Morgunblaðið - 20.07.1966, Page 19
Miðvikudagur 20. júji 1966
MORGU N BLABIÐ
19
Ólafur Gunnla ugsson
garðyrkjubóndi — Minning
F. 15. 7. 1904. — D. 12. 7. 1966.
OKKUR setur hljóð og verður
itregt tungu að hræra, þegar við
erum mitt í annríki dagsins
minnt á hverfulleika lífsins, er
igó’ðir vinir berast snögglega burt
með tímans straumi.
Svo fór mér, er ég frétti andlát
vinar míns, Ólafs á Laugabóii.
* Hann hafði að visu ekki gengið
heill til Skógar síðustu árin, var
þó sem endranær hress og glað-
ur, en þegar við hittumst fyrir
skömmu, þóttist ég sjá, að hon-
um væri nokkuð brugðið. Samt
sagðist hann ætla að reyna að
fara vestur í árlega laxveiðiferð
á fornar æskuslóðir, og sú varð
hans síðasta fei*ð til fjarðanna
fignu og fögru, sem ávallt heill-
uðu hann og vini hans. Virtist
Ihann og hafa rennt grun í, að
svo kynni að fara, þar eð hann
hafði haft orð á því við ferðafé-
laga sína, að ferðum sínum yest-
ur færi senn að fækka, en Ólaf-
ur varð bráðkvaddur á heimleið
úr þessari för.
„Um jökla vafðist júnínóttin blá,
úr jörðu spruttu silfurtærar
lindir.
Við áttum vor, sem aldrei líður
hjá
og elda sína bak vi'ð höfin kyndir.
Ég þráði aldrei dagsins dyn og
glaum,
xnig dreymdi líf, sem æðri fegurð
spáir,
og einni sál ég sagði þennan
draum,
og síðan á ég vin, er hjartað
þráir“.
(D. Stef.)
Ég er svo lánsamur að hafa
talizt meðal vina Ólafs á Lauga-
bóli, en þeir voru fjölmargir,
enda var hann alia tíð vinsæl'l
maður, vinfastur og drengur góð-
ur.
Ungan að árum tók hann mig
upp á sína traustu arma og flutti
mig einn vormorgun í faðm dals-
ins fríða til frænda og vina, þar
sem ég hef jafnan átt athvarf
síðan 1 blíðu og stríðu. —
Hann kenndi mér að njóta ís-
lenzkrar náttúru í friði og tign
fagurra fjalla og marga una'ðs-
®tund áttum við saman við silfur-
tærar lindir og siiungsvötnin blá.
Ólafur var fæddur í Hattardal
i Álftafirði, sonur hjónanna
Þuríðar Ólafsdóttur og Gunn-
laugs Torfasonar. Hann ólst upp
með foreldrum sínum í stórum
©g dugmiklum systkinahópi.
Ekki naut hann langrar skóla-
göngu, því snemma var tekið til
við að vinna fyrir daglegu brauði
og létta undir með stórri fjöl-
skyldu, þar sem lífsbaráttan var
þá hörð flestum á landi hér og
þvi ekki um annað að ræða, en
að duga sem bezt og ástunda
fornar dyggðir, i'ðjusemi, spar-
•emi og nýtni.
Ólafi var snemma margt til
lista lagt og handlaginn við smíð-
ar eins og faðir hans. En mögu-
leikar ungra alþýðusveina voru
ekki eins miklir á þeim tímum
og nú til dags, enda þótt farið
væri að rofa til í atvinniumálum
landsmanna. Atvinnulíf á Vest-
fjörðum var fremur fábrotið um
(þær mundir og því leitaði Ólafur
fanga á Suðurlandi.
Garðyrkja er ekki gömul at-
vinnugrein á íslandi. En um það
leyti, er Ólafur fluttist suður,
höfðu fyrstu gróðurhúsin, sem
reist voru hér á landi, verið tek-
in í notkun í Reykjahverfi í Mos-
fellssveit. Fyrsta gróðurhúsið hit-
a'ð með jarðhita var reist árið
1924 af þeim Bjarna Ásgeirssyni,
síðar ráðherra, og Guðmundi
Jónssyni, skipstjóra, á Reykjum.
