Morgunblaðið - 14.08.1966, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.08.1966, Qupperneq 15
Sunnudagur 14. ágást 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 Þekkti fleiri en á götu í Reykjavík Þó að nokkiar vikur séu um liðnar, þá er ómögulegt að skrifa svo Reykiavíkurbréf, að minnast ekki 100 ára afmælishátíðar ísa- fjarðarkaupstaðar, sem haldin var í miðjum júlímánuði sl. Af hálfu heimamanna var hátíðin undirbúin með ágætum. Alls- herjar hreingerning hafði farið fram í bænum, með svipuðum hætti og myndarlegar húsmæð- ur gera til þess að fagna sumri. Dægurþras var iátið niður falla, og allir sameinuðust um ánægju- lega hátíðisdaga. Fróðleg sögu- sýning hafði verið undirbúin í byggðasafni staðarins og efnt var til sérstakrar listasýningar með atbeina Listasafns ríkisins og Listasafns Alþvðusambandsins. Sjálf aðalhátíðin fór fram úti og tókst með afbrjgðum vel. Þar átti veðrið að vísu sinn þátt í eins og uro allar slíkar samkom- ur hlýtur að verða, ekki sízt hér þætti stundum sækjast seint róð urinn. Eins og um flest önnur mannanna verk iók langan tíma að byggja Húsavíkurhöfn en nú er hún fyrir löngu búin að sanna tilverurétí sinn. Kaldranaleg júlí- lok Þeim, sem óvanir eru íslenzk- um vegum finnst margt út á þá setja. Þrátt fyrir afkastagetu hinna nýju malbikunarvéla, þá er hætt við, að það taki allmörg ár, svo ekki sé sagt áratugi, þang að til maibikaðir vegir verða komnir út um allt okkar víðáttu- mikla land. Engu að síður verð- ur að játa, að vegirnir taka stór um bótum á hverju ári sem líður. Lítum t.d. á veginn milli Húsavíkur og Kelduhverfis. Rosknir menn muna algera veg- leysu þar á mdli. Bílfær vegur REYKJAVÍKURBRÉF á landi. Fróðum mönnum tald- ist svo til, að hátíðin hefði verið svo vel sótt af utanaðkomandi gestum, að ibúatala bæjarins hefði tvöfalda.st hátíðadagana. Miðaldra Revkvíkingur, sem marga þekkir, mælti, þegar hann gekk um Hafnarstrætið aðalhá- tíðakvöldið’ „Hér þekki ég fleiri en á götunum í Reykjavík að kvöldi 17. júní“. Þetta var orð að sönnu, því að þarna var kom- inn ótrúlegur fjöldi þekktra Reykvíkinga, sem með heimsókn sinni sannaði sinn ísfirzka upp- runa og tryggð við sína fornu heimabyggð. Skáli Marzelíusar hefði rúmað meiri- partinn Þegar helmamenn voru að því spurðir hvað þeir mundu hafa gert við allan þann fjölda, sem saman var kominn, ef veðrið hefði reynzt óhagstætt, svöruðu þeir eitthvað á þessa leið: „Hann Marzelíus hafði orð á því, að við værum velkomnir í skálann sinn, ef á þyrfti að halda“. Sem betur fer þurfti ekki á þessari þrauta- lendingu að halda. Það dregur ekki úr því stórvirki, sem Marzel íus Bernbarðsson hefur unnið með því að koma upp sinni mynd arlegu skípasmíðastöð. Hún er eitt af þeim stórvirkjum, sem hér á landi hafa verið unnin síð ari árin. F.nn hefur sú aðstaða, sem þarna hefur verið sköpuð ekki verið nýtt til fullnustu. Vonandi þarf ekki að efa, að til þess finnist ráð innan stundar. Skipasmíðastöð Marzelíusar sýn ir hverju hrinda má í fram- kvæmd með dug og atorku. En hún er engan veginn eina dæm- ið um þetta á þessum slóðum. Ingólfur J ónsson. lögfræðingur, hjá Skipaútgerð ríkisins, fyrr- verandi bæjarstjóri á ísafirði, sagðist ekki hafa til ísafjarðar komið í 32 ár, þ e. eftir að hann flutti þaðan á árinu 1934. Síðan hefði ísfirðingum fækkað, en því erfiðara ætti hann með að trúa eigin augum um þá gerbreyt- Laugard. 