Morgunblaðið - 20.07.1966, Side 17

Morgunblaðið - 20.07.1966, Side 17
Miðvikudagur 20 júlí 1066 ■4. MORGUNBLAÐID 17 SJötugur; Séra Ingólíur Þorvaldsson SÉRA Ingólfur Þorvaldsson frá Ólafsfirði er sjötugur í dag. Ólafsfirðingar kusu sér þennan lífsglaða klerk árið 1924, og síð- an bardúsaði hann með þeim í folíðu og stríðu, unz hann var fluttur til Reykjavíkur milli heims og helju árið 1957. Hann veiktist skömmu eftir áramótin og var ekki á marga fiska allt fram á haust. „Sumarið var yndislegt, sólskin óg blíða, en það leiðinlegasta og ömurleg- asta, sem ég hef lifað“, sagði séra Ingólfur mér eitthvert sinn. „Þótt ég fyndi, að ég væri að hjarna við, þá var ég inni- byrgður og átti á hættu að verða aldrei verkfær framar. — Það er ekki að skapi Ingólfs að vera lokaður inni; hann er hraust- menni og hristi af sér slenið. Nú var útséð um prestskapinn í Ólafsfirði; séra Ingólfur sagði af sér og fór með konu sinni, frú Önnu Nordal norður sumar- ið 1958 til þess að kveðja söfn- uðinn. Athöfnin fór fram með veizluhöldum, gjöfum og fyrir- bænum eins og gengur. „Það var eins og meiriháttar jarðarför, þar sem ég var aðallíkið. Allir voru ósköp góðir við okkur eins og reyndar ávallt, og áttu varla orð til að lýsa, hvað við værum merkilegt fólk.“ Það hlýtur að vera merkileg lífsreynsla fyrir klerka að vera við slíka athöfn, en Ingólfur segist hafa kunnað því ágætlega. Þau héldu til Reykjavíkur, Anna og Ingólfur, 0g hann fékk vinnu á skattstofunni. Þar var hann látinn reikna út stóreigna- skatt, komst í kynni við „mestu endileysu“, sem fyrir hann hef- ur borið um dagana, var mæld- ur út frá 90° sjónarhorni og að lokum rekinn, því að annar þurfti að fá starfann. Þá réðst séra Ingólfur til Styrktarfélags vangefinna, stóð þar fyrir fjár- söfnun og happdrættum, unz hann söðlaði um og gekk í þjón- ustu Náttúrulækningafélagsins og tók að boða mönnúm trú á heilsusamlega lifnaðarháttu með viðeigandi baðferðum, sem hann stundar þó lítt sjálfur. ' Eftir að þau hjón fluttu suður kenndi Ingólfur einn vetur við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Þar var hann hrókur alls fagn- aðar í góðum hópi á kennarastof- unni 0g virtur af nemendum sín- um. „Það er ekki forpokaður maður, hann séra Ingólfur ‘, sagði Jónas Árnason, rithöfund- ur, eitt sinn við mig á götu. „Það að kveðja, er að deyja dálítið“, segja Frakkar, og séra Ingólfur hefur lifað margar kveðjustundir. Hann hefur kvatt marga og verið kvaddur og sér nú á eftir 70 árum ævi sinnar dálítið feitlaginn, gráhærður og virðulegur, þegar hann viil það við hafa. Ég vona, að hann misvirði það ekki, þótt maður, sem því miður hefur aldrei gist sóknir hans, Ólafsfjörð og Grímsey, sendi honum kveðju guðs og sína á þessum alvarlegu tímamótum og hræri svolítið í minningapottinum. Séra Ingólfur er fæddur að Stærra Árskógi á Árskógsströnd 20. júlí 1896. