Morgunblaðið - 14.08.1966, Síða 17

Morgunblaðið - 14.08.1966, Síða 17
Sunnudagur 14. Sgðst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Kísiliðjan Framhald af bls. 12. hægt er til að fyrirbyggja allt slíkt. Og ef þetta gæti orðið til þess að fæla frá allskonar flökkulýð og ferða fólk, mundi fuglalífið eflaust ná sér mjög vel á strik. Það sagði víst einhver Ameríkani í vor, að hann mundi sko ekki koma hingað til að skoða náttúruna, þegar komin væri verksmiðja — en ég sagði, að það væri nú bara betra, það væri ágætt að losna við þessa andskota sem ganga hér um allt rífandi og tætandi. í leiðinni ofan "áð vatninu komum við sem snöggvast við hjá nýju íbúðarhúsunum norsku, sem vakið hafa mikla athygli. Þau voru sem kunn- ugt er, flutt inn tilbúin og sett upp á skömmum tíma. Hús þessi eru afar vistleg og hlýleg, einföld að gerð en rúm ast greiniiega vel í þeim. Ann ar langveggurinn er því sem næst allur úr gleri. Er þar Steinhildur Sigurð- ardóttir — Minning Birgir Guð'mundsson og Björn Þórhallsson ræðast við. stofa, stór og björt og eldhús með einkar fallegri innrétt- ingu úr eik. Mynda skápar — Menntakonur \ Framhald af bls. 8 trúi ísraels á þingi Alþjóða- samtaka háskólakvenna. Hún er kona fremur lágvaxin og ljós yfirlitum. Úr svip hennar má lesa sambland hlýju og glettni. Fædd er hún í Man- chester í Englandi og þar lauk hún háskólaprófi í efnafræði. Síðan kenndi hún við háskól- ann í fæðingarbæ sínum í 12 ár. Árið 1952 hélt hún til ísra- els til að vera viðstödd opnun háskólans í Jerúsalem og dvaldi þar um þriggja vikna skeið. Síðan hélt hún aftur heim til Englands, en ári síð- ar fluttist hún búferlum til Jerúsalem, þar sem hún hefur dvalizt síðan. Frú Becker kennir ensku við háskólann í Jerúsalem og er nú orðin vel þekkt kennslukona í ísrael. Frú Becker er einn af stofn- endum ísraelskra kvenstúd- entafélagsins og var um skeið nefndarformaður í Alþjóða- samtökum háskólakvenna. — Hvað olli því, að þér yfirgáfuð fjölskyldu yðar og fluttuð til Jerúsalem, frú Becker? — Ja, það var nú fyrst og fremst vegna þess að ég er Gyðingur. Þegar ég fór til Jerúsalem til að vera við- stödd opnun háskólans þar árið 1925 ákvað ég strax með sjálfri mér, að þarna vildi ég búa og hvergi annars staðar. Og sú varð raunin á. Þegar árið eftir fluttist ég til Jerú- salem. — Fenguð þér vitrun? -— Nei ,síður en svo — Jerú salem er bara heimkynni Gyð inga. Þar geta Gyðingar verið eins og þeim sýnist en þurfa ekki að vera eins og allir aðr- ir. — Og var fjölskylda yðar ánægð með, að þér skylduð hverfa af landi brott svona allt í einu. — Nei, síður en svo. Satt að segja héldu allir, að ég væri gengin af vitinu. Til dæmis ráðlögðu vinir bróður míns honum að fara með mig til sálfræðings og geðlæknis. Frú Becker hlær við og hagræðir sér í sætinu. — Já, þegar ég fór fyrst til Jerúsalem tók ferðin mig heila viku. Nú kemst ég þetta á 12 klukkustundum. í þeim hluta borgarinnar, sem ég bý í voru þá aðeins 8 hús. Nú skipta þau hins vegar þús- undum. Þar sem þá voru ber- svæði eru nú tré og reisuleg- ar byggingar. Já ég hef fylgzt með uppvexti borgarinnar, séð hana