Morgunblaðið - 24.08.1966, Side 10

Morgunblaðið - 24.08.1966, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagyr 24. ágúst 196« Lokið við gerð iaxastiga í Sveðjufossi í Langá Mesta mannvirki sinnar tegundar á íslandi - Byggður i sjálfboða- vinnu og kostaður af einstakl- ingum. Þriðji laxastiginn í Langá Jósef S. Reynis arkitekt teiknaði laxastigann í Sveðju- fossi. Hann er 12 metrar að I SUMAR hefur verið unnið að gerð laxastiga í Sveðju- foss í Langá, og mun hann mesta mannvirki sinnar teg- undar á íslandi. Það sem þó er einna athyglisverðasta við þetta mikia mannvirki er, að það er allt unnið í sjálfboða- liðsstarfi og kostað af ein- staklingum innan Fiskirækt- arfélags Langár. Þeir sem veg og vanda hafa haft af byggingu laxastigans eru þeir Pétur Snæland forstjóri, Jósef S. Reynis arkitekt, Haukur Þorleifsson bankabókari, Oddur ólafsson læknir og Friðrik Þorsteins- son húsgagnasmíðameistari. — Framkvæmdir voru hafnar við stigann árið 1936. Áður hafði verið byggður stigi í Skuggafoss nokkru neðar í ánni og kostaði hann kr. 600.000. Á næsta ári verður hafizt handa um byggingu þriðja laxastigans í Ármóta- foss í Langánni og á með til- komu hans laxinn að komast alla leið í Langavatn. En með tiikomu þess stiga, sem full- gerður var í sumar bætist S km hrygningarsvæði við Hér lokið við að steypa efstu Langána. verið hleypt í hann ennþá. hæð og í honum eru 24 þrep. Matið á hverjum hæðarmetra var árið 1963 kr. 100.00, og hefur. hækkað nokkuð siðan. Það leiðir að ljósu, að í þessu mikla mannvirki liggur geysileg vinna. Flytja hefur orðið efni til stigans að um langan og erfiðan veg, að því er Jósef S. Reynis tjáði frétta- mönnum Mibl. upp við laxa- stigann sl. sunnudag. Hafa þeir fimmmenningarnir, sem fyrr eru taldir unnið við Unnið við að steypa laxastigann í Sveðjufossi í ágúst 1964. framkvæmdir i stiganum um hverja helgi undanfarin sum- ur og í sumar. Hafa þeir stundum fengið í lið með sér þrep laxastigans, en eins og myndin sýnir hefur vatni ekki vini og ættingja, efi að öðru leyti unnið verkið algerlega upp á eigin spýtur. Við þessar framkvæmdir hefur orðið að sprengja fyrir stiganum, sem er fjárfrekt og erfitt verkefni. Þá hefur orðið að steypa alla stallana og fyrir ofan Sveðjufossinn er aðstaðan 'þannig háttað, af hendi þeirra félaga, að hægt er að minnka og auka vatns- magnið í stiganum eftir vild. Þá er lengra fyrir ofan steypt- ur garður út í ána, til að varna því, að is komist í stig- ann á vetrum. Fimmmenningarnir, sem áð- ur eru nefndir, eiga jarðirnar tvœr, sem að stiganum liggja og eru sem fyrr segir með- limir Fiskiræktarfélags Lang- ár. Þeir hafa á hverju ári sett gönguseiði í ána og vænta sér árangurs af þeirri starfsemi næsta ár, en þegar hefur fengizt dýrmæt reynsla af því- líkri starfsemi í Laxaeldisstöð ríkisins í Kollafirði, sem skýrt var frá í Mbl. fyrir skömmu. Auk þessa fluttu þeir félag- ar, sem frægt er orðið, 2000 gönguseiði með þyrlu í efri- hluta Langár nú í vor. ' Norrænt frímerki kemur út árið 1969 FÓSTRÁÐSTEFNA Norður- landa var haldin í Ábo í Finn- landi í sl. viku og voru þar mættir fulltrúar frá öllum lönd- unum. Á póstráðstefnu í Silkeborg 1964 var samþykkt að gefa út norrænt frímerki árið 1969, en þá eru 100 ár liðin, frá því norrænt póstsamstarf hófst. Síðar var ákveðið að hafa sam- keppni á Norðurlöndunum um gerð frímerkisins og einnig, að — Robert Framhald af bls. 1 er um að hafa myrt 3 óvopnaða brezka lögreglumenn 12. þessa mánaðar, ásamt tveim öðrum, sem þegar hafa verið handteknir Beinir lögreglan nú leitinni aðallega að miðbiki Lundúna- borgar, en hún segist hafa sterk- an grun um að vinir Roberts þar leyni honum hjá sér. Sendi lögreglan í dag út beiðni um upplýsingar, sem gætu leitt til handtöku Roberts. Biðja þeir fólk, sem hefur vitneskju um ferðir og dvalarstað Roberts, að láta hótanir vina Roberts í undirheimum Lundúna, sem vind um eyru þjóta, því að lögreglan muni veita því alla vernd, sem í hennar valdi stendur. Lögreglan hefur áður sagt, að leitinni verði ekki linnt fyrr en Roberts hefur náðst. hvert land skyldi senda tvær tillögur að því. Frá íslandi voru tillögur eftir Hörð Karlsson og Ástmar Ólafsson. Á fundinum í Ábo varð tillaga frá Svíþjóð eftir Sven Áke Gustafsson, arki- tekt, fyrir valinu. Er það mynd af fimm skipum, sem tekin er eftir fornum peningi, sem fannst á eyjunni