Morgunblaðið - 06.08.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.08.1966, Blaðsíða 16
16 MORGU N BLAÐIÐ taugardagur 6. ágúst 1966 Hinir geysivinsælu TOXIC leika fyrir dansi. ^ Hin efnilega hljómsveit „FLAMINGO“ lætur til sín heyra. Ný hljómsveit kynnt. (Hún mun koma á óvart). Munið að: Hvar sem Toxic fer, þar f jörið er. P.s. Það verða líka kynntir tveir nýir þjóðlaga- söngvarar, svo að í kvöld verða þrjár hljómsveit- ir og tveir þjóðlagasöngvarar. ALLIR í IÐINIÓ í KVÖLD 8TÓRDAIM8LEIK1JR í KVÖLD í IÐNÖ Kappreiðar „HARÐAR44 Hinar árlegu kappreiðar félagsins verða við Arnarhamar, sunnudaginn 14 .ágúst og hef ja st kl. 2,30 síðdegis. Keppt verður í: 250 m skeiði — 250 m nýliðahlaupi — 300 m stökki — 400 m stökki. Einnig fer fram góðhestakeppn i og naglaboðreið á milli Kjalar ness, Mosfellssveitar og Kjósar. Þátttaka tilkynnist Kristjáni Þ orgeirssyni, Leirvogstungu eða Bjarna Kristjánssyni, Reynivöllum, fyrir miðvikudag, 10. ágúst. Félagsreiðtúrinn verður farinn sunnudaginn 21. ágúst nk. STJÓRNIN. Haf nfirðingar Þá loksins einnig í Hafnarfirði KílóhreSnsun Flióthreinsun Það er einungis unnin 1. flokks vinna fyrir Hafnfirðinga í Komið með allan fatnað ykkar í ykkar eigin EFNALAUG H.AFNARFJARÐAR Gunnarssundi 2. Sími 50389. Efnaluug HafnfSrðSnga Ath.: Sama verð hjá okkur og í Rvík. Um lýðræöi / prestskosningum og Möðruvallamál hin nýju Enginn efast um, að Bern- harði Stefánssyni fyrrverandi alþingismanni gangi gott til að reyna að bera í bætifláka fyrir séra Ágústi Sigurðssyni í kosn- ingamáli hans, sjá grein í Degi 9. júlí sl., en vafasamur greiði er honum þó gerður með því að ræða mál hans opinberlega, enda sýnist Bernharð naumast vera málavöxtum svo vel kunn- ur, að hann geti um þetta mál dæmt af skynsemi. V'\rða því vangaveltur hans um lýðræði í þessu sambandi mjög út í hött. Bernharð slær því föstu til að byrja með,„að séra Ágúst hafi verið ,kosinn lögmætri kosn- ingu“ í Möðruvallaklausturs- prestakalli, og í öðru lagi, að misfellur á kosningunni hafi verið „hégóminn einber", en úr þessu vilja kærendur einmitt fá skoriij af dómstólnum. Og þar sem saksóknari ríkisins eða fulltrúi hans hefur nú fyrir- skipað rannsókn í málinu, virð- ist hann ekki vera eins viss um þetta og Bernharð, annars hefði hann látið rannsókn niður falla. Það kemur kjarna málsins ekk- ert við, þó að héraðsdómari hafi vegna kunningsskapar við kærða færst undan að þurfa að dæma í málinu. Slíkt getur ver- ið eðlilegt og segir ekkert til um sök eða s^ýknu. Kærendum þykir það dálítið óvenjulegt athæfi af manni, sem sækir um embætti í íslenzku þjóðkirkjunni, að sækja kosn- ingu sína með þvi ofurkappi, að leitast við með brellum að láta þá fylgismenn sína kjósa, sem aldrei hafa verið löglega settir á kjörskrá og yfirkjör- stjórn hefur úrskurðað, að ekki eigi að hafa kosningarétt. Er þetta auðvitað fyrst og fremst frámunalega heimskulegt, og ber vitni um meiri vanþekk- ingu á reglum, sem um kosn- ingar gilda, en ætlandi er full- orðnu fólki, enda hefði kosning í viðkomandi sókn orðið ógild, ef formaður kjörstjórnar hefði ekki komið í veg fyrir það. Enn hitt sýnist þó öllu meiri ófyrir- leitni og alvarlegra brot á vel- sæmi, þegar presturinn sendir föður sinn, farinn að heilsu, inn á kjörfund og 'lætur hann þar bera þau skilaboð frá prófasti að umræddir menn eigi að fá að kjósa, enda þótt prófastur hefði þann sama dag varað séra Ágúst við þessu og skýrt hon- um frá úrskurði yfirkjörstjórn- ar. Verður því ekki annað séð, en séra Ágúst hafi vísvitandi sent föður sinn með röng skila- boð, og hafi jafnframt reynt að koma ábyrgðinni af þessum