bæði í reifum og sem vaxandi nútímaborg- Þegar ég kom til Jerúsalem var ekkert rafmagn í húsum og erfitt að fá vatn, en nú þarf ekkert heimili að kvarta undan raf- magnsleysi. Til að sýna fram á hvað borgin hefur vaxið ört nægir að bera saman íbúa- f jölda hennar, þegar ísrael varð sjálfstætt ríki áfið 1941, og þá íbúatölu sem hún hefur nú. Þá voru 750 þús. íbúar í allri Jerúsalem ,en nú eru íbúar nýju Jerúsalem, þar á meðal þeim hluta borg- arinnar sem telst til ísraels hvorki meira né minna en um 2já milljón. — í Jerúsalem hitti ég svo manninn minn, en hann var írskur að uppruna. Þar eignuð umst við eina dóttur og á ég nú þrjú barnabörn. — Þér hafið líklega oft heimsóP fjölskyldu yðar í Englandi síðan þér fluttuð þaðan. — Já, ég hef oft farið heim til Englands. Þetta þykir stutt leið nú orðið, síðan flug vélarnar komu til. Stunda margar konur há- skólanám í ísrael? — Já, álíka margar stúlk- ur og pdtar. Yfirleitt ganga piltar og stúlkur í sömu skóla og þau fá sömu tækifæri til að stur.da nám og taka sömu próf. f háskólanum í Jerúsa- lem eru 12.000 nemendur og í öllum deildum skólans eru piltar og stúlkur í réttum hlut föllum nema í læknadeild, þar sem pilrar eru í meiri hluta. Minna en 16% þjóðarinnar er hvorki læs né skrifandi. — Hvernig er samkomulag ykkar Gyðinga við nágranna- þjóðirnar? — Við erum „personae non gratae“ í Jórdaníu, Egypta- landi, Sýrlandi og Líbanon. Þangað megum við ekki fæti stíga. Milli nýju og gömlu Jerúsalem rennur á. Öðrum megin árinnar er fsrael, hin- um megin Jórdanía. Nýja Jerúsalem er nútímaborg í gömlu Jerúsalem ríkir mikil afturför. Annars veit ég ekki mikið um Jórdaníu. — Hvernig líkar yður svo að vera komin hingað til ís- lands? Ég kann reglulega vel við mig. Foikið er vinalegt og landið fallegt. En verðlagið er engu likt. Maturinn er hræðilega dvr Ég hef hvergi kynnst öðru eins. Mér er skapi næsta að fara í megr- unarkúr meðan ég dvel hérna og ætla heim á þriðju- dag, þv’. að óg hef hreint og beint varla ráð á að vera hér lengur. — Að lokum, frú Becker, hvað datt yður fyrst í hug þegar þér stiguð út úr flug- vélinni? — Ég var hrifin af birt- unni. Það var næstum komið miðnætti og saint var rétt orðið skuggsýnt. Og fegurð landslagsins, lit himinsins og endurskininu í sjónum, gleymi ég aidrei. Það var undursamleg sýn. Ó. B. skilvegginn milli stofunnar og eldhússins og má opna þá frá báðum hliðum. Beint inn af stofunni eru þrjú svefn- herbergi og virðast hurðirnar að þeim hluti veggjarins þeg ar þær eru lokaðar. Herberg in eru rúmgóð með góðum eikarskápum. Af forstofu- gangi er gengið inn á salerni og baðherbergi en bakdyra- inngangur er inn í eldhúsið Á MORGUN verður kvödd hinztu kveðju frú Steinhildur Sigurðardóttir húsfreyja að Landakoti á Álftanesi. Hún var fædd 24. marz árið 1900, að Seljum í Hraunhreppi á Mýrum'á Snæfellsnesi. For- eldrar hennar voru hjónin Hall- dóra Steindórsdóttir og Sigurð- ur Jónsson. Bjuggu þau fyrst á Rifi á Snæfellsnési og síðan á Sandi, og ólst Steinhildur þar upp eftir það. • Ung að árum kynntist hún eftirlifandi manni sínum Sæmundi Arngrímssyni frá Sandi og voru þau gefin