Morgunblaðið - 20.07.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 20.07.1966, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miövikudagur 20. júlí 1966 Gísli G. Auðunsson læknir: Læknaskortur dreifbýlisins Frd sjónarhóli ungs Iæknis NÝLEGA mátti lesa í fréttum dagblaðanna. að enginn læknir hafi sótt um héraðslæknisstöð- ur í 4, fyrrum mjög svo girni- legum, lækrishéruðum (m.a. Vestmannaeyium, ísafirði og Húsavík). Þá var þess einnig getið, að önnur 4 héruð væru að losna og jítil von væri til þess, að þangað fengjust lækn- ar. Líklegt má telja, að frétt þessi hafi orðið öllu hugsandi fólki nokkurt áhyggjuefni, og vonandi dylzt nú fáum lengur, hvílíkt vandarnál læknaskortur dreifbýlisins er. Málið hlýtur því að vera ofarlega á baugi og því ekki út vegi, að einhver úr hópi ungra lækna ræði það af hreinskilni á opinberum vett vangi, því lausn þess hlýtur að vera undir okkur komin öðr- um fremur Þó er það vissulega svo, að þetta vandamál hefur blasað við undanfarin ár, þar eð telja má á fingrum annarrar handar þá nýbakaða lækna, sem setzt hafa að úti í héruðum til fram búðar. Það hefur því löngu orðið ljóst þeim, er hugsuðu um þessi má! af alvöru, að til auðnar myndi horfa í héraðs- læknastétt landsins, þegar gömlu mennirnir hyrfu frá starfi, ef ekkert væri að gert. Og nú — sumarið 1966 — er svo komið, að ekki eru skip- aðir héraðslæknar í % hluta læknishéraða landsins. Þau eru ýmist setin af læknakandidöt- um eða stúdentum eða standa hreinlega auð. -- XXX --- Það er nú rétt að athuga <5- gerðir heilbrigðisstjórnarinnar og alþingis til lausnar þessu vandamáli Ég verð að játa, að ég hef ekki kynnt mér niður 1 kjölinn, hver þrekvirki al- þingi hefttr unnið á þessu sviði, en eftir lauslega athugun er mér nær að halda, að þau séu næsta lítil. Alþingi hefur með öðrum orðum skort allan skiln ing á þessu vandamáli og jafn- an spyrnt fast við fótum gegn breytingartillögum lækna á héraðaskipaninni. Nær ein- göngu virðast hafa ráðið hin þrengstu sjómrmið hreppapóli tíkurinnar, að öllum líkindum af hræðslu þingmanna við at- kvæðatap Það hefur því verið stefna alþingis að hafa læknis- héruðin sem allra flest. Þegar læknar hafa svo ekki fengizt til að setjast að á mestu út- kjálkunum, hefur verið gripið til þess bráðsnjalla ráðs að neita þeim um lækningaleyfi hér á landi, fyrr en þeir hefðu afplánað svo og svo langa skylduvinnu úti í héruðum landsins. Rétt er að vekja á því athygli að slíkrar þegnskylduvinnu er ekki krafizt af nokkurri ann- arri stétt landsins. Þessi „hér- aðsskylda" er nú 3 mánuðir, og er það ákvörðun alþingis, eft- ir að landlæknir hafði lagt til, að hún yrði felld niður (var áður 6 rnán.) Héraðsskyldan hefur valdið því, að sums stað- ar er skipt um lækni á 3ja mánaða fresti. Ekki hefur þing njönnum okkar brugðizt boga- listm á þessu sviði frekar en öðrum til bjargar dreifbýlinu. Hvernig skyldi þeim falla að skipta um lækni á 3ja mán. fresti eða hafa engan ella? Þetta var þáttur alþingis. -- XXX --- Þá er komið að hinni virku yfirstjórn heilbrigðismálanna í landinu. Til er ráðuneyti, sem nefnist dóms og kirkjumála- ráðuneytið. Páðuneyti þetta fæst við það í hjáverkum að stjórna heilbrigðismálum lands ins. Mega rnenn af þessu glöggt merkja, hvílíkur miðaldablær er yfir þjóðfélagi okkar á ýms- um sviðum enr.