Var þar hafið stórmerkt braut-
ryðjendastarf, sem nú er orðinn
merkur þáttur í íslenzkum land-
búnaði.
Árið 1926 fór Ólafur til starfa
við gróðrarstöð, sem danskur
maður, J. Boeskov, hafði reist að
Blómvangi í Reykjahverfi, og
bróðir hans, L. Boeskov, síðar
tók við, og varð garðyrkja lífs-
starf Ólafs upp frá því. Er löng
og merk saga af erfi’ðu braut-
ryðjendastarfi frumherjanna í
garðyrkjubændastétt, sem ekki
verður rakin hér.
Árið 1931 kvongaðist Óiafur,
Ólafíu Andrésdóttur, móðursyst-
ur minni, frá Hrísbrú í Mosfells-
sveit. Reistu þau sér bú í landi
Hrísbrúar, er þau nefndu Lauga-
ból, og þar byggði Ólafur sitt
fyrsta gróðurhús árið 1934, en
síðan hefur gróðrarstöðin vaxið
mikið og dafnað fram á þennan
dag, og þar stundaði Ólafur aðcil-
lega blómarækt. Hafa þau hjónin
verið einkar samhent um að hlúa
a'ð þessum fagra gróðurreit af
þeirri ástúð og umhyggju, sem
einkennir þjóðlega og góða ís-
lendinga, sem unna ungum
gróðri og trúa á landið. Höfðingj-
ar heim að sækja og ávallt boðin
og búin til að rétta þeim hjálpar-
hönd, er leituðu hjá þeim halds
og trausts.
Varð þeim hjónum þriggja
sona auðið, en þeir eru, Garðar
Hreinn, bóndi í Helgadal, Andrés
Gunnlaugur, garðyrkjubóndi,
Laugabóli, og Erlingur, garð-
yrkjubóndi, Reykjadal, sem
dyggilega feta í fótspor föður
síns. Hafa þeir tekið í erfðir
marga af hans gó’ðu mannkost-
um og hæfileikum, og þeirra
hjóna beggja. Allir eru þeir
kvongaðir indælum, ungum kon-
um og eiga með þeim elskuleg
börn. Þeirra er framtíðin.
Ólafur var um flest farsæll
lánsmaður. Hann átti glæsilega
og góða konu, sem bjó honum
fallegt og vinalegt heimili. Segja
má, að hann hafi verið glaðlynd-
ur alvörumaður, þéttur á velli og
þéttur í lund, en hafði einkar
gott lag á að vekja létta og ljúfa
gleði í góðum vinahópi með
græzkulausu gamni og skemmti-
legum smásögum. Það var því
jafnan tilhlökkunarefni að eiga
von á að hitta hann og njóta þess
að eiga með honum stutta fagn-
a'ðarstund. Hans verður því sárt
saknað af mörgum, en fagrar og
ljúfar endurminningar um ein-
stakan drengskapar- og mann-
kostamann munu lifa með vinum
hans.
Ólafur varð ungur snortinn af
hugsjónum Ungmennafélags-
hreyfingarinnar og í anda alda-
mótamanna gekk hann að því,
hress og glaður, að græða, bæta
og fegra landið. Hann var trúr
sinni köllun, sístarfandi og undi
sér vel við ræktun fagurra blóma
og nytjajurta. Hann var í senn
maður starfs og gleði og hafði
mikið yndi af fögrum ljóðum,
söng og gleðskap, þegar tími
vannst til, enda söngmaður góð-
ur og tók lengi þátt í starfi kóra
í sveitinni. Var hann jafnan hrók
ur alls fagna'ðar á mannfundum,
sem hresstu og endurnærðu hans
viðkvæmu og góðu lund.
Mér finnst það eftirtektarvert
einkenni á bændum þessa lands,
að þeir eru í senn miklir einstakl
ingshyggjumenn og þroskaðir fé-
lagshyggjumenn, sem jafnan eru
reiðubúnir til samstarfs og sam-
vinnu, þegar nauðsyn krefur.
Þessir eiginleikar voru einnig
einkennandi fyrir Ólaf, og hann
var alla tíð heill og sannur fé-
lagi.
