Morgunblaðið - 20.07.1966, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.07.1966, Qupperneq 14
14 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 20. júlí 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasöiu kr. 5.00 eintakið. EFNAHA GSERFID- LEIKAR BRETA OG VIÐBRÖGÐ WILSONS Tlliklir erfiðleikar steðja nú að efnahag Breta. Verð- fall hefur orðið á kauphöll- inni í London og gengi sterl- ingspundsins er talið valt. Er jafnvel talið að verulegur samdráttur geti orðið í brezku atvinnulífi, þannig að vænta megi atvinnuleysis í landinu. Um ástæður þessa alvar- lega ástands í brezkum efna- hagsmálum skal ekki fjölyrt að sinni. Það virðist þó aug- ljóst að Verkamannaflokks- stjórnin hefur til þessa ekki náð nægilega sterkum tökum á viðfangsefnum þeim, sem til kasta hennar hafa komið. Undanfarin ár hefur vaxandi framleiðsla og velmegun mót- að svip brezks efnahagslífs. Engu að síður telja margir að brezka þjóðin hafi lifað um efni fram og að sá arfur, sem stjórn íhaldsmanna skilaði hinni nýju stjórn Verka- mannaflokksins hafi ekki að- eins verið góðæri og velmeg- un heldur einnig verulegir efnahagserfiðleikar, sem náð hafa að grafa um sig síðustu „árin. En aðalatriðið er ekki hvernig þessir erfiðleikar hafa skapazt heldur hitt hvernig Wilson forsætisráðherra og stjórn Verkamannaflokksins hyggst snúast við þeim. Wil- son er sagður þess alráðinn að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að bjarga pund- inu, hversu óvinsælar sem þær kunni að verða. Meðal fyrirhugaðra aðgerða hefur m.a. verið rætt um að draga úr kostnaði við landvarnir, festa kaupgjald og verðlag, hækka skatta og draga úr lán veitingum. Ríkisstjórnin hef- 'ur þegar hækkað útlánsvexti um 1%. Þetta eru þær ráðstafanir, sem á þessu stigi málsins eru taldar líklegastar af hálfu Verkamannastjórnarinnar. — Einn ráðherra stjórnarinnar, tæknimálaráðherrann Frank Cousins, hefur þegar sagt af sér vegna ágreinings við for- sætisráðherrann. Nú er talið hugsanlegt að fleiri ráðherr- ar fylgi fordæmi Cousins og segi af sér. Gæti þetta skap- að Wilson forsætisráðherra og stjórn Verkamannaflokks- ins verulega erfiðleika. En forsætisráðherrann virðist hafa snúizt með kjarki og festu gegn aðsteðjandi vanda. Það er athyglisvert fyrir okkur íslendinga að þær ráð- stafanir sem Wilson nú boðar eru mjög svipaðar þeim, sem gripið hefur verið til bæði hér á landi og í öðrum nálæg- um löndum þegar við efna- hagserfiðleika hefur verið að etja. VARHUGAVERÐ BRAUT |7ulltrúafundur bænda hald- 4 inn á Akureyri 16. júlí sl. lýsir yfir óánægju sinni með þá niðurstöðu, sem fengizt hefur gagnvart kröfum full- trúafundar bænda í Reykja- vík frá 20. júní síðastliðnum, samkvæmt tilkynningu Fram leiðsluráðs landbúnaðarins 13. þ.m. Jafnframt krefst þessi fulltrúafundur á Akureyri að stjórn Stéttarsambands bænda boði tafarlaust til auka fundar samtakanna, til þess að taka ákvörðun um sölu- stöðvun landbúnaðarvara eða aðrar aðgerðir. Margt bendir til þess að þessir fulltrúar bænda séu hér að leggja inn á varhuga- verða braut. Það var sjálft Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, sem tók ákvörðunina um innvigtunargjald á mjólk, sem mestri gagnrýni og óróa hefur valdið meðal bænda. Framleiðsluráðið hefur nú á- kveðið að létta þessu gjaldi af í haust. Það væri ákaflega hæpin ráðstöfun hjá samtökum bænda að mæla nú með því ævintýri sem sölustöðvun landbúnaðarvara óneitanlega væri. Landbúnaðurinn á við vissa erfiðleika að etja í dag. Þeim erfiðleikum hefur verið mætt með skilningi af hálfu ríkis- valdsins og óhætt er að full- yrða að almenningur