Morgunblaðið - 06.08.1966, Blaðsíða 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
tiaugardagtir 8. 5gúst lf6ð
BÍLALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SENDUM
Volkswagen 1965 og ’66.
BÍLALEIGAN
ALUR 2
i
RAUÐAR4RSTÍG 31
SÍMI 22022
LITLA
bíloleignn
Ingólísstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
BOSCH
Þurrkumótorar
Jr Mjólk á pela
Ferðamaður skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Að gefnu tilefni langar mig
til að beina nokkrum fyrir-
spurnum til Mjólkursamsölunn
ar:
Hvernig stendur á því, að
ferðafólk getur ekki fengið
mjólk á pela barna sinna efrir
lokunartíma sölubúða úti á
landi? (>ar, eins og í Reykia-
vík, fást hins vegar gosdrykk-
ir á öðru hverju götuhorri).
Fólk, sem þarf að fá mjólk
handa ungbörnum, getur ekki
fengið þá vöru, þótt gui.l sé í
boði, og það á stöðum eins og
Selfossi hvah mjólkurleiS’vg-
arnir segjast reka eitt slærsta
mjólkurbú í heimi?
Eru svo ekki þessir sömu
menn að tala um offramleiðsJu
á mjólkurvörum?
Hvers vegna mega söluskál-
arnir ekki selja mjólk, rétt
eins og pylsur og rjómais?
Er með þessu háttalagi verið
að þröngva fólki til að kaupa
öl og gosdrykki, í stað mjólk-
ur, handa sér og börnum sínum?
Hve mikið væri unnt að
selja ferðafólki af mjólk, ef
söluskálar aðeins fengju leyfi
til að selja þessa framleiðslu-
vöru bænda?
— Ferðamaður.
f framhaldi af þessu bréfi
langar Velvakanda til þess að
skjóta því hér inn, að hann
komst að raun um það norður
á Akureyri í sumar, að mjólk-
urbúið á staðnum sendir frá
sér „rjómabland“ á flöskum,
litlum og handhægum ílátum.
Hvers vegna er þetta ekki gert
fyrir Reykvíkinga? Eða er það,
sem rjómi nefnist, e.t.v. eins
konar mjólkurbland? Nógu
bölvanlega gengur a.m.k. að
þeyta rjómann þessa dagana.
^ Pósturinn
S. Bj. skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Oft hefur verið deilt á ýmis
opinber þjónustufyrirtæki í
dálkum þínum og hefur póst-
þjónustan ekki farið varhluta
af þeim ádeilum. Nú fyrir
skömmu varð ég fyrir þeirri
reynslu í sambandi við póst-
þjónustuna að ég gat ekki á
mér setið að skrifa þér, þar
sem ég veit, að vel flestum er
ókunnugt um þetta atriði.
Einn liður í póstþjónustunni
er í sambandi við bréfapóst-
kröfur og það má segja að
þetta sé mjög þægileg þjón-
usta.
f»eir sem safna frímerkjum,
en kaupa samt ekki frímerki í
söfn sín, þekkja hversu erfilt
er að fá verðmikil frímerki
eins og frímerkið með erninum
(50— kr.) og frímerkið með
skjaldarmerkinu (25— kr.) þar
sem þau eru svo sjaldan notuð
á bréf. Frímerki þessi eru aft-
ur á móti mikið notuð á t.d.
bréfapóstkröfur. Ég sendi um
daginn vörur í póstkröfu út á
land og keypti og límdi á kröf-
una nauðsynleg frímerki að
upphæð kr. 45,—. Allt gengur
að óskum, ég fæ kröfuna senda
stimplaða til baka og hyggst
leysa út peningana. Áður tek
ég frímerkin, sem ég hafði
keypt, af kröfunni en þá var
mér tjáð, að pósthúsið greiddi
ekki út kröfuna nema frímerk
in fylgdu. Ég varð að vonum
hissa, en afhenti þó frímerkin,
sem ég tel mig þó í raun og
rétti hafa átt, þar sem ég hafði
ijorgað fyrir þau. Síðar um dag
inn hringdi ég niður á pósthús
og náði tali af póstn-.eistara.
Hann tjáði mér að pósthúsið
ætti í raun og veru frímei'kin,
sem mér fannst að vonuro und-
arlegt, og væru þau notuð til
þess að auðvelda bókhald.
Ennfremur sagði póstmeistari
að frímerkin MÍN yrðu seld og
ágóðinn rynni í einhvern sjóð
póstmanna og benti í því sam-
bandi á einhverjar greinar i
póstlögum, sem hann gat ekki
sagt mér hverjar væru, né held
ur hvernig þær hljóðuðu. Svo
mörg voru þau orð.