af- glöpum á yfirmann sinn, pró- fastinn. I>að má vel vera, að í stjórnmálum kunni svona blekk ingarvefur að þykja „héfíóminn einber“. En þó efast undirrit- aðir stórlega um, að Bernharði Stefánssyni hefði þótt það fara eftir réttum lýðræðisreglum, né látið kyrrt liggja, ef andstæðing ar hans í alþingiskosningum hefðu haft slík brögð í frammi. Segir svo 136. grein almennra kosningarlaga, að hægt sé að ó- gilda kosningu þingmanns ef þmgmaðurinn sjálfur eða um- boðsmenn hans hafi átt vísvít- andi sök á misferlum í kosningun um, jafnvel þó að atkvæðamunur sé ótvíræður. Væri það undarlegt, ef í þessum efnum ætti að gera lægri siðferðiskröfur til prests en þingmanns, enda óvíst hvern ig fer um lýðræðið, ef gengið er að kosningum með slíkum ofsa og yfirgangi til að troða sjálfum sér fram. Einnst kærendum, að þá lág- markskröfu verði að gera til prests, og reyndar allra, sem sækja um trúnaðarstöður hjá islenzka ríkinu, að ekki segi þeir ósatt vísvitandi, og einkum þyk- ir oss það óviðeigandi af prest- um að hafa það athæfi í frammi í kirkjum, þar sem ætlast er tii, að þeir brýni fyrir ungura og öldnum að halda 8. boðorð- ið í heiðri. Nú finnst alþingismanninum fyrrverandi það vera ofsókn á hendur séra Ágústi, ef mönn- um geðjast ekki að þessu hátta- lagi hans, og þá líklega einnig það, að nokkur skyldi dirfast að sækja á móti honum og nokk ur leyfa sér að kjósa annan mann fyrir sálusorgara. Ætti Bernharð þó að vita, að þetta telst með mannréttindum í lýð- ræðisríkjum. Enda þótt séra Sigurður Stefánsson væri vin- sæll prestur í sóknum sínum, getur þó séra Ágúst ekki ætlast til að vera kosinn nema á sín- um eigin verðleikum, og var þó hinu óspart á lofti haldið í kosn- ingunum, hvílík móðgun það væri við fjölskylduna að kjósa ekki soninn og lætur Bernharð mjög liggja að því í grein sinni. En þá fer að ruglast lýðræðið, ef einskonar ríkiserfðir eiga að gilda í þessum efnum, hvað sem verðleikum líður. Það er á margra vitorði, að ýmislegt hefur gerzt í kirkjunni á Möðruvöllum, sem söfnuðin- um geðjaðist ekki vel að á sín- um tíma. Og enda þótt Bernharð kalli þetta barnabrek, þá mun kirkjuagi sums staðar vera svo strangur að á þetta hefði verið litið mjög alvarlegum augum. En einhvern tímann verður mæl irinn fullur. „Ögætnisorð“ séra Ágústar voru of mörg í kosn- ingunum, og við fleiri tækifæri. Einnig leyfði hann að aug- lýst var kosningaskrifstofa að heimili sínu, gegnt kjörstað, á Möðruvöllum á sjálfan kosninga daginn og mundi slíkt vera tal- in lögleysa í alþingiskosning- um. Að lokum þetta. Kærendur vilja fá úr því skorið af dóm- stólinum, hvort íslenzk þjóð- kirkja sé svo hörmulega á vegi stödd að engu máli skipti hvern ig þeir menn haga sér, sem gegna þar embættum. Steinn Snorrason. Eggert Daríðsson. Kaupmaimafélag á Sauðárkróki FÖSTUDAGINN 29. júlí sl. var stofnað kaupmannafélag á Sauð- árkróki. Félagið var stofnað að tilhlut- an Kaupmar.nasamtaka íslands. Fundinum stýrði formaðiu: Kaupmannasamtakanna Sigurð- ur Magnússon, en Knútur Bruun hdl., framkvæmdastjóri K. í. gerði grein fyrir aðdraganda að stofnun félagsins, og lagði fram frumvarp að lögum þess. Fund- arritari var Jón I. Bjarnason. Formaður Kaupmannafélags Sauðárkróks var kjörinn Har- aldur Árnason, en aðrir í stjórn, Árni Blöndal, Evert Þorkelsson, Pétur Helgason og Steingrímur Arason. Fulltrúi félagsins í stjórn Kaup mannasamtaka fslands var kjör inn Anton Angantýsson. Á Sauðárkróki eru starfandi um 30 verzlunarfyrirtæki. SKÚLI J. PÁLMASON héraðsdómslögmaður. Sambandshúsinu, Sölfhólsg. 4. Símar 12343 og 23338.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.