saman að Görðum á Alftanesi af síra Árna Björnssyni 24. júní 1922. Þau bjuggu fyrst eitt ár í Hafnarfirði, en fluttust það- an að Landakoti á Álftrvesi og hafa búið þar allan sinn bú- skap. Þau eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi, Halldóru, Sig ^ urð, Jóhönnu, Arngrím og Hildi mund. Auk þess ólu þau upp tvo fóstursyni, Guðjón Brynjólfs- son og Jóhannes Hjaltested. Öll eru börnin gift og búsett í Reykjavík og Hafnarfirði, en yngsti sonurinn býr að Lauf- ási á Alftanesi. Börnin eru öll frá bílskúrnum, sem er í j mesta myndar og dugnaðarfólk öðrum enda hússins. Birgir . og bera foreldrum sínum og sagði, að húsin hefðu vakið æskuheimili gott vitni. Barna- töluverða athygli og m’argir j börnin eru 17 og 4 barnabarna- komið að skoða þau, Ekki I börn. kvaðst hann geta sagt til um | Fimmta ágúst klæddist Álfta- fullnaðarverð þeirra — en nesið sínum fegursta hásumar- taldi að það mundi verða skrúða. Allt í ríki náttúrunnar einhversstaðar milli 800 og bar merki lífs og grósku, hey- 900 þúsund. Rómaði hann þurrkur eins og bezt verður mjög fyrirkomulagið allt og sagði húsin afar hlý og not- aleg. Mbj. Gjoíir til Hyalsneskirkju GJAFIR og áheit til Hvalsnes- kirkju 1965-1966: Reykjavík til kaupa á teppi á kirkjuna kr. 30.000,— Gjöf til miningar um Hallgr. Pétursson, N.N. — 300,— Gjöf, N.N. Sandg. — 3.000,— Gjöf, N.N. Sandg. — 4.000,— Úr safnbauk kirkj., — 5.578.75 Áheit M. — 1.000,— — G. — 10,— — N.N. gamalt — 100,— — Gömul, Gulla — 250,— — Kristbjörg Jónsd. — 160,— — Bjarni Jónsson — 500,— N.N. — 200.— — N.N. — 100,— — N.N. — 70,— — J.Á. — 100,— — Kristín Zalewske — 250,— — S.P. — 100,— — N.N. — 150,— — Ingi'oj. Jónsd., — 100,— — N.N. ICeflavík — 300,— — N.N. Keflavík — 400,— — Gömul áheit — 110,— — Kristbj. Jónsd. — 100,— — Steinþ. Steinþ.d. — 100,— — Ingbj. Jónsd. — 300,— — Steinv. Kristóf.d. — 325,— — Sama — 100,— — G.S.P. — 100,— — N.N. — 300,— — 2 áheit, G.G. — 1100,— — Kristj. Jóhannsd. — 200,— Kr. 49.403.75 Sóknarnefnd og söfnuður þakkar innilega veittar gjafir, áheit og hlýhug til kirkjunnar, og biður gefendum blessunar guðs. F.h. sóknarn. Hvalsnessóknar. Gunnlaugur Jósefsson, gjaldker' kosinn. Bændur og búalið not- uðu því þennan dag vel, allir hjálpast að og skilja tilgang þessara miklu anna, litli snáð- inn, sem er tæpra þriggja ára tínir saman strá er orðið hafa eftir á túninu, fer með það í stóru sátuna og segir: „Litla lambið á að borða þetta þegar það kemur af fjöllunum í haust“ Hinn slyngi sláttumaður hafði líka verið að verki þennan dag. Sú fregn barst um sveitina að Steinhildur í Landalcoti væri látin. Alla setti hljóða jafnvel börnin gerðu hlé á ær i'.um sín- um og kæti, það var ekki eins gaman og áðan að leika sér í heyinu, af því að hún amma hans Steingríms var dáin. í litlu byggðarlagi þar sem allir þekkjast, taka íbúarnir þátt í sorgum hvers annars og gleði. Þegar ég nú við andlát frú Steinhildar hugsa um hana, koma fram allar þær hugljúfu minningar er ég á frá okkar löngu kynnum, en þau hófust fyrir tæjum aldarfjórðungi. Eftir því sem ég kynntist henni bet- ur sannfærðist ég meir og meir um það hvað hún