þá. þar sem rík ið heldur uppi ráðuneyti fyrir kirkju og klerkdóm, en heil- brigðismálaráðuneyti finnst ekkert. Líklegt þykir mér, að ráðuneyti þetta hafi ærin verk efni á sviði dóms- og kirkju- mála og líti því aukagetuna, heilbrigðismálin, fiemur óhýru auga. Enda mun raunin sú, að hinn daglegi rekstur heilbrigð- ismálanna hvílir ekki með nein um ofurþunga á dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, heldur á herðum landlæknis. Hins veg ar skilst mér, að hann sé næsta valdalítill, fyrst og fremst ráð- gefandi, en vald allt í höndum ráðherra. Þá er rétt að athuga aðgerð- ir þessara aðila til lausnar læknaskorti dreifbýlisins. Landlæknir hefur góðfúslega lánað mér sérprentað plagg, sem ber yfirskriftina „Frum- varp til læknaskipunarlaga (lagt fyrir alþingi á 85. lög- gjafarþingi, 1964—’65)“. í at- hugasemdum við lagafrumvarp ið segir m a.: ,Með bréfi, dags. 15. apríl 1964, lagði landlækn- ir til við dóms- og kirkjumála- ráðuneytið, að það gerði „nú þegar ráðstafanii til þess, að í samráði við læknasamtökin í landinu og nokkra aðra aðila verði rækileg endurskoðun lát- in fara fran~. á íæknisþjónustu dreifbýlisins“. Með bréfi, dags. 22. maí 1964, skipaði ráðherra 6 manna nefnd, sem var falið það verk- efni „að framkvæma endur- skoðun á læknaskipunarlögun um nr. 16 9. apríl 1955 og lækn- isþjónustu dreifbýlisins al- mennt, í bvi skyni að finna lausn á hinu aðkallandi vanda máli, sem stafar af skorti á læknum til heraðslæknisstarfa, einkum í hinum fámennari og afskekktari héruðum lands- ms““. í nefndinni voru landlækn- ir, skólayfirlæknir, einn yfir- læknir á sjúkrahúsi hér í Rvík, prófessor við læknadeild H.Í., ráðuneytisstjóri og ráðuneytis- fulltrúi. Enginn héraðslæknir? Enginn ungur iæknir? En þó að enginn nefndar- manna hafi sézt utan bæjar- marka Revkjavíkur sl. 30 ár eða svo (nema á skemmtireis- um um landsbyggðina) þaðan af síður við héraðslæknisstörf, grunaði víst engan aðstand- anda nefndarinnar annað en hér væru réttu mennirnir til að leysa úr læknaskorti dreif- býlisins. Ekki vil ég þó kasta rýrð á störf nefndarinnar fyrir fram, hún virðist hafa tekið verkefni sitt alvarlega, að minnsta kosti 5 fyrstu, leitaði álits héraðslækna og ýmissa annarra og skilaði tillögum „í frumvarpsformi ásamt athuga- semdum, og voru þær sendar dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu með bréfi, dags. 7. nóvem- ber 1964“. Við skulum fvrst líta á grein argerð nefndarinnar, sem fylgir frumvarpinu, því þar hlýtur að vera að finna forsendur allar. Ég leyfi rnér því að taka upp kaflann „Um orsakir lækna- skorts í dreifbýli", en hann hljóðar svo: „Tregða lækna að gerast héraslæknar í dreifbýli á sér margvíslegar og flóknar orsakir, bæði faglegar, sálræn- ar og félagslegar. Veigamikil ástæða, sem á jafnt við um lækna sem aðra, er hin almenna tilhneiging landsmanna til að búa í þéttbýli, en auk hennar koma til sérstakar ástæður, sem leggjast á sömu sveif og eiga að mestu eða öllu leyti við um lækna eina, og eru þess- ar helztar: 1. Starfgleg einangrun og starfsábyrgð Víðast á landinu hagar svo til. að héraðslæknir verður að starfa einn. Að jafn- aði verður slíkur héraðslæknir að taka ákvarðanir og vinna læknisverk án þess að geta leitað álits eða aðstoðar ann- arra lækna, og Hf sjúklingsins getur oltið á réttum úrskurði og viðeigandi aðgerðum. Á hér- aðslæknum hvílir því mjög Gísli G. Auðunsson. þung starfsábyrgð Hin flókna, marggreinda nútímalæknis- fræði krefst hópstarfs í æ rík- ari mæli, og þótt sumir þættir starfsins hljóti eðli sínu sam- kvæmt að verða unnir af ein- um lækni, vilja nútímalæknar eiga þess kost að taka þátt í Fyrri hluti þvílíku hópstarfi sjálfir eða geta komið sjúklingum sínum í hendur slíks starfshóps, þeg- ar þess gerist þörf. Hið fyrr- nefnda er einangruðum héraðs læknum fyrirmunað, og hið síð arnefnda krefst þess, að sjúkl- ingur sé fluttur burtu, oft með ærnum kostnaði, mikilli fyrir- höfn og jafnvel áhættu. 