Morgunblaðið - 06.08.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ T.augardagur 8. ágúst 1966 Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins í Skúlagarði og Skjólbrekku HÉRx\ÐSMÓT Sjálfstæðisflokks-1 ins voru haldin í Skúlagarði í N-Þingeyjarsýslu og Skjól- brekku í Mývatnssveit um sl. helgi. Var geysileg aðsókn að báðum mótunum, sem fóru vel fram, einkum þó hið síðarnefnda, í Skjólbrekku, þar sem fram- koma mótsgesta og skemmtibrag ur allur var með mestu ágætum. Skemmtiatriði önnuðust, eins og á öðrum héraðsmótum f'okksins, hljómsveit Magnúsai Ingimars- sonar, ásamt söngvurunum Önnu Vilhjálmsdóttur og Vilhjálmi Vil hjálmssyni — og leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason, ásamt syninum Palla, sem er óðum að verða kunn per- sóna og vinsæl í skemmtanalífi landsbúa. Aðalræðumaður á báðum hér- aðsmótunum var dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, en auk hans töluðu á mótunum þeir Bjartmar Guðmundsson frá Sandi og Halldór Blöndal, stud. jur., í Skúlagarði, og þeir Jónas Rafnar, alþingismaður, og Gunn- ar G. Schram, ritstjóri, í Skjól- brekku. í SkúSagarði Héraðsmótið í Skúlagarði rar haldið á laugardagskvöld og var, sem fyrr sagði, afar fjölsótt, þrátt fyrir kalsaveður og rign- ingu, — og komust færri í húsið en vildu, Vegna einhvers mis- skilnings var töf á því, að lög- regla kæmi á staðinn með þeim afleiðingum, að unglingar, sem drifu að úr öllum áttum, er líða tók á kvöldfð, gerðust all hávær- ir. Var óttast um hríð, að ölvun ætlaði að verða í meira lagi, en við komu þjóna réttvísinnar hjaðnaði hvorutveggja verulega, ölvun og hávaði, og reyndist skemmtun þessi, að sögn ýmissa héraðsbúa, sýnu prúðmannlegri en aðrar skemmtanir í Skúla- garði að undanförnu. Spurningakeppni kvöldsins há‘ðu þau Ingibjörg Indriðadótt- ir, Höfðabrekku, María Pálsdótt- ir, Vogum, Árni Sigur’ðsson, ingum, á þann hátt, að áheyr- endur hlutu að veita honum ó- skorað úrslitavald. Að ræðuhöldum og skemmti- atriðum loknum var stiginn dans af miklu fjöri — og þess á milli mátti sjá kunningja og vini ræð- ast við af kappi. ir hafa gefið svo miklu meira í aðra hönd. En nú virðist þetta vera að breytast og fjárbændur eygja bjartari tíma. Tel ég það tvímælalaust hagstæða þróun, því að þeirri staðreynd verður ekki móti mælt, að í landinu er offramleiðsla á mjólk. Ég álít það skýlaust heppilegt fyrir þjóðfé- lagsheildina, að mjólkurfram- leiðslan sé miðuð við innanlands þörfina — mér virðist reynslan hafa sýnt, að heppilegra sé að auka sauðfjárrækt og að afla beri sauðfjárafurðum aukinna markaða. Á ég þar bæði við kjöt og ullarafurðir, sem jafnframt þyrfti að gera vei'ðmeiri með því að vinna þessar vörur í landinu Hjarðarási, Þórarinn Haraldsson, Laufási, Páll Þór Kristinsson, Húsavík, og Indriði Björnsson, Sultum. Stjórnaði Gunnar Eyj- ólfsson keppninni en dómari var Bessi Bjarnason, sem sannaði ó- tvírætt dómhæfni sína með því að svara sjálfur nokkrum spurn- Þóra Jónsdóttir og Þorgrímur Þorsteinsson frá Klifhaga. Skúlagarður 0 Fjárbændur evgja bjartari tíma Meðal þeirra héraðsbúa, sem fréttamaður Mbl. hitti að máli á mótinu, voru hjónin Lilja Jónasdóttir og Sigvaldi Gunnars- son frá Lyngási í Kelduhverfi. Ung hjón, sem fyrir u.þ.b. sextán árum bygg’ðu sér nýbýli á landi, er þau höfðu keypt óræktað frá þremur bæjum, Hóli, Undirvegg og Ingveldarstöðum. Land þetta ræktuðu þau og reistu þar íbúð- arhús, fjárhús og hlöðu. Þau byrj uðu eins og svo margt ungt fólk með svo til tvær hendur tómar, steyptu sér í skuldir og lögðu svo saman til atlögu við erfið- leikana. — Ég held það hafi mest verið viljinn, sem rak mann áfram, sagði Sigvaldi. — Þegar ég var búinn að koma upp húsunum, vann ég í tvö sumur við brúar- smíði um 8 km frá Lyngási og konan annaðist búið á meðan. Þetta var erfitt fyrir hana, því að börnin voru þá þegar orðin tvö. — Já, þá var nóg að gera, tók Lilja undir. — Sigvaldi vann svo/ til allan sólarhringinn. — Síðan hefur þetta verið sí- felld barátta við peningaleysi, þótt auðvitað hafi lagast smám saman. Við höfuð aukið búið smám saman, farið okkur hægt og alltaf unnið önnur störf jafn- framt. Við höfum