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þorvaldsson bóndi að ICrossum og Jónatanía Solveig Kristinsdóttir Davíðs- sonar bónda í Haganesi í Fljót- um. Kona Kristins var Jóhanna Jónatansdóttir, en Jóna- tan telur Pétur Zophaníasson launson Jóns Þorlákssonar Bægisárklerks, og hefur séra Ingólfur ekkert á móti þeirri •ettfærslu. Systir Þorvalds afa séra Ingólfs, var Snjólaug á Laxamýri, móðir Jóhanns Sigur- jónssonar skálds, svo að höfund- ur Fjalla-Eyvindar og séra Ing- ólfur eru að öðrum og þriðja. Hann ólst upp hjá ömmu sinni, Sigurlaugu Jóhannsdóttur frá Sökku í Svarfaðardal, og síðari manni hennar, Gunnlaugi Jóns- syni frá Minna-Árskógi, en þau bjuggu á Kross*m á Árskógs- strönd. Gunnlaugur var lengi formaður á hákarlaskipum og hafði heimakennslu í sjómanna- fræðum, og getur Hagalín harts í Virkum dögufn. Ingólfur gekk í unglingaskóla hjá Snorra Sigfússyni, þá í Gagnfræðaskóla Akureyrar og haustið 1916 innritaðist hann í Menntaskólann í Reykjavík. Þá var stríð, og hafísar lágu fyrir landi, þegar Ingólfur skyldi halda í 5. bekk, svo að hann las það ár utan skóla. Næsta ár herjaði spánska veikin, en allir björguðust þeir bekkjarbræður undan henni. Eftir stúdentspróf 1919 varpaði hann hlutkesti um framtiðarstarfið, og kirkjan varð efst á teningnum. Guð- fræðiprófi lauk hann 1923 og var þá kosinn prestur til Þór- oddsstaðar í Kinn í S-Þingeyjar- sýslu. Þar var presti ætlaður bústaður á Vatnsenda við Ljósa- vatn. Húsakynni voru léleg, og seint á slætti gerði slíkan veður- ofsa að heyfengur prests fauk að mestu út í buskann, vatnið skóf, svo að ekki sást móta fyrir Krosshnúk frá bænum og kaupa- konan lá tárfellandi á stráunum, sem eftir voru. — Þá hætti séra Ingólfur búskap og prestsþjón- ustu í sveit, sótti um Ólafsfjörð og fluttist þangað 1924 og þar sátu þau sæmdarhjón til 1958. Ein af hinum óleystu lífsgát- um séra Ingólfs Þorvaldssonar er frú Anna Nordal, kona hans, dóttir Jóhannesar Nordal for- stjóra og systir Sigurðar Nor- dal prófessors. Hún ólst upp á heimili fósturforeldra sinna, Rauðará við Reykjavík, við alls- nægtir, eins og þá taldist. Ég held, að Ingólfur furði sig á því enn í dag, að frú Anna réðzt til ferðar með honum norður í land fyrir 43 árum. Árstekjurnar voru 2000 krónur á ári, skuldir nokkrar frá skólaárunum og húsakynni tötraleg á prestssetr- inu. Ferðalag frúarinnar verður e.t.v. skiljanlegra, sé gætt þess, að séra Ingólfur er talsvert rómantískur gleðimaður, söng- vinn, ljóðelskur og hagmæltur, þótt ekki sé hann sálmaskáld. Hann þekkir enga nótu, segir hann sjálfur, en leikur af fingr- um fram á orgel og ljóð krefjast lags. Það hafa orðið til í kollin- um á honum lög við ýmis kvæði Davíðs Stefánssonar, Jóhannesar úr Kötlum auk sálmalaga. Hann stenzt ekki reiðari en sé honum borið á brýn, að hann sé tón- skáld; „Ekki að rugla með hug- tök. Ég hef gripið í orgel, þegar mér leiðist, en þá verða til lög við Ijóð, sem mér eru kær. Fóik hefur alltaf sungið kvæðin sín undir einhverjum lögum, búið til lög, ef með þarf. Það er allt og sumf'. Ég leiði hest minn hjá bollaleggingpm um tónsmíðar Ólafsfjarðarklerksins, en Ás- kell Snorrason tónskáld hefur frætt mig og aðra á því, að hann búi yfir „ótvíræðri 3tór- gáfu“ sem tónlistarmaður, og telur bezta lag hans vera við ljóð Jóhannesar úr Kötlum: „Er hnígur sól.