Birka skammt frá Stokkhólmi. Frímerkið verður gefið út í tveimur verðgildum í hverju landi. Auk þessa frímerkjamáls voru 12 mál á dagskrá, t.d. var samþykkt að taka upp nýtt kerfi í sambandi við sundurgreiningu á pósti, póstnúmerakerfi, sem er fólgið í því, að sendendur riti við utanáskrift póstsendinga sér- stakt póstnúmer eftir ákveðnu númerakerfi miðað við nafn ákvörðunarstaðar. Kerfið á að auðvelda sundurgreiningu pósts og flýta fyrir henni, sérstaklega ef hún er sjálfvirk. Ennfremur voru rædd ýmis sérmál varðandi frímerkjavéi- ar, hagræðingu, póstburðar- gjöld og rekstrar- og fjármál póstsins. Á ráðstefnunni í Ábo mættu 19 fulltrúar, þeirra á meðal hinn nýi póstmálastjóri Noregs, Ragnvald Rustung-Brú. Full- trúar frá íslandi voru þeir Gunn laugur Briem, póst- og síma- málastjóri og Bragi Kristjáns- son, forstjóri. Frímerkið 1969. Næsta norræna póstráðstefna verður haldin í Noregi árið 1967. (Frá Póst- og símamálastjórn- inni). Leiðrétting f grein Boga Eggertssonar „Hestamennska og Jón Pálsson dýralæknir,“ sem birtist hér í blaðinu í gær, slæddust inn nokkrar meinlegar villur, en í öllum tilfellum mun hægt að lesa í málið, nema í einni máls grein, en þar féll niður heil lína. Málsgreinin í heild er svo frá hendi höfundar: „Það er hægt að sjá byggingu hrossa, beinalag og beinagerð, vöðvalag og efnivið þeirra hvort hrossið hefir stífan eða slakan bandvef, öndunarfæri og blóð- rás, augu og augnaumbúðir, eyru eyrnasetningu og hreyfingar þeirra, taglburð, mýkt og svif hreyfinga o.fl. o.fl., en erfðaeigin leika sjáum við ekki. (Þessi málsgrein féll niður). Þessvegna verður enginn stóðhestur full- reyndur, fyrr en afkvæmi hans eru komin nokkuð á legg“. Greinarhöfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar á prent villunum. Sumarmót Æskulýðssam- bands kírkjunnar í Hólastifti AKUREYRI, 23. ágúst. Þriðja æskulýðsmót Fsku- lýðssambands kirkjunnar i Kóla- stifti fór fram í blíðskaparveðri um síðustu helgi við sumarbúð- irnar við Vestmannsvatn. Þátt- takendur, sem voru á annað hundrað og gistu margkr í tjóld- um, voru frá Sauðárkróki, Ak- ureyri, Grenivík, Höfðahverfi, Húsavík og úr Grenjaðarstaðar- prestakalli. Mótsstjórar voru séra Sig- urður Guðmundsson, prófastur, og Gylfi Jónsson, stud theól. Prófasturinn setti mótið á íaug- ardaginn en kvöldvöku Önnuð- ust þrír æskulýðsfélagar frá Ak- ureyri, Sigurður Sigurðsson, Gunnar Rafn Jónsson og Björn Mikaelsson. Sveinn Bjarman fararstjóri frá Sauðárkróki af- henti sumarbúðunum að gjöf kr. 2000 frá æskulýðsfélaginu þar. Seint á laugardagskvöld var varðeldur og flugeldasýning og loks kvöldbænir, sem prófastur- inn annaðist. Seint á laugardagskvöld var varðeldur og flugeldasýning og loks kvöldbænir, sem prófastur- inn annaðist. Sunnudagurinn hófst með fánahyllingu en við búðirnar blakti jafnan bæði íslenzki fán- inn og æskulýðsfáninn. Morgun- bænir flutti séra Björn H. Jóns- son frá Húsavík. Mótsgestir undu við leiki og íþróttir fram til hádegis, en eftir hádegið var guðsþjónusta. Séra Pétur Sigur* geirsson prédikaði, Friðrik Jóns son lék á orgelið, og kirkju- 'kór Grenjaðarstaðarprestakalls söng. Prófasturinn þjónaði fyrir altari og sleit mótinu. Séra Björn Jónsson flutti þakkir móts gesta, sérstaklega prófastinum, sem verið hefur formaður sum- arbúðarnefndar frá upphafi. — Sv. P. — Sumarmót Framhald af bls. 2 í sumar baðst fráfarandi stjórn undan endurkosningu og voru þessi kosin í stjórn. Forseti: Frið rik Karlsson, Reykjavík. Aðrir I aðalstjórn voru kosnir: Sigurð- ur Helgason og Steinunn Snorra dóttir, Reykjavík, Mikael Jóns- son, Akureyri, Óli Kristinsson, Húsavík, Kári Jónasson, Kópa- vogi og Sigurður Þórðarson, Hafnarfirði. í varastjórn voru kosnir: Ragnar Þorsteinsson, og Þorsteinn Laufdal, Reykjavík, Bogi Sigurbjörnsson, Siglufirði, Guðmundur Hákonarson, Húsa- vík, Óskar Jónsson, Selfossi og Gestur Auðunsson, Keflavík. Á fundinum gengu þrjú félög í sambandið. Það voru Bridge- félög Skagastrandar, Hveragerð- is og Fáskrúðsfjarðar. Sú breyt- ing var gjörð á framkvæmd ís- landsmótsins, að næst munu 10 sveitir keppa í meistaraflokki un íslandsmeistaratitilinn, þar at hafa 2 sveitir rétt frá Norður- landi og 2 af Suðurvesturlandi utan Reykjavíkur. Er þess að vænta að þessi breyting verði til að auka vinsældir íslandsmóts- ins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.