Morgunblaðið - 06.08.1966, Page 20
2©
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 6. ágúst 1966
FÁLKAFLUG
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
jJUk OQD □ QQDO 0
QQDoa oooa n
aftur á bak, til blaðsíðnanna,
sem ég hafði verið að lesa í bóka
safninu, daginn áður. En einhver
— líklega hinir ungu nemendur
Aldos, — höfðu orðið á undan
mér. Bróðir minn hlaut að hafa
gengið eftir bókunum rétt eftir
að ég fór frá frú Butali, fært
þær þýðandanum til að fara
gegn um. Miði hafði verið sett-
ur í eina opnuna, sem ég mundi
eftir, að ég hafði lesið.
........Þegar hinir 'hrieyksl-
uðu borgarar í Ruffano báru
fram ásakanir gegn Claudio,
svaraði hann með því að segja,
að hann hefði fengið guðlegt
vald til að leggja á hvern þegn
sinn þær refsingar, sem hann
verðskuldaði. Hinir hrokafullu
skyldu flettir klæðum, þaggað
niður í rógberum, höggormur-
inn skyldi deyja í sínu eigin
eitri. Þannig skyldi komið jafn-
vægi á metaskálar réttvísinnar.
Eitt kvöldið vanrækti einn hirð-
sveinn að koma með. ljós á kvöid
verðarborð herra síns. Hann var
grpinn af lífvörðum hertogans,
sem vöfðu vesalings drenginn í
dúk, sem var gegndreyptur elds
neyti. Síðan var kveikt í öllu
saman og pilturinn rekinn gegn
um sali hallarinnar þangað til
hann dó kvalafullum dauða“.
Dáfalleg saga. Dálítið of harðn-
eskjulegt af guðlegu réttlæti
að vera.
„Borgararnir, gramir yfir
þeirri smán, sem gekk yfir heim
ili þeirra, risu loks upp undir
forustu eins helzta borgarans, en
Fálkinn hafði einmtt svívirt
konu hans. Það var í uppreisn-
inni, sem nú varð, að Fálkinn
mætti örlögum sínum. Skrípa-
brögðin, sem hann hafði lært af
leikurunum, félögum sínum,
komu honum til að framkvæma
uppátæki, sem þangað til hafði
verið óþekkt, sem sé að stýra
átján hestum frá virkinu á norð
urhæðinni í Ruffano, gegn um
alla borgina og að hertogahöll-
inni. Þá tók hér um bil allt borg
araliðið sig saman. elti hann og
gerði atlögu að honum, eftir að
rriargir þeirra höfðu verið troðn
ir undir fótum af hestunum.
Þessi síðasta reið, sem í borg-
inni var kölluð Fálkaflugið,
endaði með því, að hertoginn
var myrtur.”
Ég fékk mér aftur vermút í
glasið. Ég hafði haidið, að her-
toginn hefði kastað sér ofan úr
turninum, og lýst því yfir, að
hann væri fuglinn, sem hann
hét eftir. En það nefndi þýzki
fræðimaðurinn ekki á nafn.
Kannski voru ítölsku handritin
ítarlegri. Ég skrifaði niður vand
lega öll smáatriði þessu viðvíkj-
andi, fyrir bróður minn. Einhver
annar yrði að lesa úr grískunni
fyrir hann.
Þegar hann kom aftur, nokkr-
um mínútum fyrir átta og í
ágætu skapi, og hafði losnað við
þunglyndið frá því að við vor-
um að rifja upp fortíðina, rétti
ég honum athugasemdir mínar
og lét hann lesa þær meðan ég
var að þvo mér um hendurnar.
Ég kom inn aftur eftir nokkrar
mínútur og þá var hann bros-
andi.
— Þetta er gott, sagði hann.
— Alveg ágætt. Það kemur al-
veg heim við það, sem ég var
búinn að lesa áður.
Ég sagði að það gleddi mig.
Hann stakk blöðunum í vasa
sinn. Svo kvaddi hann Jacopo
og við gengum út. Ég tók eftir
því ,að nú notaði hann ekki bíl-
inn. Við gengum eftir Drauma-
götu og til gamla hússins okkar.
— Hvaða grein gerirðu fyrir
mér við frú Butali? sagði ég.
— Eg sagði henni það, áður
en ég fór í morgun. Hún er eins
örugg og Jacopo.
Hann gekk á undan inn í garð
inn og upp stíginn að húsinu.
Dyrnar voru opnar. Við hefðum
eins vel getað verið að koma úr
einhverju flakki í gamla daga,
og foreldrar okkar beðið okkar
heima. Hann hefði þá beiðzt af-
sökunar, en ég hefði verið send-
ur tafarlaust í rúmið.
