Morgunblaðið - 06.08.1966, Side 5

Morgunblaðið - 06.08.1966, Side 5
Laugardagur 6. ágúst 1966 MORCUNBLAÐIÐ 5 TT •] ÚR ÖLLUM ÁTTUM EFTIRFARANDI grein er þýdd úr brezka tímaritinu „Painting and decorating“. Birtist hún í júlíhefti tímaritsins. Þykir Morg unblaðinu ástæða til þess að les endur þess kynnist henni. Fer greinin hér á eftir: Á síðustu árum hefur innan- húss skreyting veitingastaða í West End breytt um stíl. „Tratt- oríurnar" og „pizzariurnar“ sem byrjuðu í Soho og breiddust út um London á fimmta tug aldar- innar hafa misst mikið af sín- um ljóma. Rykið fellur á sítrónu klasa úr plasti og vínflöskurnar, sem hanga neðan í loftinu á þessum stöðum Skreytingar með gondólum og villum á baðströnd inni hafa ekki verið fágaðar síðan fyrstu hóparnir af ferða- mönnum komu úr orlofsferðum. Þó að skreyting hinna nýju veitingastaða sé enn byggð á ímyndunarafli, þá felur hún ekki í sér heimþrá til megin- landsins. Þess í stað, hafa veit- ingastaðirnir hversdagslegt nafn eins og „Murphy‘s“ sem komið er fyrir á framhliðinni með gylltum stöfum og að innan myndskreytta spegla, sæti klædd flosi og aðrar fyrirmynd- ir eru notaðar til að skapa róm- antíska útleggingu á okkar síð- ustu tímabilum Viktoríu og Ed- wards. Breyting á þessum stíl er það sem kalla mætti „fish and chip shop“ í gamansöngleik. Þar er matseðillinn krítaður á töflu fyrir utan, þjónarnir e.-u með ermarnar uppbrettar og klæðast blá- og hvít röndóttum svuntum. Borðplöturúr marm- ara og milliveggir úr furu eru undirstöður skreytinganna. Það er óþarfi að taka það fram að þessir staðir finnast aðeins í betri hlutum borgarinnar, þar sem hin ekta og miklu ódýrari fyrirmynd mundi aldrei ná sér á strik. Þess að auki þá «r yfirborðs- kenndari stíll að mótast í inn- réttingum veitingastaða, sem unga fólkinu geðjast að. Þrátt fyrir allt sem um það er sagT, þá virðist það eyða miklu af sln- um tíma skrafandi yrir eggja- kökum og gosdrykkjutn. Glans- nafn eins og „Gullskeiðin:< og er notað á nokkrum stöðum þar sem dökkur viður á betur við. Einu atriðin sem eingöngu eru notuð til skreytingar eru bæs- uðu hlutirnir efst á sætisbökun, um, hvítú ljósskermarnir, sem eins og allt annað með matseðl- inum meðtöldum er teiknað a£ Jóni Haraldssyni og tvær stór- ar litmyndir af eldfjalli, sem ný lega kom upp úr sjónum fyrir sunnan ísland. Hin handahófskennda stað- setning þessara mynda er ein af. þeim fáu minniháttar aðfinnsl- um sem mætti benda á í sam- bandi við þessa innréttingu, en maður getur skilið þá klípu sem arkitektinn er í. Það hlýtur að vera ómögulegt að sleppa mynd um sem þessum, sem hafa að geyma svo athyglisverða og áber andi skreytingu og á hinn bóg- inn erfitt að finna augsjáanleg- an brennipunkt fyrir þessar myndir á veggjum sem eru erfið lega lagaðir til þess. Það er einnig galli að ekki er hægt að stilla hæð borðlampanna, þvi að sá sem hefur lægri augnahæð en venjulegt er verður fyrir óþæg- indum frá endurkasti innan frá skermunum. „Innréttingar frá Islandi" Eftir F. H. Baines og er eingöngu notað fyrir bar- inn með ágætu plássi fyrir frarn an. En þegar á allt er litið þá hef- ur þessi innrétting á sér skandi- navískan blæ hreinlætis og vand