“ — Anna kvaddi æskuranninn eg fór með bónda sínum, sem þá var grannur og spengilegur í fá sinnið og vann það kraftaverk að láta lítil efni standa undir mikilli risnu. Ekki veit ég, hvernig séra Ingólfi hefur tekizt að leggja út af textanum um þúsundirnar, sem urðu mettar af nokkrum fiskum og brauð- hleifum, en hins vegar er hon- um það undrunarefni, hvernig konan hans gat gert mikið úr litlu. Slíka ráðdeildar- og rausn arkonu hafði hann í rauninni aldrei dreymt um, og er gest- risni þeirra hjóna viðbrugðið. Sálnahirðinn séra Ingólf þekki ég lítið, en marka nokkrar vinsældir hans á því, að Ólafs- firðingar eru iðulega að láta hann gifta sig og skíra börn sín hér syðra og lánar þá séra Jón Thorarensen honum Neskirkju, ef á þarf að halda. Séra Ingólf- ur hefur því ekki með öllu lagt prestsskapinn á hilluna. En fólk lifir ekki á guðsorði einu saman því miður, heldur þarf það einnig brauð og fisk. í Ólafsfirði bjuggu um 500 manns, þegar séra Ingólfur tók þar við prestsskap. Húsakynr.i margra voru bágborin eins og viðar um þær mundir, hetibrigði fólks ekki svo góð sem skyldi og læknislaust. Héraðsiæknir- bjó í Dalvík, en þangað varð ekki komizt nema á skíðum eða sjó á veturna. ,,Ég er nú alveg hissa, hvað yður þvælist, lækn- ir minn“, er haft eftir gömlum Eyfirðingi, sem var að sækja lækni til fársjúks manns. Séra Ingólfur gerðist þegar fyrsta sumarið hvatamaður þess að íá lækni búsettan í þorpinu, og málið hafðist fram á tveimur árum. — í þorpinu þurfti að mestu að byggja hús og atvinnu- vegi frá grunni og færa margt til betri vegar eins og alls stað- ar hér á landi á þeim tíma, og Óllafsfirðingar unnu mikið dags- verk. Séra Ingólfur var sá láns- maður að vinna með þeim, leggja hön’d á plóginn á mörg- um sviðum, og mikið finnst hon um til um dugnað fólksins. Hvergi segist hann hafa séð slík vinnubrögð og í Ólafsfrði, slikar hamfarir og ofurkapp eins og á sumarvertíðum, og þar var risið eitt hið myndarlegasta kauptún hér á landi, þegar hann lét af störfum. Klerkur átti sæti í ótal nefndum, sem störfuðu í þágu bæjarfélagsins, en ekkert er fjær honum en það, að telja sig vera brautryðjanda hins nýja tíma við Ólafsfjarðarmúla, og þó var hann það á ýmsum svið- um. En þótt hann væri hrifinn af hamförum sóknarbarna sinr.a í önn dagsins, þá grunar mig, að hanna hafi kunnað betur við sig meðal þeirra, þegar berseksgang ur sumarsins var runninn af þeim. Á sumrum var erfitt um félagslíf og kirkjusókn, en það glæddist er haustaði að, og séra Ingólfur er manna skemmliieg- astur í góðum hópi, sniLlingur í frásögnum, en hlédrægur í marg menni. Um 1930 þjónaði hann í tvö ár Barði í Fljótum' eftir Stanley Melax. Þangað braust hann úr Ólafsfirði á skíðum á vetrum, en hesti á sumrum. Séra Ingólf- ur er vanur skíðamaður frá barnæsku og á Sælar endurminn ingar frá þeim stundum er hann brunaði í góðu færi ofan úr Sandskarði alla leið niður að Brúnastöðum í Fljótum um 10 km leið. — Eftir þessar þjónustu ferðir var honum trúað fyrir Grímsey. Það var 1937. Hann þjónaði fyrstur íslenzkra presta Miðgörðum úr landi, og stóð svo í 10 ár. Til eyjanna sigldi hann á alls konar farkostum, en eink- um póstbátnum Mjölni, 14—15 tonna báti. Grímseyingar þóttu honum élskulegt fólk. framfara- sinnað og framsækið. Á stríðs- árunum voru siglingar þangað norður hættulegar sökum tund- urdufla, en allt tókst slysalaust. Eitt sinn var hann á leið til eyj- unnar á póstbátnum Ester, sem Hallgrímur Guðjónsson stýrði. Það var dimmt yfir og kvika í sjóinn, og var Ingólfur löngum uppi í brú hjá skipstjóra. Hall- grímur fræddi hann á því, að hann merkti það af draum, að hann færist ekki á sjó, svo að öllu væri óhætt. Rétt að þeim töluðum orðum sá Ingólfur hvar