<M/, 'Wo
m
i|iii^filfn)l|tti^tfMttl1fHMtHAilii|i)il/M^iiniiim1lftMMtittl|'iitt1lit|itWtutii/Mint)MfrimtlVfituA(miTftifiill?tmiti|ltf||Mi1II(Hitl|tiifii,«ttt
•M>"* ,W/, »/
«W/< ,Mia,
,«//,
otl/,
©PIB „VI/,.
«W/,
y\Ul»
,M'" COSPER
- Hann líkist pabba sínum.
Húsmóðirin hafði haft fata-
skipti í tilefni af komu okkar.
Mér fannst hún ennþá fallegri
í kvöldbirtunni, og blái kjóllinn
fór henni sérlega vel. Hún gekk
fyrst til mín, brosandi og rétti
fram höndina.
— Ég hefði átt að geta vitað
það, sagði hún, — að það var
hvorki Chopin né Debussy, sem
dró yður hingað. Þér vilduð sjá
gamla heimilið yðar.
— Það var allt þetta þrennt,
sagði ég og kyssti á hönd henn-
ar. — Þetta var framhleypni af
mér og nú er tækifærið til að
beiðast afsökunar á (því.
Nú var ég ekki lengur aðstoð-
arbókavörðurinn, sem hafði
gengið með henni heim frá kirkj
unni. Nú var ég „einn af oss‘,
— svo var Aldo fyrir að þakka.
— Þetta er lygilegt, sagði hún,
— en dásamlegt um leið. Þetta
•breytir svo miklu í lifi ykkar
beggja. Ég er svo fegin, ykkar
vegna. Hún leit á okkur á víxl
og tár, sem ef til vill höfðu ver-
ið á næstu grösum allan tímann,
komu nú fram í augun.
— Sleppum allri tilfinninga-
semi, sagði bróðir minn. — Hvar
er Campari handa mér? Beo vill
heldur vermút.
Hún hristi höfuðið framan i
hann, eins og til að mótmæla
þessu tilfinningaleysi hans, og
rétti okkur glösin, sem stóðu
sinnum
lengur i þess
um tækjum.
fflooca mwm
RflFHLÖÐUR
Hlgh powep pafhlOOui* eru
staklega framlelckfar fyrlr plötu
■pllara, segulbönd, rakvélar, leik
föng og blossalampa fyrlr l]ös
myndavélar.
O.JOHNSON &KAABER HE
þarna tilbúin og hellti í handa
sjálfri sér.
— Ykkar beggja skál, sagði
hún. — Langt líf og öll hugsan-
leg hamingja.......og svo bætti
hún við til mín: — Ég hef alltaf
verið svo hrifin af nafninu yð-
ar. Það á svo vel við yður, „II
Beato“.
Aldo rak upp skellihlátur. —-
Veiztu ekki hvað hann er? sagði
hann. — Hann er ekkert nema
túristasnati. Hann þeystist um
allt landið og sýnir Engilsöxun-
um „Róm að naeturlagi“.
— Já, hví skyldi hann ekki
gera það? Ég er viss um, að
hann gerir það vel og ferðamenn
irnir tilbiðja hann.
— Hann gerir það fyrir
□-
-□
34
drykkjuskildinga, sagði Aldo.
— Hann kafar niður í Trevi-
lindina, buxnalaus.
— Bull og vitleysa, sagði hún
brosandi, og svo við mig: —
Hann er öfundsjúkur af því að
þér sjáið heiminn, en hann sit-
ur blýfastur í þessum litla há-
skólabæ.
Beo hljómaði vel þegar hún
sagði það. Ég kunni vel við það.
Og þessar ertingar þeirra í milli,
gerðu mig rólegan. Og þó........
Ég leit á bróður minn. Hann
gekk um og sló upp bókum, tók
upp hluti og lagði þá frá sér aft-
ur, órólegur eins og ég mundi
eftir honum frá fyrri dögum,
eins og hann væri að halda ein-
hverjum æsiwgi niðri. Eitthvað
var á seiði.
Vængjadymar opnuðust inn í
það, sem nú var borðstofa, og
ég sá borð, sem lagt var á fyrir
þrjá og lýst upp af kertum.
Stúlkan, sem hafði sett matinn
á hlaðborðið, dró sig nú í hlé
og lét okkur bjarga sjálfum okk
ur. Gamla leikherbergið mitt,
sem var orðið breytt af þessum
gluggatjöldum og kertaljósinu,
sem lék um • gljáfægt iborðið,
hafði einhvernveginn misst alla
töfra sína, frá því um morgun-
inn. Nú var það mitt aftur, en
hlýrra og viðkunnanlegra, og eg
hafði á tilfinningunni, að
bernskuárin mín væru komin
aftur, og ég hefði verið hækkað-
ur svo í tign, að nú mætti ég
taka þátt í leikum Aldo bróð-
ur míns.