var sérstak- lega vel gerð kona. Hún bauð af sér góðan þokka, var létt í lund og skemmtileg, verkhög og snyrtileg og bar heimili hennar og allt sem hún kom nálægt merki þess. Blómin í gluggun- um, trjá og blómagarðurinn við suðurhlið hússins, allt vitnaði um líf, hjartahlýju, nærgætni þá og birtu er hún ávalt bar með sér. Ekki má gleyma því hvað gestrisin hún var. Voru þau hjónin samhent í því sem öðru. Ég minntist einu sinni á það við Steinhildi hvað mér finndist það vel til fundið hjá þeim og fara vel við þeirra sambúð, að þau giftu sig á Jónsmessunni. Já, sagði hún og hló við, okkar hjónaband hefur líka verið eilíf Jónsmessa. Það duldist engum er þekkti þau hjónin að þeirra hjónaband var byggt á gagn- kvæmri ást og samheldni, sem entist þeim til leiðarloka. Þegar þau fluttust að Landakoti ásamt foreldrum Sæmundar voru ailar byggingar gamlar á frumbýiis- árum þeirra hjóna. Það vita allir sem til þekkja hversu mik- ið átak það var á þessum árum að byggja allt upp að nýju og endurbæta jörðina. En þeim feðgum tókst þétta með þvi að vinna hörðum höndum. íbúöar- húsið var reist árið 1929, slort og myndarlegt miðað við þá tíma og nú fyrir stuttu enuur- bætt og fært í nútímabúning. Steinhildur bjó svo tii allan sinn búskap í nánu sambýii vtð tengdafólk sitt, undir sama þaki. Þar réði friður og eindrægni ríkjum og sannar það ef til vi.ll bezt þroska og félagslyadi Steinhildar og þessarar fjöl- skyldu. Fyrir 40 árum var stofnað kvenfélag hér í hreppnum. Steinhildur var ein af stofn- endum þess og þeir munu ekki margir þeir fundir er hún mætti ekki á í öll þessi ár. 1 maí s.l. var hún á fundi hjá okkur þá duldist okkur ekki að hún var lasin, en samt var hún hress og glöð eins og alltaf þegar fund- um bar saman. Engin okicar renndi í grun að veikindi henn- ar væru þess eðlis er raun bar vitni um. Steinhildur var í upp hafi sterk stoð í kvenfélagi Bessastaðahrepps og var lengst af í stjórn þess. Hún var sama styrka stoðin alla tíð og minn- ist ég sérstaklega ósérhlífni hennar og dugnaðar, þó heilsa henhar væri hin síðari ár farin að gefa sig. Ég minnist hennar í ferðalögum okkar og þá bezt Jónsmessuferðar okkar að Land manríalaugum í fyrra. Þar var hún aldursforseti og eina lang- amman, en svo sannarlega lét hún ekki sitt eftir liggja og var ekki eftirbátur þeirra yngri í að auka á skemmtilegheit þess- arar ferðar. Steinhildur, þín verður sárt saknað í litla félaginu okkar, við munum alltaf minnast þín með virðingu og þökkum. Nú þegar ég lít út um glugg- ann minn norður að Landakoti, er það baðað í skini kvöldsól- arinnar, það glampar á alla glugga. Túnið nýslegið og renni slétt. Það er sérkennileg birta yfir þessu býli þessa stundina á ytra borðið, en innan veggja þess húss ríkir sár söknuður og sorg. Þá er gott að minnast þess að aldrei er svo svart í sorgar- ranni að ekki geti birt fyrir eilífa trú. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Margrét Sveinsdóttir. Til sölu Glæsileg húseign í Hveragerði. Til greina gæti komið skipti. — Upplýsingar i Laufskógum 31 og síma 133 í dag. ✓

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.