Morgunblaðið - 24.08.1966, Page 3
Miðvikudagur 24. Sgúst 196S
MORCUNBLAÐIÐ
3
— Vietnam
l>að er fallegt um að litast á söltunarstöðinni Óð inn á Raufarhöfn.
Söltun á Raufarhöfn
komin upp í 42.ooo tn.
Raufarhöfn 22. ágúst.
SÍIjDIN hefur nú færzt heldur
nær landi og vciðist nú 150 míl-
ur NA af Raufarhöfn. Þar eru nú
sem stendur um 40 síldveiöiskip,
en mestailui síldveiðiflotinn
120—130 u.ílur NA af Raufar-
höfn.
Á miðunum út af Raufarhöfn
eru nú stödd 4 síldarflutninga-
skip, sem hella í sig sildinni.
Aðeins er vitað um eitt skip
á leið til Raufarhafnar með síld
í dag, Ólaf Magnússon. Saltað
er á þremur söltunarstöðvum í
dag.
Hér á stöíV'unum hefur nú
verið saltað sem hér segir:
Norðursíid ií.650 uppsaltaðar
tunnur, Borgir 8.781, Óðinn
5.860, Síldin 5.158, Björg 5.065,
Óskarsstöð 4.8?8, Hafsildur 2.659
og Möl s/f 122 tunnur. Samtals
verða þetta 42.139 uppsaltaðar
tunnur, en var á sama tíma í
fyrra 21.000 tunnur.
í bræðsiu hafa farið 40.000
lestir síldar, en það er sama
magn og búið var að bræða í
október í fyrra.
Glaða sóiskin og blíðviðri hef-
ur verið á miðunum fyrir Norð-
austurlandi undanfarna daga.
Rétt í þessu voru að berast
þær fregnir, að búið væri að
salta í 10 þúsundustu tunnuna
hjá Norðursíld nf., sem nú er
ianghæsta söltunarstöðin á Rauf-
arhöfn. — Einar.
Framh. af bls. 1
rískar flugvélar 3 eldílaugastöðv
ar í N-Vietnam og var ein þeirra
aðeins 16 km. frá Haiphong.
Frá því var skýrt í Saigon í
dag, að bandarískar flugvélar
hefðu fyrir mistök varpað
sprengjum á nokkra fljótabáta
sl. föstudag, með þeim afleiðing-
um að 30 óbreyttir borgarar biðu
bana og álíka margir særðust.
Bandaríska herstjórnin í Sai-
gon hefur viðkennt þetta, en
segir að bátarnir hafi verið á
svæði, sem skæruliðar réðu, en
stjórnin í S-Vietnam hefur gefið
skipun um að reglulegar sprengju
árásir verði gerðar á þetta svæði.
íbúar svæðisins eru venjulega
aðvaraðir fyrirfram með flugu-
miðum eða hátölurum, en heim-
ilt er að gera árás án viðvörun-
ar. Þennan dag höfðu könnunar-
flugvélar flogið yfir svæðið,
orðið fyrir skothríð úr loftvarn-
arbyssum og þá gert árás.
Lítið var um bardaga á landi
í Vietnam siðustu dægrin. Ky,
forsætisráðherra S-Vietnam sagði
í dag, að hann myndi gera allt
sem í hans valdi stæði til að fá
bandaríska flugmenn, sem eru í
haldi í N-Vietnam lausa. Sagði
Ky, að hann gerði sér fyllilega
grein fyrir viðkvæmni málsins
og að það gæti leitt til þriðju
heimstyrjaldarinnar. Vitað er
um 40 bandaríska flugmenn, sem
teknir hafa verið höndum í N-
Vietnam.
I
■: S is
Reykjanes GK 50 á leið inn til Raufarhafnar d rekkhlaðið.
Minnisvarii um Guðmund
Hannesson prófessor
Var ashjúpaður á fæðingarstað hans s.l. laugardag
Blönduósi, þriðjudag
Sunnudaginn 21. ágúst var
afhjúpaður minnisvarði Guð
mundar Hannessonar prófess
ors í minningarlundi, sem
honum hefur verið helgaður
á fæðingarstað hans, Guð-
laugsstöðum í BlönducVl.
