Morgunblaðið - 06.08.1966, Page 1
24 siöur
w
5 Moskva, — AP — Aleksei ;
> Kosyigin heldur ræðu á 1
; fundi æðsta ráðsins, þeim ;
> fyrsta, sem haldinn hefur ver :
; ið þar eystra eftir kosningar. •
■
ÍSTUTfl
Santa Monica,
5. ágúst — AP:
TÓLF umferðum er nú lokið
í alþjóða skákkeppninni í
Kaliforníu. Bobby Fisher,
bandar'ski skákmeistarinn,
hefur unnið síðustu þrjár skák
ir sínar, og er því talinn hafa
sigurmöguleika, með 6V2 vinn
ing alls. Hæstur á mótinu er
Boris Spassky ,með 7 vinn-
inga og biðskák.
Sprengjuárásir
autt hlutlaust
Rusk telur æskilegt, að alþjóðaeftir-
litsnefndin tryggi hlutleysi ,hlutlausa'
svæðisins i Viet Nam
Bent Larsen, frá Danmörku,
er í fimmta sæti, með sex
Washington, 5. ágúst. ast á hlutlausa svæðinu milli
__AP____NTB_____ S- og N-Víetnam.
vinninga.
Najdorf og Unziger eru í
þriðja og fjórða sæti, báðir
með 6 V‘i vinning, eins og
Fischer, en hafa unnið færri
skákir.
DEAN Rusk, utanríkisráð-
herra 'Bandaríkjanna, lýsti
yfir því í dag, að Bandaríkin
óskuðu ekki eftir því að berj-
Sagði utanríkisráðherrann,
að það væri mjög æskilegt,
að alþjóðaeftirlitsnefndin
gripi í taumana, og stöðvaði
þegar í stað öll hernaðarátök
Veröur gengisfelling í
Bretlandi á næstunni?
Deilt uin afleiðingar slíkrar
ráðstöfunar
New York, 5. ágúst - NTB.
TÍMARITIÐ „Wall Street Journ-
al“, sem þekkt er fyrir skil-
merkilegar frásagnir af efna-
hagsmálum, segir frá hví, að ráð-
stafanir þær, sem Harold Wilson,
forsætisráðherra Breta, beitir sér
nú fyrir, kunni að vera síðasta
tilraun til að forða gengisfalli
pundsins.
Blaðið byggir frásögn sína á
ummælum bandarískra sérfræð-
inga í efnahagsmálum, og segir
einn þeirra, að fari svo, að gengi
USA á
svæði?
á svæði þessu.
Tækisit nefndinni að
tryggja hlutleysi svæðisins
myndu Bandaríkjamenn
verða fyrstir til að lýsa á-
nægju sinni yfir árangri
starfs hennar .
Rusk skýrði frá þessari ósk
bandarísku stjórnarinnar í
dag, en þá höfðu bandarískar
flugvélar gert fjórðu loftárás-
ina á hlutlausa svæðið á einni
viku. Sagði Rusk ástæðuna
fyrir árásum þessum vera þá,
Framhald á bls. 23
pundsins verði skert, megi búast
við allþjóðlegri kreppu. Annar
sénfræðingur telur, að ekki komi
til svo alvarlegs ástands, svo
framarlega sem ekki verði um
mikla gengisfellingu að ræða.
Virðast menn, sem fylgzt hafa
með gangi brezkra efnahagsmála,
skiptast mjög í tvær fylkingar,
og hafa mismunandi skoðanir
Framihald á bls. 23.
jlíatT
Sovét
Moskva, 5, ágúst.
SOVÉZKIR embættismenn
hafa nú undirritað samning
við ítölsku Fiat-verksmiðj-
urnar um byggingu bifreiða-
verksmiðju í Sovétríkjunum.
Skal verksmiðjan reist í bæn
um Togliatti, á bökkum ár-
innar Volgu.
Frá undirskrift samnings-
ins var skýrt í Moskvu í dag.
Bærinn Togliatti er skírð-
ur eftir ítalska kommúnista-
leiðtoganum Palmiro Togli-
atti, en verksmiðjan, sem þar
verður reist, verður nákvæm
— minni — eftirlíking af Fíat
verksmiðjunum í Torino, en
hún getur, þegar afköst henn
Framhald á bls. 23 /
Wilson vinnur
fyrsta sigurinn
en björninn er þó ekki unninn, þótt
Ætlaói að láta stela þotu t
af gerðinni MIG-21
stjórnin geri sér góðar vonir
- að sögn fréttastofu i A-Berlin um
nann, sem sagður er hafa játað á sig
njósnir fyrir CIA
London, 5. ágúst — AP, NTB.
