Morgunblaðið - 06.08.1966, Side 12

Morgunblaðið - 06.08.1966, Side 12
12 MORGU NBLAÐÍÐ Laugardagur 6. ágúst 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritst j ðrnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 105.00 1 iausasö’lu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kr.istinsson. Aðalstræti 6. Aðalsfræti ö. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. „HREINSUN“ I KINA 17'ína er enn mjög lokað land, og þær fréttir, sem þaðan berast eru fáar og tak- markaðar. Þó hefur það ekki farið fram hjá neinum, að frá því á sl. hausti hefur staðið yfir í Kína víðtæk „hreins- un“, sem hefur aukizt og magnazt eftir því, sem á hef- ur liðið og náð til æ háttsett- ari embættismanna Peking- stjórnarinnar. Slíkar „hreins- anir“ eru ekki fátíðar í komm únistaríkjum, en þetta er þó . í fyrsta skipti í mörg ár, sem fregnir berast af slíku frá Kína og benda til þess að þar í landi eigi sér nú stað mikil átök meðal ráðandi afla í landinu. Það er mat þeirra erlendu fréttamanna, sem mest og bezt fylgjast með þróun mála í Kína, að hér sé fyrst og fremst um að ræða átök milli kynslóða, þeirrar kynslóðar, sem leiddi kommúnismann til sigurs í Kína, og nýrrar kyn- slóðar framfarasinnaðra manna, sem ekki eru bundnir í jafn ríkum mæli á klafa hinna marxísku kenninga og eldri kynslóðin. Ljóst virðist vera að hinn aldni leiðtogi kínverskra kommúnista, Mao Tse-Tung, og nánustu sam- ^starfsmenn hans séu staðráðn ir í að tryggja að eftir þeirra dag fari ekki fram í Kína „endurskoðun“ svipuð þeirri, sem fram hefúr farið í Sovét- ríkjunum eftir lát Stalins og valdið djúpstæðri fyrirlitn- ingu kínverskra kommúnista á leiðtogum Sovétríkjanna. Kína er fjölmennasta ríki veraldar, og hernaðarmáttur þess hefur aukizt jafnt og þétt á undanfömum árum. Afskipti þess af málefnum Suðaustur-Asíu hafa fyrst og fremst beinzt að því að efla úlfúð og deilur og koma jafn- vel á styrjöldum, eins og í 'Víetnam. Það skiptir því ali- ar þjóðir heims miklu máli hvað gerist í Kína, og þess vegna er eðlilegt að menn fylgist með atburðunum þar í landi, eins og frekast er kostur. Ljóst virðist af þeim „hreinsunum“, sem nú standa yfir í Kína, að núverandi leiðtogar Rauða-Kína séu staðráðnir í að halda áfram stríðsæsingastefnu sinni og sinna í engu tilmælum þjóða um heim allan, um að þetta mikla stórveldi stuðli að frið- vænlegra stjórnmálaástandi í Suðaustur-Asíu. En Kínverj- ar stuðla ekki aðeins að ófriði við nágranna sína í Asíu og þeir beina spjótum sínum ekki aðeins að Bandaríkjun- um, og ögra þeim til hernað- arátaka, heldur fer deila þeirra við Sovétríkin vax- andi oe mun án efa harðna mikið á næstu árum frá því sem nú er. Vegna mikils land flæmis í Asíu hafa Sovétrík- in töluverða möguleika á að vera áhrifamikið Asíuveldi, en slíkt er Kínverjum ekki að skapi. Þeir ætla sér for- ustu í þeim heimshluta og þess vegna mun hagsmuna- árekstur Sovétríkjanna og Rauða-Kína verða æ alvar- legri á komandi árum. í sjálfu sér er það ekki á færi vestrænna þjóða og ann- arra frjálsra þjóða heims eins og sakir standa að koma vit- inu fyrir kommúnistaleiðtog- ana í Kína, sem virðast ekki