Morgunblaðið - 06.08.1966, Qupperneq 7
LaugarSagöf I. Igúst 1960
MORGU N BLAÐIÐ
7
KETTLINGAR KURA
Til sölu um 4000 fet af mótatimbri. Sanngjarnt verð. — Sími 34406 og 32379. Til solu 2% fermetra ketill og kynditæki. Upplýsingar í síma 32660.
Innréttingar ATHUGIÐ
Þegar miðað er við útbreiðslu.
í svefnherbergi og eldhús. er langtum ódýrara að auglýsa
Sólbekkir. ísetning á huxð- í Morgunblaðinu en öðrum
um. Sími 50127. blöðum.
Þessi fallega mynd er tekin í Harrisburg í Pennsylvaniuríki í Bandaríkjunum. Kettlingamir em
3 vikna gamlir, og ætluðu að freista gæfunnar og fá sér smálúr í gömlu skónum ljósmyndarans,
Jim Tyson. AP sendi okkur myndina.
Gefin verða saman í hjóna-
band í dag af séra Þorsteini
Björnssyni ungfrú Edda Ólafs-
dóttir, Skipholti 34 og Árni Sófus
son, sölumaður, Ásvallagötu 39.
60 ára er í dag Anna Ámadótt
ir, Hverfisgötu 83. Hún verður
að heiman í dag. Hún á sama
dag 20 ára starfsafmæli í Kassa-
igerð Reykjavikur.
70 ára er 1 dag Gísli Þorsteins
eon, bóndi í Þorgeirsstaðahlíð í
Miðdölum, Dalasýslu. Hann hef-
tir í fjölda ára verið oddviti
Miðdalshrepps og gegnt mörgum
öðrum trúnaðarstörfum í þágu
sveitarfélagsins. Kona hans er
Bteinunn Guðmundsdóttir. Hún
var hátt á fjórða áratug ljósmóð
ir í Miðdölum og mjög farsæl í
starfi. Þeim hjónum verður hald
ið heiðurssamsæti að Nesodda í
Miðdölum í kvöld.
Þann 9. júlí voru gefin saman
í hjónaband I Sauðárkrókskirkju
af sóknarprestinum séra Þóri
Stephensen, ungfrú Sólrún Stein
dórsdóttir og Gunnar Guðjóns-
son, bakari. Heimili þeirra er að
Aðalgötu 5 Sauðárkróki.
Gamalt og gott
Listugt blakta laufin fnð,
þar landið fagurt er,
sem sólin skin á sumartíð.
Sæmdin fylgi þér.
VISUKORIXI
Harðnar glíman, heim mun náð,
— háður tímans rúnum.
Þó að hrímið leggi um láð,
lýsir skima af brúnum.
Hjálmar á Hofi.
Akranesferðir með áætlunarbílum
ÞÞÞ frá Akranesi kl. 12. alla daga
nema laugardaga kL 8 að morgni og
sunnudaga kl. 17:30. Frá Rvík (Um-
ferðamiðstöðin) kl. 6 alla daga nema
laugardaga kL 2 og sunnudaga ki.
21 og 23:30.
L.oftleiðir h.f. Bjarni Herjólisson er
væntanlegur frá NY kl. 09:00. Fer til
baka til NY kl. 01:45. Guðríður Þor-
bjarnardóttir er væntanleg frá NY kl.
11 .‘00. Heldur áfram til Luxemborgar
kl. 12:00. Er væntanleg til baka frá
Luxemborg kl. 02:45. Heldur áfram til
NY kl. 03:45. ]>orfinnur karlsefni fer
til Gautaborgar og Kaupmannahafn-
ar kl. 10:00. Snorri sturluson fer til
Óslóar kl. 10:15. Er væntanlegur til
baka kl. 00:30. Þorvaldur Eiríksson er
væntanlegur frá Kaupmannahöfn og
Gautaborg kl. 00.30.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá
Rvík kl. 18:00 í dag í Norðurlandaferð
Esja fór frá Rvík kl. 17.00 í gær
vestur um land í hringferð. Herjólf-
ur fór frá Hornafirði kl. 15:30 í dag
til Vestmannaeyja Á morgun (sunnu
dag) fer skipið 2 ferðir frá Vestmanna
eyjum kl. 12:00 og kl. 21:00 til Þorláks
hafrvar. Herðubreið fer frá Rvík í
dag austur um land í hringferð. Bald-
ur fer til Snæfellsness- og Breiða-
fjarðahafna á miðvikudag.