virknislega tilhneigingu til ein- faldrar notkunar viðar og málms og vissulega er ekki hægt að fá betri auglýsingu fyrir nokkurt land en sambland af góðum mat og fallegri innrétt- ingu. nokkurs konar litmyndaskreyt- ing er einkennandi við þessa stefnu. Margt af hinum nýrri skreyting arútbúnaði, eins og litað glernet og hugvitsamlegar múrskreyt- ingar eru oft notaðar, en rnarg- litir ljósskermar, rúbínrauðir og blárauðir eru vinsælastir. Þess- ir litir skapa draugalegt rökk- ur, þar sem enginn maður er vit hefur á mat mundi borða. En aðalatriðið er þetta, að þrátt fyrir margvíslega nýja veit ingastaði í London, þá eru fáir sem Frakkar mundu kalla „al- varlegir", orð sem þeir nota um mat í sömu meiningu og þeir nota það um bækur eða bygg- ingarlist. Snyrtileg ný framhlið hefur nú komið í ljós við suður- enda Regent Street, sem ber nafnið Iceland Food Centre. Þessi framhlið vekur sérstaka eftirtekt, einkum vegna þess að í glugganum eru skrítin ílát úr hrauni og vegna matseðilsins sem hafði að geyma erlenda rétti eins og „reykt lambakjöt, og íslenzkar pönnukökur". Þar fyrir utan höfðu innréttingarn- ar að geyma óvenjulega aðlað- andi skreytingastíl. I.F.C. er í raun og veru rek- inn af íslenzka ríkinu og þó að hann sé aðallega veitingastaður, þá er hann einnig til þess að gefa ferðamönnum upplýsingar um landið og auglýsa útflutn- ingsvörur. Öll innréttingin var smíðuð á íslandi og teiknuð af Jóni Haraldssyni. Jón Haralds- son byrjaði í sinni atvinnugrein, sem arkitekt fyrir fjórum ár- um. Hann hefur unnið í Noregi, Finnlandi, Danmörku og í New York. í heimalandi sínu hefur hann teiknað einbýlishús, og stærri byggingar og fengizt einnig við skipulag bæja. Eins og allar góðar innrétt- ingar, þá eru innréttingarnar í I.F.C. einfaldar, þó að plássið sé L-laga og að eldhúsið sé í kjallara og enginn sérstakur inn gangur fyrir vörur og starfsfólk, hlýtur það að hafa skapað mörg vandamál. Ragari arkitekt mundi hafa reynt að brjóta þetta mjóa pláss upp, en með því að taka því eins og það var og setja upp þrjár samsíða raðir af borðum eftir endilöngu plássinu, náði arkitektinn eins miklu plássi og hægt var fyrir matsal- inn. Hin háu sætisbök gera það að verkum að menn sjá ekki til þeirra er sitja við næstu borð, og gerir það að verkum að hvert borð er meira út af fyrir sig. Góð not eru einnig gerð af styttri leggnum af L-inu því að á þeim stað þar sem búast mætti við stýflu, þá opnast plássið upp Einfaldleika litavalsins hjálp- ar einnig til að minnka þá til- finningu að manni finnist þrörigt þarna, en litirnir eru aðeins þrir. Ekta askur er notaður á flesta veggfletina og einnig í sætin. Ljósi litur asksins er í mótsetn- ingu við hið mjúka rauða ullar- áklæði á sætunum og eins við rauða gólfteppið. Borðplöturnar eru svartar (diskar eru settir á ljósleitar léreftsmottur) og tekk TRÉSTAURAR, finnskir „hálfbarkaðir“ aðeins kr. 29,70. GIRÐINGARNET, norsk og belgisk. GADDAVÍR, sléttur vír galvaniseraður. HÆNSNANET. Hijólkurfélag Reykjavlkur Laugavegi 164. — Sími 1-11-25. Við þurfum ekki uð lækku verðið ú tjöldunum Tómstundabúðin Nóatúni II hæð. Turist III er betra en þetta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.