13. ágúst ingu, sem orðið hefði á bænum og óteljandi umbótum, sem nú blöstu hvarvetna við. Erfiðar aðstæður Aðstæður á fsafirði eru að ýmsu erfiðar, landrými er lítið, Skutulseyrin að mestu leyti byggð og slcriðuhætta í hlíðun- um fyrir ofan og innan eyrina. Á sl. vetri féllu skriður svo að guðsmildi var, að ekki urðu stór slys af. í eitt skipti gat dugmik- ill ýtustjóri beitt tæki sínu á móti skriðurini og beint henni frá nýbyggðu húsi, sem ella hefði verið í bráðum voða. Vegasam- band til fjarlægari staða lokast skjótlega þegar haustar. Útgerð frá ísafirði hefur gengið upp og ofan eins og annars staðar. Von- ir þær, sem menn um skeið bundu við togarana, um að þeir mundu bæta úr misfiski, eru fyrir löngu farnar út í veður og vind. Eitt stendur þó óhaggan- legt: Pol'urinn á ísafirði er ein- hver bezta höfn sem til er á landi hér. Slíkt hið sama verður ekki sagt um Bolungarvík. Þar þarf enn að verja óhemjufé ár hvert til þess að halda við sæmilegri höfn. Vegasambandið frá Bol- ungarvík til fjarlægari staða er enn ótryggara en frá ísafirði. Má þó segia, að vegurinn milli þessara tveggja staða sé nú þeg- ar lífæð Bolungarvíkur. Báðir staðirnir munu njóta ómælds hagnaðar af því þegar í fram- kvæmd komast þær ráðagerðir, sem nú þegar er unnið að, að tryggja vegasamband suður á bóginn. Bæjarstæði í Bolungar- vík er hinsvegar rýmra en á Isafirði og baðan er skemmra að sigla á miðin. Frábær dup;naður Bolvíkinga Engu að síður eru aðstæður j' Bolungarvik svo erfiðar, að við- búið er, að þar hefði orðið lítið um framkvæmdir, ef frábær dugnaður ötulla forustumanna hefði ekki komið tii. Staðreynd- in er, að Bolungarvík tekur stakkaskiptum með ári hverju, stöðugt rísa upp ný og ný at- vinnutæki og glæsileg heimkjmni ötulla athafnamanna. Sízt er orð um aukið, að þarna sé að gerast kraftaverk. Öllum kemur saman ijm, að það sé fyrst og fremst fyrir atbeina Einars Guðfinns- sonar og sona hans. Frá því að sá, er þetta ritar, kom til Bol- ungarvíkur f.vrir fáum misser- um, höfðu þeir feðgar nú reist nýja sildarverksmiðju. Þegar svo illa tókst, að vonir þeirra um síld á heimamiðum brugðust, þá létu þeir ekki hendur fallast, heldur höfðu forgöngu um tilraunir til síldarflutninga. Ríkisstjórnin leigði þeim olíuflutningaskipið Þyril í þessu skyni og seldi þeim síðan skipið með fullu verði, þegar í ljós kom, að tilraunin mundi ekki einungis bjarga Bol- ungarvík, heldur hafði grund- vallarþýðingu fyrir allan síldar- iðnað hér á landi. Sumir stjórn arandstæðingar létu sig hinsveg ar hafa bað, að gera þessa samn inga stjórnarinnar og þeirra feðga að árásarefni á ríkisstjórn- ina til að vekja öfund og tor- tryggni 1 garð hinna framsýnu athafnamanna Bolungarvíkur. Þeir, sem slíkt fá af sér, kunna sanriarlega ekki að skamm ast sín. Stærsta innlenda stálskipið Sem belur fer er það viðar en á Vestfjörðum að framkvæmda- samir athafnamenn búa. Á Ak- ureyri hefur síðustu vikurnar leg ið við landfestaf stærsta stál- skip, sem smíðað hefur verið á íslandi. Það er fiskiskipið Sigur björg, sern Slippstöðin á Akur- eyri er að ljúka við að smíða fyrir Magnús Gamalíelsson í Ól- afsfirði. Að sjálfsögðu hefur þurft að flytja inn efnið í skip- ið, vísindaleg tæki og vélar. En sjálf skipssmíðin er öll gerð af íslenzkum mönnum. í leikmanns augum sýnist þar allt með þeim snyrtiblæ, að betur geti ekki far l ið. Vonandi verður sú raun á, að menn sannfærist um, að slík verk þurfi ekki að sækja til ann arra landa Þar tjáir þó ekki að taka tillit til kurmáttunnar einn- ar saman, heldur verðlagsins, hvort almennt tekst að halda því svo í skefjum, að við leikum ekki eigin gæfu úr hendi okkar. Slippstöðin á Akureyri hefur nú þegar undir framsýnni forustu Skapta Áskelssonar komið upp ágætum vinnustofutn og vöru- birgðum,. sem tiltækar eru fyrir