd um mjólkurhymurnar, þó að Velvakandi geti ekki séð ann- að en að þær séu með rúmfrek- ari umbúðum sem þekkjast, auk þess sem hann a.m.k. vildi fá að vera laus við „statív" og „innkaupapoka á hjólum". ★ Gosdrykkjasala á íþróttavelli „Eldibrandur", sem hefur skrifað Velvakanda stundum áður, sendir nú eftirfarandi bréf; dagsett 11. júlí sL: , „Velvakandi góður. V Við kappleiki og mót á Laug- ardalsvellinum er til sölu bæði sælgæti og gosdrykkir, og þar sem gosdrykkir eru seldir I flöskum og þær síðan endur- keyptar á 4 kr., þá hefur skap- azt sú hvimleiða árátta drengja að sníkja flöskurnar tómar og hópast þeir þá að þeim, sem hressa sig á drykknum, oft margir drengir, og mæna á „drykkjumanninn" í von um glerið. Margir gera sér að leik að fleygja glerinu inn á völlinn og etja þannig drengjunum saman, því að þeir verða að hoppa yfir breiða, djúpa stein- steypta gryfju frá áhorfenda- svæðinu inn á völlinn. Oft brotna glerin, og þarf ekki að lýsa þeirri hættu, sem af því stafar fyrir þá, sem að íþrótt- um keppa, en brotni flaskan ekki, hefst kapp drengjanna við að ná glerinu, og nú gat Morg- unblaðið þess í fyrradag, að drengur hefði brotnað á báðum höndum við að sækja flösku- gler inn á völlinn. Ég skora nú á þá aðila, sem sjá um sælgætis- og ölsölu, að afhenda hér eftir gosdrykki i pappamálum, eins og þeim, sem kaffi er selt í, til þess að útiloka þessa hvimleiða betl og slysahættu þá, sem skapazt hefur vegna þessa, bæði fyrir íþróttamenn og drengina. Um leið bið ég fyrir kveðju til innheimtustjóra útvarpsina fyrir hans greinargóðu svör við fyrirspurn minni hér um a£- notagjöld viðtækja í bílum. Ég reikna með, að þau hafi komið í Morgunblaðinu á mánudegi, en þá les ég blaðið aldrei. — Eldibrandur". Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6. S.: 1-2002, 1-3202 og 1-3602. SKÚLI J. PÁLMASON Sambandshúsinu, Sölvhólsg. 4. héraðsdómslögmaður Simar 12343 og 23338. BO SC H ÞOKULUKTIR BRÆBURNIR ORMSSON Lágmúla 9. — Simi 38820. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 22. og 24. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á Tunguvegi 88, talin eign Hallgríms Helgasonar, fer fram eftir kröfu Tryggingarstofn- unar ríkisins og Veðdeildar Landsbankans á eign- inni sjálfri, föstudaginn 22. júlí 1966, kl. 3,30 síðd. BorgarfógetaemhættiS í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 7., 8. og 9. tbi. Lögbirtingablaðs- ins 1966 á Baldurshaga 12 við Suðurlandsbraut, talin eign Kristínar Sigurjónsdóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka fslands, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Þorvaldar Ara Arasonar hrl., á eign- inni sjálfri, föstudaginn 22. júli 1966, kl. 2,30 síð- degis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 74., 75. og 76. tbl. Lögbirtinga- blaðsihs 1965 á Teigagerði 13, hér í borg, þingl. eign Sigvalda Bessasonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík og Axels Einarssonar hrl. á eigninni sjálfri, föstudaginn 22. júlí 1966, kl. 3 síð- degis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 22. og 24. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1965 á Vindheimum við Suðurlandsbraut, talin eign Eiríks Arnar Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, föstudaginn 22. júlí 1966, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 17. og 19. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á Sólnesi við Suðurlandsbraut, þingl. eign Haraldur Eiríkssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, föstudaginn 22. júlí 1966, kl. 10,30 árdegis. Borgarfógetaembaettið í Beykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 17. og 19. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á Vesturgötu 54, hér í borg, þingl. eign Sigrúnar Kristjánsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjald heimtunnar í Reykjavík á eignmni sjálfri föstudag- inn 22. júlí 1966, kl. 4 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.