tundurdufl flaut aftur með skipinu, en kastaðist frá því undan kvikunni. í annað sinn steypti þýzk Fokke Wulff flug- vél sér yfir póstbátinn, en þóíti hann of lítið skotmark og réðst í stað þess á Súðina. Þegar séra Ingólfur var að búa börnin und- ir fermingu á eyjunni þá um vörið, gerðust þýzkar flugvélar þar nærgöngular. Heimsóknum þeirra lauk með loftorrustu yf- ir eynni og sigri Breta. Þótt Grímseyjarferðir væru oft erfiðar og hrakningar fylgdu þeim stundum á vetrum, þá mun prestur ekki sjá eftir volk- inu, því að oft er fagurt á Gríms eyjarsundi og sóknarbörnin voru „ágætis myndarfólk", sem gekk vel til fara og hafði nóg að bíta og brenna. Það er eng- inn útnesjabragur á Grímseying- um í frásögnum séra Ingólfs. Ferðavolk prestsins í Ólafs- firði mæddi ekki á honum ein- um, því að frú Anna sat oft langa daga ein heima með sýn- ina þrjá. Hún mun hafa haft all mikla trú á giftu bónda síns, og allt gekk ávallt slysalaust, hvort sem hann reri einn til fiskjar á skektu sinni eða kleif Tröllaskaga, sem Helgi Péturs nef"di svo. Og nú er margt brtyai sem betur fer. í Ólafs- firði’Vat ekkert prestssetur, þeg- ar þau fluttust þangað, heldur urðu þau að hýrast í leiguhús- næði m.a. í barnaskólanum fyrstu árin. En prestssetrið reis að lokum og þorpið stækkaði, og það, sem þá kostaði margra ára þóf að koma í framkvæmd, þykja nú sjálfsagðir hilutir. Þótt séra Ingólfur hafi eytt meginhluta ævi sinnar í vari Ólafsfjarðarmúla, þá hefur hann hvorki séð konuna í Múlanum né Hvanndalabjörgum, og Ólafs firðingar kunnu lítil skil á huldu verum. Þó kvað hann Þorgeirs- bola niður alveg óvilljandi. Boli tók eitt sinn að binda kýr saman á hölunum i sveitinni — og gera annan óskunda. Prestur var beð- inn að koma á staðinn, kvað það sjálfsagt, en fór hvergi. Morguninn eftir mætti hann manni á götu, sem spurði hann frétta. Séra Ingólfur kunni eng- ar. „Fórstu þá ekki frameftir?" „Við skulum tala um það seinna“, anzaði klerkur í granda leysi. — Þar með flaug fiski- saga. Prestur hafði farið fram í sveit um nóttina og komið bola fyrir, því að síðan hefur hann ekki gert vart við sig í Ólafsfirði. Séra Ingólfur er aðeins 70 ára. Það er sem betur fer ekki hár aldur á okkar tímum. Af ein- skærri eigingirni óska ég honum og fjölskyldu hans langra og bjartra ævidaga. Björn Þorsteinsson. í GUÐFRÆÐINGATALINU er mynd af síra Ingólfi Þorvalds- syni, sem gæti gefið til kynna að ein af mörgum villum og prentvillum bókarinnar væri, að maðurinn hefði fæðzt 1896. Mynd þessi ber nefnilega með sér, að persónan, sem hún sýnir væri svo gömul, að hér gætti mikils mis- skilnings. Hann væri alls ekki Prestaskólakandidat, þessi mað- ur, hvað þá úr háskólanum. Hann hlyti að hafa lokið af skólagöngu fyrir árið 1846, er vísir æðri skóla á íslandi var að verða nógu aumkunnarlega smár til þess, að sérgreinir háskóla Evrópu-andagifiarinnar fengi afleiðslu í prestaskóla. Fram til þess tíma höfðu heimastúdentar og Bessastaðastúdentar og alls konar stúdentar gengið inn í dóm kirkjurnar á Hólum og í Skál- holti, og í Reykjavík eftir hrun stólanna, og þegið vígslu hinna blessuðu biskupa, sem elskuðu aðra menn eins og sjálfa sig. — Þannig gerðust ungir menn stjórnendur stærsta þáttar fólks- ins, sem var silfurþráður kirkj- unnar. Maður talar nú ekki um trú í þessu samabndi. Hún