Hann var félagi í Garðyrkju-
félagi íslands og tók virkan þátt
í starfi þess, svo sem í hinum
fjölmörgu garðyrkj usýningum,
sem haldnar voru á þess vegum
og fleiri aðila.
Ólafur var einn af stofnendum
og máttarstólpum Sölufélags
garðyrkjumanna, sem stofnað
var árið 1940. Hann sat í fyrstu
stjórn þess og var síðan ýmist í
stjórn félagsins eða endurskoð-
andi þess. Ólafi varð snemma
ljós naúðsyn þess að stofna til
sámtaka um sölu afurða garð-
yrkjubænda, eftir að framleiðsla
grænmetis og garðávaxta tók að
aukast að mun um þetta leyti,
og lagði ótrauður fram krafta
sína, til þess að það baráttumál
garðyrkjubænda mætti ná fram
að ganga. Var hægt farið af stað
undir traustri forystu Jóns Hann
essonar, bónda í Deildartungu í
Borgarfirði, sem var fyrsti for-
maður félagsins, en á þeim rúma
aldarfjórðungi, sem síðan er lið-
inn, hafa samtök þessi mjög eflzt
undir farsælli stjórn dugmikilla
sæmdarmanna. Var allt það starf
Ólafi mjög að skapi.
Á kveðjustund er margs að
minnast og margt að þakka, sem
aldrei verður fullþakkað með fá-
tæklegum orðum, en um leið og
ég kveð vin minn, Ólaf á Lauga-
bóli, hinztu kveðju og þakka hon
um af hjarta órjúfandi tryggð og
mikla vináttu við mig og fjöl-
skyldu mína, færi ég frænku
minni og fjölskyldu hennar vin-
arkve'ðjur og bið þeim öllum
Guðs blessunar og huggunar.
Óli minn. Ég trúi, að handan
við móðuna miklu farir þú á-
fram þínum traustu og mildu
höndum um fallegu, viðkvæmu
blómin þín. Far þú vel og friður
Guðs þig blessi.
Jón Ó. Iljörleifsson.
t
MITT í annríki hversdagsins
barst okkur hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna sú harmafregn að
Ólafur Gunnlaugsson á Lauga-
bóli hafi látist mjög snögglega.
Og þráfct fyrir að okkur var vel
kunnugt um að hann gekk með
þann sjúkdóm sem til iþess er
líklegastur að órsa'ka snögga för
yfir landamærin, kom lát hans
eigi að síður óvænt. Það varð
engurn mikið úr verki þann dag-
inn. Þeir sem inn kornu, sáu
strax að eitthvað hafði komið
fyrir.
Ekki er ég bær að skrifa um
ættir Ólafs og uppruma, — kann
iþar þau ein skil á að hann hafi
verið feynjaður vestan frá ísa-
fjarðardjúpi. Og slíkt finnst mér
efcki skipta neinu máli, — allra
sízt í dag. Framar öllu er mér
í huga að hann var mannkosta-
maður. Ærlegur maður, hrein-
skiptinn og drengur hinn bezti.
Ég tel mér það mikinn feng að
hafa þekkt hann í rúm tuttugu
ár, og átt hann að vini.
Ólafur var glaðvær maður svo
af bar, og skemmtilegur, enda
löngum eftirsóttur í vinahópi.
En hann kunni þá list flestum
mönnum betur að ganga hægt um
gleðinnar dyr. Aðal hans í þeim
efnum var á þá lund hve lagið
honum var
„að finna kímni í kröfum skapar-
ans
og kánikvís 'bros í augum tilver-
unnar",
eins og Örn Arnarson komst að
orði.
Ekki gat hjá (því farið að svo
félagslyndur og félagsþroskaður
maður sem Ólafur var, feæmi
drjúgt við sögu ýmiskonar fé-
lagsmála, enda varð sú raunin
á. Kunnugt er mér um að hvar-
vetna reyndist hann tillögugóður
og holliáður. Sá þáttur félags-
mála hans sem ég kann bezt skil
á, er tengdur Sölufélagi garð-
yrkjumanna. Ekki verða störf
hans á þeim vettvangi rakin hér,
en fullyrt get ég að þau eru
ólítil, ekki aðeins að vöxtum,
heldur einnig að gæðum. Þegar
saga iþess félags verðuir skráð
mun koma í ljós að iþáttur Ólafs
á þeim tuttugu og fimm árum,
sem samleiðin varði, hafi orðið
félaginu heilladrjúgur. Slíkt verð
ur efeki þafekað sem vent er, en
það verður munað, — og metið.
