Morgunblaðið - 06.08.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.1966, Blaðsíða 24
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins Heildaraflinn lítið minni en í fvrra FYRSTU fjóra mánuði ársins var heildaraflamagn lands- manna 332.796,’ lestir, en var á sama tíma í fyrra 334.585 lest- ir. Skiptist aflinn nú eftir teg- undum þannig: (Hliöstæðar töl- ur fyrra árs í sviga). Bolfiskur 190.313,4 lestir (234.146,5), síld 17.393,8 lestir (50.294,8), loðna Reytings síldveiði HAGSTÆTT '/eður var á síldar- miðunum sl. sólarhring. Voru skipin einkum að veiðum 20—70 mílur S og SSV af Jan Mayen. Á þessum slóðum fannst tölu- vert magn af smátorfum, en síld in var mjög stygg og _gekk því mjög illa að ná henni. Sl. sólarhring tilkynntu 9 skip um afla, samtals 832 lestir. lestir: Guðbjörg IS 60 Sigurður Bjarnason EA 20 Haraldur AK 90 Ásþór RE 105 Helga Guðmundsd. BA 150 Guðmundur Péturs IS 100 Loftur Baldvinsson EA 107 Víðir II GK 120 Guðbjartur Kristján IS 80 123.969,6 lestir (49.734,9), hum- ar 0,4 lestir (4,3) og rækja 1.119 lestir (404,3). Af bolfiskinum var nú 174. 014,2 lestir bátafiskur (211.776) og 16.229 lestir, togarafiskur (22.370.5) Heildaraflinn skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: Þorsk- aflinn: Frysting 76.520,2 lestir (98.752.5) , söltun 58.040,8 lestir (70.578.4) , herzla 37.526,9 lestir (43.189.6) , niðursuða 1.5 lest (31,7), mjölvinnsla 591.8 lest (631.6) innlend neyzla 4.630,4 lestir (4.940,8) og ísfiskur 13.000 lestir (16.021,7). Síld og loðna: Frysting 2.918,6 (11,236,9) söltun 1.45-1 lest (3.137), niðursuða 14,8 lestir (17.4) , mjölvinnsla 136.041,6 lestir (85.092,3) og sfiskur 936, 5 lestir (545,959). Suzíe Wong í Eyjum PILTARNIR tveir, sem eru nú í hringferð í kringum landið á hraðbátnum Suzie Wong, héldu um miðjan dag í gær frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja. Ferðin gekk að óskum, og kom- ust þeir heilu og höldnu til Vest mannaeyja. Síðdegis í gær mátti svo sjá þá þeysa kring- um eyjuna á sjóskíðum. Skipverjar á Maríu Júlíu vinna að slökkvistarfi í Fiskakletti. (Ljósm. Mbl. Vig.) Eldur í bát úti á reginsió Enn finnst kind drepin í Holtum Holtum, 5. ágúst. EKKI hefur enn tekizt, að finna vágest þann, sem drepið hefur fjölda kinda fyrir bænd- um hér í sveitinni. Talið er full- víst að um hunda hafi verið að ræða og eru nú tveir í haldi en eigandi þess þriðja hefur af- lífað hann, af ótta við, að hann hefði drepið féð. Fundizt hefur ein dauð kind í viðbót við þær 18-20, sem þeg- ar hafa fundizt dauðar eða þurft að lóga sökum sára, en sú kind hefur legið dauð í nokkurn tíma. Er enn e’Jki séð fyrir endann á hversu margar Jrindur hnnd- arnir hafa drepið fyrir bænd- um hér í Holtum. — Fréttaritari. María Júlía kom og slökkti eldinn - Talsverðar skemmdir á bátnum Um bor’ð í Maríu Júlíu 5. ágúst frá fréttamanni Mlbl., Vigni Guðmundssyni: KLXJKKAN 8.30 í morgun kall- aði skipstjórinn á Fiskakletti GK-131 til okkar, og sagði skip- stjórinn þá að kviknað væri í vélarrúminu, og að illvært væri í brúnni. Á þeim tíma var María Júlía með vörpuna úti, og var að toga í fiskrannsóknum, en skipið hefur verið að þeim starfa sl. þrjár vikur allt í kringum landið. Varpan var strax tekin inn, og haldið að Fiskakletti, sem var um eina mílu frá okkur. Kl. 8.50 var lagzt að síðu Fiskakletts, en þá var norðaustan slampandi, og nokkur alda, enda urðu nokkrar skemmdir á borðstokkum beggja skipanna. Slökkvistarf var hafið þegar í stað, og slöngur settar um borð í Fiskaklett. Þá þegar var svo komið að hiti var það mikill í olíutönkum skipsins að ýlfraði með lokunum. Var þá hafizt handa um að dæla sjó í olíutankana. Skömmu eftir að María Júlía kom að Fiskakletti tók að rjúka úr skipinu, þar sem þá höf’ðu verið brotin kýraugu í vélar- rúmsreisn. Fyrir þann tíma hafði skipstjórinn, Ástþór Guðnason á Fiskakletti, gefið skipshöfninni fyrirmæli að halda til frammi á Framhald á bls. 23. 