við sjávarsíðuna vilji góða sam- vinnu við bændastéttina um að leysa þessa tímabundnu erfiðleika. Sölustöðvun land- búnaðarafurða mundi engann vanda leysa. En sú ráðstöfun væri áreiðanlega ekki til þess fallin að skapa bændastétt- inni samúð og skilning neyt- enda. Róttækar og skeleggar fund arsamþykktir kunna að skapa þeim, sem þær gera gleði og fullnægju. En það er ekki víst að þær komi nokkru jákvæðu og gagnlegu til leiðar. BANASLYSJN C* jö banaslys hafa orðið hér á ^ landi á réttri viku. Fimm ungbörn hafa drukknað á þessum sama tíma. Þetta er hörmuleg stað- reynd sem ekki dugir að Ovænt niðurstaða í máli SV-Afríku Eins frá hefur verið skýrt hér í blaðinu, vísaði Alþjóða dómstóllinn í Haag frá kæru Abyssiniu og Liberiu til dóm stólsins vegna stjórnar Suð- ur-Afríku yfir Suðvestur- Afríku á þeim forsendum, að fyrrnefndu löndin tvö ættu engra lagalegra rétt- inda eða hagsmuna að gæta í málinu. 7 Var þannig fenginn endi á 1 mál, sem hafði verið fyrir Alþjóðadómstólnum í fimm og hálft ár, án þess þó að skorið hafi verið úr um kjarna máisins, sem var kyn þáttastefna Suður-Afríku- stjórnar, en stjómir Abyss- iniu og Liberiu höfðað mál- ið í því skyni að fá viður- kenningu Alþjóðadómstólsins á því, að kynþáttastefna Suður-Afríkustjórnar, sem gerir ráð fyrir algerum að- skilnaði hvítra manna og svartra, væri brot á alþjóða- lögum. Suðvestur-Afríka hefur verið eitt erfiðasta vandamál ið, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa átt við að glíma sl. 20 ár og það þrátt fyrir það, að landið er fámennt á alþjóð- legan mælikvarða. íbúar þess eru um 550 þúsund og þar af eru aðeins rúml. sjö- tiu þúsund hvítir. Vandinn liggur hins vegar ekki hvað sízt í hinu ójafna hlutfalli á milli kynþáttanna, en á sér þar að auki orsakir, sem eru bæði landfræðilegs og sögu- legs eðlis. í lok síðustu aldar lögðu Þjóðverjar landið undir sig og varð það einn þátturinn i í viðleitni Þýzkalands þá til þess að verða nýlenduveldi. Til þess að tryggja vald sitt háðu Þjóðverjar hörkulega styrjöld gegn öðrum helzta þjóðflokki landsins, Hereo þjóðinni, sem þeir útrýmdu þá að mestu leyti, en tóku eignarnámi lönd hennar. Hinn heizti þjóðflokkur landsins nefnist Ovambo. Við ósigur Þjóðverja í fyrri heimstyrjöldinni gerðu sigur vegararnir þ.e. Bandamenn Suðvestur-Afríku að umboðs- stjórnarsvæði og skyldi Suð- ur-Afríka fara með umboðs- stjórnina undir eftirliti Þjóða bandalagsins. Það lagði Suð- ur-Afríku þá skyldu á herðar „að efla eins og unnt væri hagsmuni og siðferðilega vel ferð sem og félagslegar fram farir íbúa landssvæðisins“. Milli heimstyrjaldanna urðu samt sem áður litlar fram- farir í landinu, þrátt fyrir það að það er auðugt, en þar er mikið magn kopars og gim steina í jörðu. Þegar Sameinuðu þjóðirn- ar komu á skipan sinni um verndargæzlusvæði, neitaði Suður-Afríka að láta Suð- vestur-Afríku af hendi við verndargæzluráðið, sem taka átti að sér eftirlit með land- svæði. Vegna auðæfa lands- ins og vegna hernaðarlegs mikilvægis þess fyrir Suður- Afríku vildu stjórnarvöldin þar innlima landsvæðið en tillögu þess efnis var neitað algjörlega af hálfu Samein- uðu þjóðanna. Er deilurnar milli Sameinuðu þjóðanna og Suður-Afríku um land- svæðið héldu áfram, kom málið fyrir Alþjóðadómstól- inn, sem kvað upp þann dóm, að Sameinuðu þjóðirn- ar hefðu lagalegan rétt til þess að hafa yfirumsjón með landsvæðinu. Suður-Afríka neitaði hins vegar að virða þau úrslit. Þegar Afríski þjóðernis- flokkurinn, þ.e. flokkur Ver- woveds komst til valda í Suður-Afríku árið 1948 var farið að beita lögum um að- skilnað hvítra manna og svartra á landsvæðinu. Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna var því hins vegar mót mælt og Suður-Afríku bor- ið það á brýn, að með þessu væri verið að fara fullkom- lega í bága við þær alþjóða- skuldbindingar sem Suður- Afríka hefði tekizt á hendur. Sameiningarhreyfing Afríku ákvað þá að fá ótvíræðan úr- skurð Alþjóðadómstólsins um ýms atriði varðandi Suðvest- ur Afríku og þó fyrst og fremst um það, að beiting aðskilnaðarlaganna væri ekki í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Suð- ur-Afríka hefði gengizt und- ir. Málið var formlega höfð- að af Liberiu og Abyssiniu fyrir Alþjóðadómstólinum í Haag og kom þar fyrst fyrir h. 4. nóv. 1960. Málinu var hins vegar frestað af tækni- legum ástæðum fram til 15. marz 1965, þegar munnlegur flutningur þess hófst. Fyrst nú fimm og hálfu ári eftir að málið var höfðað er loks fallinn í því dómur. Dómniðurstaðan hlýtur að hafa valdið leiðtogum þel- dökkra manna um gjörvalla Afríku miklum vonbrigðum Málinu var vísað frá eins og getið var um hér í upp- hafi en Stjórn Suður-Afríku hlýtur hins vegar að hafa fagnað mjög þessum mála- lokum. Almennt hafði þar ekki verið búizt við þeim. Ef alþjóðadómstóllinn hefði kveðið upp efnilegan dóm um málið og komizt þar að þeirri niðurstöðu að Suður-Aíríka hefði brotið alþjóðareglur, hefði brotið alþjóðareglur, ið fram nú' fyrir geysilegu vandamáli, því að þá hefði mátt búast við afdráttarlaus- um refsiaðgérðum af hálfu Sameinuðu þjóðanna. skella skollaeyrunum við. — Slys verða stundum vegna til viljana, sem enginn ræður við. Hitt er þó algengara að skortur á varúð og aðgæzlu sé höfuðorsökin. Það verður t.d. aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki að gæta barnanna af árvekni og ábyrgðartil- MBL. hefur borizt frá Hagstofu íslands endanlegar tölur yfir mannfjöldann á íslandi 1. des 1965. Alls reyndust íbúar lands- ins þá vera orðnir 193.758. Höfðu karlar þá heldur vinninginn fram yfir konur, hvað fjölda snerti, eða 97.944 á móti 95.814. í Reykjavík var íbúatalan 78.399, í kaupstöðunum fyrir ut- finningu. Látum þess vegna þessa miklu slysaviku verða til þess að auka árveknina, stuðla að bættu eftirliti með börnunum og almennri varúð alls almennings, hvort held- ur er í umferð eða við dagleg störf og tómstundir fólksins. an Reykjavík 53.113 og í sýslum 62.246. Akureyri er enn sem fyrr næst stærsti kaupstaðurinn með 9.642 íbúa, en Kópavogur kemur næstur með 9.204 í'búa. Auk þeirra hafa eftirtaldir kaupstað- ir íbúatölu yfir 2000: Hafnar- fjörður 8.135, Keflavík 5.128, Vestmannaeyjar 5.012, Akranes 4.178, fsafjörður 2.696 og Sig’.u- fjörður 2.472. Sá kaupstafur sem hefur fæsta íbúa er Seyðisfjörð- ur með 853 íbúa. Fjölmennasta sýslan er Árnes- sýsla með 7.604 íbúa, en næst henni kemur Gullbringusýsla með 6.815. Aðrar sýslur sem hafa íbúatölu yfir 2000 eru: S- Múlasýsla 4.768, Snæfellssýsla 4.134, Eyjafjarðarsýsla 3.886, A,- Húnavatnssýsla 3.360, Kjósar- sýsla 3.148, Rangárvallasýsla 3.059, S.-Þingeyjarsýsla 2.817, Skagafjarðarsýsla 2.640, N.- Múlasýsla 2.453. V.-Barðar- strandasýsla 2.031, Mýrarsýsla 2.028. Fámennasta sýslan er A.- Barðarstrandasýsla með 512 íbúa. íbúatala í kauptúnahreppum er samtals 32.111. Stærsta kaup- túnið er Selfoss með 2.072, en önnur kauptún með íbúafjölda yfir 1000 eru: Seltjarnarnes 1.790, Garðahreppskauptón 1.574, Njarðvík 1.509, Borgames 1009 og Patreksfjörður 1.007. Fámenn asti hreppurinn er Loðmundar- fjarðarhreppur, sem aðeins tel- ur um 7 íbúa. íslendingar voru 193,7581. des. '65 Karlmerm rúmlega 200 fleiri en konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.