Ólafur Gunnlaugsson var gæfu
maður. Hann giftist ungur hinni
ágætustu konu, Ólafíu Andrés-
dóttur frá Hrísrbú í Mosfells-
sveit, og lifði í farsælu hjóna-
bandi alla tíð. Þau hjón eignuð-
ust þrjá syni, efnilega og vel
gefna menn, og nutu þess eftir-
lætis að hafa þá alla búsetta í
landareigninni eftir að þeir stofn
settu sín eigin heimili. Þeim öll-
um og Ólafíu flyt ég hugheilar
samúðarkveðjur.
Með Ólafi er gengin mætur
drengskaparmaður, sem allir
sakna er höfðu af honum kynni.
Við hjá Sölufélagi garðyrkju-
manna eigum ekki framar von
á að hann líti inn og sópi burt
hversdagsleikanum með fyndni
sinni og meðfæddri glaðværð.
Og Mosfellssveitin verður svip
minni nú Iþegar hann er allur.
Kristján Benjamínsson.
t
OKKUR félagana í Lionsklúbb
Kjalarnesþings setti hljóða þeg-
ar við heyrðum lát eins af okk-
ar beztu og ötulustu mönnum,
Ólafs Gunnlaugssonar garð-
yrkjubónda að Laugarbóli.
ólafur var vestfirðingur, en
fluttist liðlega tvítugur að aldri
hingað í Mosfellssveitina, og
átti hér heima alla tíð síðan.
Hann batzt þessu byggðarlagi
traustum tryggðaböndum, því
hér fékk hann sína ágætu eigin-
konu, Ólöfu Andrésdóttur frá
Hrísbrú, en þau giftust árið
1931. Þau fengu hlufca úr jörð-
inni Hrísbrú í Mosfellsdal og
hófu byggingu nýbýlisins Lauga-
ból, þá með litil sem engin efni,
en auðug af kjarki og krafti
æskunnar. Fyrstu árin var bú-
stofninn kýr og kindur, en hug-
ur Ólafs beindist fyrst og
fremst að garðyrkjunni og 1934
byggðu þau sitt fyrsta gróður-
hús og síðan fleiri, en úr því fór
brátt að rofa til í fjármálum
ungu frumbýlinganna, sem inn-
an fárra ára voru komin í allgóð
efni. Þó ekki sé lengra en 36 ár
síðan þessi hjón hófu búskap,
hafa á þeim tíma orðið stórkost-
legri breytingar á högum okkar
fslendinga, en nokkur hefði þor-
að í alvöru að spá fyrir þá.
Unga húsfreyjan á Laugabóli
átti hvorki ísskáp og ryksugugu
né teppalögð gólf og djúpa stóla
í stofunni eins og nú þykja næst-
um sjálfsagðir hlutir við byrjun
hjúskapar, en heimilið að Lauga-
bóli var þeim mun ríkara að
gestrisni og góðvildi. Þau hjón-
Miðhúsum, 19. júlí.
NYLEGA hélt nýkjörin
hreppsnefnd Reykhólahrepps
sinn fyrsta fund, og kosinn var
oddviti Ingi Garðar Sigurðsson,
tilraunastjóri.
Spretta virðist vera orðin
góð í sveitinni, og sláttur víðast
hvar hafinn. Afteking er víð-
ast hvar lokið, en það fer mjög
í vöxt að fé sé rúið að vetrin-
um.
í byrjun júlí hélt búnaðar-
samband Vestfjarða aðalfund
sinn að Bjarkalundi, og á fund-
inum mætti formaður Stéttar-
sambands bænda Gunnar Guð-
bjartsson, og ræddi hann á fund
inum um verðlagsmál landbún-
aðarins. Umræður urðu miklar,
og að lokinni dagskrá, var mál-
inu vísað til sérstakrar nefnd-
in eignuðust þrjá syni, sem allir
eru mestu athafna- og myndar
menn. Hafa þeir reist sér hús og
myndað sér atvinnurekstur á
sama jarðnæðinu og foreldrarnir
fengu í upphafi og í nágrenni
þess.