14 jbiís. kr. stolid frá drukknum manni 700 kr, voru eftir er veskið fannst Steypustööin kaupir sement frá Póilandi Skip vœntanlegt með 1750 t. í nœstu viku MORGUNBLAÐIÐ hefur fregn- að að væntanlegt sé hingað til landsins einhvern tíma í næstu Lárus Jónsson Kjördæmismót ungra Sjdlfstæðis munno ú Norðurlundi vestru KJÖRDÆMISMÓT ungra Sjálfstæðismanna í Norður- landskjördæmi vestra verður haldið í Sjálfstæðishúsinu á Siglufirði, sunnudaginn 7. ág. og hefst kl. 2 e.h. Þar flytur Lárus Jónsson, bæjargjald- keri á Ólafsfirði erindi um sveitarstjórnarmál en að því loknu verða frjálsar umræð- ur um efni þess, svo og flokksmál. Öllum ungum Sjálfstæðismönnum er hcimil þátttaka og eru þeir hvatlir til að fjölmenna. viku sementsflutningaskip með sementsfarm til Steypustöðvar- innar hf., sem keyptur er í Pól- landi. Var skipið væntanlegt til landsins á mánudag, en mun hafa tafizt eitthvað vegna véla- bilunar, og því ekki fullljóst hvenær það verður hér á ferð- inni. Steypustöðin mun hafa feng- ið þetta sementsflutningaskip í gegnum Hafskip hf., en stöðin hafði áður fengið innflutnings- leyfi á 3500 tonnum af sementi. Er ráðgert að það magn komi í tvennu lagi til landsins, og er þetta skip með 1750 tonn. Ekki er ennþá ljóst hvenær hinn helmingur sementsins kemur til landsins. MAÐUR nokkur kærði til lögregunnar í fyrradag að liann hefði verið rændur veski sínu með 14 þús. krónum í. Maðurinn hafði verið að öl- teiti um daginn, og var hann orð inn alldrukkinn. Hann lét leigu- bifreið aka sér að ófengisverzl- uninni í Lindarg., og þar hitti hann fyrir 2 menn. í fyrstu ætl- aði hinn drukkni að bjóða mönn- unum með sér í leigubifreiðinni, en þegar leigubifreiðastjórinn neitaði að aka með þá lengra, slóst hann í för með mönnunum tveimur fótgangandi. Þeir fóru allir þrír inn í hús hér í bæ, þar sem drykkjunni var haldið áfram. Missti maðurinn þar minnið, og rankaði ekki við sér aftur fyrr en heim hjá sér síð- ar um kvöldið, og var þá veski hans horfið. Lögreglunni tókst að hafa upp á leigubílstjóranum, sem ekið hafði manninum, og gat hann gefið nákvæma lýsingu á mönn- unum tveimur, sem slegizt höfðu í för með hinum drukkna. Síð- ar um kvöldið var svo kært til lögreglunnar um drykkjulæti I húsi einu í austurbænum. Lög- reglan fór á vettvang, og þar hittu þeir fyrir mann, sem kom mjög heim við lýsingu leigu- bifreiðastjórans. Peningaveskið fannst á hinn bóginn í vasa fé- laga þessa manns, og voru þá aðeins eftir um 700 krónur í veskinu, fyrir utan ávísun og erlendan gjaldeyri. Ekki gátu mennirnir tveir gert grein fyrir því, hvernig veskið hafði lent í fórum þeirra, og voru þeir settir í varðhald, en rannsókn málsins áfram. FJ. beðið um að flytja hvalinn - en töldu sér það ekki fært FLUGFÉLAGT ÍSLANDS barst beiðni um það frá Færeyjum, að það tæki að sér að flytja hval- inn, sem geymdur er lifandi þar í sundlaug, og greint var frá í blaðinu í gær. til Englands. Ráðgerðu Færeyingarnir að setja hvalinn á fleka og ausa yfir hann vatni öðru hvoru á leið inni til Englands. Friendshipvél ar FÍ voru hinar einu, sem gátu flutt hvalinn, en Flugfélagið vildi ekki láta þær í þessa flutn inga, þar sem þeir hefðu farið mjög illa með vélina að innan. Er því útlit. fyrir að Færeyingar verði að flytja hvalinn með skipi yfir til Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.