Nú bið ég þig, Velvakandi
góður, að ljá þessu bréfi rúm
í pistli þínum í von um að ein-
hver geti gefið nánari upplýs-
ingar um þetta mál.
Með fyrir fram þökk.
— S.Bj.
Þetta er gamalt deilumál,
sem oft hefur borið á góma í
blöðunum á undanförnum ár-
um. Þessi notuðu frímerki eru
seld til ágóða fyrir sameigin-
Iegan sjóð póstmanna og við
því mun víst ekkert hægc að
gera. En það er ekkert undar-
legt, þótt ýmsum komi þetta
einkennilega fyrir sjónir, enda
ekki algengt að menn njóti lög
verndar við að tvíselja sömu
vöruna. Flestir verða að gera
það upp á eigin ábyrgð. Og
slampast furðanlega.
Af skiljanlegum ástæðum
eiga veitingahús t,d. yfirleitt
erfitt með að selja sömu vör-
una oftar en einu sinni. Þess
vegna er gripið til annarra ráða
— og að selja t.d. gosdrykk,
sem kostar 3—4 krónur í inn-
kaupi, á 30—36 krónur, er að
mínum dómi alvarlegra en
margt annað.
Maður, sem leggur fé út
vegna póstburðargjalds, verður
að láta frímerkin fylgja send-
ingunni — og hann fær því
ekki merkin nema hann sendi
sjálfum sér bréfið. Þessvegna
afsalar hann sér í rauninni
merkjunum. Hins vegar gctur
viðtakandi hirt frímerkin af
umslaginu. Þetta gegnir þó
öðru máli með póstkröfuna —
en í vissum skilningi er send-
andi kröfunnar jafnframt mót-
takandi og ætti því sjálfur að
hirða frímerkin á endanum.
Hér grípur pósturinn inn I
og hirðir merkin. Því mætti
líka spyrja: Af hverju gætu þá
ekki póstmenn gengið me.ð
skæri og klippt frímerki af óll
um bréfum um leið og þeir af-
henda viðtakendum? Væri ekki
hægt að koma því þannig fvr-
ir? Þá fengju póstmenn meira
í sjóðinn.
Húsmæður
mótmæltu
Árnesingur skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Nokkrar húsmæður í Reykja
vík hafa talið ástæðu til að
deila á Mjólkursamsöluna,
þetta ágæta þjónustufyrirtælci
með TETRA PAKK-sambönd-
in. Þótt undarlegt kunni að
virðast, hafa hliðstæðar ádeil-
ur komið fram fyrr. Svo bar
við fyrir sex árum, að húsmæð
ur í Hveragerði óskuðu eftir
bættri þjónustu, að því er varð
aði mjólkursöluna á staðnum.
Þær fóru til forstjóra Mjólkur-
bús Flóamanna, og fengu þar
auðvitað þá fyrirgreiðslu, sem
við mátti búast. En, hvað hald,-
ið þið, góðir Reykwíkingar, að
húsmæðurnar í Hveragerði
hafi tekið til bragðs? Þær
gripu til þess ráðs að setja við
skiptabann á verzlun þá, sem
mjólkursöluna annaðist. Og nú
er eftir pylsuendinn, og þar
með rúsínan: Þeim hlutum,
sem lengi hafði verið kvartað
undan — árangurslaust — var.
kippt í lag þegar næsta dag.
Þarna höfðu Hveragerðishús
mæður fundið hið eina ráð,
sem dugði. Mjólkurforstjórarn-
ir voru skelfingu lostnir, er frá
sagnir og myndir af húsmæðr
um á verði við dyr hins eina
og rétta fyrirtækis, sem leyft
var að selja mjólk í Árnessýslu
birtust í Morgunblaðinu og
Vísi.
Því miður eiga reykvískar
húsmæður ekki völ á að grípa
til sama ráðs í sínum vandræð
um, en einhver ráð hljóta þó
að finnast.
— Árnesingur.
f útbreiddasta blaðlnu
borgar sig bezt.
»« auglýsing
Afgieiðslustúlka óskost
Upplýsingar ekki veittar í síma.
T émstundabúðin
Nóatúni.
Uppþvottagrind ur
Uppþvottabakkar
„RDBBERMAID“ Sturtumottur
Baðkersmottur
Sápuskálar
W. C. kústar
og margt fleira í bað og eldhús.
Brœðurnir Ormsson
Lágmula 9. — Sími 38820.