Minnisvarðinn er gerður úr
grágrýti með lágmynd úr
eir af Guðmundi Hannessyni,
er Guðmundur Einarsson
myndhöggvari hefur gert.
Umhverfis þennan bautastein
er afgirt svæði með myndar-
legu hliði. Á öðrum hlið-
stöplinum stendur:
Minningarlundur Guð-
mundar Hannessonar próiess
ors, fæddur 9. septcmber 1866
■— dáinn 1. október 1946. En
á hinum stöplinum stendur
þetta erindi:
Leitaði hugur læknaði
mund,
athöfn var helguð hver
ævinnar stund.
Páll V. G. Kolka.
Athöfnin hófst klukkan tvö
eftir hádegi með því að Guð-
mundur Jónsson garðyrkjumað
ur á Blönduósi flutti ávarp og
j bauð gesti velkomna. En hann
hefur verið aðalforgöngumaður
að því að þessi minnisvarði var
I reistur. Að loknu erindi hans
| var sungið „Starfið er margt, en
eitt er bræðrabandið‘“.
Þá flutti Páll Kolka læknir
aðalræðu dagsins fyrir minni
Guðmundar Hannessonar. En
Páll var einn af nemendum hans
í læknadeild Háskóla íslands.
Var Páll málsnjall að vanda
Lýsti hann Guðmundi Hannes-
syni, sem hinum mikla lækni
og fræðara í háskólanum og
utan hans. Lýsti hann jafnframt
fjölhæfni hans, miklum gáfum á
ótalmörgum sviðum og talaði um
hvað hann hefði áorkað, bæði
í ræðu og riti.
Að loknu máli Páls Kolka
var sungið „Ó, fögur er vor
fósturjörð". í>ar næst afhjúpaði
Guðmundur Ilannesson
minnisvarðann frú Anna, einka-
dóttir Guðmundar Hannessonar.
Samsæti í Húnaveri.
Síðan var haldið í Húnaver,
en þar biðu manna veizluborð.
Frú Hulda Stefánsdóttir stjórn-
aði samsætinu í Húnaveri. Flutn
hún ræðu og minntist ninnar
ágætu konu Guðmundar Hann-
essonar, Karólínu ísleifsdóttur.
Auk þess fluttu ræður séra Pét-
ur Ingjaldsson, Skagaströnd,
Jón Pálmason, fyrrverandi ráð-
herra, á Akri og Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra, Hann-
es Pálsson talaði í nafni ætt-
menna Guðmundar Hannesson-
ar í Húnaþingi. Frú Anna Guð-
mundsdóttir flutti þakkir af
komenda Guðmundar Hannes-
sonar fyrir þennan veglega
minnisvarða og heiður þann,
sem minningu föður hennar
hefði verið sýndur. Almennur
söngur var milli ræðuhaldanna
og stjórnaði honum Jóhann
Tryggvason í Ártúnum.
Að lokum flutti Guðmundur
Jónsson þakkarorð til allra er
hefðu stutt hann til að koma
upp þessum minnisvarða. Gat
hann einkum Kaupfélags Hún-
vetninga, sýslunefndar Austur-
Húnavatnssýslu, Húnvetninga-
félagsins í Reykjavík og svo
hinna mörgu ættingja Guðmund
ar Hannessonar. í nefnd með
Guðmundi Jónssyni störfuðu að
þessu máli Jón ísberg sýslumað-
ur, Hulda Pálsdóttir húsfreyja
að Höllustöðum, Lárus Björns-
son bóndi í Grímstungu og Jón
Jónsson í Stóradal, en hann and-
aðist á þessu ári.
