Morgunblaðið - 06.08.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.08.1966, Qupperneq 2
2 MORGU N BLADIÐ Laugai'dagur 6. ágúst 1966 Lágt markaðsverð á grásieppuhrognum R£iklar birgðir íyrra árs framleiðslu erlendls Mbl. hefur fregnað, að sala saltaðra grásleppuhrogna til út- landa hafi gengið illa, það, sem af er á þessu ári. Munu markaðs horfur erlendis nú langt frá því góðar. Verð erlendis á grásleppu- hrognum hækkaði skyndilega mjög mikið á síðasta ári, en þá hófust grásleppuveiðar seint. Munu erlendir kaupendur þá hafa talið, að veiðar myndu bregðast, og því lagt allt kapp á að tryggja sér nægar birgðir, og boðið hver í kapp við annan. Afleiðingin varð sú, að verðið sem um það bil tvöfaldaðist, þegar bezt lét, varð mönn- um mikil hvatning til veiðanna þá, og í fyrra var selt mun meira af söltuðum grásleppu- hrognum úr landi, á hærra verði en næstu ár á undan. Hátt verð hrognanna leiddi til hærra verðs svonefnds „kaví- ars“, sem úr hrognunum eru framleidd, en af því mun aftur hafa leitt meiri eða minni sölu- tregðu erlendis. Því raunu^ stærstu framleið- endur erlendis nú liggja með miklar birgðir grásleppuhrogna frá síðasta ári, og hafa því lít- inn eða engan áhuga sýnt á kaup um, ef frá eru taldar tæplega 3000 tunnur, sem seldust snemma á þessu ári. Má því reikna með, að hátt útflutningsverð hrogna á liðnu ári hafi reynzt mönnum fölsk hvatning til aukinnar fram- leiðslu þeirra á þessu ári. Kem- ur þar einnig til hörð samkeppni frá Noregi og Danmörku (Græn landi), en hrogn frá þessum löndum eru nú boðin á erlend- um markaði á mjög lágu verði, en sala þeirra gengur þó treg- lega. Umgengni veiðimanna við Blöndu ábótavant UMGENGNI laxveiðimanna við Blöndu hefur verið mjög ábótavant undanfarin ár, og hafa fjáreigendur á Blönduósi jafnvel orðið að lóga fé sínu vegna þess, að önglar hafa festst í sauðkindum og valdið mikilli ígerð. Einnig hefur nylongirni vafizt um fætur kindanna og skorizt inn í holdið sökum stöð- ugs núnings og að sjálfsögðu valdið þeim miklum kvölum. Blaðið hafði samband við Soffíu Stefánsdóttur á Blöndu- ósi, konu Jósefs Indriðasonar verkamanns þar, en þau hjón eiga um 20 kindur og hafa orð- ið fyrir barðinu á óaðgætni veiðimanna við Blöndu. Sagði Soffía, að fyrir tveimur árum hefðu þau hjón orðið að lóga þremur kindum vegna ígerðar, sem stafaði af önglum föstum í fótum eða kvið, og sem lax- veiðimenn höfðu fleygt á bakka Blöndu. Hafa þau hjónin, að sögn Soffíu, gert sér vikulega ferðir upp með Blöndu í vor og fundið nokkrar kindur og lömb, sem haltar voru orðnar vegna „spóna“ er krækzt höfðu í fætur þeirra. Tókst hjónun- um að græða sárin og hafa ekki misst neina kind í vor eða sum- ar. Hins vegar fundu þau við rún ingu fjárins í sumar, „spón“ sem fests hafði í kviðarull eins lambsins, en hafði ekki enn náð að höggvast inn í kviðinn. Stór girnisdræsa hafði einnig vafizt um fót annarrark indar og skorizt inn úr holdinu. Hirðuleysi eins og laxveiði- menn hafa gert sig seka að við Blöndu og efalaust víðar, er að sjálfsögðu vítavert, og getur ekki einungis valdið bændum og fjáreigendum tjóni, heldur og skepnunum miklum pjáningum. Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðh. (annar f.v.) ásamt forystumönnum búnaðarmála á Norður löndum er ráðstefnuna sitja. Frá norræno búfrædiþinginu: 24 fyrirlestrar um áburöarnotkun, heyburrkun, kvikfjárrækt o.fl. í GÆR voru fluttir 24 fyrir- lestrar á norræna búfræðiiþing- inu, sem stendur yfir í Háskóla íslands, Hófust fyrirlestrar kl. 9 á 5 stöðum í háskólanum og voru fluttir 24 fyrirlestrar um bú- fræðileg málefni. Voru fyrirles- arar innlendir og erlendir sér- fræðingar í ýmsum greinum bú- vísinda. í 1. kennslustofu flutti Ingólf- ur Davíðsson fyrsta fyrirlestur- inn um plöntusjúkdóma á ís- landi. I>á talaði Daninn Chr. Stapel um fræðslustarfsemi á sviði plöntusjúkdóma og mein- dýra og ásamt Svíanum H. Hell- quist fjallaði hann um sjúkdóma og meindýr í kálrótum. Þá voru fluttir fyrirlestrar um kartöflu- rækt, en um það fjölluðu Daninn K. Lindhardt, Norðmaðurinn H Röed og Daninn Rönde Kristen- sen, sem talaði um kartöfluvír- usa. Og eftir kaffihlé var við- fangsefnið gróðurhúsarækt. Töl- uðu Danirnir N. Paludan og K. Lindhardt um sjúkdóma í