Morgunblaðið - 20.07.1966, Side 12

Morgunblaðið - 20.07.1966, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. júlí 1966 ekki sem skyldi — Samkomur æskufólks vel sóttar •TJNDANFARIÐ hefur Magnús Sigurðsson skólastjóri farið um Suður- og Vesturland með 50—60 af þeim 200 myndum, sem eru vinningar í happdrætti Hjálpar- sjóðs æskufólks. Sagði Magnús á fundi með fréttamönnum í gær, að upphaflega hefði verið ætlun- in að sýna 150 myndir, en það hefði reynzt of viðamikið og því hefði verið tekið til bragðs að sýna 50—60 minnstu myndirnar. Sagði Magnús að aðsókn hefði víðast hvar verið afbragðsgóð og sala happdrættismiða hefði geng- ið öllum vonum framar. Þá róm- aði Magnús mjög móttökur og fyrirgreiðslu á þeim stöðum sem hann hefði komið til og sagði að allstaðar hefði húsnæði verið lán að án endurgjalds og flutningur myndanna hefði mikið farið fram með lögreglubílum og þá einnig oftast án endurgjalds. Með Magnúsi hefur ferðazt ungt tónlistarfólk og skemmt gestum. Hófu tvíburabræðurnir Arnþór og Gísli Helgasynir úr Vestmannaeyjum að skemmta á Selfossi og hafa síðan ferðazt með Magnúsi. Þeir bræður eru 14 ára að aldri og leika á blokkflautu og rafmagnsorgel. Hlýddu blaða- menn á þá leika nokkur lög í gær og höfðu mikla ánægju af, ekki sízt þeim lögum er þeir höfðu samið sjálfir, en þau lög voru ljómandi falleg. Síðasta sýning myndanna verð Magnús Sigurðsson, skólastjóri. ingalöggjöf. Þá minnti Magnús á 20 ára gamla löggjöf um barna- verndarmál, þar sem kveðið er á um að ríkið skuli leggja fram fé til að reisa heimili fyrir pEta og valdið hefði mjög brugðizt skyld um sínum í þessum málum, þrátt fyrir að augljóst væri að reynsla sú er fengizt hefði af Breiðuvíkurheimilinu væri betri en aðrar þjóðir hefðu af slíkum heimilum. Þakkaði Gísli síðan Magnúsi Sigurðssyni skólastjóra starf hans, en Magnús hefur unn- ið barnaverdarmálum mikið og fórnfúst starf á undanförnum ár- um. Bræðurnir Arnþór og Gísli He Igasynir er skemmt hafa á sam- komum Hjálparsjóðsins að undanförnu. stúlkur, sem ekki geta átt at- hvarf hjá foreidrum eða ættingj- um, eða eiga við aðra erfiðleika að etja. Sagði Magnús a'ð árang- urinn af þessari löggjöf væri hinsvegar ekki enn orðinn annar en sá, að reist hefði verið heimili fyrir drengi að Breiðuvík, sem væri þó mjög vanbúið og of lítið. Þar vantaði t.d. smíðahús og leikfimihús, svo og íbúðir fyrir starfsmenn. Hlutur ríkisins í þess um málum væri því hvergi nærri sá er skyldi. Hinsvegar bæri að líta á það að Reykjavíkurborg hefði gert mikið átak nú á stutt- um tíma og mætti með sanni segja að vel væri málum þessum borgið, ef ríkið stæði eins vel fyrir sínu og Reykjavíkurborg. Einnig tók til máls Gísli Jóns- son alþingismaður, sem hefur um áraraðir unnið mikið og gott starf í þágu barnaverndarmála. Sagði hann að þau vandamál sem sköpuðust hjá börnum og unglingum ættu ósjaldan ræt- ur að rekja til áfengisnautn- arinnar. Lægi því beinast við að beita geirnum þangað og ekki væri ósanngjarnt að fara fram á það, áð eitthvað af því mikla fé sem til ríkisins kæmi fyrir áfengi, rynni til barnaverndar- mála. Taldi Gísli að löggjafar- — Fálkinn — Rauða skikkjan Framhald af bls. 28. sem sér um sviðsetningu og all- an undirbúning, og hefur hann verið hér frá því að framkvæmd- ir hófust. Ætlunin' er að kvikmynda hér öll utanhússatriði Fyrir norðan munu öll atriðin kvikmynduð að undanskildu aðalatriðinu, bar- daga miklum, sem kvikmyndaður mun í Grindavik í ágúst. Innan hússatriði munu siðan kvikmynd uð erlendis og mun ætlunin að frumsýning verði hinn 1. febrúar nk. að því er -Gabriel Aksel, leik stjóri tjáði fréttamanni Mbl. í gær. Kvikmyndin mun verða með íslenzkum, dönskum og norskum teksta, tekin í litum og Cinemascope. Framkvæmd 20 ára löggjaíar um barnaverndunarmál hólsvegi 32 á fimmtudagskvöld 21. júní og hefst kl. 20.30.