Morgunblaðið - 20.07.1966, Side 6

Morgunblaðið - 20.07.1966, Side 6
« MORGU N BLAÐIÐ MiSvikudagur 20. júlí 1966 Herbergi óskast til leigu strax á góðum stað í bænum fyrir einhleypan karlmann. Upplýsingar gefur Friðrik Sigurbjörnsson, lög- fræðingur, sími 22480. Túnþökur Fljót afgreiðsla. Björn R. Einarsson. Sími 20856. Tækifæriskaup Kjólar kr. 300,-. Pils kr. 300,-. Sumarkápur nýjar vandað- ar á kr. 1200,-. Laufið, Laugavegi 2. Selfoss — nárgenni Volkswagen 1500 de luxe, ár. ’63, í góðu standi til sölu og sýnis við Hótel Tryggvaskála kl. 1—6 í dag. Takið eftir Saumum skerma og svunt- ur á barnavagna. Höfum áklæði. — Sendum í póst- kröfu. — öldugötu 11, Hafnarfirði. Sími 50481. Óskum eftir 3ja—4ra herto. góðri fbúð á leigu fyrir 1. sept. Ein- hver fyrirframgr., ef óskað er. Uppl. í síma 18936 eftir kl. 5. Opel Caravan 1955 til sölu. Upplýsingar í síma 34906. Barnavagn Til sölu Pedegree barna- vagn að Þórsgötu 12, 1. h. til hægri. Uppl. í síma 21953. Keflavík Húsnæði til leigu við Hafn- argötu. Hentugt fyrir verzl un, hárgreiðslu, skrifstofu o. fl. Fasteignasalan Hafn- argötu 27. Sími 1420. Miðjarðarhafsferð með Karlakór Reykjavíkur 27. septemiber. Af sérstök- um ástæðum eru til þrír farmiðar. Uppl. í síma 30049. Síðastliðinn laugardag tapaðist Roamer kvenúr á leiðinni frá Vesturbæjar- sundlaug að Sjafnargötu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 37099. Barnlaus hjón, sem vinna bæði uti, óska eftir 2ja herbergja íbúð til minnst 1 árs. Fyrirframgr. eftir samkomul. Tiib merkt „Reglusemi 4549“ sendist Mbl. fyrir 25. júlí. íslenzka konu, gifta amerískum manni, vantar 1—2 herto. og eldhús með húsgögnum í 4—5 mánuði. Gæti borgað í dollurum. Vinsaml. sendið tilb. á afgr Mbl. merkt: „H.G.G. 4562“. HÚSHJÁLP í ENGLANDI Ensk fjölskylda óskar eftir au pair húshjálp frá byrjun september. Gott heimili með tveimur drengjum og einni stúlku. Góð stúlka yngst 17 ára kemur aðeins til greina. Skrifið til: Erna Stefánsdóttir 2 Whinmoor Gardens, Leeds 14, York, England. Gætið yðar fyrir falsspámönnum, er koma til yðar i sauðaklæðum, en ern hið innra glefsandi vargar. Af ávöxt- nm þeirra skuluð þér þekkja þá. (Matteus, 7, 15). í dag er miðvikudagur 20. Júli og er það 201. dagur ársins 1966. Eftir lifa 164 dagar. Þorláksmessa á sumar. Tungl næst Jörðu. Marg rétarmessa. Aukanætur. , Árdegisháflæði kl. 7:51. SíðdegisJiáflæði kl. 20:14. Upplýsingar um læknapjón- ustu í borginnj gefnar í sím- svara Læknafélags Beykjavíkur, Siminn er 18883. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. Opin allan sólarhring inn — aðeins móttaka slasaðra — sími: 2-12-30. Næturvörður er í Laugarvegs Apótek vikuna 16. — 23. júU- Næturlæknir í Hafnarfirði að- faranótt 21. júlí er Kristján Jó- hannesson sími 50056. Næturlæknir í Keflavík 14/7 —15/7 Ambjörn Ólafsson sími 1840, 16/7—17/7 Guðjón Klem- enzson sími 1567, 18/7 Jón K. Jóhannsson sími 1800, 19/7 Kjart an Ólafsson sími 1700 20/7 Arn- björa Ólafsson sími 1840. Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga frá kl. 13—16. Holtsapótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Laugarnesapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka dagakl. 9—7, nema laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Framvegls verður tekið á móti þelm, er gefa vilja blóS i Blóðbankann, sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl 9—11 f.h. og 2—^4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá ki. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikudögum, vegna kvöldtímans. Bilanasími Rafmagnsveitu Reykja- vfkur á skrifstofutima 18222. Nætur- og helgidagavarzla 18230. Upplýsingaþjónusta AA samtakanna Hverfisgotu 116, sími 16373. Opin alia virka daga frá kl. 6—7. Orð lífsins svara i síma 10000. Kiwanisklúbburinn Hekla kl. 12,15. — Hótel Loftleiðir. Stork- urinn sagði Vissi ég ekki, bankabygg, eins og sagt var í gamla daga, komin rigning aftur. Fara menn nú ekki að aðhyillast tillögu mannsins frá í gær, sem stakk upp á Jafn- vægismálaráðuneytinu. Svo eru menn að emja út af þjónaþurrki, þegar alit er á floti. Nei, þetta veður á íslandi er alveg einstætt, og í því sam- bandi man ég eftir sögunni af Vestmanneyingnum á Akureyri hér um árið. Eins og allir vita, er tíðarfar í Vestmannaeyjum all tilbrigðaríkt, venjulega aldrei logn, nema þegar menn setja sér upp sóltjöld fyrir veðrinu. í>etta var skólastrákur í M.A., og bjó í fjörunni á Akureyri, þar sem alltaf er logn. Svona hafði til gengið í hálfan mánuð og gott betur. Strákur var allur að veslast upp og vissi eiginiega ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Hann var hættur að geta lært, hvað þá heldur annað. Málið var vont, voða vont, þeg ar allt í einu skall á rok og rign- ing, og viti menn, strákur hjarn aði allur við og náði eðlilegum afköstum í námi, var í essinu sínu allan daginn og næturnar með. Á þessu sjá menn, hve veður- far getur haft áhrif á heilsu manna, og þessvegna nauðsyn- legt, að þessum umhleypingum sé dreift af réttsýni meðal þe>s- arar þjóðar. Nú er ég, sagði storkur, ekki kveilisjúkur gagnvart veðurfari, og mér er eiginlega sama, hvern- ig „hann“ hamast, en aldrei hef ég fengið það uppgefið, hver þessi „hann“ er, nema ef vera skyldi, að það væri einhver egypskur forfaðir minn, sem lét reisa pýramídana margsælu, til ögunar fólkinu, sem þá hafði þar ekkert fyrir stafni. Sem bet ur fer hefur mannkyninu miðað eitthvað á leið, svo að atvinnu- leysi ætti ekki að hrjá það öllu lengur. Og með það ætla ég að segja arnen eftir efninu, og ver- ið þið sæl að sinni. FRÉTTIR Kristniboðssambandið. Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 í Beta- níu, Laufásvegi 13 Gunnar Sieur jónsson cand. theol. talar. Allir velkomnir. Orlof húsmæðra í Keflavík verður frá 9. til 20 ágúst n.k. Til- kynnið þáttöku 9em fyrst eða í siðasta lagi 1. ág. í síma: 2030, 1692, 2072 og 2068. Háteigsprestakall: Séra Jón Þorvarðsson er kominn heim. Kvenfélag Laugarnessóknar. Munið saumafundinn miðviku- dagskvöld kl. 8.30. Stjórnin. Séra Ólafur Skúlason, sóknar- prestur í Bústaðaprestakali, verð ur fjarverandi næstu vikur. Langholtsprestakall. Verð fjar verandi næstu vikur. Séra Sigurð ur Haukur Guðjónsson. ALMENN FJÁBSÖFNUN STENDUB NÚ YFIB TIL HÁTEIGSKIBKJU Kirkjan verður opin næstu daga kl. 5—7 og 8—9 á kvöldin. Sími kirkjunnar er 12 4 0 7. Einning má tilkynna gjafir 1 eftirtalda síma: 11813, 15818, 12925, 12898 og 20972. Akranesferðir með áætlunarbílum ÞÞÞ frá Akranesi kl. 12. alla daga nema laugardaga kl. 8 að morgni og sunnudaga kl. 17:30. Frá Rvík (Um- ferðamiðstöðin) kl. 6 alla daga nema laugardaga kl. 2 og sunnudaga kl. 21 og 23:30. Auður og reynitréð Hér birtist mynd af 5 ára telpu, sem heitir Auður Gróa Krist* jánsdóttir, og er hún bér með boltann sinn, í hendinni, og stendui hjá mjög háu „Beynitré", sem flutt var með rótum úr gamla Heklu- hrauninu, og gróðursett í yzta horni garðsins, sem er umhverfis „Sumarbústaðinn", sem pabbi Auðar litlu, hefir tii sumardvalar í frístundum sinum. — En sumarbústaður þessi er staðsettur hátt uppi í landi, þar sem hann er i Selsundslandi, en bærinn Selsund, er við fót fyrstu brekkunnar á leiðinni til hinnar svokölluðu fjalla- drotningar, „Heklu“, — Það er ekkert undarlegt að Auður litla sá hreykin, af þessu fallega tré, sem virðist þroskast svo vel í garð- inum hennar. — Inga. Þann 15. júlí síðastliðinn opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Ragnheiður Hansdóttir, Hjalla Kjós og Bernharð Haraldsson, Geislagötu 37 Akureyri. VI8LKORN Guðað var á gluggann minn, gat það verið Þrösturinn? Allur blautur, aumingini er að tína smákornin. Guðlaug Guðnadóttir frá Sólvangi, 80 ára gömui sá NÆST bezti „Hvernig stendur á því, kæra vinkona, að þú heldur að tengda* sonuh þinn sé þér illviljaður?“ „Það er einfalt. Eftir að hundurinn hafði bitið í fótinn á mér I gær, þú manst, tók ég eftir því, að hann gaf honum vænan kjötbita“ „Höfum pantað gott veð- ur fram yfir helgina" Al—Reykjavík, fimmtudag. ‘fH. fcrtDffl■ ísafjörður hér, herra, með smápöntun!!'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.