líta raunhæfum augum á ástand mála í dag og afstöðu Rauða-Kína til þeirra. Meðan svo er hljóta frjálsar þjóðir heims, sem byggt hafa upp öflug varnarsamtök um heim allan til varnar gegn heims- valdastefnu Sovétríkjanna að beina athygli sinni í auknum mæli að Kína og sýna hinum kínversku leiðtogum fram á í krafti mikils hernaðarstyrk- leika, að þeir hafi ekkert að sækja til frjálsra þjóða heims með hernaðarárás. AGIZKUN fT’iminn hefur nú um langt skeið haldið því fram, að nýjar neyzlurannsóknir sýndu, að meðalneyzla vísi- tölufjölskyldu væri komin upp í 250 þúsund krónur á ári og hafa þeir notað þessa tölu til þess að sýna fram á, að launafólk hefði ekki tekj- ur til nauðþurfta. Af þessu tilefni þykir Morgunblaðinu rétt að upp- lýsa, að þótt fram hafi farið rannsóknir til undirbúnings nýjum vísitölugrundvelli, hef ur ekkert verið birt um þær rannsóknir, og eftir því sem bezt verður vitað er frétt Tímans fyrir nokkrum mán- uðum og stöðugar fullyrðing- ar síðan um þetta efni byggð- ar á ágizkunum einum. Það sýn ir út af fyrir sig heiðar- lega blaðamennsku Tímans, að hann skuli grípa til slíkra ráða í frétta- og málflutningi sínum. En jafnvel þótt þessi ágizk- un Tímans væri nærri lægi, þá sannar hún vissulega ekki það, að fólk eigi erfiðara með að láta tekjur mæta útgjöld- um nú en áður, heldur þvert á móti. Þær neyzlurann- sóknir, sem fram hafa farið, sem grundvöllur að nýrri vísitölu hafa byggzt á því að ákveðinn hópur fjölskyldna úr mismunandi stéttum og starfsgreinum hefur fært bók hald yfir neyzlu sína. Meðal- útgjöld vísitölufjölskyldu voru í marz 1959 rúmar 66 í nærri tvo áratugi lá flak þessarar sprengjufiugvélar í Sahara-eyðimörkinni. — Þá varð fyrst ljóst, hvað fyrir hafði komið. „Hvarf, án þess að til hennar hafi spurzt...“ IMý bók um flugslys, sem ekki hefur tekizt að varpa Ijósi á ALLT frá lokum heims- styrjaldarinnar síðari hafa alþjóðasamtök loftferða- eftirlitsnefnda, ICAO, gef- ið úr árbók, þar sem fjall- að er um öll flugslys í heiminum, ef frá eru talin þau, sem eiga sér stað í Sovétríkjunum, A^þýðulýð veldinu Kína og nokkrum öðrum ríkjum ,sem af ein- hverjum ástæðum hafa óskað eftir að standa utan samtakanna. Árbækur þessar eru í raun og veru skýrslur sér- fræðinga, sem rannsakað hafa, hvað valdið hefur flugslysum. Það þarf ekki að taka fram, að skýrslur þessar hafa orðið til þess að auka mjög traust manna á starf- semi loftferðaeftirlits- nefnda, þótt ekki hafi tek- izt að komast fyrir orsakir um 15% þeirra flugslysa, sem orðið hafa á undan- förnum tveimur áratug- um. Taekni nútímans hefur mjög auðveldað starf sérfræð inga, sem á slysstað koma, og má segja, að á síðustu árum hafi orðið gjörbylting á þvi sviði. Hins vegar getur það enn komið fyrir, að stór far- þegaflugvél hverfi, án þess að nokkurn tkna verði upp- víst um afdrif hennar. Slíkir atburðir eru fátíðir nú á dög- um, en fyrir heimsstyrjöldina síðari, og fyrst eftir þá fyrri, urðu mörg fíugslys, sem eng- in skýring fékkst nokkru sinni á. Nýútkomin er bók, eftir brezka rithöfundinn og út- varpsfyrirlesarann Ralp Bark er, þar sem hann fjallar uim mörg þeirra flugslysa, sem