haldið okkur við þá bústær’ð, sem gerði það kleift, — 240 fjár og kýr aðeins til heimilisnota. Það er auðvitað of lítið bú til þess, að hægt sé að lifa á því, en til þessa höfum við tekið þann kost að vinna heldur svona utan heimilisins en stækka búið. Nú sjáum við hins- vegar fram á, að við getum ekki, þegar aldurinn færist yfir, hald- ið svona áfram og neyðumst til að stækka búfð svo, að við get- um lifað á því. Hér kemur það líka til, að fram til þessa hefur verið óhagstætt, að stækka fjár- bú, vegna þess, að mjólkurafurð- sjálfu, eins mikið og mögulegt er. — Já, við ætlum að halda á- fram ótrauð og stækka, enda þótt okkur finnist stundum blása ó- byrlega. Til dæmis urðum við fyrir miklum kalskemmdum í fyrra — um 40% af ræktuðu landi varð kaldautt. — Við sjáum ekki eftir að hafa farið út í búskap. Með þá reynslu hinsvegar, sem við höfum af hon um haft, mundum við í' dag hugsa okkur rækilega um, áður en við færum út í a'ð búa. Fyrst og fremst, held ég, vegna þess, að fjárfestingin er býsna hættu- leg fyrir sveitafólkið eins og nú báttar. Það eru svo sárafáar jarð ir, sem hægt er að breyta í pen- inga, vilji maður hætta. Þó hægt sé að selja jörð, fæst vart fyrir hana, með mannvirkjum og öllu, nema brot af því, sem góð íbúð á þéttbýlissvæði mundi kosta. Þetta álít ég eitt af stærstu vandamálum landbúnaðarins og verði ekki á því breyting, hlýtur það að leiða til þess, a’ð ungt fólk skirrist við að leggja út í búskap. - — En það er hægar sagt en gert, að ráða bót á vandamálum landbúnaðarins, þar kemur svo margt til, bæði efnahagsleg at- riði og félagsleg. — Börnin eru nú eitt vanda- málið, segir Lilja, — nú eru þau að komast upp og þurfa að fara að heiman í skóla og til vinnu. Þau eru fjögur, hið yngsta, 7 ára, er að fara í barnaskóla og er keyrt á milli, tvö eru í heima- vist í unglingaskóla, — en á- hyggjurnar eru ennþá mestar af elztu dóttur okkar, sem er fimmtán ára og þegar farin að vinna utan heimilisins, — a'ð vísu á góðum stað, á barnaheimili, en það er óskemmtilegt að þurfa að sleppa hendinni af unglingunúm á þessum aldri og það bakar manni stöðugar áhyggjur. 0 Við trúum á landið í heild Við hittum einnig að máli hjónin, Þóru Jónsdóttur og Þor- grím Þor»teinsson frá Klifshaga í Axarfirði. — Ekki lengi, segir Þóra —- ég vil endilega nota tímann til að dansa, þá sjaldan maður kemst út að skemmta sér. Við lofum að tefja þau ekki lengi og spyrjum frétta af hög- um þeirra. — Við búum félagsbúi í Klifs- haga, ásamt mági mínum, segir Þorgrímur, — höfum um það bil 280 ær og 2 kýr, a'ðeins til heim- ilisnota. — Hefurðu stundað aðra vinnu, ásamt búskapnum? — Já, alls konar vinnu, ekið bíl, kennt á bíl, verið í bygging- arvinnu og þar fram eftir götun- um, — við gætum ekki lifað a£ búinu einu. Þau hjónin eiga þrjú börn á aldrinum 11, 19 og 23 ára. — Það yngsta er eitt eftir heima, og sonur okkar, sem er við nám í háskólanum, hefur lög- heimili hjá ok'kur. — Það er svo sem ekki orðið margt, sem bindur mann hér, seg ir Þóra. — Að vísu höfum við aldraðan mann heima, tengdaföður minn, bætir Þorgrímur við, hann vill helzt vera þar og okkur langar ekki beinlínis í burtu, en það er aldrei a'ð vita hivað við gerum. — Það virðist nú allt stefna til Reykjavíkur. — Og finnst ykkur það æski- leg þróun? — Nei, okkur finnst hún að ýmsu leyti ófheppileg, við trú- um á landið í heild, en þetta er svo margþætt mál. — Við erum, að mér finnst, óskaplega einangruð hérna, seg- ir Þóra, — síminn er slæmur og heyrist illa í útvarpi á veturna, •— það stórversnar strax og dimmir af truflunum af erlend- um stöðvum, þó mikið hafi lag- azt við tilkomu Eiða-stöðvarinn- ar. Og svo eru það vegirnir, þeir verða strax ófærir og vetrar, — við búum ekki vi’ð þjóðveg, held- ur vegartroðningur og komumst litið. — Þess vegna skulum við nota tímann til að skemmta okkur, góði minn, meðan við eigum þess kost, það er ekki svo oft, segir Þóra. Þar sem Þorgrimur er henni ljóslega hjartanlega sam- mála, tefjum við þau ekki leng- ur — og þau hverfa inn í iðandi kösina á dansgólfinu Lilja Jónasdóttir og Sigvalði Gunnarsson, Lyngási.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.