2. Fagleg einangrun og af- leiðingar hennar. Hin öra þró- un í læknisfræði leggur lækn- um á hevðar þá skyldu að fylgj ast vel með í fræðigrein sinni, en til þess er þeim jafnnauð- synlegt persónulegt samband við stéttarbræður sem lestur læknisfræðirita. Einangraður læknir hlýtur að dragast aftur úr, þegar til lengdar lætur, hversu vel sem hann leggur sig fram, og þá er hætt við, að starfsáhugi hans og starfs- ánægja dvíni smám saman. Þetta er engurn ljósara en lækn um sjálfum, og sú tilhugsun er ungum læknum mjög ógeð- felld. 3. Vaktaskylda, vinnutími og vinnuskilvrði. Héraðslækni er skylt að sinna kalli jafnt að nóttu sen degi. Fyrir fram á hann sér aldrei vísa hvíldar- stund, og hann tekur ekki á sig náðir án þess að mega eiga von á, að ró hans verði raskað. Starfið er erilsamt og krefst oft mikils líkamslegs og andlegs þreks, og ósjaldan verður lækn irinn að tefla á tæpasta vað í ferðalögum Vmnutími hans er óreglulegur og fer ekki aðeins eftir heilsufari 1 héraði, held- ur einnig iðulega eftir geðþótta héraðsbúa Svo látlausrar vaktskyldu mun ekki krafizt af öðrum þegnum þjóðfélags- ins. Vinnuskilyrði héraðslækna eru að vísu ekki að litlu leyti háð framtaki þeirra sjálfra, en augljóslega skortir einangrað- an héraðslækni með nútíma- læknisþjálfun ýmis skilyrði til að hagnýta sér til fullnustu kunnáttu sína og leikni, og setja ungir læknar þetta mjög fyrir sig. 4. Vanmat á almennum lækn- isstörfum. Almenn læknisstörf njóta minni virðingar en sér- fræðistörf bæði í augum sjúkl- inga og lækna. Fólk treystir sérfræðingum jafnvel betur til almennra heimilislæknisstarfa en almennum Jæknum og virð- ist lítinn greinarmun gera á einstökuni sérgreinum. Að þessu leyti hefur skapazt óraun sætt ofrnat á sérfræðingum. Héraðslæknum finnst, að hin- ir sérfróðu læknar í þéttbýl- inu líti héraðslæknisstörf smá- um augum, og í greinargerð eins af fremstu héraðslæknum landsins, segir m.a.: „Þar við bætist, að læknar í Reykjavik líta yfirleitt heldur niður á al- menna lækna úti á landi“. 5. Nám og námsuppeldi læknastúdenta. Skipulegt klín- iskt nám læknastúdenta fer nær eingcngu fram á sjúkrahús um og rannsóknarstofnunum, og öll kennsla er í höndum sérfræðinga í misvíðum sér- greinum. Þessir sérfræðingar vinna hópstarf þeirri starfstil- högun kynnast stúdentarnir og þykir hún sjálfsögð þaðan af. Sjúklingahópurinn er valinn og tiltölulega takmarkaður, þ.e. fyrst og fremst sjúklingar með meiri háttar sjúkdóma, og af þeim sjúklingaefniviði mark ast sjónhringurinn og áhuga- málin. Hins vegar kynnast stúdentarnir ekki eða þá að- eins af tilviljun starfsháttum og starfsskilyrðum lækna við störf á lækningastofum og í heimahúsum og þá ekki held- ur hinum fjölmenna hópi, er leitar lækna með smærri kvilla eða kvartanir, sem líka verður að sinna, þar sem þeir geta engu að síður haft ósmá áhrif á líðan og starfsgetu. Námsupp eldi læknastúdenta hlýtur með öðrum orðum að vekja áhuga þeirra fyrst og fremst á sér- fræðigreinum og sjúkrahús- störfum. Rétt er að benda á, að það, sem hér hefur verið sagt, á ekki fremur við um lækna- kennslu hér á landi en í öðrum löndum. 6. Ásókn ungra lækna í sér- fræðinám. Þróun læknisfræð- innar, ljómi sá. sem leikur um sérfræðinga, og tlisvarandi van mat á almennum læknum og námsuppeldi læknastúdenta leggst allt á eitt um að beina ungum læknum að sérfræði- störfum. Undantekningarlítið leggja ungir læknar nú stund á sérnánij og nær engar líkur eru til, að læknar, sem komnir eru inn á þá braut, snúi sér síðar að héraðslæknisstörfum. En þetta veldur ekki aðeins skorti á héraðslæknum, heldur einnig á hæfum heimilislækn- um hvar sem er á landinu, og gætir þessa nú tilfinnanlega í Reykjavik. 