aldrei hefur tekizt að skýra. Leggur hann þar áherzlu á dularfulla atburði, og söguleg afdrif þekkts fólks. í bókinni, „Greeat Myst- eries of the Air“, segir Bark- er m.a. frá Ameliu Earhart, flugkonunni fraegu, sem hvarf, er hún var í hnattflugi. Til hennar hefur aldrei spurzt, eftir að síðast var um hana vitað, á flugi yfir Kyrra hafi. Margar sögusagnir hafa komizt á kreik um afdrif hennar, en staðfesting hefur aldrei fengizt á neinni þeirra. Þá er sagt frá dauða hertog- ans af Kent, en flugvél hans, sprengjuflugvél, mönnuð sér- fræðinguim, rakst af óskiljan- legum ástæðum á fjall í Skot- landi. Þá er sagt frá því, er hljómlistarmaðurinn kunni, Glenn Miller, lét lífið, og sömuleiðis frá því, er hol- lenzk farþegaflugvél, sem leikarinn Leslie Howard var með, var skotin niður. Eina frásögnin í bókinni, sem ekki fjallar um sorglegan atburð, er sagan um flug Douglas Corrigan, sem lagði upp frá New York 1938, og ætlaði til San Francisco. Corrigan var ekki betur að sér en svo, að hann miðaði flug sitt við öfugan enda áttavitanálarinnar, og lenti um síðir í Dutolin á írlandi. Hvað áhrifamest og átakan- legust er frásögnin um einn reyndasta flugmann hol- lenzka flugfélagsins KLM, K. D. Parmentier. Parmentier var yfirflugmaður félagsins, er hann flaug vél sinni á há- spennulínu í Skotlandi, nærri Prestwick — ef til vill vegna þess, að skekkja var á korti hans. f toók Barkers eru margar frásagnir. Auk þeirra, sem áð ur er minnzt á, er sagt frá af- drifum milljónamæringsins Löwenstein, sem hvarf á flugi yfir Ermarsundi. Þá er sagt frá þvi, er sprengju var komið fyrir í farþegaflugvél, og flugvél, sem hvarf á leið til Bermuda, en hún var með 13 sérfrœðinga (í flugi og flugslysum) innanborðs. Einnig er sagt frá siprengju- flugvél, sem hvarf 1943, eftir sprengjuárás á Napoli. Það var fyrsf fyrir þremur árum, að uppvíst varð um örlög hennar. Þá fundu olíuleitar- menn flak flugvélarinnar í Sahara-eyðimörkinni. Nokkr- um mánuðum síðar fundust steinrunnin lík áhafnarinnar, nokkra km frá flakinu. Við hlið eins þeirra fannst dag- bók álhafnarinnar. Þar er lýst síðustu dögum mannanna, er þeir þjáðust af vatnsskorti. Þeir höí'ðu orðið að varpa sér til jarðar í fallhlífum, vegna eldsneytisskorts. — Síðan reyndu þeir að halda norður á bóginn, en landakort þeirra var ekki rétt, og því komust þeir aldrei til byggða. Hefðu þeir hins vegar haldið í suð- vestur, hefðu þeir komizt til byggða innan nokkurra klukkustunda. Dagbók áhafn- arinnar hefur verið líkt við dagbók landkönnuðarins Scotts. Bókin fjallar um flugslys, allt frá fyrstu dögum flugsins, og fram á siðustu ár. Það er athyglisvert, að sum þeirra slysa, sem gerzt hafa fyrir mörgum árum, virðast hafa endurteki’ð sig á síðari árum, jafnvel á síðustu mánuðum. þús. krónur en eru nú miðað við sömu neyzlu 127 þús. kr. Þannig að sé það rétt, sem haldið er fram að útgjöld meðalfjölskýldu séu á þriðja stafar af verðlagshækkun- hundrað þúsund krónur hlýt- ur mismunurinn á því og þeirri útgjaldahækkun, sem inni, að eiga rót sína að rekja til þess að kjörin hafa batnað sem því nemur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.