-10. ágúst er svo áætlað að sýning myndanna hefjist að nýju og þá á Húsavík og verður þaðan hald- ið vestur með norðurströndinni. Kvaðst Magnús vilja vekja at- hygli á því áð sýningarnar væru ekki síður ætlaðar fullorðnu íólki en unglingum. Á blaðamannafundinum í gær var rifjað upp að Hjálparsjóður æskufólks var stofnaður fyrir 3 árum og hófst þá starfið með sýningu á kvikmyndinni „Úr dag bók lífsins“. Sagði Magnús að allmikið fé hefði safnazt og hefðu margir orðið til þess að styrkja sjóðinn, bæ'ði einstakling ar og félög og starfshópar. Fjár- þörfin væri hinsvegar brýn og verkefnin mörg og nefndi hann einstök dæmi um erfiðleika barna og ungmenna, sem aðstoð hins opinbera næði ekki til, þrátt Xyrir góða og margþætta trygg- Framhald af bls. 28 son, en Fálkinn hefur svo sem kunnugt er tekið stakkaskiptum til hins betra í hans höndum ritstjórnarlega séð. Þrátt fyrir slæm vinnuskilyrði, fyrst og fremst vegna fjár- skorts, tókst Sigvalda að bæta blaðið mjög mikið efnislega, en því miður var ekki unnt að fylgja því eftir með fjárfrekum og vel skipulögðum útbreiðslu- herferðum. Á undanförnum árum hafa hlaðizt upp skuldir hjá blaðinu og er nú svo komið, að ekki er nokkur kostur að halda útgáfu þess áfram. Stjórn blaðsins leyfir sér að þakka öllum þeim, sem stuðlað hafa að útgáfu þess i nær fjóra tugi ára og vonast til þess, að unnt verði að hefja aftur útgáfu Fálkans þótt hann hætti að koma út að sinni“ Sigvarði konungi fagnað af konu sinni, er hann kemur heim að lokinni orrustu. in er kvikmyndavélin og utang arðs í kjöifari konungs sést á fyl gisveina hans. — Vinstra meg Undirbuningur undir þjóðhátíö ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaeyja verður haldin dagana 5., 6., og 7. ágúst í Herjólfsdal. Að þessu sinni stendur íþróttafélagið Þór fyrir hátíðinni og er undirbún- ingsstarf þegar hafið. Fram- kvæmdir í dalnum eru að hefj- ast og verður komið fyrir mikl- um skreytingum að venju. Bál- köstur mikili verður á Fjósa- kletti. Dagskrá verður vönduð og fjölbreytt að vanda m.a. bjarg- sig, íþróttir hverskonar og kvöld skemmtanir. Þar koma fram m.a. óperusöngvararnir Svala Nílsen og Guðmundur Guðjóns- son, leikararnir Árni Tryggva- son og Klemenz Jónsson, Sam- kór Vestmannaeyja syngur, Lúðrasveit Vestmannaeyja leik- ur auk margra fleiri atriða. Dansað verður á tveimur pöll um þrjár nætur í röð, meðan bálið brennur á Fjósakletti og skrautflugeldum er skotið. Fyr- Sláttur hafinn við D|úp ÞÚFUM, 18. júlí. — Undanfarið hefur gróðri farið hér vel fram, og er nú sláttur almennt byrjað- ur, og rúning á sauðfé lokið. — Hafa verið miklar annir hjé bændum og búaliði, sem ávallt meðan slíkt stendur yfir. Grenjavinnslu er nú lokið og var víða svipuð dýratala og áð- ur, en sumstaðar þó færri dýr. Minkavei'ðar eru yfirstandandi, og hafa verið unnin mörg dýr. Grasspretta var með seinna móti, en hefur rætzt vel úr, og lítur vel út með grasvöxt. Mikill ferðamannastraumur er um héraðið. Fagranesið hefur mikið að gera í bilaflutningum daglega. Er umferð meiri vegna afmælishátíðar ísafjarðarkaup- staðar, sem er fjölmenn og sótt mikið úr héraðinu og víðar. Vegargerð er lítil núna, og lítið fé veitt til nýbygginga hér í Djúpinu. Vonast menn eftir góðri hey- skapartíð og heyfeng, og hag- stæðri veðráttu. — P. P. í Eyjum ir nýju dönsunum leikur hin vinsæla hljómsveit „Logar“, en fyrir gömlu dönsunum leikur hljómsveitin „Nemo“ frá Akur- eyri. Stórt veitingatjald verður I dalnum, þar sem seldar verða alls konar veitingar. Hátíðargest ir fá afslátt af fargjöldum Flug félags íslands, sem gildir frá 1. til 10. ágúst. Kynnir Þjóð- hátíðarinnar verður Stefán Árnason f.v. yfirlögregluþjónn. Þjóðhátiðarnefnd. — Hótelbygging Framhald af bls. 28. um hótel og voru kosnir í undir búningsnefnd að stofnun félags- ins eftirtaldir menn: Páll Gísia- son sjúkrahúslæknir, Björgvin Sæmundsson lögregluþjónn, Baldur Ólafsson framkvæmda- stjóri og Hallgrímur Árnason kaupmaður. Á fundinum skrif- uðu sig menn og konur, sem stofnendur félagsins, en öllum er heimil þátttaka í félaginu og er þess vænzt, að sem allra flest ir Akurnesingar heima og heim- an ljái þessu nauðsynjamáli lið sitt með því að taka virkan þátt í félagi þessu. Stofnendur geta þeir orðið, sem skrá sig fyrir væntanlegan stofnfund eða á honum, þegar hann verður haldinn. * G. Sig. — Frakkar Framh. af bls. 1 sprengja eins og sprengja sú, sem sprengd var 2. júlí. Ekki var skýrt frá því, hve stór hún hefði verið en tali er, að styrkleiki hennar hafi verið pm 20 kíió- tonn. Talið er að s'ðasta eða tvær siðustu sprengjurnar, sem Frakk ar hyggjsst sprengja síðar í sum ar í þessari tilraunaröð, verði þannig, að þær verði sambland kjarnorku og vetnissprengju. Ef þær takast, er talið, að Frakkar muni þá vera á mörkum þess að búa til fullkomna ventis- sprengju. Frakkar eiga nú þegar magn af kjarnorkusprengjum og fjölia Miragesprengjufhigvéla, sem flutt geta slíkar sprengjur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.