7. Atvinnumöguleikar erlend is. íslenzkir læknar hafa mikla atvinnumöguleika erlendis, og ekki eru horfur á, að á því verði breyting á næstunni. Þetta bitnar vitaskuld fyrst á þeim læknisstörfum heima fyr- ir, sem hafa minnst aðdráttar- afl, en til þeirra verður að telja héraðsJæknisstörf". Síðan ræðir nefndin í grein- argerð sinni um læknishéraða- skipanina og segir m.a., að fyrst af öllu hafi verið haft í huga „á hvern hátt mætti takast að sniða af héraðslæknisembætt- unum þá annmarka, sem bein- línis virðast fæla lækna frá að setjast í þau. en meginástæð- an er tvimælalaust einangrunin með margvíslegum afleiðingum hennar, eins og lýst hefur verið hér að framan (leturbreyting mín, G. G. A.). Úr hinni fag- legu og starfslegu einangrun verður ekki dregið á annan hátt en þann. að tveir eða eiri læknar sitji á sama stað og skipti með sér verkum og vöktum“ (Leturbreyting mín, G. G. A.). Nefndin virðist sem sagt halda stefnunni beint í þá höfn sem matini finnst hún allan tímann hafa stefnt á, þ.e. að uppbyggingu læknamiðstöðva. En þá sjá nefndarmenn allt I einu þvílíkan reginboða, að þeir snarsnúa skipi sínu og halda beint út í hafsauga. Og kemur hér orðrétt framhaldið af greinargerð þeirra: „Þótt þetta mætti takast, er einangr- unarvandamálið samt aðeins leyst að nokkrum hluta, og verður engu um það spáð, hvort sú ráðstöfun hefði veru- leg áhrif, þótt líklegt sé, að hún orkaði einhverju, þar sem vel hagar til Er þegar nokkur reynsla fyrir því, að læknar virðast ekki b.Uu fúsari að setj ast að úti á landsbyggðinni (þ.e. utan P.eykjavíkur), þótt fyrir sé læknir eða læknar á staðnum. Hin félagslega og menningarlega einangrun virð- ist hér þv>' þyngst á metunum“. (leturbreyting mín, G. A. A.). Það er leitt, að jafnviruleg r.efnd sem þessi skuli gera sig seka um að fara með stað- lausa stafi og gera hæpnar full yrðingar að meginatriði í mál- flutningi sínum. Það eru stað- lausir stafir, að lækna fýsi ekki frekar að setjast að á þeim stöð um utan Reykjavíkur, þar sem fyrir er læknir eða læknar. í Keflavik og Hafnarfirði, á Akranesi og Akureyri eru minnst 4 læknar á hverjum stað og einir 15 á Akureyri (meðtaldir 2 á Kristneshæli). Þá eru 3 læknar í Vestmanna- eyjum (einn sennilega ekki til frambúðar) og á Selfossi, 2 læknar á Siglufirði og Sauðár- króki og víðar, en ég hirði ekki um að telja þetta frekar. og víðar, en ég hirði ekki um Þá finnst mér vægast sagt hæpin fullyrðing, að félags- og menningarlíf Reykjavíkur sé „þyngst á metunum", þegar skýra skal læknaskort dreifbýl isins. Og það er ekki of mikið sagt, að nefndin geri þetta að meginatriði i málflutningi sín- um, því þegar að lagasmíðinni kemur — þegar kemur að því að draga ályktanir af forsend- um, — þá virðast þrír fyrstu og — áð mínu viti — veiga- mestu liðirnir, sem allir fjalla um afleiðingar þess, að læknar sitja einir í hverju héraði, með öllu gleymdir, og nefndin legg- ur til, að á laudinu verði eftir sem áður eingöngu „einmenn- ings“ læknishéruð, 52 í stað 57 áður. Þó er niðurfelling a.m.k. þriggja af þessum útkjálkahér uðum skilyrðisbundin. Annað bvort hefur nefndina hreinlega skort ályktunarhæfni eða hana hefur brostið kjark til að ráðast gegn vandanum. —•xxx — En úr þvi nefndarmenn guggnuðu á þeirri hugmynd að steypa héruðunum saman í stærri heildir og koma upp læknamiðstöðvum, með hvaða hætti hugðust þeir þá „sníða af héraðslæknisembættunum þá annmarka, sem beinlínis virðast fæla lækna frá að setj- ast í þau“? Ég fæ ekki séð, að nefndar- menn geri yfirleitt nokkra til- raun til að sníða þá annmarka af héraðaskipaninni, sem þeir áður höfðu lýst svo fjálglega, — en þó alveg réttilega. Ein grein frumvarpsins gefur að vísu heimild til að stofna lækna miðstöðvar síðar meir, en ein- göngu, ef öll önnur úrræði nefndarmanna reynast hald- laus, og mun það rætt síðar. Þau úrræði, sem nefndar- menn eygja eru „einhvers kon- ar hlunnindi“, og mætti sem bezt kalla þau bjargráð, því öll miða þau að því að bjarga gömlu héraðaskipaninni, — að bjarga héraðslæknisembættun- um í afskekktustu héruðunum Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.