er ekki helg opinberlega. En of heilög hverjum einum til að veifað sé svo mjög meðfram breiða veginum eins og menn villtist af honum ella. Nei. Hann er beinn og þeir eru víst fáir, sem leiðast af honum fyrir til- stilli prestanna. Miklu fremur af öðrum ástæðum tvennum: Peningum og hjarta. Tvíeðlis- kenningin nýtur sín vel í nú- tímanum. Við erum að tala í nú- tíð, enda þótt myndin í Guð- fræðingatali síra Björns gæfi for- tíðina til kynna. E.t.v. var dul- inni vitund fyrir að þabka. Hin gamallega og raunar alveg hræði lega mynd af hinum herralega og bersýnilega ofanverðrar tuttuguasta-aldarmanni minnir á, að hið gamla og góða íslenzka stúdentshjarta á hér meiri ítök en hroki hinna háskólalegu þankarúna. Maðurinn, sem mynd in sýndi a.m.k. helmingi eldri en hann er kemur því inn hjá okkur, að hann muni vera helm- ingi betri, en hann lætur uppi hversdagslega. Skrifstofumaðurinn Ingólfur Þorvaldsson, Hagamel 45 í Reykjavík, heitir hér fyrir norð an „síra Ingólfur á Ólafsfirði". Enda þótt tveir prestar í ötulla lagi hafi setið í gamla Kvíabekkj arbrauði síðan síra Ingólfur veikt ■ ist og lét síðan af embætti 1953, hefur síra Ingólfur sízt fölnað í héraði. Hið sanna gildi hans hef- ur þyert á móti notið sín meir og komið enn betur í ljós eftirá, við hinar nýju aðstæður. Síra Ingólfur Þorvaldsson er fæddur að Stærra-Árskógi 20. júlí 1896. Faðir hans, sem drukkn aði ungur 1898, var Þorvaldur Þorvaldsson, Þorvaldssonar, al- bióður Kristínar í Yztabæ í Hrísey, móður síra Stefáns pró- fasts á Völlum Kristinssonar. Móðir síra Ingólfs var Jónatanía Sólveig Kristinsdóttir frá Neðra- Haganesi í Fljótum Davíðssonar. Lifði hún til elli og dó í Skjald- arvík við Eyjafjörð sumarið 1956. Síra Ingólfur varð stúdent 1919 og kandidat í guðfr.-3% ári síðar. Vígðist hann vorið 1923 eftir að hafa fengið skipun fyrir Þór- oddsstað og Lundai'brekku (með Ljósavatni), en var veittur Kvía- bekkur í Ólafsfirði vorið eftir. I iþví brauði sat hann svo meðan hann gegndi prestsskap, til 1957, við vinsældir, sem takmörkuðust af því einu að sóknarbörnin misstu hann. Prestsetrið á Kvíabekk var lagt niður og flutt í kaupstaðinn nokkru áður en síra Ingólfur fékk embættið. Bjó hann því með konu sinni, frú Önnu Nor- dal, í Ólafsfjarðarkaupstað öll þau 33 ár, sem þau gegndu þjón- ustu prests og prestskonu þar. Enda þótt brauðið væri hægt með aðeins einni kirkju í kaup- staðnum, en hin gamla Kvía- bekkjarkirkja var endurvígð 1958 er síra Ingólfur skilaði af sér brauðinu, varð prestsþjónusta •hans fyrirhafnarsöm og erfið vegna aukaþjónustu í öðrum prestaköllum. Hann þjónaði þannig Akureyri haustið 1927, Barði í Fljótum rúm tvö ár, 1931—1933, Miðgörðum í Gríms- ey í tíu ár, 1937—1947 og Siglu- firði háveturinn 1954—1955. En heima hlaut að sitja á Ólafsfirði prestskonan. Áhættusamar sjó- ferðir prestsins „út í Eyju“ ser- staklega, voru einnig erfiðar fyrir frú önnu. Óvissa mikil. —■ Þeim varð þriggja barna' auðið: Vilhjálmur f. 1922, Ragnar 1925 og Sigurður Jóhannes Nordal 1933. Allir eru þeir bræður bú- settir í Reykjavík og eiga gott og elskulegt samfélag við for- eldrana, þeir og þeirra fjöl- skyldur. Það er eins og myndin í Guð- fræðingatalinu hafi skirzt og fegr azt við hugsunina um afmælis- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.