Hafskip h.f.: Langá er 1 Rvík. Laxá
fór frá Gautaborg 2. til íslands. Rangá
fór frá Hamborg 4. til Hull og Rvíkur.
Selá fór frá Fáskrúðsfirði 2. til Rouan
Antwerpen, Rotterdam, Hamborgar og
Hull.
Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell fer frá
Akureyri í dag til Austfjarðahafna.
Jökulfell losar á Norðurlandshöfnum.
Dísarfell er 1 Keflavik, fer þaðan í dag
til Hull, Bremen, Hamborgar og Norr
köping. Litlafell fer frá Þorlákshöfn
í dag til Djúpavogs. Helgafell fór 4.
þ.m. frá Fáskrúðsfirði til Árhúsa,
Kaupmannahafnar, Ábo og Helsing-
fors. Hamrafell fór um Panamaskurð
3. þ.m. á leið til Alaska. Stapafell los-
ar á Eyjafjarðarhöfnum. Mælifell er
í Antwerpen.
Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka-
foss fer frá Akranesi i köld 5. til
Isafjarðar, Sauðárkróks. Akureyrar,
Húsavíkur, Seyðisfjarðar, NorOfjarðar,
Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Brúar-
foss fer frá Hamborg 8. til Seyðis-
fjarðar og Rvikur. Dettifoss fer frá
Hofsósi í dag 5. til Ólafsfjarðar, Siglu
fjarðar. Dalvikur, Hríseyjar, Akur-
eyrar og Húsavikur. Fjallfoss kom til
Rvíkur 29. frá NY. Goðafoss fór frá
Rvík í gær 4. til Grimsby og Hamborg
ar. Gullfoss fer fná Kaupmannahöfn
á morgun 6. til Leith og Rvikur. Lagar
foss fór frá Norðfirði 30. til Leningrad
Mónafoss fer frá Kristiansand 6. til
Gautaborgar og Kaupmannahafnar.
Reykjafoss fór frá Kaupmannahöfn 3.
til Rvíkur. Selfoss fer frá NY 9. til
Rvíkur. Skógafoss fór frá Seyðisfirði
í nótt 5. til Hull. London, Rotterdam
og Antwerpen. Tungufoss fer frá Ham
borg 6. til Rvíkur. Askja fer frá ísa-
firði í dag 5. til Bíldudals, Patreks-
fjarðar og Rvíkur. Rannö fór frá
Keflavik í gær 4. til Breiðdalsvíkur
og Fáskrúðsfjarðar. Arrebo fór frá
Antwerpen í gær 4 til London og
Rvíkur. Utan skrifstofutíma eru skipa
fréttir lesnar í sjálfvirkum símsvara
2-14-66.
Flugfélag íslands h.f.: Millilanda-
flug: Gullfaxi fer til Glasgow og
Kaupmannahafnar kl. 08:00 í dag. Vél
in er væntanleg aftur til Rvíkur kl.
21:5Q í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow
og Kaupmannahafnar kl. 08:00 1 fyrra
málið. Skýfaxi fer til Glasgow og Lond
on kl. 09:00 í dag. Vélin er æntanleg
aftur til Rvíkur kl. 21:06 í kvöld.
Flugvélin fer til Narssarssuaq kl 10.15
í fyrramálið. Sólfaxi fer til Kaup-
mannahafnar kl. 10:00 í dag. Vélin er
væntanleg aftur til Rvikur kl. 22:10
í kvöld. Flugvélin fer til London kl.