Ég hafði áður fyrr oft átt því
láni að fagna að styðja og
styrkja einhverja duttlunga bróð
ur míns, hvort heldur það sner-
ist um að efla einhverja vin-
áttu, sem hann hafði stofnað
til í skólanum, þar sem hann
var mest allan daginn, eða þá
að draga úr slíkum kunnings-
skap. Hann var vanur að búa
til einhverjar setningar handa
mér og svo átti ég, að gefnu
merki, að koma með þær, og
valda truflun, eða þá þrætum
og jafnvel áfíogum. Og aðferð-
irnar hans höfðu ekkert breytzt.
Nú var bara fiskurinn, sem hann
var áður að þreyta, orðinn að
konu, og að sjá hana sækjast
eftir beitunni var hpnum tvö-
föld ánægja þegar ég var sjón-
arvottur að því. Ég velti því fyr
ir mér, hve langt hann hefði
gengið — hvort þetta kank
þeirra — þar sem ég varð oft
að skotspæni, handa henni að
taka upp þykkjuna fyrir — væri
einhver inngangur að síðasta
þættinum, eða þá — ef þau vseru
þegar orðin elskendur, þá væri
þetta leyndarmál þeirra æst upp
með því að flíka því fyrir óvið-
komandi þriðja aðila.
Ekki var minnzt á eiginmann
frú Butali. Sjúki maðurinn i
sjúkrahúsinu í Róm, var engin
yfirvofandi beinagrind í veizl-
unni — hann hefði eins vel get-
að alls ekki verið til. Ég tók að
geta mér til um það, hvernig
það hefði breytt framkomu okk-
ar allra ef hann hefði verið við-
staddur: húsmóðirin hefði dreg-
ið sig inn í skel sína og orðið
bara húsmóðirin við borðið, og
Aldo hefði farið að smjaðra fyr
ir húsbóndanum, svo að aðeins
ég hefði vitað, að það var smjað
ur — því að þannig hafði hann
í æsku farið að við föður minn
— og hvort það mundi verða til
þess, að hann afhjúpaði sjálfan
sig, hvort heldur það væri
skemmtilegt eða leiðinlegt, ef
aðeins undirstraumurinn leynd-
ist nægilega.
Að máltíðinni lokinni fór frú
Butali með okkur upp í tónlist-
arstofuna, og meðan við drukk-
um kaffi og líkjör, beindist sam-
talið að hátíðinni,
— Hvernig ganga æfingarn-
ar? spurði hún bróður minn. Eða
á þetta að vera eins og í fyrra,
að enginn fái neitt um það að
vita fyrirfram nema þátttakend-
urnir?
— Ennþá leynilegra, en hvað
snertir fyrrihluta spurningarinn-
ar, þá ganga æfingarnar veL
Sumir okkar hafa staðið í þeim
mánuð um saman.
Hún sneri sér að mér. Þér vit
ið, Beo, að í fyrra lék ég Emi-
líu hertogafrú, sem tók á móti
Klemensi páfa. Rizzio prófessor,
sem þér hittuð hér í morgun,
var hertoginn. Og æfingarnar
voru svo eðlilegar og áhrifin af
tilsögn bróður yðar, sem stjórn-
aði okkur, svo mikil, að ég held,
að Rizzio haldi síðan, að hann
sé hertoginn af Ruffano.
— Hann kom að minnsta kosti
konungslega fram við mig I
morgun, sagði ég, — enda þótt
ég setti það ekki neitt í samband
við hátíðina í fyrra. Ég hélt
bara, að staða hans sem vara-
rektor gerði honum ljóst það
djúp, sem milli okkar er stað-
fest.
— Já, hann er nú slæmur með
það, samþykkti hún, — en lík-
lega hefur það þó stigið henni
systur hans ennþá .meir til höf-
uðs. Ég vorkenni alltaf þessum
veslings kvenstúdentum í garð-
inum hjá henni. Þær gætu eins
vel verið í klaustri eins og þarna
innilokaðar hjá ungfrú Rizzio.
Bróðir minn hló og hellti 1
konjaksglasið hjá sér.
— Klaustrin í fornöld voru að
skömminni til aðgengilegri,
sagði hann. — Það er enn eftir
að grafa jarðgöng milli karla
og kvennagarðanna. Kannski
ættum við að athuga það.
Hann dró blöðin, sem ég hafði
skrifað fyrir hann upp úr vas-
anum, fleygði sér aftur á bak
í stól og fór að lesa þau.
— Það eru mörg vandamál,
sem verður að leysa, áður en
þessi hátíð kemst í framkvæmd
í ár.
— Eins og hver?
— Eins og til dæmis að kom-
ast að því, hvort Claudio her-
togi hefur verið siðapostuli eða
ófreskja, svaraði ég. — Ef trúa
má sagnfræðingunum, hefur
hann verið skrímsli, og brjálað-
ur í þokkabót. En Aldo heldur
hinu gagnstæða fram.
— Þess var von af honum.
Hann vill alltaf vera öðruvísi en
allir aðrir.