gróð- urhúsum. í 6. kennslustofu var fjallað um áburðamotkun og gæði uppsker- unnar. Fluttu fyrirlestra um ýmis atriði varðandi það Finninn A. Jantti, Norðmaðurinn A. Sorte- berg og Daninn Aage Henriksen. Eftir hádegishlé flutti dr. Bjarni Helgason fyrirlestur um jarð- vegstegundir á íslandi. Og Norð- maðurinn dr. J. Lag talaði því næst um jarðveg í Evrópu og loks flutti Svíinn L. Wiklander fyrirlestur um steinefni í jarð- veginum og fleira. HIN nýja kirkja í Ilornafiröi var vígð í fyrri viku. Hér hirtum við mynd af kirkj- unni. Sjálf kirkjan tekur .220—230 manns í sæti, og safnaðarheimilið í útbygg* ingunni fremst á myndinui tekur um 100 manns. Þrjár klukkur eru í turninum og á honum upplýstur kross. Og gluggarnir sín hvoru megin út frá turninúm eru með lit- uðum glerlistaverkum, sem gerð voru í Þýzkalandi. Arki tekt kirkjunnar er Ragnar Emilsson. (Ljósm.: Anna Þórhallsd.) 1 2. kennslustofu var rætt um þurrkun á grasi, og fjallað um ýmsar aðferðir. Norðmaðurinn Kare Time, Svíinn G. Aniansson og Daninn Hans R- Junge fluttu fyrirlestra um ýmsar þurrkunar- aðferðir. 1 10. kennslustofu var fjallað um sauðfjárrækt. Stefán Aðal- steinsson flutti fyrsta fyrirlest- urinn um aðferðir við afkvæma- ranns'óknir. Þá flutti Árni G. Pétursson yfirlit yfir framleiðslu- aukningu í sauðfjárrækt á ís- landi undanfarin 10 ár. Norð- maðurinn Trygve Gjedren talaði um afkvæmarannsóknir í Noregi og Finnirm Viljo Vainikainen um sauðfjárrækt í Finnlandi. Eftir hádegishlé flutti Þórir Baldvinsson fyrirlestur um fjár- húsbyggingar. Og á eftir fóru fram umræður. í 7. kennslustofu flutti Torfi Ásgeirsson fyrirlestur um stöðu jarðræktanþjóðhagfræði á ís- landi og Zophonias Pálssoh um íslenzk skiplagsmál og eftir mat- arhlé talaði Björn Stefánsson um samnorræn rannsóknarstörf á íslandi. í gærkvöldi sátu fulltrúar þingsins boð hjá landbúnaðar- málaráðherra, Ingólfi Jónssyni. í morgun lögðu fundarmenn af stað í ferðalag um Suðurland og Borgarfjörð í tveimur hópum. Mun annar gista á Laugarvatni og hinn á Skógum. Munu þeir koma á ýmsa staði, og skoða m.a. búin í Gunnarsholti, á Hesti, á Hvanneyri og heimsækja nokkra bæi. Skoðað verður gróðurhús, mjólkurbú, haldinn umræðu- fundur á Selfossi og fleira. Sparisjóðurinn reisir hús að Skólavörðustíg 11 Unnið að því að rífa fyrsta steinhús borgarinnar, sem þar stendur UNNIÐ hefur verið að því að undanförnu að rífa húsið að Skólavörðustíg 11, þar sem Sparisjóður Reykjavikur, sem á lóðina, ætlar að reisa þar ný- byggingu. Hús þetta sem nú er verið að rífa, er rúmlega aldar- gamalt, fyrsta steinhúsið í Reykjavík, og á sér því merka sögu. Mun hafa staðið til að fiytja það að Árbæ, en síðan horfið frá því. Að því er Hörður Þórðar- son, skrifstofustjóri Sparisjóðs- ins, tjáði Mbl., þá verður hús það, sem þarna á að rísa, þrjár hæðir, og gólíflöturinn 320 fer- metrar. Húsið mun standa eitt sér en ekki samibyggt á lóðinni milli Grettisgötu og Skólavörðu- stígs. Er ráðgert að Sparisjóður- inn verði á fyrstu hæð hússins, og kjallara, en hinar tvær efri hæðirnar verði leigðar út. Standa vonir til að framkvæmdum við nýbygginguna verði að mestu lokið eftir um ár. Gunnlaugur Halldórsson og Guðmundur Krist jnsson hafa teiknáð húsið. Hópferð með garðyrkju- mönnum um einkagarða GARÐYRKJUFÉLAG ÍSL.ANDS gengst fyrir hópferðum í ágúst- mánuði til að skoða fallega ein- staklingsgarða í Hafnarfirði, Kópavogskaupstað og Reykjavík, og ennfremur grasagarðinn í Laugardal. Öllum er heimil þátttaka í þessum hópferðum. Mörgum mun vera hugleikið að skoða marga fegurstu garða Reykjavíkur og gefst hér gott tækifæri til þess. Einnig eru fallegir garðar í Kópavogskaup- stað og sjálfsagt munu margir nota þetta einstaka tækifæri til þess að skoða garðana í Hafn- arfirði með sínu sérstæða og margbreytilega landslagi. Hér kemur svo áætlunin: Laugardaginn 6. ágúst: Farið verður frá Miðbæjar- barnaskólanum kl. 2 e.h. til Kópavogskaupstaðar og Hafnar- fjarðar. Laugardaginn 13. ágúst: Farið frá Miðbæjarbarnaskól- anum kl. 2 e.h. og skoðaðir girð ar í Reykjavík. Laugardaginn 20. ágúst: Mætt við grasgarðinn í Laug- ardal kl. 2 e.h. og garðurinn skoð aður. í Öllum þessum ferðum verða valinkunnir leiðsögumenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.