Fjölmenni mikið var við at-
höfnina, sem öll var hin virðu-
legasta. Sólskin og blíða var í
Blöndudal og Húnaþingi. Höfðu
margir viðstaddir á orði að
aldrei hefðu þeir séð Blöndudal
skarta eins dýrðlega og þennan
dag. Átti það vel við þegar
minnst var frægasta sonar dals-
ins
Vandamál
smáÍYiirtækja
OTTO Schopka, formaður Sam-
bands iðnaöarmanna ritar at-
hyglisverða grein í nýútkomið
hefti af tímariti Lands-
sambandsins, þar sem hann *
ræðir m.a. um samstarf smá-
fyrirtækja í iðnaði og segir m.a.:
„Mörg vandamál smáfyrir-
tækja eiga beinlínis rætur að
rekja til smæða fyrirtækjanna,
þau verða ekki leyst nema fyrir-
tækin stækki eða taki höndum
saman um að leysa af hendi
sameiginlega suma þætti starf-
seminnar. Á þessu sviði virðast
vera næg verkefni fyrir ýmis
félagssamtök iðnaðarmanna,
þau ættu að beita sér fyrir auk-
inni sameiginlegri þjónustu við
meðlimina og hvetja þá til auk-
ins samstarfs, þar sem það gæti
orðið þeim hagkvæmt."
Margþætt starf
„Starf stjórnanda smáfyrlr-
tækisins er afar margþætt. Hann”*
verður að annast mörg þau störf
sem í stærri fyrirtækjum er
skipt á milli nokkurra manna.
Þannig verður hann venjulega
að vera bæði innkaupa- og sölu-
stjóri, framleiðslustjóri, starfs-
mannastjóri og svo framvegis.
Oft annast hann einnig reikn-
ingshaldið að einhverju leyti,
og ekki síður tekur hann bein-
línis þátt í sjálfum framleiðslu-
störfunum. Vinnutími hans verð-
ur því oft langur og nýtist illa.
Þar sem um mörg lítil fyrir-
tæki er að ræða eru oft margir
menn að vinna sömu verkin,
sem þó einn gæti haglega gert
fyrir alla. Samstarf fyrirtækja á
því vissulega rétt á sér og er oft
nauðsynlegt. Það getur t.d. ver-
ið á sviði innkaupa. Einn aðili
getur annast innkaup fyrir mörg
fyrirtæki, hann getur eytt meiri
tíma í að leita hagstæðra til-
boða og svo framvegis heldur en
hver einstakur. Samstarf á sviði
sölu kemur einnig til greina og '
er reyndar þekkt hér á landi,
einkum þó í útflutningsatvinnu-
vegunum. Samstarf við fram-
leiðsluna sjálfa kemur einnig til
greina, t.d. í þeirri mynd, að
fyrirtækið sérhæfi sig meira en
nú gerizt, til þess að betri nýting
á afkastagetu véla og húsnæðis
fáist og um leið aukin afköst.
Loks má nefna aukið samstarf á
sviði reikningshalds, skattaupp-
gjörs, launaútreiknings og þess
háttar. Á því getur varla leikið
nokkur vafi, að aukið samstarf
iðnfyrirtækja mundi leiða til
hagkvæmni í rekstri, lægri fram
leiðslukostnaðar og betri af-
komu iðnaðarins."
Rannsókn málsins
Hér er auðvitað um mjög
mikilvægt mál að ræða. Þróunin
í öðrum löndum hefur yfirieitt
verið sú, að iðnfyrirtæki og
önnur atvinnufyrirtæki hafa
tekið upp æ nánara samstarf og
jafnvel sameiningu til þess að
geta betur nýtt nýjustu tækni
og standast betur harða sam-
keppni. Nú á næstunni mun
Norðmgðurinn Haare koma
hingað til lands á vegum Iðn-
aðarmálaráðuneytisins og í sam-
vinnu við Iðnaðarmálastofnun
íslands og Félag ísl. iðnrekenda
til þess að rannsaka þessi mál,
en svo sem kunnugt er kom
hann hingað fyrir nokkrum ár-
um til þess að fjalla um vanda-*
mál íslenzks iðnaðar og skilaði
þá ítarlegri álitsgerð, þar sem
m.a. var lögð áherzla á mikil-
vægi nánara samstarfs og jafn-
vel sameiningar iðnfyrirtækja.
Er þess að vænta að jákvæð nið-
urstaða fáist á þeirri rannsókn
sem nú stendur yfir á þessum
málum, og er enginn vafi á því,
eins og Otto Seliopka segir í
grein sinni, að meiri samvinna
smáfyrirtækja getur orðið þeim
mjög hagkvæm.