Þótt verkefnin væru ætíð næg
heima fyrir, gaf Ólafur sér þó
tíma til þess að sinna nokkrum
félagsstörfum, og frá stofnun
Lionsklúbbs Kjalarnesþings vor-
um við þar félagsbræður. Þar,
sem annars staðar sýndi Ólafur
framúrskarandi áhuga og ósér-
hlífni í starfi og þökkum við
Lionsbræður honum það.
Við söknum Ólafs Gunnlaugs-
sonar og sendum konu hans og
sonum innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum þeim allrat
Guðs blessunar.
Sigsteinn Pálsson.
t
Það er mikil gæfa að eiga þess
kost að kynnast ágætismönnum,
en til þeirra vil ég hiklaust telja
vin minn, Ólaf Gunnlaugsson,
sem í dag er kvaddur hinztu
kveðju.
Á tímum hinna miklu þjóð-
félagslegu um'brota virðist þeim
óðum fækfea, sem gefa sér tima
til að lifa llfinu sér og öðrum til
ánægju. Hraðinn og starfið gef-
ur lítið tóm og krefst nær óskiptr
ar orku okkar flestra. Sumum er
þetta uppspretta allrar ánægju,
en öðrum þrotlaust strit.
Það er vandi að rata meðal-
veginn. Skila sínu starfi, svo
eigi verði betur unnið, án þess
að glata sjálfum sér. Þá list
kunni Ólafur öðrum fremur og
í ríkara mæli en almennt gerist.
Starfið var honum unun, gleðin
nautn, sem hann hafði einstakt
lag á — og alltaf tíma til — að
láta aðra njóta með sér. Hlátur
hans léttur og smitandi, sögur
hans vel sagðar og ávallt gæddar
græskulausri kímni, enda hugur
inn opinn fyrir hinu spaugilega
í tilverunni. Ég hygg að frá
hans sjónarmiði hafi vart nokkur
hlutur verið svo alvarlegur að
ekki gritti í bjartar hliðar, jafn-
vel broslegar.
Þannig mun ég minnast vinar
míns, Ólafs, sem hins ríka manns
Ekki af veraldlegum auði þó
ávallt hafi hann verið vel sjálf-
stæður í þeim efnum, heldur
vegna hinnar óvenjulegu lífs-
gleði, sem sindraði af honum
hvar sem hann fór og gerði allt
umhverfið bjartara og ánægju-
legra.
Slíkum manni er gott að kynn-
ast og ómetanlegur ávinningur
að eiga að vini um nær þriggja
áratuga skeið.
Að leiðarlokum fylgja mínum
góða vini alúðarþakkir fyrir á-
gætt samstarf og óteljandi
ánægjuríkar samverustundir. Ég
kveð hann með söknuði og óska
fararheilla.
Konu Ólafs, frú Ólafíu Andrés
dóttur, sonum og fjölskyldum
þeirra, votta ég dýpstu samúð.
Þorv. Þorsteinsson.
Um mánaðamótin var haldinn
aðalfundur Breiðfirzkra kvenna
á Barðaströnd, og að þessu
sinni voru fulltrúar miklu færri
en venjulega, vegna þess að
kvenfélögin á Snæfellsnesi sögðu
sig úr sambandinu á sl. ári, og
stofnuðu sitt eigið samband'.
Ferðastraumur hefur verið
frekar litill fram að þessu, en
aukning virðist hafa orðið þó
nokkur núna síðustu daga.
Selveiði var á flestum bæjum
um meðallag og sums staðar
yfir, en í Króksfirði veiddist
sama og ekkert, en þar var þó
nokkur veiði hér áður fyrr.
Æðarvarp virðist nú vera með
lakasta móti.
Síðan um mánaðamót júní-
Framhald á bls. 01
Fréttabréf úr
Reykhólasveiit
ar.