09 .“00 í fyrramálið. Innanlandsflug
í dag er áætlað að fljúga til Akureyr
ar (3 ferðir), Vestmannaeyja (3 ferð
ir), Patreksfjarðar, Húsavikur, ísa
fjarðar, Egilsstaða (2 ferðir), Hornaí
fjarðar, Sauðárkróks, Kópaskers og
Þórshafnar. Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar (4 ferðir), Vest-
mannaeyja (2 ferðir), ísafjarðar,
Hornafjarðar og Egilsstaða (2 ferðir).
H.f. Jöklar: Drangajökull er í New-
castle. Hofsjökull er í Mayagez, Puerta
Rico. Langjökull fór í fyrradag frá
Halifax til Le Havre, Rotterdam og
London Vatna}ökull kemur í dag til
Rotterdam frá London.
Klukkan
Á veggnum hangir klukkan,
og telur tímans slög.
Hún ströng, en réttlát ríkir,
og rýfur ei sín lög.
Með röngum hug til hennar
við hugsum oft svo ljótt.
— Að stundum seint hún gangi
en stundum allt of fljótt.
Á veggnum hangir klukkan,
og til þin talar hljótt.
Hún tifar létt, og sýnir
hvað tíminn líður fljótt.
Hún reynir ráð að gefa,
sem róað gætu þig.
— Að láta ei lýgi neina
um lífið hlekkja sig.
Á-veggnum hangir klukkan,
og sýnir stað, og stund.
Ef augnablik hún stanzar
ég ekki festi blund,
Það er sem okkur tengi
hin einu og sömu lög,
Sem timann mjúkt hún mæli
við mannsins hjartaslög.
Kjartan Ólafsson.
M inningarspjöld
Minningarspjöld Háteigskirkju
eru afgreidd hjá Ágústu Jóhann.s
dóttur, Flókagötu 35, sími 11813,
Áslaugu Sveinsdóttur, Barmahlíð
28, Gróu Guðjónsdóttur, Háaleit
isbraut 47, Guðrúnu Karlsdóttur,
Stigahlíð 4, Guðrúnu Þorsteins-
dóttur, Stangarholti 32, Sigríði
Benónýsdóttur, Stigahlíð 49, enn-
fremur í bókabúðinni Hlíðar á
Miklu'braut 68.
Mlnnlngarspjöld Kvenfélags Hall-
grúnskirkju fást 1 verzluninni Grettis
götu 26. bökaverzlun Braga Brynjólfs-
sonar, Hafnarstræti og verzlun Bjðrns
Jónssonar, Vesturgötu 28.
Minnlngarspjöld EkknasJóSs Reykja
víkur eru til sölu á eftirtöldum stöö-
Bræöraborgarstíg 1. Geirs Zöega, Vest-
urgötu 7. Guömundar Guðjónssonar,
Skólavöröustig 21 A. Búriö, Hjallaveg
AUSTIIM GIPSY
LANDBÚNAÐARBIFREIÐ
FJALLABIFREIÐ — TORFÆRUBIFREIÐ
Austin Gipsy er fáanlegur með benzínvél
eða dieselvélinni viðurkenndu.
Getum afgreitt Austin Gipsy með stuttum
fyrirvara.
Verð með benzínvélum kr. 177 þúsund,
en með dieselvél kr. 198 þúsund.
Leitið frekari upplýsinga hjá umboðinu.
Garðar Gíslason h.f.
Bifreiðaverzlun.
LIMMITS
CRACKERS
Megrunarkúr þýðir fækkun kalóría í mat.
í f jórum kökum af LIMMITS CRACKERS
eru aðeins 350 kalóríur, en þó eru þær full
máltíð með bolla af tei eða glasi af mjólk.
Enginn sultur — enginn vandi, — en
undraverður árangur —
LIMMITS CRACKERS fást í Apótek-
unum.
Heildsölubirgðir:
G. Ólafsson hf.
Sími: 24418.
IðnaÖarhúsnœði
Iðnaðarhúsnæði óskast til kaups eða leigu — þarf
að vera á götuhæð. Má vera í byggingu 100—150
ferm. fyrir léttan iðnað. — Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir 11. ágúst, merkt: „Götuhæð — 4832“.
VIÐ
ÓÐ INSTORG
S í M I 2 0 4 9 0