fiskiflotann í nágrenninu. Smíði hins nýja stálskips reyndist þó ærið kulsæl á sl. vetri, og er Skapti því nú að láta smíða mik inn skála, sem hentar til skjóls fyrir skipasmíði. Enda hefur hann nú þegar ærin verkefni framundan, sem ekki er að furða, þegar menn siá íráganginn á hinu nýja skipi. Ný tækni á Húsavík Á Húsavík var norðanstrekk- ingur og kuldi. Enginn móðu- harðindablær var þó yfir bæn- um, þvert á móti er hann í örum vexti, svo að flein og fleiri lend ur eru ætið teknar til byggingar nýrra húsa. Þörfin fyrir bygg- ingarefni mátti og marka af því, að þar lá við bryggju Freyfaxi, hið nýja skip Sementsverksmiðj unnar og var verið að afferma það. Menn hafa heyrt og séð lýsingar á fyrirkomulaginu í lestarrými skipsins, hversu bet- ur sé farið með vöruna, en færri menn þuríi við fermingu og af- fermingu, þó að hvorttveggja gangi mun greiðar en áður, og sparaður sé mannafli á skipinu sjálfu, iafnvel þótt af þess hálfu sé meira hjálpað við affermingu en hingað til hefur tíðkast. Um allt þetta er þó sjón sögu ríkari. Það var eftirminnileg kennslu- stund að standa í sjórokinu á hafnargarðinum í Húsavík og horfa á þessi nýtizkulegu vinnu- brögð. Þetta var ekki sízt ánægju legt fyrir pann, sem nokkuð hafði fylgzt með baráttunni fyr ir því að kema upp hafnarmann- virkjunum á Húsavík. Á alls- leysisárunum milli stríða, þegar flestar bjargir voru bannaðar, hafði Júlíus Havsteen, sýslumað- ur framsýni og dug til þess að brjótast i þessum framkvæmd- um. Með ódrepandi ötulleik sín- um og kunningsskap við áhrifa- menn í fjármálum hér í Reykja- vík ýtti Julíus þessum fram- kvæmdum áfram þótt honum yfir Reykjaheiði skapaði gerbylt ingu fyrir þremur-fjórum áratug um. Nú er sá vegur orðinn úrelt- ur eftir að vegur kom kringum Tjörnes. Fyrir þremur-fjórum ár um var hann ærið seinfarinn, en nú er ýmist búið eða verið að taka af honum mestu beygjur, svo segja má að skotfæri sé alla leið. Ekki er heldur langt síðan það þótti fiarlægur draumur að rafmagn gæti komið í Keldu- hverfi. Nú er sú framkvæmd á- kveðin og vafalaust eru sumir farnir að býsnast yfir hversu seint gangi. Eðlilegt er, að allir æski eftir að njóta tækninýj- unga, en sumum hættir við að gleyma erfiðleikum okkar í þessú norðlæga landi. Nú síðast í júlí var Kaldbakur næi alhvítur af nýföllnum snjó að sjá frá Akur- eyfi. Hið siðasta júlíkvöld var snjóföl á veginum upp úr Axar- firði og yfir í Mývatnssveit. Þegar á allt er litið verður frem ur að undrast hversu miklu hef- ur fengizt áorkað heldur en þótt sumt gangi seinna en hugur stendur til. Úlfaldi gerður úr mýflugu Það hlálegast er, að ýmsir þeirra, sem harðastir eru í kröfu gerð um ýmis kc>nar framkvæmd ir og framfarir, snúast harkaleg ast á móti þegar ráðstafanir eru gerðar tií bess að hrinda því- líku í framkvæmd. Nú eru t.d. flestir áköfustu kröfugerðarmenn landsins mjög letjandi þess að ráðist sé í kisilgúrvinnslu við Mý vatn. Þar hafa þeir fundið þá af- sökun fyrir úrtölum sínum, að slíkt kunni að skaða fuglalíf við vatnið og eyðileggja náttúrufeg- urð þar. Þeir, sem á staðinn koma og virða fyrir sér þessar framkvæmdir, sjá hversu fráleitt er að halda þvílíku fram. Fyrir efnistökunni fer svo lítið, að naumast verður eftir henni tek- ið nema á hana sé bent. Verk- smiðjuhúsin eru á eyðistað og sjást ekki frá alfaravegi við vatn ið. Frá öllu þessu er svo vendi- lega gengið, sem bezt má verða. Úrtöluvælið holdur áfram eftir sem áður. Slíkt tjáir ekki að láta á sig fá, heldur sækja ötullega fram til þess að auka heill og hamingju íslenzku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.