BREZKA stjórnin vann í dag
nokkurn sigur í baráttu sinni
fyrir bindingu kaupgjalds og
verðlags í Bretlandi.
í umræðum, sem staðið
hafa nær sleitulaust í 48
stundir, var á það fallizt í
neðri málstofu þingsins, að
tillögur stjórnarinnar yrðu
teknar til umræðu á þeim
grundvelli, sem stjórnin hef-
ur farið fram á.
Því má segja, að frumvarp
stjórnarinnar, sem gerir ráð fyr-
ir því, að hún fái vald til að
framkvæma sérstakar, þýðingar-
mikiar ráðstafanir á sviði efna-
hagsmála, hafi að hálfu leyti
hlotið samþykki.
Margir gera ráð fýrir, að
frumvarp þetta verði samiþykkt,
áður en næsta vika er li'ðin.
Verði lögin samiþykkt, getur
stjórnin krafizt full'kominnar
verð- og kaupibindingar um sex
mánaða skeið. Brezka stjórnin
hefur nú 95 atkvæða meirihluta
í neðri málstofunni, og leggur
hún mikla áherzlu á, að frum-
varpið verði samþykkt, áður en
næsta vika er liðin, en þá hefj-
ast sumarleyfi þingmanna.
Hins vegar verður að geta
þess, að það er ekki aðeins
minniihluti íhaldsflokksins, sem
leggst gegn fyrirthuguðum ráð-
stöfunum Wilsons og stjórnar
hans, heldur og nokkrir þing-
menn flokks Wilsons, Verka-
mannaflokksins. Má þar nefna
Frank Cousins, helzta talsmann
launþegasamtaka í Bretlandi,
sem nýlega lét af embætti í
stjórn Wilsons. Cousins sagði sig
í dag úr nefnd, sem skipuð var af
neðri málstofu brezka þingsins,
og fjallar um væntanlega kaup-
og verðbindingu.
Berlín, 5. ágúst — NTB
36 ÁRA gamall austur-
þýzkur rafmagnsverkfræð
ingur hefur játað að hafa
stundað njósnir fyrir
bandarísku leyniþjónust-
una, CIA. í dag, föstudag,
skýrði verkfræðingurinn,
Gúnther Ljudahn, frá á-
ætlun um að koma orustu-
þotu, af gerðinni MIG-21,
búinni fullkomnum tækj-
um, til V-Þýzkalands. Átti,
skv. frásögn Ljudahns, að
fljúga þotunni þangað.
„Þeim mun betur, sem
þotan yrði búin tækjum,
þeim mun meir átti að
greiða flugmanninum“,
sagði Ljudahn fyrir dóm-
stóli í A-Berlín.
Verkfræðingurinn, sem
flúði til V-Berlínar 1962,
sagði enn fremur, að þá þegar
hefðu talsmenn bandarísku
leyniiþjónustunnar komið að
máli við sig. í apríl á þessu
ári hefði hann verið sendur
til A-Þýzkalands, þar sem
hann átti að ræða við bróður
a-þýzks þotuflugmanns. Segir
Ljudahn, að hann hafi hitt
manninn, Klaus Dieter Junge,
í skeramtigar'ði í A-Berlín, og
þar hafi hann gert honum
grein fyrir, á hvern hátt
skyldi tryggja, að þotan kæm-
ist óáreitt inn fyrir v-þýzku
landamærin. Áttu bræðurnir
tveir að fljúga með þotunni,
en Ljudahn segir. að síðan
hafi leyniþjónustan banda-
riska ætlað að tryggja öryggi
fjölskyldu bræðranna.
Hins vegar segir í fregnun-
um frá A-Berlín, að bróðir
flugmannsins, Junge, hafi snú
ið sér til a-þýzku leyniþjón-
ustunnar, og hafi Ljudahn því
verið handtekinn í A-Berlín
30. maí sl. Hafi hann þá haft
á sér dulmálslykil, og ná-
kvæma fyrirætlan um fram-
kvæmd þotustuldsins.
Fyrir réttinum í A-Berlín
eru einnig tveir aðrir menn,
sem sakaðir eru um að hafa
ætlað að gera 200 m löng
göng undir Berlínarmúrinn,
og koma úr landi a-þýzkum
vísindamanni.